Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 7
19. mars 1987 - DAGUR - 7 Ráðstefna um launamun og stefnu í fjölskyldumálum Dagana 7. og 8. mars sl. efndu ASI og BSRB til ráðstefnu í Munaðarnesi um launamun og fjölskyldustefnu. Tildrög ráðstefnunnar voru þau að á vettvangi norrænu verkalýðssamtakanna hefur verið mótuð stefna í fjölskyldupólitík, sem stendur nú til að endur- skoða. Launþegasamtökin hér á landi hafa ekki mótað neina fjöl- skyldustefnu og þótti því við hæfi að hefja umræður um það nú, ásamt því að ræða um launamun kynja, sem hefur lítið minnkað á undanförnum árum. Rúmlega 50 manns sóttu ráð- stefnuna og voru meðal þeirra ýmsir forystumenn í báðum sam- böndunum, s.s. Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ og Kristján Thorlacius formaður BSRB. Dagskrá ráðstefnunnar var tvískipt, annars vegar var fjallað um launamuninn og hins vegar stefnu í fjölskyldumálum. Bolli Þór Bollason, hagfræðingur hélt erindi um það hver launamunur- inn væri. Rakti hann niðurstöður úr könnun sem Þjóðhagsstofnun er nú að ljúka við um launamun kynja hér á landi. Yfir fjórföld aukning hefur orðið á atvinnu- þátttöku giftra kvenna á sl. 25 árum. Heldur hefur dregið úr launamun karla og kvenna í fullu starfi á sl. 5 árum. Að meðaltali hafa konur í fullu starfi nú þ.e.1 1985 61,1% af tekjum karla, en 1980 var þetta hlutfall 58%. Bolli taldi að um fjórðung launamunar væri ekki unnt að skýra. Guðrún Hallgrímsdóttir verk- fræðingur fjallaði um orsakir launamunar. Taldi hún höfuð- ástæðuna vera karlaveldið og skiptingu verka milli karla og kvenna, en hvorki skort á mennt- un né hæfni kvenna sem sífellt hefur verið klifað á. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir skrifstofumaður hélt erindi um tímabundnar ráðstafanir til að leiðrétta launamun kynja. Talaði hún einkum um tvær leiðir, að veita aðilum styrk til að örva þátt- töku kvenna í óhefðbundnum kvennastörfum og skylda aðila til að veita konum jöfn tækifæri og körlum. Böðvar Guðmundsson hag- ráðunautur fjallaði um starfsmat, og hvernig það gæti nýst til að ná launajöfnun. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ fjallaði um fjölskyldumál og þátt verkalýðshreyfingarinnar í launajöfnun. Lagði hann áherslu á að opinber þjónusta yrði að taka mið af þeirri staðreynd að konur vilja og verða að vinna utan heimilis. Gerði hann nok.kra grein fyrir þeim drögum sem ráð- stefnunni var ætlað að fjalla um að stefnumörkun í fjölskyldumál- um. Starfshópar fjölluðu um málin og skiluðu niðurstöðum. í stuttu máli má segja að niðurstöður þeirra hafi verið: 1. Að auka beri vægi daglauna og þannig stytta vinnutíma. 2. Að endurmeta beri störf kvenna. 3. Að auka tíma fólks til fjöl- skyldulífs, m.a. með því að lengja fæðingarorlof. 4. Að tryggja það að lægstu laun verði lífvænleg. 5. Að verkalýðshreyfingin auki fræðslustarf um jafnréttismál bæði innan hreyfingarinnar og utan t.d. með því að taka þátt í starfsfræðslu í skólum. 6. Að tryggja aðild kvenna að samninganefndum og taka mið af þörfum fjölskyldunnar við starf í hreyfingunni. 7. Að nýta sér þá fjölmiðla sem til staðar eru í dag fyrir kynn- ingarstarf. Ráðstefnan gerði nokkrar athugasemdir við þau drög sem fyrir lágu að fjölskyldustefnu og var samþykkt að senda stjórnum sambandanna til leiðbeiningar við stefnumörkun í jafnréttis- og fjölskyldumálum þau atriði sem til umfjöllunar voru á ráðstefn- unni. Nk v Föstudags- og laugar- dagskvöld skemmtir Bjartmar Guðlaugsson j, matargestum H.A. ( Hvernig væri nú að fara út að borða fyrir aðeins kr. 450.- og kaffið innifalið^ Matseðill bæði kvöldin Karrýristuö karfaflök meö rækjum og lauk í karrýsósu. Kryddsoöinn nautavöövi meö rauökáli og kartöflumauki. Ofnsteiktur grisakambur í rjómasósu. . Indverskur kryddréttur. Vmveititujar. Verið veíkomin HóteC Akureyri :v::ý::ý:ý:ý::ý^ ::::::::::::::::: Sjónvarp Akureyri msm.;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.