Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. mars 1987 á Ijósvakanum. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 74 Lausnir sendist til: Rtkisútvarpsins RÁS 2 Efstaieiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan □ SJÓNVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 19. mars 18.00 Knattspyrna. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Alvin og íkornarnir. Teiknimynd. 19.30 Opin lína. 19.50 í sjónmáli. Þáttur um eyfirsk málefni. í fyrsta hluta þáttarins aðstoða fimm stúlkur sjón- varpsstjóra við að kynna Sjónvarp Akureyri en þær skrifuðu heimildaritgerðir um starfsemi stöðvarinn- ar. Síðan er rætt við Þór- höllu Þórhallsdóttur, versl- unarstjóra í Hagkaup, og Kristínu Jónsdóttur, bankaútibússtjóra Al- þýðubankans um störf þeirra. Að endingu er spjallað stuttlega við Sigurð Bjarklind, mennta- skólakennara, um hans aðaláhugamál sem er fall- hlífarstökk. 20.50 Morðgáta. (Murder She Wrote.) Maður nokkur er myrtur um borð í langferðabíl. Meðal farþega er Jessica Fletcher (Angela Lans- bury). 21.45 í sigurvímu. (Golden Moments.) Seinni hluti bandarískrar sjónvarpsmyndar um ástir, keppnisanda og hug- sjónir ungra íþróttamanna á Ólympíuleikunum. 23.20 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) Balki telur sig hafa fundið draumadísina sína, en Larry hefur sitthvað við það að athuga. 23.50 Á flótta. (Eddie Macons Run.) Bandarísk spennumynd með Kirk Douglas og John Schneider í aðalhlutverk- um. Ungur maður situr í fang- elsi fyrir upplognar sakir og er því til í allt til þess að öðlast frelsi á ný. 01.20 Dagskrárlok. © RÁS 1 FIMMTUDAGUR 19. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fróttir • Tilkynningar. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. 9.20 Morguntrimm ■ Til- kynningar. 9.35 Lesið úr forystu- greinum dagblaðanna. 9.45 Þingféttir. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.03 Morguntónleikar: 12.00 Dagskrá Til- kynningar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. Hvað vilja flokkarnir í fjöl- skyldumálum? 4. þáttur: Framsóknarflokkur. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn" sagan um Stefán íslandi. 14.30 Textasmiðjan. Lög við texta Sigurðar Þór- arinssonar. 15.00 Fróttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá svasðisútvarpi Reykja- víkur og nágrennis. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.05 Dagbókin. - Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir • Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið - Menningar- straumar. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. 19.45 Að utan. 20.00 íslendingur í Eystri- byggð Vernharður Linnet ræðir við Sigurð Oddgeirsson kennara í Narsaq. Seinni hluti. 20.30 Frá tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Fyrri hluti. 21.20 Leiklist i New York Þriðji og síðasti þáttur: Leikritaskáldið Sam Shephard. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (27). 22.30 Tréhesturinn í Tróju. Þáttur í umsjá Illuga Jökulssonar. 23.10 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 19. mars 6.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri færð og samgöngum -og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigur- jónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Þeir rifja upp tvenna tíma á vinsælda- Ustum, fjaUa um tónleika um helgina og leggja verð- launagetraun fyrir hlust- endur auk þess sem Ferð- astundin með Sigmari B. Haukssyni er á sínum stað. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 A milli mála. Leifur Hauksson leikur létt lög við vinnuna og spjaUar við hlustendur. 16.00 í raun og veru. Broddi Broddason og Mar- grét Blöndal grípa á mál- um líðandi stundar með aðstoð fréttamanna og fréttaritara útvarpsins heima og erlendis og leUta tónlist sem verður fyrir- ferðarmest fyrsta klukku- tímann. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika tíu vinsælustu lögin. 20.30 í gestastofu. Erna Indriðadóttir tekur á móti gestum. (Frá Akur- eyri). 22.00 Fréttir. 22.05 Nótur að norðan frá Ingimar Eydal. 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. 24.00 Fréttir 00.10 Næturútvarp Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10, 11, 12.20, 15, 16, 17, og 18. RÍKISOTVARPIÐ AAKUREYRI Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 19. mars 18.00-19.00 Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á Mark- aðstorgi svæðisútvarps- 989 BYLGJAN, FIMMTUDAGUR 19. mars 07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Tapað fundið, opin lína, mataruppskrift og sitt- hvað fleira. 12.00-14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Flóamarkaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja- vik síðdegis. 19.00-20.00 Tónlist með létt- um takti. 20.00-21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. 21.30-23.00 Spurninga- leikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. í umsjá Bjarna Vestmann fréttamanns. