Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 30. desember 1986 Neyðarskot í haglabyssur Skipaflugeldar og neyðarblys ★ Óskum viðskiptavinum okkar svo og landsmönnum öllum gleðilegs nýárs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. RAFMAGNSEFTIRLIT RlKISINS Orðsending til rafvirkja Nám til löggildingar í rafvirkjun sam- kvæmt nýjum reglum er fyrirhugað í fyrsta sinn á vorönn 1987. Umsækjendur skulu hafa sveinspróf f rafvirkjun eða rafvélavírkjun og lokapróf frá iðnfræðslu- skóla og auk þess uppfylla inntökuskilyrði sam- kvæmt Stjórnartfðindum nr. 372, 31. júlf 1986. Nánari upplýsingar um námið fást hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins í síma 91-84133. Rafmagnseftlriit rfklslns Frá Kaupfélagi Eyfirðinga Lokað vegna vömtalningar Matvörudeild KEA Vörutalning í verslunum Matvörudeildar fer fram föstudaginn 2. janúar meö þeirri undantekningu þó aö kjörbúö KEA Brekkugötu veröur lokuö á gamlárs- dag. Eftirtaldar kjörbúðir verða lokaðar frá kl. 09 til kl. 16 föstudaginn 2. janúar: Kjörbúöir KEA Sunnuhlíö, Kjörbúö KEA Hafnarstræti 20 og Kjörbúö KEA Byggðavegi 98. Eftirtaldar kjörbúðir veröa lokaðar frá kl. 09 til kl. 18 föstudaginn 2. janúar: Kjörbúö KEA Hrísalundi, Kjörbúö KEA Ránargötu, Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91. Athygli skal vakin á því aö Kjörbúö KEA Brekku- götu er opin umræddan föstudag. Sölulúgur í Kjörbúö KEA Hrísalundi og Kjörbúö KEA Höfðahlíö opna kl. 18 föstudaginn 2. janúar. Sömuleiðis verður sölulúga í Kjörbúð KEA Brekku- götu opin frá kl. 18. Viðskiptavinum skal bent á aö lokun vegna vörutaln- ingar er auglýst nánar í hverri verslun fyrir sig. ^yggingavörudeild KEA Byggingadeild KEA Glerárgötu og Lónsbakka verö- ur lokuö föstudaginn 2. janúar, mánudaginn 5. janú- ar og þriðjudaginn 6. janúar. Raflagnadeild KEA Raflagnadeild KEA, Glerárgötu og Lónsbakka verö- ur lokuö föstudaginn 2. janúar, mánudaginn 5. janú- ar og þriöjudaginn 6. janúar. Véladeild KEA Véladeild KEA verður lokuö mánudaginn 29. des- ember, þriðjudaginn 30. desember og miðvikudag- inn 31. desember. Vöruhús KEA Vöruhús KEA verður lokaö föstudaginn 2. janúar og mánudaginn 5. janúar. Kaupfélag Eyfirðinga Hjúkrunarfræðingar Höldum árlega jólatréskemmtun að Lóni við Hrísalund sunnud. 4. janúar kl. 15.00. Miðar seldir viö innganginn. Dansaö og sungið meö Ingimar Eydal og jólasvein- unum. Happdrætti og veitingar. Nefndin. Jólatréskenimtim Starfsmannafélags Sólborgar verður haldin í Svartfugli 30. des. kl. 15.00. Félagar takið með ykkur gesti. Eldri félagar velkomnir. Stjórnin. Áramótaball verður í Laugaborg 3. janúar kl. 22.00. Hljómsveitin Stuðkompaníið sér um fjörið. Verið öll velkomin. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Samkvæmt ákvæöum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/ 1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkis- skattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræöir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1987. Lágmarksfjárhæö skv. 2. mátsl. 2. mgr. 2. gr. lag- anna verður kr. 20.069 og hámarksfjárhæð kr. 200.690. Lágmarksfjárhæö skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 5.017 og hámarksfjárhæö kr. 50.170. Reykjavík 19. desember 1986. Ríkisskattstjóri. nnar fyrir janúar á Fyrsta A nýju án kemur fyrsta blað út daginn 5. janúar og þurfa _ , ' í það blað að vera k hádegi föstudaginn 2. afgreiðslu auglýsingade:i Kristnesspítali: Vegleg minningar- gjöf Nýlega barst Kristnesspítala minningargjöf frá Helgu Jóns- dóttur, að upphæð 75.000,- kr. Gjöfin er gefin til minningar um mann hennar, Jóhann Pálmason og son þeirra Jón Heiðar Jóhannsson. Gjöfinni verðurvar- ið til kaupa á endurhæfingartækj- um fyrir endurhæfingardeild Kristnesspítala, en nýlega var lokið við innréttingu á endur- hæfingarsal við spítalann. Magnús Ólafsson, sjúkraþjálf- ari hefur verið ráðinn að endur- hæfingardeildinni í hlutastarf og verða fleiri sjúkraþjálfarar ráðnir um leið og þeir bjóðast. Jólaget- raun KEA Fyrir jól var dregið í jólagetraun KEA. Fyrstu verðlaun, vöruút- tekt að upphæð kr. tíu þúsund, fékk Jónatan Benediktsson Sval- barðseyri. Önnur verðlaun, vöruúttekt að upphæð kr. sjö þúsund, fékk Jón Stefánsson, Akureyri. Þriðju verðlaun, vöruúttekt að upphæð kr. fimm þúsund, fékk Arnheiður Stefáns- dóttir. Húsavík: Bæjar- stjórinn efnir til veislu Fundur var haldinn í Bæjar- stjórn Húsavíkur á fímmtudag- inn. Ákveðið er að Húsavíkur- bær bjóði bæjarbúum til nýjársfagnaðar, eins og gert hefur verið síðastiiðin ár. Á fundinum var samþykkt aðalskipulag Húsavíkur 1985- 2005. Athugasemdir við tillögu um nýja aðalskipulagið höfðu aðeins borist frá einum manni, Sigurði P. Björnssyni en bygg- inganefnd taldi ekki ástæðu til að gera breytingar á skipulaginu og var athugasemdum Sigurðar svarað bréflega. Talsvert miklar umræður urðu um skipulagsmál- in á fundi bæjarstjórnar og ekki voru allir bæjarfulltrúar sáttir við fyrirhugaða brúarsmíði yfir Búð- ará en að lokum var skipulagið samþykkt með sjö atkvæðum, einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti og annar sat hjá. Aðal- skipulagið verður nú sent skipu- lagsstjóra ríkisins til staðfesting- ar. Aðalfundur Hótels Húsavíkur var haldinn 17. des. Ákveðið er að eignaraðilar annist áfram rekstur hótelsins, en þeir tóku við rekstrinum af Samvinnuferð- um í haust. Nú er lokið fjárhags- legri endurskipulagningu og á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé um 8 milljónir króna. Kosningar um hvort heimila eigi opnun áfengisútsölu á Húsa- vík verða haldnar laugardaginn 3. jan. nk., 1698 manns eru á kjörskrá, þeir bæjarbúar sem eru 18 ára eða eldri á kjördegi. Áfengisvarnarnefnd Húsavíkur hefur boðað til almenns borgara- fundar sunnudaginn 28. des., óskar nefndin eftir að flokkarnir sendi fulltrúa á fundinn og geri grein fyrir afstöðu sinni til málsins. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.