Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 19. mars 1987 Óskum eftir að ráða eldhressa konu til að kynna matvæli í verslunum. Vinnutími um það bil tveir dagpartar á hálfsmánaðar fresti. Gæti þó aukist. Þær sem hafa áhuga skili bréfi með nafni, heimilisfangi og síma á afgreiðslu Dags fyrir 26. mars merkt „Matvælakynning". Til söiu 51 ha. IMT dráttarvél. árg. '86, ek. 400 vinnustundir. Einnig Land Rover Dísel, árg. '67. Mjög góður bíll. Uppl. í síma 96-61526. Til sölu gamall stofuskápur, svefnsófi, hægindastóll og raf- magnsarinn. Uppl. í sima 26898 milli kl. 17 og 19. Til sölu notuð prjónavél. Ný yfirfarin. Uppl. í síma 22335. Til sölu páfagaukar. Bæði stórir og litlir. Uppl. í síma 96-44222 eftir kl. 20.00. Skodi 120 L, árg. ’77 til sölu. Uppl. í síma 25576 eftirkl. 18.00. Spilakvöldið sem áður var aug- lýst að Feyjulundi 20. mars verður frestað um eina viku til 27. mars kl. 21.00. Nefndin. Óska eftir dagmömmu eða stelpu til að gæta 3ja ára drengs alla virka daga frá kl. 4-7 nema föstudaga frá kl. 1-7. Helst í Inn- bænum eða Eyrinni. Uppl. í síma 23709 fyrir hádegi og eftir kl. 7 á kvöldin. Rafmagnsorgel. Ný og notuð, margar gerðir. Tónabúðin Sunnuhlíð. S. 22111. íbúð óskast. 2ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 25555. íbúð óskast til leigu. 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1. maí. Erum fjögur í heimili. Uppl. í síma 26980. Óskum eftir að taka á leigu 3ja- 4ra herb. íbúð. (Helst raðhús) handa starfsmanni okkar. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Norðurljós, sími 25400. Til sölu kelfdar kvígur og kýr. Uppl. í síma 96-43573. Til sölu árs gamalt hjónarúm með innbyggðum náttborðum, Ijósum, skúffum og útvarpsklukku. Gott verð - Góð kjör. Uppl. í síma 22920 eftir kl. 8. Óska eftir að kaupa notaðan Tríoliet hey-matara. Uppl. í síma 96-31172. Til sölu 85 ha Úrsus, árg. '81, fjórhjóladrifinn, ek. 1630 vinnu- stundir. Einnig Kemper heyhleðsluvagn, árg. '81. Uppl. í síma 33182. Gallery Nytjalist er opið alla föstudaga frá kl. 14.00-18.00. Þar finnur þú sérstæða og per- sónulega muni unna af fólki búsettu á Norðurlandi. Við minn- um á opið hús á fimmtudagskvöld- um þá verður jafnan tekið á móti munum til sölu í Gallery Nytjalist. Félagið Nytjalist. FERÐALOG OG UTILIF Sunnudagaskólinn í ferðalag. N.k. sunnudag, 22. mars er fyrir- hugað að sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju fari í heimsókn til Dal- víkur eða í sunnudagaskóla Dal- víkurkirkju ef veður leyfir. Öll börn sem tekið hafa þátt í starfi sunnudagaskólans í vetur eru velkomin í þessa ferð ef for- eldrar þeirra leyfa, en börn undir skólaaldri þurfa að vera í fylgd eldri systkina eða foreldris. Æski- legt er að börnin komi í Akureyr- arkirkju n.k. laugardag kl. 5 og til- kynni þátttöku til þess að unnt sé að gera sér einhverja grein fyrir fjöldanum. Ferðin verður börnun- um að kostnaðarlausu. Farið verð- ur á rútum frá Akureyrarkirkju og lagt af stað kl. 10 á sunnudags- morguninn (í síðasta lagi kl. 10.15) og áætlað að koma til Akur- eyrar aftur um kl. 13. Sóknarprestur. FUNDIfí 12.05. Lionsklúbburinn Huginn. Fundur að Hótel KEA í dag fimmtudag kl. Akurey rarprestakall. Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. 