Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari____________________________ Dagur útbreiddastur á Norðurlandi Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Dag, hefur blaðið ótvíræða forystu hvað varðar útbreiðslu dagblaða á Norður- landi. Þannig sjá 50,7% Norðlendinga blaðið daglega og þegar við bætast þeir sem sjá blaðið nokkrum sinnum í viku verður þetta hlutfall tæplega 75%. Morgunblaðið kemur næst á Norðurlandi öllu með 38,4% sem sjá það daglega og rúmlega 33% sjá DV daglega á Norðurlandi. Forystuhlutverk Dags er ennþá meira afgerandi þegar aðeins er litið til Norðurlands eystra, en 60,5% af íbúum þess landshluta sjá blaðið daglega og auk þess rösklega 22% nokkrum sinnum í viku, eða samtals tæplega 83% sem sjá blaðið daglega eða nokkrum sinnum í viku. Morgunblaðið kemur næst, en tæplega 40% íbúa Norðurlands eystra sjá það daglega og rúmlega 22% nokkrum sinnum í viku. DV er þriðja útbreiddasta blaðið á Norðurlandi eystra, en það sjá um 33% dag- lega og rúmlega 30% nokkrum sinnum í viku. I Norðurlandi vestra hefur Morgunblaðið nauma forystu með 34,8% sem sjá það dag- lega, DV næst með 33,3% og Dagur kemur í þriðja sæti en hann sjá 27% daglega, auk 30,9% sem sjá hann nokkrum sinnum í viku. Innan við ár er nú liðið síðan Dagur opnaði skrifstofur sínar á Blönduósi og Sauðárkróki og hefur vegur blaðsins á svæðinu farið stöðugt vaxandi og má fastlega reikna með að áframhald verði á því. Hin dagblöðin hafa mun minni útbreiðslu á Norðurlandi. Tímann sjá daglega á bilinu 13-15%, eftir því hvort litið er til Norðurlands í heild eða kjördæmanna hvors fyrir sig. Þjóð- viljann sjá daglega frá tæplega 7% upp í rúm- lega 8% og Alþýðublaðið rekur svo lestina, en tæplega 2% upp í 2,6% sjá það daglega. Þessi sterka staða Dags stafar væntanlega fyrst og fremst af því, að blaðið hefur lagt metnað sinn í að sinna þessu svæði betur en nokkurt annað blað og raunar nokkur annar fjölmiðill. Sú staðreynd að blaðið hefur höfuð- stöðvar sínar á svæðinu, auk þriggja ritstjórn- arskrifstofa annars staðar á Norðurlandi en á Akureyri, skiptir verulegu máli í þessu sam- bandi. Dagur stendur Norðlendingum miklu nær og höfðar betur til þeirra en nokkurt ann- að dagblað. Það segir sína sögu að Dagur hef- ur 50% meiri útbreiðslu á Norðurlandi eystra en stærsta dagblað landsins og 25% meiri útbreiðslu á Norðurlandi öllu heldur en þetta sama blað. HS _w'ðía/ dagsins. „Það er mjög spennandi fyrir hönnuð að fá tækifæri til að vinna fyrir stærsta fyrirtæki á þessu sviði á landinu. Hérna er allt til af öllu og miklu meiri möguleikar en annars staðar,“ sagði Hulda Kristín Magnús- dóttir, hönnuður hjá Sam- bandinu er hún var spurð, Keykvíkingurinn í húð og hár eins og hún sagði sjálf, hvers vegna hún hefði komið til Akureyrar að vinna, en hún hefur verið ráðin hjá Sam- bandinu til að hanna ullarlín- una í kvenfatnaði fyrir vetur- inn 1988-’89. „Þeir framleiða sjálfir bandið þannig að maður getur ráðið miklu um litina. Ef maður vinnur hjá smærra fyrirtæki verður að kaupa litina sem Sambandið býð- ur annars upp á. Öll aðstaða hérna er líka mjög góð. Hönnuð- ir sækjast mikið eftir að vinna hjá stærstu ullarfyrirtækjunum, þ.e. Sambandinu, Hildu og Álafossi. Þessi fyrirtæki selja mest og hjá þeim er því mest gróska." Hulda Kristín Magnúsdóttir, hönnuður. „Spennandi að vinna fyrir Sambandið“ - segir Hulda Kristín Magnúsdóttir, hönnuður - Nú eru mjög margir að læra hönnun, er markaðurinn ekki að verða mettur? „Jú, þetta er að verða jafn vin- sælt og flugfreyjustarfið. Hönnuðir eru að stofna félag, því það er mjög mikið af stelpum sem kalla sig hönnuði, en hafa mismunandi nám. Sumar fara í 1 árs nám og kalla sighönnuði.aðr- ar í 2ja ára nám og þær sem hafa farið í Iðnskólann kalla sig jafn- vel hönnuði, en þær eru fata- tæknar. Þetta verður því bæði stéttarfélag og einnig til að koma í veg fyrir að önnur hver mann- eskja kalli sig hönnuð.