Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 13
19. mars 1987 - DAGUR - 13 Litið yflr liðna tíð Einstaka menn líta yfir lífsferil sinn með þessari ljósveru. Menn sjá atburði lífs síns, en ekki eins og á kvikmynd, heldur sjá menn allt lífið „í einu“. Mörkin Að lokum koma menn að „landa- mærum“. Mönnum verður ljóst, að fari þeir yfir þau, eiga þeir ekki afturkvæmt til líkama síns, eða með öðrum orðum - menn hljóta að deyja. Pessi mörk geta verið grind- verk eða lækur, eða þá eitthvað alveg óhlutrænt. Sumum gefst tækifæri til að velja um það sjálfir, hvort þeir vilja vera þarna og þar með að „deyja í alvöru", eða hvort þeir vilja snúa við til eigin líkama og halda áfram að lifa. Þegar hér er komið, eru flestir svo gagnteknir af þessu stórkost- lega ævintýri, að þeir kjósa ekk- ert fremur en að dveljast áfram á þessum dásamlega stað. Þeir, sem samt sem áður snúa við, gera það ekki sjálfs sín vegna, heldur alltaf vegna annarra; ungra barna, sem þurfa á þeim að halda, grátandi maka, stöku sinn- um vegna verkefna, sem þarf að ljúka. Eftirtektarvert er, að sá, sem þetta ritar, hefur aldrei hitt, heyrt eða lesið um nokkurn mann, sem gafst kostur á að velja og kaus að vera . . . Flestum gefst ekki kostur á þessu vali. Ljósveran eða einhver af ættingj- um þeirra gefa þeim til kynna, að þeirra tími sé ennþá ekki kominn, og þeir verði að snúa aftur til lífsins. Þeir biðja og grátbæna árang- urslaust um að fá að vera kyrrir. Og einhvers staðar á þessu stigi lýkur reynslunni með því, að menn snúa aftur til eigin líkama. Snúið til baka Þegar menn snúa til baka getur það gerst með mörgu móti. Það algenga er, að eitthvert „gat“ verður í minnið, og síðan vakna menn einfaldlega í eigin líkama. Aðrir finna hvernig eitthvert mikið afl dregur þá til baka í lík- amann. Sextug kona hlaut mjög áhrifamikla reynslu af endur- komu sinni. Meðan hún sveif uppi undir lofti sá hún eigin lík- ama og á bök og hnakka þeirra, sem stóðu umhverfis rúmið og reyndu að lífga hana við. Þegar hún snéri aftur til líkamans horfði hún í andlitin á sama fólki. Að segja öðrum frá Á eftir er fólk gagntekið af þess- ari reynslu, sem hvað flesta áhrærir er það stórkostlegasta, sem fyrir þá hefur komið á lífs- leiðinni. En fólk veigrar sér við að segja frá þessu, jafnvel þeim, sem allra nákomnastir eru, því að fólki er ljóst, hversu fáránlega þetta muni hljóma í annarra eyr- um. Aftur á móti flögrar það ekki að neinum að efast um það sjálfur, að hann hafi verið uppi undir lofti, en mönnum er ljóst, að aðrir myndu segja það draum eða ofsjónir eða jafnvel ásaka viðkomandi fyrir að skálda þetta allt saman. (Videnskab for alle 12/86. - Þýð. Þ.J.) Óskar Sigtryggsson: „Flokkur mannsins" Þátturinn: Um daginn og veginn, hefur orðið öðrum dagskrárþátt- um Ríkisútvarpsins langlífari. Langlífi sitt á hann án efa, að miklu leyti því að þakka að það voru engar meðalmenn, sem hrundu honum á flot, og sagt er að lengi búi að fyrstu gerð. Því miður finnst mér að þessi þáttur hafi í seinni tíð verið að glata sinni fyrri reisn. Nú þykir mér um of, sækja í það horf að flytjendur hans, verji tíma sínum til að koma á framfæri pólitískum skoðunum sínum, eða sjónarmið- um misjafnlega þröngra hags- munahópa. Svo ég muni, hef ég þrívegis orðið fyrir því að heyra á flutning þáttarins, þar sem áhangendur „Flokks mannsins“ hafa verið flytjendur. Enginn þeirra var spar á að lofa ágæti „flokksins“. Það var þó mánudagskvöldið 16. febr. sl. sem mér þótti mælirinn yfirfullur. Nafni flytjandans hefi ég gleymt, en kona var það. Hvorki var þar komið nærri degi eða vegi, en sá tími, sem afgangs var frá því að lofa „manninn“ og flokk hans fór óskiptur í það að troða skóinn niður af öðrum stjórnmálamönnum og stjórn- málasamtökum á einkar lágkúru- legan hátt. Ég hafði stundum verið að velta fyrir mér tilefni þessarar nafngiftar: „Flokkur mannsins“. En undir lestri þessa þáttar, vaknaði ég til skilnings á tilurð hennar. Ég harmaði það þegar öllu var lokið að hafa ekki talið hvað oft stúlkan nefndi nafn Péturs, en það nefndi hún örugglega oftar en heittrúaðasti klerkur nefnir nafn Guðs í langri stólræðu. Og