44, 300, 345, 384, 355. B.S. Guðsþjónusta verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu nk. sunnudag 22. mars. Þ.H. SAMKOMUfí M Hjálpræðisherinn. Fimmtud. 19. mars kl. 20.30. Hermannasam- koma. Föstud. 20. mars kl. 17. Opið hús. Föstud. 20. mars kl. 20. Æskulýðs- fundur. Sunnud. 22. mars kl. 13.30. Sunnudagaskóli. Sunnud. 22. mars kl. 20. Almenn samkoma. Allir velkomnir. Mánud. 23. mars kl. 16. Heimila- samband. Mánud. 23. mars kl. 20.30. Hjálp- arflokkur. Þriðjud. 24. mars kl. 17. Yngri- liðsmannafundur. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókvali og Huld. Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur Brekkugötu 21 Akureyri. Minningarspjöld N.L.F.A. fást í Amaro, Blómabúðinni Akri Kaupangi og Tónabúðinni Sunnu- hlíð. Minningarsjóður um Sölva Sölva- son. Markmiðið er að reisa minn- isvarða um drukknaða og týnda. Sjóðurinn hefur opnað gíróreikn- ing. Þeir sem vilja styrkja þetta málefni geta lagt inn á gíróreikn- ing númer 57400-7, pósthólf 503, 602 Akureyri, með eða án nafns síns, frjáls framlög. Gíróseðlar fást í öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Einnig er hægt að greiða til sjóðsins gegn sérstökum kvittunum og er þá haft samband við Ingimund Bernharðsson, Reykjasíðu 14 Akureyri, sími 25572 og vinnusími 25033 og gefur hann einnig allar nánari upplýsing- ar. r----------------- * Oléttubuxur á lækkuðu verði hjá Elínu, Dalbraut 9, Dalvík, sími 96-61859 frá 16. mars-25. mars. Verslunin M. Manda Laugavegi 59, Reykjavík. Húsavík - Blaðberar Dagur óskar eftir blaðberum í miðbæ og á Baughól og nágrenni. Upplýsingar gefur umboðsmaður, símar 41585 og 41529. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 19. mars 1987 kl. 20-22 verða bæjarfulltrú- arnir Bergljót Rafnar og Sigríð- ur Stefánsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. PASSAMYNDIR TILBUNAR STRAX 1967 i 1987 I ÍÖ IJDSMVNDASTOFA ■ PÁfe & 23464 Borgarbíó Fimmtudag kl. 9.00 Oxford Blues Fimmtudag kl. 11.00 Fool for Love 3. sýning föstud. 20. mars kl. 20.30. Uppselt. 4. sýning laugard. 21. mars kl. 20.30. MIÐASALA SlMI 96-24073 IGKFGLAG AKUREYRAR FRAMSÓKNARFLOKKURINN B-LISTINN Áskorun til framsóknarmanna Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. Það eru ein- dregin tilmæli kjörskrárnefndar Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, að allir stuðningsmenn B- listans í kjördæminu láti skrifstofuna vita ef þeir vita um einhverja kjósendur flokksins, sem ekki verða heima á kjördag, svo sem námsmenn heima og erlendis, eða fólk sem er í vinnu í öðrum landshlutum. Vinsamlegast lítið inn á skrifstofuna í Hafnarstræti 90, Akureyri, eða haf[ð sam- band í síma 21180. Kjörskrár eru komnar og liggja frammi ^ á skrifstofunni. Kosningabarátta B-listans er hafin. Móðir okkar, STEFANÍA BJARNADÓTTIR, lést að Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, þann 14. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. mars. kl. 13.30. Bára Þorsteinsdóttir, Baldur Þorsteinsson. Móðir okkar, MAGÐALENA SIGRÚN ÁSBJARNARDÓTTIR, Furulundi 7 b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. jarðsett verður að Saurbæ. Börnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.