“ Hulda Kristín lærði hönnun í 4 ár í Munchen í Þýskalandi. 1985 fékk hún Pamelu Sanders-Bre- ment styrkinn, var sú fyrsta sem fékk hann og fór þá í 6 mánaða framhaldsnám. „Eg lærði leik- búningahönnun samhliða almennri fatahönnun og hef aðal- lega starfað við það. Ég hef líka fengist við að hanna búninga fyrir kvikmyndir og tónlistarmynd- bönd og tekið að mér verkefni fyrir Sjónvarpið. Síðan ég kom heim hef ég unnið „freelance" og það hefur verið nóg að gera vegna þess að ég lærði búnings- hönnunina. Ég þekki margar stelpur sem eru bara fatahönnuð- ir og þær hafa ekki nóg að gera allt árið. Ég er líka lærður auglýs- ingateiknari og hef þá gripið í það ef ég hef ekki fengið neitt að gera við hönnun." - Hér fæstu eingöngu við að hanna prjónaflíkur, er það spennandi? „Mér finnst það alltaf meira og meira spennandi. Ég var ekkert hrifin af því fyrst. Þegar þú lærir fatahönnun erlendis lærirðu ekk- ert um prjónahönnun. Ég hef hins vegar prjónað mikið í hönd- unum og hafði því innsýn í munsturgerð og þetta kemur með reynslunni. Það er margt að læra, t.d. má ekki hafa nema 3 liti í umferð því vélin tekur ekki fleiri, þannig að það mætti endurnýja vélakostinn hérna.“ - Hvernig færðu hugmynd að flík? „Ég er alltaf með það verkefni í huga sem ég fæst við hverju sinni og geng yfirleitt um með skissubók og svo fæ ég kannski hugmynd að kraga eða einhverju mynstri og set það þá í bókina. Það eru alltaf að fæðast hug- myndir, t.d. við uppvaskið, í bíó og hvar sem er, þó margar séu ekki nothæfar eða ekki hægt að leysa. Það þarf alltaf að gera a.m.k. helmingi fleiri flíkur en eru síðan valdar í bæklinginn sem verið er að vinna að.“ - Þurfa hönnuðir hjá Sam- bandinu ekki að hugsa fram í tímann, hvað verður í tísku, varðandi liti og slíkt eða er reynt að hanna eitthvað klassískt? „Það er bæði. Við erum með svokallaða íslenska línu í prjóna- vörunum og þar er allt aðallega • Jó-jó- fótbolti Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hefur á knattspyrnu að knatt- spyrnumenn eru þessa dag- ana að skipta um félög. Akur- eyringar hafa ekki verið laus- ir við öll þessi „félagaskipti,“ því að minnsta kosti 4 „frá- bærir“ knattspyrnumenn ætl- uðu að fara frá félögum sín- um fyrir sunnan og spila með liðunum á Akureyri. Tveir slíkra snillinga ætluðu til KA, einn til Þórs og einn til beggja félaganna, - eftir því sem fregnir hermdu. Hvernig ætli sá hafi ætlað að spila inn- byrðls leiki félaganna, sem bæði leika í 1. deild í ár. # Ég fer heim Nú er svo komið að þrír af þessum knattspyrnumönn- um eru hættir við að leika fyr- ir norðan. Mun hafa komið „babb í bátinn“ og þeir ákveðið að snúa til heimahag- anna. Það er sagt manna á meðal að þessir knattspyrnu- menn séu á þessum „ferða- lögum,“ til þess að pressa á sín heimalið. Það er að segja, þeirra gömlu félög vilja ekki missa þessa menn og þar af leiðandi eigi þeir möguleika á því að fá einhverjar greiðsiur eða hlunnindi, ef þeir verði góðir strákar og fari ekki til annarra félaga. GÓÐ ÍÞRÓTT GULLI BETRI. # Að kaupa „spámenn“ Boð í leikmenn innanlands virðast ekki vera nægjanleg, eftir því sem manni skilst á forráðamönnum „stærri fé- laganna.“ Raddir segja að „stóru félögin“ leiti með log- andi Ijósi að leikmönnum er- lendis. Á þetta ekki síst við um núverandi íslandsmeist- ara, sem hafa misst af góðum mönnum liðs síns til erlendra liða. Árangur er víst ekki sem erfiði, því sagt er að miðl- ungsmenn og þaðan af lakari séu nú á leið til landsins til að leika á íslensku grasi næsta sumar, í stað góðra manna sem farnir eru í atvinnumennskuna erlendis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.