Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 5
30. desember 1986 - DAGUR - 5 AN NALL 1986 — í máli og myndum <<S^' K'P'eá^ JANUAR: 3. Alls bárust 6 tilboð í smíði Leirubrúarinnar svokölluðu. Pað vakti athygli að lægsta tilboðið var nærri jafnhátt kostnaðaráætl- uninni. Það átti Norðurverk hf. sem vildi vinna verkið fyrir 23,7 millj. króna sem var 99,89% af kostnaðaráætluninni. Norður- verk hf. vann síðan að smíði brúarinnar og einnig að vegagerð yfir leirurnar, en vegurinn hefur nú verið opnaður fyrir umferð. 3. Fyrsti Islendingurinn sem fæddist á árinu var stúlkubarn. Hún kom í heiminn á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki þegar 19 mín. voru liðnar af árinu, og voru for- eldrar hennar Guðrún Helga- dóttir og Guðmundur Karlsson. 7. Geysileg loðnuveiði var við Kolbeinsey. Bátarnir fylltu sig þar yfirleitt í einu kasti. Sjómenn sögðu að mjög mikil loðna væri á svæðinu. 8. Taldar voru miklar lýkur á að Útgerðarfélag N.-Þingeyinga yrði næsti eigandi togarans Kol- beinseyjar sem Fiskveiðasjóður hafði keypt á uppboði, en Útgerðarfélag N.-Þingeyinga átti hæsta tilboðið í togarann þegar sjóðurinn auglýsti hann til sölu. Síðar féll fyrirtækið frá tilboði sínu vegna þrýstings frá bönkum og ráðuneyti eins og Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Rauf- arhöfn sagði. Lyktir málsins urðu síðan þær að íshaf hf. nýstofnað fyrirtæki á Húsavfk keypti skipið. 13. Framleiðsluverðmæti út- flutningsafurða frá Raufarhöfn á árinu 1985 nam um 535 milljón- um króna. Það þýðir að hver íbúi staðarins hafi lagt af mörkum 1 milljón og 235 þúsund krónur í útflutningstekjum. 14. Togarinn Margrét kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri. Hann hét Maí áður en fyrirtækið Samherji hf. keypti hann. Skipið fór síðar á árinu er- lendis þar sem því var breytt verulega. Margrét kom síðan til Akureyrar aftur í byrjun des- ember tilbúin til veiða. í fyrstu veiðiferð skipsins þá kom hins vegar upp bilun um borð og stendur viðgerð enn yfir. 14. „Ég sá ekki aðra leið,“ sagði framkvæmdastjóri Sjúkra- hússins á Siglufirði eftir að hann hafði látið leggja mann inn á sjúkrahúsið í trássi við vilja yfir- læknis. Maðurinn var útigangs- maður og fékk ekki inni á hóteli í bænum þar sem hann var bæjar- maður. 15. Útgerð togarans Akureyr- innar gekk mjög vel á árinu 1985. Aflaverðmæti á árinu nam 207 milljónum króna en alls aflaði skipið um 5 þúsund tonna. 16. Heildarafli togara Útgerð- arfélags Akureyrar árið 1985 var tæplega 20 þúsund tonn sem var 2300 tonna aukning frá árinu áður. 28. Eigendur stórra vöruflutn- ingabifreiða á Akureyri stóðu fyrir aðgerðum til að mótmæla hækkun þungaskatts á dieselbif- reiða. Sendibílar, steypubílar, vöruflutningabílar og vörubílar óku um Miðbæinn og voru bíl- flautur óspart þeyttar. FEBRUAR: 3. Ákveðið var að Kaupfélag Eyfirðinga tæki að sér rekstur Kaupfélags Svalbarðseyrar í 6 mánuði, frá 1. febrúar. Á þeim tíma var unnið að endanlegu Húsvíkingar endurheimtu togarann Kolbeinsey snemma á árinu. Myndin er tekin er togarinn kom til Húsavíkur eftir að íshaf hf. hafði eignast hann. uppgjöri á rekstri Kaupfélags Svalbarðseyrar og stöðu þess. 4. „Ég ætla að gefa mömmu minni bílinn,“ sagði Hans Viggó Reisenhus, 14 ára piltur á Akur- eyri sem vann Skodabifreið í bingó hjá Lionsklúbbi Akureyr- ar. 5. „Þetta er metvertíð hjá okk- ur þrátt fyrir að við séum búnir fyrr en venjulega," sagði Árni Sörensson hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Raufarhöfn. Hætt var að bræða loðnu þar og alls höfðu verið brædd 81 þúsund tonn á loðnuvertíðinni. 13. Geysileg veiði var í byrjun ársins hjá Skagastrandartogurun- um Örvari og Arnari. Um miðjan febrúar voru þeir búnir að veiða if » * -v V 4 \ ÍN \'V ff '* '•k.v \ I " V \ Togarinn Margrét bættist í flola Akureyringa og hóf veiðar í desember. um 1200 tonn af þorski og Örvar sem hafði fengið um 700 tonn af þessum afla var þar með búinn að veiða um þriðjung af þorskkvóta sínum. 