Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 3
30. desember 1986 - DAGUR - 3 in sem unnin voru á skipum og tækjum Hvals h.f. Eftirminnileg- ast úr starfi mínu eru kaup á nýj- um og mjög fullkomnum flutn- ingabíl, sem er fyrstur sinnar gerðar sem kemur til landsins. Einnig jómfrúarferðin á bílnum heim. Af öðrum viðburðum er mér minnistæðastur leitogafundur þeirra Reagans og Gorbasjovs og stórkostlega frammistaða íslenskra fréttamanna og forsæt- isráðherra Steingríms Hermanns- sonar í tengslum við þennan fund. í öðru lagi er það vopnasal- an til írans, sem mér sýnist geta orðið annað Watergate.“ Guðmundur Sigvalda- son: Flutn- ingur frá Stokkseyri Mér er efst í huga flutningarnir frá Stokkseyri til Skagastrandar, það má segja að það sé nokkuð margslungið atriði. Fyrst ákvörð- unin um það að sækjast eftir nýju starfi og síðan að vita að það hafi lukkast, og síðast en ekki síst flutningarnir sjálfir. Nú úr einka- lífinu vil ég líka nefna að lítill sonur minn sem hafði verið mjög slæmur í eyrum, hann náði full- um bata um mitt árið. Af heims- viðburðunum er mér náttúrlega minnisstæðastur leiðtogafundur- inn í Reykjavík. Bara það að fundurinn skyldi haldinn hér og það að fá að upplifa þetta allt saman eins og hægt var fyrst og fremst í gegnum sjónvarpið, allt tilstandið. Þetta er manni náttúr- lega minnisstætt og ekki þá síst ávarpið sem Shultz var með í lokin. Svo er mjög eftirminnilegt í sambandi við kosningarnar síð- astliðið vor, sigur ákveðins lista í hreppsnefndarkosningunum á Stokkseyri. f>á er mér náttúrlega ofarlega í minni nýgerðir kjara- samningar, að það skyldi takast að ná samningum á svo skömm- um tíma. Hjálmar Jónsson sóknarprestur á Sauðárkróki: „Annasamt ár sem ég kveð sáttur“ „Þetta var að mörgu leyti gott ár. Samkvæmt fréttum virðist þjóðarbúið koma vel frá þessu ári, hagvöxtur vel merkjanleg- ur og útlit fyrir að hann verði enn betri á næsta ári. Eins og önnur heimili þarf þjóðarbúið að komast af og gott er að heyra að á þessum sameigin- lega bæ sé ástandið sæmilegt.“ Þetta voru upphafsorð Hjálm- ars Jónssonar sóknarprests á Sauðárkróki þegar hann var beðinn að leggja nokkur orð í belg varðandi árið sem nú er að kveðja. „Samt sem áður eru vandamál í ýmsum greinum og vil ég þar sérstaklega nefna landbúnaðinn. Ég óttast nokkuð að á þessu ári fari að gæta afleiðinga af því kerfi sem menn hafa verið að reyna að búa til, þar sem miðað er við hinn svokallaða fullvirðisrétt. Ég held að það komi til með að skapa rnikil félagsleg vandamál, í hin- um dreifðu byggðum og það eigi einnig eftir að bitna á þéttbýlis- stöðum út um landið. Um heimil- islífið á þjóðarheimilinu held ég að sé gott eitt að segja og íslend- ingar gera sér grein fyrir að heimilisfriður er nauðsynlegur samfara aukinni hagsæld. Þó er hægt að fetta fingur út í hvernig fjölmiðlamenn undir pressu sam- keppninnar fara út í hávaða og læti sem skaðar heimilisfriðinn miklu mun meira en að bæta hann og í sumum tilfellum gera sig sjálfir seka um það sem þeir eru að ásaka aðra fyrir. Það þarf að uppræta það sem miður fer og gera það með ábyrgð og festu en ekki með ýktum og stundum fölskum myndum. Árið hefur verið mér mjög annasamt í starfi sóknarprests. Þó að oft hafi borið skugga á vegna dauðsfalla og slysfara, hef- ur það að langmestu leyti verið ánægjulegt og ég kveð þetta ár ákaflega sáttur. Lengi hafði ég hugsað mér að fara hringveginn og i sumar fór ég hann í fyrsta skipti og það meira að segja tvisvar. Fyrst með öldruðu fólki af Norðvesturlandi, þá sem farar- stjóri. Síðan seinna um sumarið Meginhluti þcirra viðtala sem hér eru voru tekin og þau unnin fyrir jól. Skal það tekið fram vegna þess að um jól áttu sér stað atburðir sem hugsanlega hefðu getað breytt eitthvað því sem við- mælendurnir nefndu sem minnisstæðustu atburði ársins. með fjölskyldu minni við farar- stjórn konu minnar. Þetta voru ákaflega skemmtilegar ferðir og ég var sérlega heppinn með veð- ur og ferðafélaga í báðum ferðurn." -þá Arnar Björnsson fréttamaður: Leiðtoga- fundurinn „Sá atburður sem er efstur í mín- um huga er leiðtogafundurinn í Reykjavík og sérstaklega þær vonir sem voru bundnar við hann. Mikið var um hryðjuverk á árinu og morðið á Olof Palme er jafnvel minnisstæðara heldur en leiðtogafundurinn. Á heimavelli ber að sjálfsögðu hæst sigur Völsunga í 2. deild í knattspyrnu. Fljótt á litið held ég að sá atburð- ur skyggi á alla aðra.