Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 15
19. mars 1987 - DAGUR - 15
Pétur Jósepsson:
Fasteignaviöskipti
og nýbyggingar
Kjaranámskeid
Valgreinanámskeið B (dagvistir-dagmæður) og
Valgreinanámskeið A verða haldin nú ef næg þátt-
taka fæst.
Innritun frá kl. 16-18 fimmtudag, föstudag og laugar-
dag í Kaupangi sími 25413.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Námsflokkar Akureyrar.
í framhaldi af viðtali í Degi
fimmtudaginn 26. fehrúar sl. þar
sem ég sagði að fasteignamarkað-
urinn á Akureyri væri kominn í
hnút, þá er rétt að gera nánari
grein fyrir ástandinu.
Að undanförnu hafa nokkuð
margir aðilar fengið svör frá
Húsnæðisstofnun varðandi um-
sóknir þeirra um lánveitingu. í
fyrsta lagi er um að ræða fólk sem
sótt hefur um lán til kaupa á sinni
fyrstu íbúð. Þetta fólk er í svo-
kölluðum forgangshópi, þ.e. það
hefur fengið lánveitingu þar sem
fyrri hluti lánsins greiðist á þessu
ári en seinni hlutinn í flestum til-
vikum snemma á næsta ári. í
öðru lagi hafa ýmsir þeirra sem
sótt hafa um lán til þess að
stækka við sig einnig fengið sín
svör. Þeirra lánsveitingar koma
hins vegar nokkru seinna og ekki
er óalgengt að fyrri hluti láns
þessara aðila komi á fyrri hluta
næsta árs og seinni hlutinn á síð-
ari hluta næsta árs. Þetta þýðir
það, að þeir sem vilja stækka við
sig eða breyta til af öðrum ástæð-
um eiga erfitt með að leggja út í
viðskipti fyrr en lengra kemur
fram á þetta ár, og setja eignir
sínar ekki á söluskrá fyrr en
síðar. Það eru hins vegar eignir
þessa hóps sem þeir sem kaupa í
fyrsta sinn vilja fjárfesta í.
Óvenjulítið hefur komið á sölu-
skrá það sem af er þessu ári og
sannleikurinn er sá að mjög
margir þeirra sem nýtt geta sér
lánsloforð sín strax, geta ekki
notað þau af ofangreindum
ástæðum.
Hins vegar virðast mjög fáir
hafa sótt um lán til nýbygginga
hér á Akureyri, eða aðeins rúm-
lega 5% þeirra sem lánsloforð
hafa fengið hingað tii. Þá vaknar
spurningin: - hvers vegna? Ein
ástæðan er sú, að verð á eignum á
frjálsum fasteignamarkaði hér á
Akureyri er lágt. Munurinn á þvf
að kaupa notað húsnæði eða
byggja nýtt er það mikill ennþá
að fæstir hafa einu sinni hugsað
til þess í alvöru. Hér er ég að tala
um t.d. íbúðir í fjölbýlishúsum í
því formi sem þær hafa verið
byggðar undanfarin 20 ár. Sann-
Ieikurinn er sá að sáralitlar fram-
farir hafa orðið í smíði slíkra
íbúða í tvo áratugi. Reist hafa
verið fjölbýlishús á eins einfaldan
hátt og unnt er, 3ja og 4ra hæða,
án lyftu, með ákaflega takmark-
aðri sameign í flestum tilvikum,
og í ýmsum tilvikum var stór
hluti sameignar hér á árum áður
tekinn undir íbúðir á jarðhæð
þessara fjölbýlishúsa, stundum
eina íbúð og stundum tvær. Af
einhverjum ástæðum virðast
byggingaaðilar í bænum hafa
komist upp með vinnubrögð af
þessu tagi án þess að bygginga-
yfirvöld hefðu þar afskipti af. í
örfáum tilvikum var gert ráð fyrir
bíiskúrum við þessi fjölbýlishús
og engum datt í hug að byggja í
sameign íbúð fyrir húsvörð. Sem
sagt, hér var verið að byggja ein-
hver ósköp af bráðabirgðahús-
næði, því að sannleikurinn er sá,
að það er með ólíkindum hve oft
íbúðir í fjölbýlishúsum t.d. í
Lundahverfi hér í bænum hafa
gengið kaupum og sölum. Flestir
þeirra sem þar kaupa sína fyrstu
íbúð hafa hugsað sér að búa
þarna í fáein ár, en selja síðan og
fara í varanlegt húsnæði. En
hvers vegna þurfa íbúðir í fjöl-
Wm. mm hugsunarhátturinn er meö þess-
- ^ '■ , um hætti, þá vaknar sú spurning
hvort Akureyri sé yfir höfuð lif-
andi bær og staður þar sem menn
■■■•■. eru bjartsýnir og byggja. Verð
a / 1 rn'm fyrir íbúðirnar í Hjallalundi er
auðvitað hátt, 3 herb. íbúð með
i .*&. wi tilheyrandi kostar fullbúin nálægt
4 milljónum króna, en samt er
. verð þessara eigna, sem þarna er
1 -w. verið að bjóða til sölu lægra en
r ll t gerist á Reykjavíkursvæðinu. Sé
ff I •' V: tekið dæmi um 4 herb. raðhús m.
' ,/ bílskúr ca 145 fm. þá selst slík
eign á markaðinum á Akureyri í
dag fyrir allt að 4 milljónir króna.
