Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 3
19. mars 1987 - DAGUR - 3
Unnift við litskipuil. Mynd: RPB
Skráðir atvinnuleysisdagar í febrúar:
Ekki færri síöan 1980
bleikt, ljósblátt og hvítt. Það er
það sem ferðamennirnir kaupa
og er líka selt erlendis. Við erum
einmitt að hanna þá línu núna
fyrir 1988. En flest fyrirtækin eru
að byrja að þreifa fyrir sér með
einhverju nýju en íslenska línan
selst mest. Mér finnst hún ekki
eins spennandi og þetta nýja og
vona að það vinni á með tíman-
um. Margar stelpur sem eru að
fara út í að læra hönnun halda að
þær geti bara hannað það sem
þeim finnst fallegt, en það er
algjör misskilningur nema þú
vinnir bara fyrir þig sjálfa.“
- Fer framleiðslan héðan öll til
útflutnings, geta Akureyringar
keypt þessa vöru?
„Þetta fer mest til útflutnings,
en einnig í búðir eins og Ramma-
gerðina og íslenskan heimilisiðn-
að og svo auðvitað í íslenska
markaðinn á Keflavíkurflugvelli.
Ég hélt einmitt ræðu á mál-
freyjufundi um daginn og þar
ræddi ég það mikið að þegar ég
kom norður sá ég þessa fram-
leiðslu hvergi. Fyrirtækið er hér
og mér finnst furðulegt að Akur-
eyringar virðast ekki vita hvað
hér fer fram. En það er hægt að
fá þessa vöru í Klæðaverslun
Sigurðar Guðmundssonar núna.
Mér finnst að þetta mætti vera
meira áberandi, t.d. fást í einni
tískuverslun í bænum.“
- Það þarf líklega ekki að
spyrja hvort þér þyki þetta
skemmtilegt starf?
„Það er það yfirleitt en það
getur líka verið leiðinlegt eins og
öll störf. Ég er yfirleitt mjög
ánægð. Þetta er fjölbreytt og lif-
andi starf. Það eru endalausir
möguleikar og ég þarf ekki að
hafa áhyggjur af því að staðna á
einum stað því ég fer alltaf í ný
og ný verkefni. En það hefur líka
sína ókosti vegna þess að því
fylgir óvissa." -HJS
Atvinnuástand á Norðurlandi
var gott í febrúar og eru mun
færri skráðir atvinnulausir í
mánuðinum en á sama tíma í
fyrra. Gildir þetta bæði um
Norðurland eystra og vestra en
þegar atvinnuleysi á öllu land-
inu er skoðað kemur í Ijós að
fækkun atvinnuleysisdaga milli
ára nemur 44%. Verulega hef-
ur dregið úr atvinnuleysi á
landinu undanfarin þrjú ár.
Á Norðurlandi eystra voru
2.779 atvinnuleysisdagar í febrú-
ar en á sama tíma í fyrra voru
þeir 8.844. Fjöldi atvinnulausra
var 128, þar af var 51 kona
atvinnulaus. Á Norðurlandi
vestra var 1.501 atvinnuleysis-
dagur í febrúar en 6.246 í fyrra.
69 voru skráðir atvinnulausir í
mánuðinum, þar af 36 konur.
í febrúarmánuði voru skráðir
13.400 atvinnuleysisdagar á land-
inu öllu en það svarar til þess að
rösklega 600 manns hafi verið
atvinnulausir á öllu landinu. Mik-
il umskipti hafa því orðið frá í
janúar en þá voru atvinnuleysis-
dagar 51 þúsund og meðaltal
atvinnulausra var 2400 manns.
Þar gætti þó áhrifa frá verkfalli
sjómanna fyrir hluta janúarmán-
aðar. í febrúar í fyrra voru skráð-
ir 24 þúsund atvinnuleysisdagar.
Þegar til lengri tíma er litið
kemur í ljós að skráðir atvinnu-
leysisdagar í febrúar hafa ekki
verið færri síðan árið 1980 en þá
voru þeir tæplega 9 þúsund yfir
allt landið. Ekki er hægt að segja
annað en að atvinnuástand hafi
verið venjufremur gott miðað við
árstíma. EHB
Útgerðarfélag Akureyringa:
Fjögur tilboð í ný
ísframleiðslutæki
Hótel Húsavík:
Skemmtikvöld
um helgina
Á laugardagskvöld veröur
haldið skemmtikvöld á Hótel
Húsavík. „Þetta er nýjung í
skemmtanalífinu í bænum sem
við vonum að mælist vel fyrir
og höfum hugsað okkur að
taka upp sem fastan lið ef
undirtektir verða góðar,“
sagði Pétur Snæbjörnsson
hótelstjóri.
Húsið verður opnað klukkan
19:30 fyrir matargesti og verður
þeim borinn þríréttaður kvöld-
verður. Það verða heimaaðilar
sem annast skemmtiatriðin og
leika fyrir dansi. Jóhannes Ein-
arsson skemmtir við undirleik
Sigurðar Friðrikssonar en nú eru
liðin tíu ár síðan samstarf þeirra
félaga hófst. Félagar úr Leik-
félagi Húsavíkur flytja efni valið
af Sigurði Hallmarssyni sem
einnig stjórnar flutningi þess.
Kynnir á samkomunni verður
Arnar Björnsson og Hljómsveit-
in Víbrar leikur dansmúsíkina.
