Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 7
30. desember 1986 - DAGUR - 7 Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri handleikur hér forláta loftvog sem var ein veglegra gjafa er KEA bár- ust á aldarafmælinu. við Dag. Konurnar ætlaði Gísli að nota til fiskvinnslu en þó var sá hængur á að þótt Gísli fengi konur til Þórshafnar var ekki til leiguhúsnæði fyrir þær. Gísli sagði einnig að karlarnir væru ekki jafn góðir í snyrtinguna og konur, þeir virtust hafa „fleiri þumalfingur“, eins og hann orð- aði það. 10. Byggðastofnun ekki flutt norður. Stjórn stofnunarinnar tók þessa ákvörðun en talið hafði verið líklegt að flutningur Byggðastofnunar til Akureyrar yrði að veruleika. Það vakti athygli við afgreiðslu málsins að framsóknarmenn í stjórn stofn- unarinnar greiddu atkvæði gegn flutningnum og Sigfús Jónsson nýkjörinn bæjarstjóri á Akureyri tók ekki þátt í afgreiðslunni. 11. Hann hefur sennilega ver- ið að flýta sér ökumaðurinn sem lögreglan á Akureyri hirti í Gler- árhverfinu er verið var að mæla hraða bifreiða þar. Þessi kom inn í geisla radarsins á 107 km hraða og hafði það helst upp úr krafs- inu að vera sviptur ökuleyfi á staðnum. 14. Heyskapur á Norðurlandi gekk erfiðlega framan af sumri. Þó rættist verulega úr er á leið og þegar upp var staðið var heyfeng- ur orðinn mjög þokkalegur bæði að magni og gæðum. 21. „Vinsældalistinn er ógild- ur þessa viku vegna stórsvindls Skriðjökla,“ sagði Ásgeir Tómas- son hjá Rás 2. Ragnar stórsöngv- ari „Jöklanna“ mótmælti hástöf- um en „Hesturinn“ komst ekki inn í toppsætið að þessu sinni þótt svo yrði skömmu síðar. 25. Rússarnir komu ög héldu margir að styrjöld væri skollin á. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, en Rússarnir sem voru frá sovésku vísindaakademíunni voru í Eyja- firði við jarðhitaleit með spreng- ingum og endurkastsmælingum. 28. „Það er sorglegt að missa framhjá sér 1300 farþega vegna hafíss í júní og júlí, en við verð- um bara að sætta okkur við að við búum á íslandi," sagði Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar eftir að fjögur skemmtiferðaskip höfðu siglt framhjá Akureyri vegna hafíss úti fyrir Norðurlandi. ÁGÚST: 6. Stórbruni varð á bænum Sól- bergi í Eyjafirði. Hlaða og fjós brunnu til kaldra kola og 2 kálfar og nokkrir minkar drápust. 7. Lögreglan á Húsavík stóð í ströngu. „Við erum auðvitað með tárin í augunum,“ sagði einn lögreglumanna þar er hann og félagar hans stóðu í því að hella niður bjór úr 2880 dósum á ösku- haugunum. Bjórinn sem þarna var um að ræða var smyglvarn- ingur, en orðinn svo gamall að ekki var um annað að ræða en hella honum niður. 8. Mikið gekk á í deilu íbúa í Rípurhreppi í Skagafirði og hreppsnefndarinnar þar og gengu , bréfaskriftir á milli aðila. Við hreppsnefndarkosningarnar þar kom fram einn listi sem leiddi til þess að hreppsnefndin var sjálf- kjörin. Nokkrir íbúar hreppsins mótmæltu þessu með því að neita að sitja í nefndum sem þeir höfðu verið skipaðir í. Hreppsnefndin svaraði með bréfi þar sem sagði m.a.: „Annars er það álit okkar að þið aðstandendur þessa furðu- lega plaggs gerið ykkur harla litla grein fyrir hvaða afleiðingar þetta frumhlaup ykkar kann að hafa. ... 11. Hann hefur sennilega verið að flýta sér drukkni ökumaður- inn sem lögreglan á Akureyri stöðvaði á 150 km hraða. Maður- inn var eltur út úr bænum í átt til Dalvíkur en bifreiðin fannst síð- an á afleggjara að bæ á Árskógs- strönd. Hafði hann reyndar ekið útaf og rotaðist við það. Annars vann hann engum öðrum skaða og verður það að teljast mildi. 19. Akúr hf. fór fram á það við Akureyrarbæ að bærinn keypti hlutabréf í Sjallanum fyrir 10 milljónir króna. Því var hafnað og síðar í þessum annál víkjum við að gangi mála í Sjallanum. 29. Kaupfélag Svalbarðseyrar var tekið til gjaldþrotaskipta, en málefni þess höfðu verið mjög í sviðsljósinu. Munur á skuldum og eignum nam 126 milljónum króna. September: 1. Þrjú umferðaróhöpp komu til kasta lögreglunnar á Akureyri um helgina. Bíll valt í Öxnadal, önnur bílvelta varð við Sólgarð á laugardag og aðfaranótt sunnu- dags lenti bíll á brúarhandriði á Hörgárbrú. 2. „Ég held að ég verði að svara því játandi að okk- ur grunar að brennuvargur gangi laus í bænum,“ sagði Tómas Búi Böðvarssson slökkviliðsstjóri á Akureyri við Dag. Talið er víst að um íkveikju hafi verið í tveim- ur tilvikum þegar kviknaði í húsi við Eyrarveg og bíl í Fjólugötu. Fólk er varað við að læsa húsum sínum og safna ekki eldfimu rusli á lóðum. 2. Ingvar Gíslason, alþingis- maður, gefur til kynna að hann muni ekki gefa kost á sér til fram- boðs í komandi alþingiskosning- um. 2. Siglfirðingar skora á Flug- leiðir að endurskoða áætlunar- flug til Sauðárkróks. Ástæðan er óheppileg áætlun flugsins miðað við snjómokstur á leiðinni Sauð- árkrókur-Siglufjörður. 3. „Flakkarinn", hin færanlega stafræna stöð Pósts og síma tengd Þú ert lykillinn að fararheill í umferði ' •'Vs>É,,r jr I § L'*4Bð t £ 411 L? 4 f Q ' » g!: g a' I k I £ 83 iw' * * >' ÍmIÍImhmÉ ■ .y. ■■ Gerum 1987 að heillaári FARARHEILL87 W /HAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA ÍUMFERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.