Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, mánudagur 30. desember 1986 KA-heimiIið Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur. Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og 13,00-23,00 Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00. Tímapantanir í síma 23482. Akureyri: Tveir nefbrotnir Tveir menn voru slegnir niður á Akureyri um helgina. Annar þeirra í Sjallanum aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðing- um að hann ncfbrotnaði og hinn nóttina áður í göngugöt- unni og er talið að sá hafi einn- ig nefbrotnað. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar eru bæði þessi mál upplýst en í báðum tilfellunum var um ölvun að ræða. Um helgina var einnig brotist inn í verslanirnar Heilsuhornið og Hólabúðina og stolið skiptimynt og tóbaki. Auk þessa var nokkuð um ryskingar og rúðubrot í bænum um helgina og talsvert um að menn væru teknir grunaðir um ölvun við akstur. gk-. Húsavík: Skorað á bæjarstjórn Á almennum borgarafundi sem Áfengisvarnarnefnd Húsavíkur boðaði til um helg- ina var samþykkt tillaga um að skora á bæjarstjórn Húsavíkur að endurskoða samþykkt sína um kosningu um opnun áfeng- isútsölu sem fram á að fara í bænum 3. janúar. Rújnlega 100 manns voru á fundinum og fluttu þeir Hörður Harðarson 14 ára nemi og Gunn- ar Rafn Jónsson formaður Áfengisvarnarnefndar ræður. Tillagan sem sagt var frá hér að framan var samþykkt með öllum þorra atkvæða gegn 5. Bæjar- stjórn Húsavíkur hefur þegar borist tillagan og mun hún verða tekin fyrir á fundi bæjarráðs í dag. IM. Góður túrhjá Harðbak I gær var verið að landa úr tog- aranum Harðbaki EA hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og var aflinn einn sá mesti ef ekki sá mesti sem togari hjá fyrirtækinu hefur komið með á árinu. Harðbakur var með um 250 tonn og var aflinn nær eingöngu þorskur sem fékkst á Stranda- grunni og Þistilfjarðargrunni í 13 daga veiðiferð. Hásetahlutur fyr- ir túrinn mun vera á bilinu 60-70 þúsund krónur. Harðbakur og Hrímbakur munu verða í landi um áramótin. Aðrir togarar ÚA voru inni um jólin og eru farnir á veiðar. Peir munu svo landa um eða eftir 10. janúar og stöðvast síðan standi þá yfir verkfall það sem boðað hefur verið um áramótin. gk-. Sjónvarp Akureyri: Áramót a Akureyri Fagnaðarfundir hjá fjölskyldu Halldórs er hann kom til Akureyrar á laugardaginn. Frá vinstri eru Gunnar Friðriks- son faðir Halldórs, Magni bróðir hans, þá Halldór og móðir hans Guðrún Ilalldórsdóttir. Mynd: ri>b Fyrsti þátturinn sem unninn er sérstaklega fyrir Eyfirska sjón- varpsfélagið verður sendur út á gamlársdag kl. 16.55. í þessum þætti er víða komið við, en hann er nær eingöngu byggður upp á viðtölum. Rætt er við forsvarsmenn helstu stórfyrir- tækja bæjarins um árið sem er að líða og komandi ár. Þá er litið inn á jólaball, rætt er við þá aðila sem annast brennur í bænum á gamlárskvöld og við skáta um meðferð flugelda. Einnig er rætt við forsvarsmenn veitingastaða um hvað þeir bjóða gestum sín- um upp á um áiamótin. Þátturinn hefst sem fyrr sagði kl. 16.55 þegar dagskrá ríkissjón- varpsins lýkur og er klukkustund- ar langur. „Það þýðir ekkert að hætta“ - segir Halldór Gunnarsson, sem var 1. vélstjóri á Suðurlandi „Spennan er tekin að sjatna og þreytan farin að segja til sín. Mér líður bara vel, er reyndar með sár á fæti og hendi en þetta er á góðum batavegi. Við stóðum í sjó upp að hnjám og stundum lengra í tæpa 11 tíma. Við ætluðum að þrauka en auðvitað vorum við fegnir þeg- ar Nimrod þotan varpaði til okkar heilum björgunarbát. Tveir af okkur hefðu ekki mátt standa öllu lengur í sjónum,“ sagði Halldór Gunnarsson fyrsti vélstjóri á Suðurlandi sem sökk á jólanótt. Halldór sagðist ekki vita um orsök slyssins frekar en aðrir. „Skipið