Pétur sagði að þetta skemmti-
kvöld væri nokkurs konar fram-
hald þess sem verið var að gera
þegar Bítlavinafélagið lék á sam-
komu sem hótelið stóð fyrir í
haust, en ekki hefði verið pláss í
húsinu í vetur til að halda slíkunt
skemmtikvöldum áfram þó mót-
tökurnar í haust hefðu verið
góðar.
Sala aðgöngumiða á skemmti-
kvöldið hófst 18. mars og er gest-
um boðinn 20% afsláttur af gist-
ingu á hótelinu.
Fleiri nýjungar eru á döfinni
hjá Hótel Húsavík, m.a. verður
sjávarréttaborð síðustu helgina í
mars. IM
Hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga er nú verið að athuga
möguleika á því að setja upp
ný tæki til ísframleiðslu fyrir
togara fyrirtækisins. Fjögur til-
boð bárust í uppsetningu þess-
ara svokölluðu ísklefa. Lands-
smiðjan var eina íslenska fyrir-
tækið sem gerði tilboð en hin
komu frá skandinavískum
fyrirtækjum. Þarna er um
framkvæmdir fyrir tugi millj-
óna að ræða.
Nú á næstunni verður gerð á
því athugun hvaða tegund af ís
hentar best. Annars vegar er um
að ræða þunnar ísflögur en hins
vegar koma til greina stærri
ísmolar. Báðar tegundir verða
prófaðar um borð í einhverjum
togara fyrirtækisins og síðan
kannað hvor þeirra gefur betra
hráefni. Landssmiðjan bauð tæki
af báðum gerðum en þar munu
þó vera á ferðinni erlend tæki.
Skandinavísku fyrirtækin buðu
ýmist tæki sem framleiða flögur
eða mola.
Þau tæki sem nú eru hjá fyrir-
tækinu framleiða ísflögur. Tækin
eru jafngömul húsnæði fyrir-
tækisins eða um 30 ára. Þau eru
því orðin nokkuð úr sér gengin.
Sólarhringsframleiðsla er um 60
tonn en framleiðslugeta vélanna
fjögurra er um 80 tonn. Að sögn
Gísla Konráðssonar verða keypt
afkastameiri tæki og þau aðeins
keyrð á næturnar þegar raforka
er ódýrust.
Gísli sagði ennfremur að gert
væri ráð fyrir því að byggja þyrfti
nýtt húsnæði þegar ný tæki verða
sett upp. Hugmyndin er sú að
byggt verði tveggja hæða hús og á
efri hæðinni verði ísframleiðslan.
ET
Blönduós:
Nökkvinn
reyndist
vel
Nökkvi HU-15 nýja rækju-
skipið á Blönduósi kom úr
sinni fyrstu veiðiferð á mið-
nætti síðastliðinn þriðjudag.
Allir sem Dagur náði tali af úr
áhöfninni luku miklu lofsorði á
skipið, sem þeir sögðu vera
sérlega gott sjóskip.
Aflinn í þessari fyrstu veiðiferð
var um 66-68 tonn af rækju auk
lítilsháttar af þorski.
„Þetta er besta sjóskip sem ég
hef verið á,“ sagði Hrólfur Ólafs-
son skipstjóri, og bætti því við að
hann hefði þó verið víða og með-
al annars á stórum togurum.
Hrólfur sagði ennfremur að skip-
ið hefði reynst í alla staði vel og
ekki hefðu komið upp nein
vandamál eða gallar sem tæki að
tala um. „Enda verður að líta á
þetta sem nokkurs konar til-
raunatúr," sagði hann.
Svipuð voru svör annarra úr
áhöfninni varðandi skipið.
G.Kr.
Norðurland:
Mjög góð
loðnuveiði
í febrúar
Heildarafli á Noröurlandi tvo
fyrstu mánuði ársins er 82.586
tonn, samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá Fiskifélagi íslands. Á
sama tíma í fyrra var aflinn
50.164 tonn. Aukningin er
hvorki rneira né minna en tæp
65%. Hliðstæð aukning hefur
átt sér stað á Austfjöröum, en
annars staðar á landinu er um
samdrátt að ræða. Skýringuna
er að finna í stórauknum
loðnualla fyrir norðan og aust-
an.
Á Norðurlandi bárust 63.653
tonn af loðnu á land í janúar og
febrúar á móti 28.046 tonnum
sömu mánuði í fyrra. Aukningin
er 127% og á því sést að urn sam-
drátt hlýtur að vera að ræða hvað
aðrar tegundir varðar.
Afli togaranna var 12.394 tonn
þessa mánuði, en 14.195 í fyrra.
Bátarnir veiddu 70.192 tonn nú á
móti 35.969 í fyrra. Heildarafli
tegunda, fyrir utan loðnu, skipt-
ist þannig: Þorskur 14.842
(17.868), annar botnfiskur 1.868
(1.797), rækja 1.541 (1.653) og
hörpudiskur 686 (800). Tölur frá
’86 eru í sviga.
Það er febrúarmánuður sem
hefur reynst svona gjöfull. Þá
bárust alls 51.251 tonn að landi
norðanlands á móti 15.999 í
febrúar ’86. Þar af er loðna
38.070 tonn á móti aðeins 1.148
tonnum í febrúar ’86. SS