Dagur - 30.12.1986, Síða 13

Dagur - 30.12.1986, Síða 13
30. desember 1986 - DAGUR - 13 Já eða nei - Gunnar Rafn Jónsson Okkur, mig og þig, langar að byggja . hús. Það á að vera traust og gott hús. Sérfræðingar á öllum sviðum svo sem tæknifræðingar, arkitektar, rafvirkj- ar, smiðir og múrarar eru kallaðir til og beðnir að sjá um sinn þátt verksins. Sannarlega reynum við að forða húsinu okkar frá steypu- skemmdum og myglu ef við eigum þess kost. Það getur reynst okkur erfitt og kostnaðarsamt að bæta tjón og mögulega ógjörningur. Við köllum einnig til sérfræðinga þegar við fáum flókin vandamál, sem við ráðum ekki við. Þetta gerði Alþingi 7. maí 1981 er samþykkt var þingsályktun um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. 17 manna nefnd sérfræðinga var skipuð 2 árum síðar. í bráðabirgðatillögum nefnd- arinnar sem ríkisstjórninni voru afhentar 1. nóv. 1983 var m.a. lagt til að áfengis- og vínveitingastöðum yrði ekki fjölgað næstu 2 árin. Ekki var nú farið að ráðum sérfræðing- anna, þar sem vínveitingastöðum fjölgaði um 50% á ÍVi ári. Hvers vegna ráðlögðu sérfræð- ingarnir okkur þetta? Vegna þess að neyslan eykst með fleiri stöðum. Aukinni neyslu fylgja aukin vanda- mál. Þú gætir þá sagt: „Það er allt í lagi með mig. Ég passa mig. Ég drekk aldrei of mikið.“ Því miður reynist þetta ekki rétt. Það ætlar sér enginn að verða ofdrykkjumaður. En segjum sem svo að þú neytir áfengis í hófi. Hvað þá með félaga þinn? Er hann jafn sterkur á svellinu og þú? Þú hjálpar ekki þeim félögum þínum á Húsavík sem eiga við áfeng- isvandamál að stríða með því að opna áfengisútsölu. Ég hélt að þú vissir að ein sterkasta aðferð dreif- ingaraðila eiturlyfja er að senda sífellt ókeypis eiturlyfjaskammta til fyrrverandi sjúklinga, þar til þeir ánetjast á ný. Þú gerir málið ekki auðveldara fyr- ir unglingana. Fram hefur komið í könnun að þeir piltar, sem bjuggu í þéttbýli þar sem hægara var að nálg- ast áfengi en í dreifbýlinu, höfðu 13% líkur til að verða drykkjusjúkir en aðeins 4% þeirra sem bjuggu í dréifbýli áttu í hættu að verða drykkjusýki að bráð. En lítum aðeins nánar á áhrif áfengisútsölu úr rannsókn Tómasar Helgasonar o.fl. Þeir, sem drekka áfram daginn eftir mikla drykkju í prósentum af fjölda þeirra, sem neyta áfengis eftir búsetu. Karlar: Reykjavík og nágrenni 5,0 Þéttb. með áfengisúts. 4,6 Þéttb. án áfengisúts. 2,1 Dreifbýli 2,3 Landið allt 4,1 í þessari töflu kemur í ljós að það eru hlutfallslega fleiri karlar á svæð- um þar sem áfengisútsala er sem • halda áfram að drekka daginn eftir mikla drykkju heldur en á þeim svæðum þar sem engin áfengisútsala er. Áfengisneyslan sem persónulegt vandamál eftir búsetu, (í prósentum af þeim sem neyta áfengis). Karlar Reykjavík og nágrenni 12,5 Þéttb. með áfengisúts. 12,5 Þéttb. án áfengisúts. 