fór skyndilega að hallast en vindurinn hélt á móti. Snögg- lega tók það ákveðna stöðu yfir bakborðið og þá fóru sírenur í vélarrúminu að væla og ég fer niður að hjálpa yfirvélstjóranum. Hann sagði mér að það væri ekk- ert annað að gera en drífa sig upp og klæðast. Eftir það gengu atburðirnir eldsnöggt fyrir sig. En ég var aldrei hræddur nema þegar ég var niðri í vél, enda er það langversti staðurinn við þess- ar aðstæður,“ sagði Halldór. Hann lýsti hörmungunum og þeirri þrekraun sem þeir gengu í gegnum. Halldór er í Vélskólan- um og á eftir eitt ár. Hann sagðist „Það er greinilegt að talsverð- ur samdráttur hefur orðið í útleigu myndbanda á Akureyri eftir að Eyfirska sjónvarps- félagið hóf útsendingar. Það er ekkert leyndarmál. Ég er í beinum tengslum við Mynd- bandaleigu . kvikmyndahús- anna fyrir sunnan og þar er málið statt þannig núna að fimmtudagurinn er ekki svipur hjá sjón. Utleiga aðra daga er nærri því eins mikil og áður en hún hefur samt minnkað um 10%,“ sagði Sverrir Sveinsson 'hjá Myndbandaleigu kvik- stefna á það að klára skólann og auðvitað yrði hann að vinna næsta sumar, fara á sjó. „Maður myndahúsanna á Akureyri. Að sögn Sverris er þetta mikil breyting frá því sem var því fimmtudagar voru tekjuhæstu dagar vikunnar. Fléstar kvik- myndir sem Eyfirska sjónvarps- félagið og Stöð 2 sýna eru búnar að ganga lengi á myndbanda- leigunum, það væru frekar fram- haldsþættirnir sem fóik hefði ekki séð áður. „Þessi samdráttur er yfir alla línuna. Breytingin sem verður núna felst í því að fólk fer að velja úr öllu því efni sem því stendur til boða af meiri vand- virkni en áður. Ég hef síður trú á prófar það alla vega. Það þýðir ekkert að hætta,“ sagði Halldór að lokum. SS að fólk fái sér almennt tvö sjón- varpstæki," sagði Sverrir. „Við höfum orðið fyrir sömu reynslu og aðrir sem eru með leigur hérna f bænum en mér finnst samt sem áður að það sé ekki nógu mikið að marka þenn- an samdrátt enn sem komið er. Þessi síðasti tími rétt fyrir jól er rólegur á öllum myndbandaleig- um hvort eð er. Ég held að ekki sé hægt að segja mikið um áhrif hinnar nýju sjónvarpsstöðvar á myndbandaleigurnar fyrr en eftir hátíðarnar," sagði Helgi Sigurðs- son hjá Myndbandahöllinni. EHB Akureyri: Samdráttur hjá myndbandaleigunum Hlíð og VMA: Aðalgeir með lægstu tilboðin Á laugardag voru opnuð tilboð í 4. áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri og í gær voru opn- uð tilboð í 6. áfanga ný- byggingar Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Mörg til- boð bárust í verkin eins og vænta mátti en Aðalgeir Finns- son hf. átti lægstu tilboðin í bæði. Tilboð í sjö.tta áfanga Dvalar- heimilisins Hlíðar voru opnuð í gær. Hér er um að ræða innrétt- ingu og frágang nýbyggingar dvalarheimilisins. Aðalgeir Finnsson hf. var með lægsta til- boðið, 84,66% af kostnaðaráætl- un. Híbýli hf. var með næstlægsta tilboðið, 88,09%, Norðurverk hf. 88,29%, S.S. Byggir 92,54%, Fjölnir sf. 88,54%. Jón Björnsson, Ljósgjafinn, Blikk- virki og Valsmíði buðu saman og var tilboð þeirra 94,41%. Áætl- aður kostnaður er kr. 50.760.835. Lægsta tilboð var að krónutölu kr. 42.972.444 en hæsta tilboð kr. 47.923.384. „Kostnaðaráætlunin er að mínu mati allt of lág, ég held að þar skakki einum tíu prósent- um,“ sagði Hörður Tuliníus hjá Híbýli hf. um kostnaðaráætlun við 4. áfanga VMA, innréttingar og frágang stjórnunarálmu. Kostnaður var áætlaður kr. 8.855.000. Lægsta tilboðið var frá Aðalgeiri Finnssyni hf., kr. 8.513.159 sem er 96,1% af áætl- uðum kostnaði. Þrjú önnur til- boð bárust og voru þau öll fyrir ofan kostnaðaráætlun. SJS bauð kr. 9.012.618, Norðurverk hf. var með tilboð upp á kr. 9.741.878 og Híbýli hf. bauð kr. 9.896.644. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.