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. hér og þar_. Bakarameistarafélag Glerárskóla, f.v.: Hans Viggó, Vignir, Sísí og Ásta. „Gæðin eru tryggð“, segja þau. Líf og fjör í Glemrskóla - Nemendur sinna margvíslegum verkefnum á starfsdögum skólans um mikinn áhuga og var í raun undra-- yvert að sjá myndverkin skapast þarna á staðnum. Sumir máluðu og teiknuðu fríhendis en aðrir notuðu myndvarpa til að ná útlínum mynd- anna því það er eitt að geta dregið mynd á pappírsblað og annað að draga upp stórar myndir. Litadýrð var mikil í verkunum og er það ekki einmitt góð hugmynd að unga fólkið skreyti sjálft - a.m.k. að hluta til — þær byggingar sem eru þeirra eigin vinnustaður? Hópur áhugaljósmyndara var í kjallara skólans við framköllun á filntum og aðra myrkraherbergja- vinnu. Þeir nemendur, sem vildu stunda ljósmyndun meðan á starfs- dögunum stæði, fengu þarna ágæta aðstöðu til að sinna þessu áhugamáli og sumir voru að framkalla sína fyrstu filmu þarna. Kannski eiga ein- hverjir atvinnuljósmyndarar eftir að koma úr þessum hópi - hver veit. Þegar blaðamaður var á leið út úr skólanum mætti hann fríðu liði sem nefndi sig „Bakarameistarafélag Glerárskóla“ en þetta var ungt fólk með ýmislegt góðgæti sem það hafði sjálft bakað í skólanum. Ekki er orð- um aukið að segja að þetta hafi verið hreinasta sælgæti - heitt og nýbakað úr ofninum. Það vakti athygli hversu börnin og unglingarnir voru prúð í framkomu og umgengni í skólanum og hvergi var hægt að merkja neina óreíðu þrátt fyrir að mikið væri á seyði. Þannig á gott skólastarf líka að vera. Dagana 16.-18. mars voru haldnir starfsdagar í Glerárskóla á Akureyri. Pessa daga notuðu nemendur á ýms- an hagnýtan hátt, m.a. til að undir- búa skólaskemmtun. Starfsdagar grunnskóla eru tiltölulega nýtt fyrir- bæri en segja má að samnefnari starfsdaga af þessu tagi sé að nemendur vinna að ýmsum verkefn- um sem þeir vinna ekki að meðan hefðbundin kennsla fer fram í skólanum. Pegar blaðamaður heimsótti Gler- árskóla á miðjum starfsdegi var mik- ið um að vera í skólanum. Nemendur unnu við útvarpsstöð, sem þeir höfðu sjálfir sett upp, og útvarpar ýmsum þáttum og tónlist til Akureyrar og nágrennis. Starfsfólk útvarpsins lifði sig vel inn í starfið og naut þess greinilega að útvarpa efni við hæfi unga fólksins. I kjallara skólans eru langir gangar og þar voru margir nemendur að mála ýmis listaverk á veggina. Þetta unga listafólk sýndi verkefnum sín- Jóhann Gísli Sigurðsson og Davíð Rúnar Gunnarsson, forstöðumenn útvarpsins sjást hér með plötuna hans Ladda. Myndir: ehb Lionsklúbbur Akureyrar: Þakkir fyrir veittan stuðning Lionsklúbbur Akureyrar var með blómasölu á konudaginn 22. febrúar sl., hélt fjölskylduskemmtun og bingó 8. mars og stóð fyrir listmuna- sýningu 7.-10. mars í íþróttahöllinni á Akureyri, allt til fjáröflunar fyrir sundlaugarbyggingu að Sólborg. Félagar Lionsklúbbs Akureyrar vilja koma á framfæri sérstöku þakk- læti til allra þeirra sem veittu þeim stuðning með kaupum á blómum og listaverkum og með þátttöku í fjölskylduskemmtuninni. Listamönnunum eru sendar kærar þakkir fyrir velvild sína og fyrirhöfn, sérstaklega má nefna Jóhannes Geir Jónsson sem gaf veglegt málverk í bingóvinning. Einnigeröllum öðrum sem veittu klúbbnum fyrirgreiðslu og aðstoð þakkað. Á engan skal hallað þó sérstakar þakkir séu færðar eig- endum fyrirtækisins Höldur sf. fyrir frábæra velvild og höfðingsskap, en þeir gáfu fjórhjól í bingóvinning og sáu auk þess um flutning skemmti- krafta klúbbnum að kostnaðarlausu. Blómasalan gaf af sér um 250 þús. kr., fjölskylduskemmtunin um 130 þús. kr., og listmunasýningin um 36 þús. kr. Þrátt fyrir mikla vinnu Lions- félaga og verulegan stuðning ýmissa aðila reyndist fjölskylduskemmtunin ekki gefa af sér þær tekjur sem von- ast var eftir. Er það klúbbfélögum mikil vonbrigði að ekki skyldu fleiri sjá sér þess kost að mæta og leggja þannig góðu málefni í heimabyggð lið og njóta um leið nokkurrar skemmtunar. Listmunasýningin var ekki ætluð sem stórfjáröflun, en fremur sem hvatning til norðlenskra listamanna og til að gefa almenningi kost á að skoða verk þeirra. Vonir aðstand- enda sýningarinnar rættust hvað þetta varðar. Mjög góð aðsókn var að sýningunni, en búist hafði verið við meiri viðbrögðum frá opinberum aðilum. Pá vakti það undrun hvé íítið blaðaheimurinn fjallaði um þessa sýningu frá listrænu sjónarmiði þar sem flestir töldu að hér væri um menningarviðburð að ræða. Lionsklúbbur Akureyrar vonar að fé það sem safnast hefur til sundlaug- arbyggingar að Sólborg í fjáröflunum þeirra verði til þess að fullbúin sund- laug verði að veruleika innan tíðar og stuðli þannig að því að þjálfun vistmanna á Sólborg geti gjörbreyst til hins betra. Kærar þakkir fyrir stuðninginn, það er gott að eiga góða að.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.