Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. mars 1987 Aðalfundur ywaoiNN Umf. Arroðans veröur haldinn í Freyvangi sunnudaginn 22. mars kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lausar stöður Við námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Staða dósents í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkrun aldraðra. 2. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækninga- deildum. 3. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Fæðingar- og kvenhjúkrun. 4. Staða dósents i hjúkrunarfræði, 50% staða. Aðal- kennslugrein: Hjúkrunarstjórnun. 5. Staða dósents í sýkla- og ónæmisfræði, 37% staða til eins árs. 6. Staða lektors í hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðal- kennslugrein: Geðhjúkrun. 7. Staða lektors í hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðal- kennslugrein: Barnahjúkrun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 16. mars 1987. Bændur tekjulægsta stétt þjóðarinnar - segir í ályktun frá stjórn Félags sauöfjárbænda við Eyjafjörð Vinir Páls á Höllustöðum Stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð hefur á fundi sínum 2. mars 1987 gert svofellda bókun: 1. Ekki kemur lil greina að sauð- fjárbændur gefi neitt eftir af þeirri hækkun verðlagsgrund- vallar, sem full samstaða er um í verðlagsnefnd búvara og átti að taka gildi 1. mars sl. nema annað komi til sem tryggi þeim samsvarandi tekj- ur. Stjórnin getur þó eftir atvikum fallist á þann hálfs- mánaðarfrest sem samkomu- lag er nú orðið um enda verði hann notaður til að finna hag- kvæmustu lausn þessara mála. Par er þó alger krafa að sá verðlagsgrundvöllur sem gef- inn verður út að þessum fresti liðnum verði afturvirkur til 1. mars. 2. Sjórnin minnir á, að síðastlið- ið haust gáfu sauðfjárbændur eftir 197.000 kr. af launalið við gerð nýs verðlagsgrund- vallar. Var það forsenda fyrir því að hægt væri að ná viðun- andi magnsamningum við rík- ið. Ber því ríkisstjórnin fulla ábyrgð á þeirri gífurlegu kjara- skerðingu, sem þetta hafði í för með sér fyrir sauðfjár- bændur. 3. Ekki verður séð að ríkis- stjórnin hafi haft uppi minnstu tilburði til að bæta sauðfjár- bændum þessa kjaraskerð- ingu. Þvert á móti hafa for- menn stjórnarflokkanna látið frá sér fara hinar furðulegustu yfirlýsingar varðandi fram- reikning verðlagsgrundvallar- ins til samræmis við launabreyt- ingar viðmiðunarstéttanna. Steingrímur Hermannsson fer fram á frestun og telur að margir bændur hafi alla burði til að bera enn frekari kjara- skerðingu og Þorsteinn Páls- son kallar auknar niðurgreiðsl- ur til lausnar þessum vanda sýndarmennsku fyrir kosning- ar. Stjórnin lýsir furðu sinni á því skilningsleysi sem þessi ummæli bera með sér á kjör- um sauðfjárbænda og ættu þeir að minnast þeirra 25. apríl nk. 4. Samkvæmt opinberum hagtöl- um eru bændur tekjulægsta stétt þessarar þjóðar, og ætti því öllum að vera ljóst að sú kjaraskerðing sem varð á síð- astliðnu hausti hvað þá enn frekari skerðing á kjörum sauðfjárbænda getur ekki leitt til annars en gjaidþrots þeirra í hundraðatali og að þeir verði að fara frá jörðum sínum eignalausir með þunga skulda- bagga á baki. 5. Stjórnin krefst þess að ríkis- stjórnin geri það upp við sig hvort eigi að stunda sauðfjár- búskap í þessu landi og hvort hún ætlar að tryggja ákvæði laga sem hún beitti sér sjálf fyrir að sett yrðu þar sem segir að kjör bænda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. 