8,3 Dreifbýli 8,4 Landið allt 11,3 Þarna kemur í ljós að það eru hlut- fallslega fleiri karlar á svæðum með áfengisútsölu sem telja áfengisneyslu sína persónulegt vandamál heldur en á svæðum þar sem engin áfengisút- sala er. Þessar tvær síðastnefndu töfl- ur benda eindregið til þess að máli skipti hvort áfengisútsala sé í næsta nágrenni eða ekki. í þessari könnun eru konurnar svo fáar að ekki verður lagt upp úr þeim tölum. Önnur niðurstaða rannsóknanna er að því fyrr sem farið er að neyta áfengis þeim mun hættara er við að verða ofdrykkju að bráð. Lítum nú á fleiri niðurstöður og kannanir. Staðreynd er að því.auð- veldara sem er að nálgast áfengi þeim mun meira er drukkið og því meira sem drukkið er þeim mun stór- kostlegra verður tjónið sem áfengis- neysla veldur. Samkvæmt nýjum vís- indarannsóknum er ljóst að tjón af völdum áfengisneyslu fjórfaldast ef neyslan tvöfaldast. Þrefaldist neyslan verður tjónið nífalt o.s.frv. Heil- brigðisstofnun SÞ (WHO) hvatti á haustfundi sínum 1978 aðildarþjóðir til að snúast gegn áfengisböli með öllum tiltækum hömlum á dreifingu og sölu. í skýrslu heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna til þingsins 1978 var lagt til að dregið yrði úr því gífurlega tjóni, er áfengisneyslu fylgir, með að beita vissum hömlum. Meðal þess sem þar er bent á er . . . að fækka vínveitingahúsum og áfengisútsöl- um .. . Einnig segir í skýrslunni. „Það er sérstakt áhyggjuefni að aukin áfeng- isneysla unglinga felur í sér fyrirboða um neysluvenjur á fullorðinsaldri." Finnska áfengisrannsóknastofnunin, Evrópudeild Heilbrigðisstofnunar SÞ og Fíkniefnarannsóknastofnun Ont- ariofylkis í Kanada hafa sameigin- lega unnið að könnun á sambandi áfengisneyslu og heilsufars. Af niðurstöðum má nefna: „Fræðilegar ályktanir og niðurstöður rannsókna eru samhljóða: Aukningu heildar- neyslu áfengis fylgir fjölgun ofneyt- enda.“ Dæmi eru til sem sanna að hömlur draga úr heildarneyslu og að neysla eykst sé slakað á hömlunum. Þessi dæmi varða m.a. aldurstakmörk til áfengiskaupa og fjölda dreifingar- staða. Við skulum næst athuga, hver þróunin varð eftir opnun áfengisút- sölu á Sauðárkróki 1. des. 1983. Yfirlit yfir skýrslugerð lögreglunn- ar á Sauðárkróki 1984 (í sviga eru tölur fyrir 1983). í fangahús færðir ........ 81 (32) a. v./ölv. á alm.færi .... 23 (12) b. v./ölv. og óspekta á alm.færi ............. 43 (12) Ölvun við akstur .......... 50 (38) Ekið á og stungið af ...... 12 ( 5) Akstur bifr. án ökurétt... 12 ( 4) Innbrot ................... 17 ( 4) Þjófnaður ................. 27 (12) Skemmdarverk .............. 16 ( 9) Rúðubrot................... 26 ( 5) Vinnuslys................... 7 ( 3) Ölvun á almannafæri ...... 21 ( 0) Áfengi tekið af ungl...... 5 ( 0) Áfengi keypt f. ungl...... 6 ( 0) Ég leyfi mér að fullyrða að stærsta heilbrigðisvandamál íslensku þjóðar- innar er neysla tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. 1. Algengasta dánarorsök úr krabbameini, karla jafnt sem kvenna, er lungnakrabbamein, að mestum hluta vegna reykinga. Þá er ótalinn þáttur reykinga í fjölmörgum öðrum sjúkdómum svo sem lungna-, hjarta- og æðasjúkdómum og skemmdir á hinum ýmsu líffærakerf- um af völdum áfengis eru vel þekktar. 2. Áfengis- og fíkniefnamál er ekkert . einkamál sjúklinganna sjálfra. Kostnaður sænska samfélags- ins vegna áfengissjúklinga er talinn nema 29 þús. ísl. króna á mann á ári, þar af þriðjungur vegna heilbrigðis- þjónustu. 3. Áætlaður kostnaður vegna áfengis á íslandi er áætlaður 3,5-5,5 milljarðar á ári. 4. 1984 voru 365 sjúkrarúm á ís- landi fyrir áfengissjúklinga og vímu- efnaneytendur, á 16 hælum, heimil- um og deildum. 