Fokhelt raðhús sömu stærðar
kostar í dag rúmlega 2,5 milljónir
1 tA \ og má gera ráð fyrir að slíkt hús, fullbúið, miðað við verðlag í dag
Pétur Jósepsson.
býlishúsum endilega að vera
bráðabirgðahúsnæði? Þær þurfa
alls ekki að vera það, en til þess
að fólk vilji búa í slíku sambýli til
frambúðar, þá þurfa slíkar eignir
að bjóða upp á meira en þær gera
í dag.
í haust hélt byggingafyrirtæki í
bænum sýningu á teikningum af
íbúðum í fjölbýlishúsi, sem það
hyggst reisa við Hjallalund. Hér
er um að ræða 2, 3 og 4 herb.
íbúðir í 5 hæða byggingu, þar
sem gert er ráð fyrir lyftu í hús-
inu, bílgeymslum í kjallara fyrir
hverja íbúð svo og húsvarðar-
íbúð, sem verður sameign allra í
þessari byggingu. Mikill áhugi
varð í upphafi fyrir þessum íbúð-
um og mikill fjöldi fólks skrifaði
sig fyrir íbúðum. Hins vegar,
þegar að því kemur að gera
samninga, þá kemur í fyrsta lagi í
ljós, að bersýnilega hefur mjög
lítill hluti þess fólks, sem sótt hef-
ur um lán til Húsnæðisstofnunar
sótt um lán til nýbygginga. í öðru
lagi virðast bæjarbúar þeirrar
skoðunar, að nýbyggingar séu
eins og sakir standa svo dýrar að
ekki sé nokkurt vit að fara út í
slíka hluti. Auðvitað eru nýbygg-
ingar á íslandi dýrar. En þegar
kosti rúml. 4,5 milljónir. Nýtt
kostar alltaf heldur meira en
notað.
Samkvæmt framansögðu lít ég
svo á, að Akureyringar ættu að
íhuga þá möguleika gaumgæfi-
lega að fara á ný út í byggingar á
íbúðarhúsnæði og hefja þar með
nýtt tímabil bjartsýni og fram-
fara. Hitt er svo líka rétt, að til
þess að fólk vilji fara út í íbúða-
byggingar, þá þarf lóðaframboð
að aukast og umfram allt að
batna. Bæjaryfirvöld benda á, að
nægar lóðir undir raðhús, fjöl-
býlishús og einbýlishús séu til í
Síðuhverfi. Til þess að t.d. ein-
býlishúsalóðirnar gangi út, þurfa
lóðir þessar að vera aðgengi-
legar. Sannleikurinn er sá, að
flestar þessara lóða eru mjög erf-
iðar í byggingu, mikið þarf að
grafa og fylla í aftur, þannig að í
sumar þessara lóða þarf allt að
andvirði 2 herb. íbúðar til þess að
komast upp úr jörðinni ef svo má
að orði komast. Hér ættu bæjar-
yfirvöld að bæta um betur og
skipta um jarðveg í þessum lóð-
um til þess að auðvelda væntan-
legum húsbyggjendum að nýta
þær. Þær ganga seint út eins og
þær eru. Þetta er sjálfsagt ekki í
fyrsta sinn sem minnst er á þetta,
en ekkert hefur gerst. Hvað
veldur?
Höfundur er kennarí við VMA
og sölustjóri hjá Fasteigna- og
skipasölu Norðurlands.
Það tilkynnist hér með að
Ferðaskrifstofa Akureyrar
hefur tekið við umboði
Tryggingamiðstöðvarinnar
hf. á Akureyri.
Ferðaskrifstofa
Akureyrar h/f TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P
RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000
ADALSTRÆTI 6 - 101 REYKJAVIK - SIMI 26466
Kosningaskrífstofa
Framsóknarflokksins á Húsavík
verður opnuð laugardaginn 21. mars.
Skrifstofan er í Garðar, hún verður opin laugardaga kl.
13-16 en mánudaga og miðvikudaga kl. 17-19.
Sími 41225.
Kosningastjóri er Sigurgeir Aðalgeirsson.
Framsóknarfélag Húsavíkur
Augiýsing
frá sjávarútvegsráðuneytinu
um grásleppuveiðar 1987
Ráðuneytið vekur athygli á, að grásleppuveiðar eru
ekki háðar veiðileyfum.
Eftir sem áður er gildandi reglugerð um veiðarnar og
eru veiðireglur sömu og árið 1986.
Ráðuneytið leggur áherslu á að veiðiskýrslur berist
Fiskifélagi íslands. Mun skráðum grásleppuveiði-
mönnum send skýrsiueyðublöð ásamt reglugerð.
Nýjum aðilum og þeim sem ekki fá send slík eyðu-
blöð er bent á að snúa sér til trúnaðarmanna Fiski-
félags íslands.
Sjávarútvegsráðuneytið.
1$** ^
DÖMUR MÍNAR OG HERRAR
„VELKOMIN TIL AKUREYRAR "
Jj LEIKHÚSPAKKAFERÐIR I
KABARETT
PERLAN í PAKKANUM
FLUG - FIMM GISTISTAÐIR - FIMM VEITINGASTAÐIR.
ÞÚ VELUR SJÁLFUR í PAKKANN.
Dæmi: Leikhúsmiði + tvær nætur á hóteli með baði. Kr. 2690.- fyrir manninn.
Leikhúsmiði + leikhúskvöldverður kr. 1600.-fyrir manninn.
^SPARNAÐARPAKKK miðvikudagur - fimmtudagur.
MIÐASALA
SlMI
96-24073 lbkfóag akur€yrar
fluqfélaq
noróurlands
hf. Umboösmenn.