6. Pá mótmælir stjórnin harðlega endurtekinni íhlutun forystu- manna ASÍ þegar rætt er um eðlilega hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar og telur það koma úr hörðustu átt. 7. Stjórnin skorar á Stéttarsam- band bænda að það leiti allra hugsanlegra leiða til að bæta bág kjör sauðfjárbænda og það sýni enga linkind í baráttu sinni við skilningssljó stjórnvöld. í Tímanum 4. mars og Degi 3. mars birtist grein eftir Valdimar Guðmannsson, verkamann á Blönduósi. í grein þessari heldur Valdimar því lóðbeint fram, að ég hafi í ræðu á Blönduósi sl. vor skorað á Húnvetninga að kjósa Pál á Höllustöðum í komandi kosningum. Að öðru leyti er grein Valdimars lymskuleg árás á Pál Pétursson og Framsóknar- flokkinn, og mun ég víkja að því síðar. í fyrravor sá ég svipaða túlkun á ræðu minni í dagblaðinu Degi á Akureyri, en rangtúlkunin á ræðunni var svo auðsæ þar að ég svaraði henni ekki og á ég þó all- an fundinn á segulbandi. Níðst á bændum í framsögu sagði ég bændum m.a.: Að þeir væru arðrændir í aðföngum og í afurðum. Ég skýrði fyrir bændum hve mikið SÍS hirti í sölulaun af útflutnings- bótum. Ég sýndi bændum árs- reikninga Búvörudeildar SÍS, stimplaða sem trúnaðarmál og hvernig þar kæmi fram að margir tugir milljóna á núvirði væru færðar á illskiljanlega liði eða sem tap á Kjötiðnaðarstöð SÍS og allt klabbið tekið út af innistæðum bænda á kjötreikningi. Ég sagði bændum hvernig Jón Helgason beitti valdi til að koma í veg fyrir að Ameríkuverkað kjöt kæmist á markað þar. Ég sagði þeim af sjóðaflækj- unni, sem um þá hefur verið vaf- ið og Björn á Löngumýri álíti að rýri tekjur bænda um 10-12%. Hringavitleysan Ég sagði bændum að án eigin vit- undar hefðu þeir stofnað félag sláturleyfishafa. Ég las fyrir þá úr 4. gr. samþykktar þessa þokka- félags, en þar stendur orðrétt: „Skylt er félögum að selja allar afurðir, sem seldar eru utan eigin viðskiptasvæðis, í gegnum Sam- bandið“ (þ.e. Búvörudeild SÍS). í dag hef ég undir höndum bréf til landbúnaðarráðherra frá Framleiðsluráði landbúnaðarins dagsett 7. nóv. 1986, en þar segir orðrétt: „En Búvörudeildin telur sig hvorki hafa heimild né heldur Neytendafélag Akureyrar og nágrennis (NAN) gerði verð- könnun á vistgjöldum dagvista í 8 bæjarfélögum landsins. Verð- munur er mestur á vistgjöldum leikskóla. T.d. er 950,- kr. munur á hæsta og lægsta verði á mánaðargjaldi fyrir börn í leikskóla 5 klst. Þar skyldu til að leggja fé og vinnu til að leita markaða. ” Sem sagt, bændum er óheimilt að selja afurðir sínar annað en til fyrirtækis, sem telur sig hvorki hafa heimild né vera skylt að leggja fé og vinnu til að leita markaða fyrir þær afurðir. Kvíagrindur SÍS Með þessum hætti m.a. hafa bændur verið afkróaðir í kvía- grindum SÍS kerfisins, í kringum þær kvíagrindur er svo raðað vel- öldum vikadrengjum úr Fram- sóknarflokknum sem gæta þess að þeir sleppi ekki út. Það er því ákaflega þýðing- armikið fyrir bændur og neytend- ur að Framsóknarflokkurinn hætti að láta nota sig til að níðast á hagsmunum þeirra, að hann reisi sig úr flagi og endurheimti sjálfstæði sitt gagnvart SÍS hringnum en sé ekki rekinn eins og ein deildin innan hans með lagafjötra um neytendur og bændur sem sérgrein. Pælingapállinn sem brást En ég sagði einnig bændum í Húnaþingi að þeir ættu aðgang að formanni þingflokks Fram- sóknarflokksins þess flokks, sem ábyrgur er fyrir ánauðinni. Þeir yrðu að brýna hann til að snúast gegn flokknum og berjast fyrir hag bænda, gegn SÍS kerfinu, - þeir gætu jafnvel hótað honum því að kjósa kratana, - og þar sem ár væri eftir af kjörtímabil- inu þá væri Páll sterkasta vopnið, - eftir kosningar gæti