“ SS Stefán Guðmundsson alþingismaður: „Frækileg frammistaða íslenskra íþróttamanna og góður árangur ríkis- stjómarinnar“ „Ég hlýt fyrst að nefna fund þeirra Gorbasjofs og Regan hér á landi í haust. Þetta var mikill viðburður og mikill heiður fyrir okkur ísíendinga að hann skyldi vera haldinn hér og ekki síst hvað öll fram- kvæmdin tókst með ágætum og var okkur til mikils sóma,“ sagði Stefán Guðmundsson al- þingismaður þegar hann var spurður um það minnisverð- asta á árinu. „Þá er mér ofarlega í huga kjarnorkuslysið í Chernobil og það sýnir okkur hvað við eigum gott land og hvað okkur er nauð- synlegt að ganga um það að fullri skynsemi, landið sjálft og hafið umhverfis það. Af heimastöðv- um eru kjaramaningarnir sem gerðir voru á árinu að mínu mati mjög merkilegir og hljóta hvorir um sig að teljast tímamótasamn- ingar. Sérstaklega vil ég nefna jólaföstusamningana, þar sem vissulega var reynt að teygja sig langt til að bæta hiut þeirra sem minnst hafa borið úr býttum. Þá fagna ég þeim skilningi milli samningsaðila sem ríkti við samningagerðina á árinu, að gera skynsamlega kjarasamninga. Um árangur ríkisstjórnarinnar á síð- asta ári er það að segja, að hann var góður. Fagna ég þar sérstak- lega, að afkoma ýmissa fyrir- tækja í grunnatvinnugreinunum, t.d. í fiskvinnslunni hefur verið með besta móti. Þetta sýnir okk- ur að við erum á réttri leiö, og á stjórnun fiskveiða sem sjávarút- vegsráðherra hefur leitt að mikl- um myndarskap þar mikinn þátt og tel ég að ekki hefði mátt bíða öllu lengur með stjónun á fisk- veiðum okkar. Ef ég vendi mínu kvæði í kross, þá vil ég nefna frábæran árangur íslenskra íþróttamanna á árinu. Frábærs árangur hand- boltalandsliðsins í heimsmeist- arakeppninni í Sviss þar sem það náði 6. sæti og árangurs íslensku sveitarinnar á ólimpíuskákmót- inu í Dubai nú í haust er hún hreppti 5. sætið. Hvað varðar mig persónulega, þá stóðum við í prófkjöri hér í kjördæminu og ég hlýt að vera mönnum þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk þar. Á afmælisdeginum mínum á sfð- asta vori fékk ég sonarson í afmælisgjöf, það fannst mér verulega skemmtilegt.“ -þá Kristján Ármannsson Kópaskeri: Barátta okkar fyrir skipi „Af erlendum vettvangi er mér minnistæðast kjarnorkuslysið í Tchernobyl og afleiðingar þess. Hér var í raun um lítið slys að ræða miðað við það sem gæti orðið. Þetta slys hefur tvímæla- laust opnað augu miklu fleiri fyrir þessari vá sem sífellt vofir yfir, þrátt fyrir miklar varúðarráðstaf- anir. Mengunar- og umhverfismál virðast t.d. víða í vestur Evrópu vera orðin mál málanna. Súrt regn, eyðing skóga og vatna, jafnvel heilu hafsvæði og fiskimið eru í stór hættu. Utbreiðsla og umræður um alnæmissjúkdóminn eyðni hefur verið mikil á þessu ári. Af innlendum vettvangi ber leiðtogafundurinn í Reykjavík höfuð og herðar yfir aðra atburði fréttalega séð. Þá má nefna góðærið svokall- aða, almennt hækkandi verð á fiskafurðum okkar erlendis og bætt greiðslustaða við útlönd, en hlutdeild landsmanna í batanum hefur verið æri misjafn. Gjaldþrot Hafskips og tengsl Utvegsbankans við það er minn- isstætt atvik úr viðskiptalífinu. Stefna eða stefnuleysi í land- búnaðarmálum veldur áhyggjum og stórhætta vofir yfir heilum byggðalögum vegna þessa. Á’tök milli einstaklinga í próf- kjörum flokkanna að undanförnu hafa verið óvenju illvíg, en spegla e.t.v. þá hægri frjáls- hyggjusveiflu sem nú er einkenn- andi. Fyrst ég svo flokkurinn þá þjóðin. Af heimaslóðum er mér efst í huga barátta okkar hér á Kópa- skeri við að komast yfir skip til að tryggja hráefnisöflun og atvinnu- öryggi. Það hefur gengið á ýmsu allt sl. ár og hefði „skipakaups- saga“ þessi ugglaust sómt sér vel í jólabókaflóðinu, en það verður að bíða betri tíma.“ Lokað 2. janúar vegna vörutalningar. HAGKAUP Akureyri xp • & d&'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.