5. 85% af þeim sem gista fangelsin eru þar vegna neyslu áfengis og ann- arra vímuefna. í vetur hefur verið þáttur í Sænska sjónvarpinu sem heitir „Torra fakta“. Þar fara menn ekki út í nein- ar erfiðar læknisfræðilegar skýringar eða staðtölufræði, þess í stað eru ein- staklingar kallaðir til og beðnir að skýra frá ýmsu því sem þeir sjálfir hafa upplifað sem alkóhólistar eða sem ættingjar eða vinir alkóhólista. Eftir hvern þátt var síðan símatími þar sem 50 alkóhólistar og ættingjar þeirra sátu fyrir svörum og gat við- talsfjöldinn farið yfir 10.000 á kvöldi. Rík áhersla var lögð á það að hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörk- um til hjálpar. Það eiga allir sínar döpru stundir. Þar getur þú hjálpað. Freistingarnar eru margar. Þegar nær dregur helgi verður baráttan harðari. Okkur er það öllum fullvel kunnugt Opið bréf til Valdimars Bragasonar „Ég fór fram á að þetta bréf yrði birt í Bæjarpóstinum á Dalvík og var það talið sjálfsagt. Síðan kom í Ijós að það var ritskoðað af ákveðnum mönnum og þar af leiðandi var komið í veg fyrir að það birtist. Þess vegna fer ég fram á að bréfíð fáist birt í Degi,“ sagði Snorri Snorrason skipstjóri um það bréf sem hér er og er ætlað Valdimar Bragasyni bæjarfull- trúa á Dalvík. „Ég heyrði til þín í útvarpinu hér á döguiium. Satt best að segja varð ég bæði undrandi og reiður að heyra þig, langreyndan stjórnarformann Söltunarfélags Dalvíkur, fjalla um málefni félagsins á þann hátt, að þeir sem á hlýddu fengu mjög ranga mynd af gangi mála. Eins og allir vita átti félagið í verulegum fjárhagserfiðleikum á umræddu tímabili eins og raunar fjölmörg önnur hliðstæð fyrir- tæki. Erfiðleikarnir stöfuðu af ytri aðstæðum og reyndust tíma- bundnir. En ég gat ekki betur heyrt en þú fullyrtir að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota, ef ákveðnir aðilar hefðu ekki komið því til bjargar. Það er ekki venja fjársterkra aðila að „bjarga“ fyrirtækjum frá gjaldþroti með því að kaupa í þeim hlutabréf á margföldu nafnverði. Þú nefndir líka að K.E.A. hefði farið út í þessa fjárfestingu að beiðni bæjarstjórnar Dalvík- ur. Það er ekkert launungarmál, að á lokastigi samninga bað kaupfélagsstjóri bæjarstjórn að óska bréflega eftir því við K.E.A. að það yki hlut sinn í Söltunarfélaginu. Bæjarstjórn varð við þessari beiðni. Á sínum tíma fordæmdir þú þessi vinnu- brögð, taldir þau aldeilis óviðun- andi enda í engu samræmi við gang málsins. Nú jæja, K.E.A. varð sem sagt við beiðni bæjarstjórnar og þar á bæ þurfa menn víst ekki að naga sig í handabökin fyrir. Eða skyldu fjárfestingar almennt skila jafn góðum arði og hér hefur orð- ið raunin á? Jæja Valdimar, látuin þetta gott heita, en ég er ennþá undr- andi. Hvað gengur þér til með þessum rangfærslum - ertu að reyna að fela eitthvað, ertu kannski að undirbúa eitthvað, þú ert þó aldrei að hella þér í alvöru út í pólitík?