það orðið Alþýðuflokkurinn. Og ég sagði þeim enn fremur, að ef Páll snérist gegn Framsókn- arflokknum og færi að berjast fyrir hagsmunum bænda þá yrðu heimamenn að kjósa slíkan upp- reisnarmann enda væri hann þá farinn að framfylgja stefnu Alþýðuflokksins. En menn yrðu líka að hafa kjark til að refsa honum með því að kjósa hann ekki, ef hann gerði ekki neitt. Og um það snúast málin í dag. Samkvæmt skjölum 109. lög- gjafarþings Alþingis þá hefur Páll Pétursson, formaður þingflokks er hæsta verð á Seltjarnarnesi eða. kr. 2.700.- á mánuði fyrir barn í leikskóla í 5 klst. Á Akureyri borgar fólk kr. 3.540,- á mán. fyrir hádegisbörn á leikskólum (6 klst. m/fæði). 3 bæjarfélög greiða niður vist- gjöld á dagheimilum fyrir námsfólk, en það er í Hafnar- Framsóknarflokksins og þing- maður hans í Norðurlandi vestra ekkert gert í málefnum bænda. Nákvæmlega og akkúrat, - ekkert, og það veit Valdimar. Og víkjum svo aftur að grein hans. Lengi er Guð að skapa menn Við síðustu kosningar buðu framsóknarmenn í Húnavatns- sýslum fram lista á móti Páli Pét- urssyni þeir sögðu Pál afar skað- legan hagsmunum byggðarinnar. í flokki andstæðinga Páls var höfundur Tíma- og Dagsgrein- anna, Valdimar Guðmannsson, að vísu enginn þungavigtarmaður en öðrum betur tenntur þegar bíta þurfti til Páls og því var það hans eftirlætisverkefni í kosning- aslagnum, - enda af nógu að taka. Nú eru aðrir til þess færari en ég að spá í eyðurnar í Valdimar Guðmannssyni, en við lestur greinar hans er augljóst að hann er enn í gamla básnum sínum og jórtrar þar fjögurra ára tuggu. Yinátta, oflof og háð Undir yfirskini vináttu og sam- stöðu hæðir hann Pál með oflofi og segir að enginn hafi beitt sér jafn mikið fyrir breytingum í málefnum landbúnaðarins þrátt fyrir mjög erfiða stöðu sem þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins.Valdimar ætlar ekki að láta það fara fram hjá lesendum Tímans og Dags, að það sé mjög erfitt að berjast fyrir landbúnað- inn sem þingmaður Framsóknar og það er rétt hjá Valdimar og um það snérist Blönduósræða mín. Góði Guð Nú veit ég ekkert um trúartilfinn- ingu Páls á Höllustöðum. Ég ætla þó að í pólitískum yrringum þá treysti hann fremur á mátt sinn og megin en kraftaverk. En eftir að hafa lesið grein Valdimars Guðmannssonar þá finnst mér að Páli væri vorkunn að leita stuðn- ings hjá skapara allra gæða og hrópa í himininn: Góði Guð, um andstæðinga mína get ég sjálfur séð, en verndaðu mig fyrir vinum mínum. Birgir Dýrfjörð. firði, Reykjavík og á ísafirði. Aðeins eitt bæjarfélag greiðir niður vistgjöld leikskóla fyrir ein- stæða foreldra en það er í Vest- mannaeyjum. Þar borga einstæð- ir foreldrar kr. 1.800,- á mán. fyr- ir börn á leikskólum í 5 klst. en gift fólk og í sambúð borgar kr. 2.700,- á mán. fyrir börn á leik- skólum í 5 klst. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis á vistgjöldum dagvista Akureyri Hafnarfjörður Húsavík Isafjörður Neskaupstaður Reykjavík Seltjarnarnes Vestmannaeyjar Leikskólar 4 klst. 2360,- 2200,- 2300,- 2400,- 2300,- 2310,- 2850,- Leikskólar 5 klst. 2880,- 2750,- 2800,- 3000,- 2890,- 3700,- 2750 Leikskólar 5 klst. einstæóir foreldrar 1800,- Hádegisböm á leikskólum ( 5 klst. m/fæói ) 3790,- Hádegisböm á leikskólum ( 6 klst. m/fæói ) 3540,- Dagheimili einst. foreldrar 3740,- 3450,- 37Q0 , — 3800,- 3500,- 3620, - 3815,- 3450,- Dagheimili námsfólk 3450 3800,- 3690,- Dagheimili aórir ( gift fólk og í sambúð ) 5500,- 5225,- 5500,- 6000,- 5500,- 5490,- 6450,- 5400,-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.