20. Lögreglurannsókn hófst á rekstri Sjallans á Akureyri. Rannsóknin var til komin vegna ábendinga og uppsafnaðra upp- Iýsinga rannsóknarlögreglunnar. Ymsir þættir starfseminnar voru rannsakaðir. 24. Alls bárust 62 tilboð í fjög- ur raðsmíðaskip sem auglýst voru til sölu, og voru tvö þessara skipa í smíðum hjá Slippstöðinni á Ákureyri. Fór svo að þau skip komu í hlut Akureyringa og Blönduósinga. MARS: 4. Nokkuð var um uppsagnir lög- reglumanna víðsvegar á landinu. Á Akureyri sögðu nokkrir upp störfum og voru ástæður þessara uppsagna óánægja með launa- kjör og vaktavinnu fyrst og fremst. 4. Bændur í Þingeyjarsýslum samþykktu niðurskurð á um 6000 fjár. Þetta var gert til að reyna að stemma stigu við riðu á svæðinu. Riðan var orðin nokkuð algeng víða og t.d. í Kelduhverfi var staðfest að riða var í fé frá um helming bæja. 5. Segja má að kaupæði hafi runnið á landann í kjölfar tolla- lækkunar á nýjum bifreiðum sem lækkuðu um 18-24%. „Það eru sérstaklega litlu bílarnir sem rjúka út eins og heitar lunnnur, það er grimm sala“ sagði starfs- maður í einu bifreiðaumboðinu á Akureyri. 12. Nýtt hlutafélag var stofnað á Akureyri. Hlaut það nafnið Oddeyri hf. og var tilgangurinn með stofnun þess að kaupa ann- að raðsmíðaskipið sem var í smíðum hjá Slippstöðinni á Akureyri. Aðalhluthafar eru Akureyrarbær, Samherji hf. og K.Jónsson og Co. 24. Það að togarinn Kolbeins- ey frá Húsavík skyldi selja afla úr einni veiðiferð erlendis vakti nokkra athygli og flutti sjónvarp- ið frétt um málið þar sem einnig var fjallað um kaup Húsvíkinga á togaranum. Bæjarstjórn Húsa- víkur mótmælti þeim fréttaflutn- ingi og fór þess á leit að fá birta athugasemd vegna fréttarinnar en fékk ekki inni með hana, hvorki í sjónvarpi né útvarpi. APRIL: 7. Sunnlenskur kraftajötunn sem var gestkomandi á Akureyri gekk berserksgang á Hótel Varðborg. Braut hann allt og bramlaði 'sem á vegi hans varð s.s. hurðir og rúður. Ekki lét hann þar við sitja heldur hélt að Búnaðarbankan- um sem er í næsta húsi og þar braut hann stóra rúðu með því að rífa upp gangstéttarhellu og kasta henni inn í húsið. 8. „Viðskiptamórallinn er á svo lágu plani þarna að það er varla hægt að tala við þessa menn, því það byggist allt upp á mútum og þess háttar,“ sagði Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga um sölu á skreið til Nígeríu, en ÚA átti þá hundruð tonna af óseldri skreið. 10. Mikil ánægja ríkti á Blönduósi og Kópaskeri eftir að tilboðin í raðsmíðaskip Slipp- stöðvarinnar á Akureyri höfðu verið opnuð og skipunum ráð- stafað á þessa staði. Ékki voru þó allir ánægðir. „Tilboðin voru ekki metin eins og átti að gera og okkur hefur ekki verið tilkynnt að þessu máli sé lokið,“ sagði Jón Sigurðarson þáverandi formaður Atvinnumálanefndar Akureyrar, en Akureyrarbær stóð sem kunn- ugt er að tilboði Oddeyrar hf. í annað skipið. Síðan gerðist það að tilboðinu frá Kópaskeri var hafnað og Oddeyri hf. fékk ann- að skipið og var það formlega afhent í fyrri hluta desember. 28. Margrét EA, togari Sam- herja hf. á Akureyri sem áður hét Mai, hélt til Noregs, en þar var skipinu breytt fyrir um 100 millj- ónir króna, það lengt, sett í það ný vél o.fl. Skipið kom til Akur- eyrar eftir þessar breytingar í byrjun desember, en erfiðlega hefur gengið að koina skipinu á veiðar vegna bilana. 28. „Það má segja að þetta séu tímamótasamningar,“ sagði Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins eftir að samið hafði verið við græn- lenska aðila um að Iðnaðardeild- in veitti grænlenskri sútunarverk- smiðju aðgang að allri þekkingu sem er fyrir hendi í sútun og saumum hjá Iðnaðardeildinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.