“ Snorri Snorrason. að margir líða andlega og líkamlega beint eða óbeint vegna áfengis. í nánasta umhverfi alkóhólistans eru oftast 5-6 manns sem líða. Fíkni- efnavandamál eru oft á tíðum ekki síður foreldravandamál en unglinga- vandamál. I skoðanakönnun á veg- um Landlæknisembættisins kvörtuðu 25% unglinga um vandræði á heimili vegna áfengisneyslu. Hér er opið bréf til foreldra úr dagblaðinu Expressen í Svíþjóð 17. nóv. 1986. „Mamma og pabbi drekka. Skiljið þið það ekki? Skiljið þið ekki að ég hata það þegar þið komið full heim? Skiljið þið ekki að ég skammast mín fyrir ykkur þegar þið hittið ekki í skráargatið? Skiljið þið ekki að ég sekk niður úr jörðinni af skömm þeg- ar fólk talar um ykkur í bænum? Skiljið þið ekki að mér þykir vænt um ykkur? Af hverju hættið þið ekki að drekka fyrir - fyrir mig. Ykkar elskandi dóttir." Mörg okkar hér á Húsavík eiga dætur og syni og viljum þeim vita- skuld vel. Einn faðir sagði við mig um daginn, að hann ætlaði að kjósa með áfenginu svo að synir hans lærðu að umgangast áfengi. Hann hefur sjálfsagt sín rök fyrir því. Aðrir tala um almenn mannréttindi og frelsi. Er það frelsi að ögra sjálfum sér og freista náunga síns með áfengi? Frelsi er ekki að gera það sem mann langar til, heldur það sem manni ber að gera. Við val búsetu á landinu vega flest- ir og meta kosti og galla. Hættur og freistingar sem bíða barna og ungl- inga borgarinnar eru ógnvekjandi miðað við okkar litla samfélag á Húsavík. Persónulega hef ég mesta trú á forvörnum eða svokölluðum grunnvörnum. En þar má nefna: Traust heimili, nægilegur tími for- eldra til samvista við börn sín, upp- eldisfræðsla í skólanum, gott samlíf, aðhald í uppeldi samfara góðum menntunarmöguleikum og tóm- stundaiðju. Þetta eflir sjálfstraust og sálarstyrk unglinga og gagnar þeim vel á lífsbrautinni. í afskiptum okkar af áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu má einnig tala um ávanavarnir, sem beinast að þeim, sem eru orðnir háðir vímuefn- um, og síðan neyðarvarnir sem beitt er þegar allt er þegar komið í óefni. Á myndinni getum við séð hvernig þessar varnir nýtast og hvað þær kosta hlutfallslega. (%) Fjöldi þess fólks sem aðgerðir ná til Kostnaður á mann vegna mismunandi leiða Við höfum feikigóða skóla á Húsa- vík. Kennarar og nemendur leysa störf sín ljómandi vel af hendi. Ekki er annaö hægt en hrífast með þegar börnin okkar, leika, syngja og dansa á tónlistarfundum, leika frumsamin leikrit, lesa eigin ljóð og sögur á for- eldrakvöldum í skólanum, sjá þau taka þátt í fjölmörgum íþróttagrein- um, sjá gleðina geisla úr svip þeirra er þau kyrja sunnudagaskólasöngv- ana sína. Þeirra er framtíðin, okkar er ábyrgðin. Ég sagði hér í byrjun að mig og þig langaði að byggja hús, traust og gott hús. Börnin okkar verða senn mátt- arstólparnir. Við skulum vanda vel til smíðinnar, þú og ég. Taktu ekki óþarfa áhættu. Það verður erfitt að bæta skaðann. Ég hvet þig lesandi góður til þess að taka afstöðu og kjósa í kosningun- um 3. jan. 1987. Ég hvet þig til þess að vega og meta, líta í eigin barm, líta til náunga þíns og umfram allt- þora að horfast í augu við staðreynd- ir. KJÓSTU - ÞÍN ER ÁBYRGÐIN í tilefni af 70 ára afmæli Brunabótafélags íslands bjóöum við viðskiptavinum og vel- unnurum félagsins að líta inn til okkar, mánudaginn 5. janúar n.k., og þiggja hjá okkur kaffisopa. BRUimB8lBFállCÍSU«1DS Akureyrarumboð Þórður Gunnarsson w Aramótafagnaður Skriðjöklar skemmta verð kr. 1.200- Næturmatur, hattar og knöll innifalið í verði Sfatöttut

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.