ekki brást það heldur, að í hvert sinn, sem hún nefndi nafn Péturs, lofaði hún hans dýrð. Nú veltist ég ekki lengur í vafa um tilefni nafnsins, sem flokknum hafði verið gefið. Þetta var vissulega flokkur mannsins og maðurinn sem átti flokkinn heitir Pétur Guðjónsson. Á þessu fékk ég staðfestingu, þegar féttamaður Svæðisút- varpsins á Akureyri, átti viðtal við 1. mann á lista „Flokks mannsins“ hér í kjördæminu, því þegar spurt var um tillögur þeirra til lausnar vandamála, var megin- svarið það að Pétur vissi þetta allt saman. En það hefur áður skeð, að flokkur hafi verið stofnaður utan um mann og hafa þau fyrirtæki ekki ætíð fengið gæfuleg enda- lok. Þess er skemmst að minnast þegar Bandalag jafnaðarmanna var stofnað utan um eldhugann unga, sem taldi gengi sitt í Alþýðuflokknum ekki vera í samræmi við verðleika. í þeim flokki var ekki, frekar en í öðrum flokkum, rúm fyrir nema einn flokksformann og sú vegsemd hlotnaðist honum ekki. Því þótti einboðið að stofna nýjan flokk, þar sem hann væri óumdeilanlega í fyrsta sæti. Þá raunasögu, sem leiddi af þessum stjórnmálaumbrotum, er þarflaust að rekja frekar. En það er augljóst, að þeir sem gengu til fylgis við þessi samtök á sínum tíma, standa nú á rústum þeirra, tvístraðir og ráðlitlir. Þrátt fyrir augljós víti til varn- aðar, endurtekur sagan sig og er nú höggvið nær okkur í Norður- landskjördæmi eystra en áður. Gamalgróinn þingmaður Fram- sóknarflokksins í kjördæminu, taldi það ekki virðingu sinni sam- boðið að skipa sama sæti á fram- boðslista flokksins og hann hafði áður skipað. Þegar það kom glöggt fram við prófkjör, þegar raðað var á listann, að hann hlyti ekki efsta sæti listans, neitaði hann að taka sæti á honum. Þegar svo var komið, gengust einhverjir misráðhollir stuðnings- menn Stefáns Valgeirssonar, fyr- ir því að safna undirskriftum undir áskorun á hann um að efna til sérframboðs. Furðu margir urðu til þess að ljá nöfn sín á þetta plagg og trúlega hafa ólíkar hvatir rekið menn til þess. Vissu- lega eiga þar allmargir gegnir framsóknarmenn nöfn sín. Ég álít að þessum mönnum hafi gengið það til að votta Stefáni hollustu sína og þakka honum á þennan hátt persónulega fyrir- greiðslu. Ég efa ekki að fjöldi þessara manna hefur skrifað nöfn sín í því trausti, að þingmaðurinn efndi ekki til óhæfuverka. En það var annar hópur manna, sem meiru mun hafa ráð- ið um gang málanna. Þar kom við sögu hópur manna, sem af ráðn- um hug vann að því að grafa und- an Framsóknarflokknum í kjör- dæminu og fann í þessum aldna þingmanni kjörið tæki til þess. Það er nú orðið deginum ljósara, að það er þessi hópur sem nú er alls ráðandi í J flokknum í „hirðisbréfi“, sem sent er út af þessum flokki „mannsins" Stef- áns Valgeirssonar, eru fram- sóknarmenn hvattir til að segja skilið við flokkinn. Undir þetta bréf skrifar, meðal annarra Stef- án Valgeirsson, starfandi þing- maður Framsóknarflokksins, sá hinn sami og flokkurinn hefur lyft til þeirra mannvirðinga, sem honum hafa hlotnast. Ég held að þeir, sem hvöttu S.V. til þeirra lánlausu athafna, sem hann hefur nú leiðst út í, hafi unnið honum tjón, sem seint verður bætt. Oskar Sigtryggsson Höfundur cr bóndi aö Rcykjahóli Freyvangsleikhúsið auglýsir: Láttu ekki deigan síga Guðmundur Sýningar: Fimmtudag 19. mars kl. 20.30. Föstudag 20. mars kl. 20.30. Laugardag 21. mars kl. 20.30. Sunnudag 22. mars kl. 20.30 Sýningum fer að fækka. Vegna mikillar aðsoknar vinsamlegast pantið miða. Miðapantanir í síma 24936. Ath. Hópafsláttur. Freyvangsleikhúsið. Grattan pöntunarlisti Vor- og sumarlisti 1987 kominn Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 250.00, + póstkrafa ATH: Aðeins 500 listar verða seldir fyrir Norðurland Umboð Akureyri sími 96-23126 Fundur um námslánin með Finni Ingólfssyni í Sjailanum fimmtudaginn 19. mars kl. 21. Námsmenn ★ Ykkur er sérstaklega boðið á þennan fund. ★ Verður menntun aftur gerð að forréttindum þeirra efnuðu? ★ Verður ungu fólki gert ókleift að stunda háskólanám? ★ Verður útilokað að stunda nám erlendis áður en langt um líður? Það skiptir ykkur miklu máli að íhaldið hafi ekki mikið leng- ur með menntamál að gera. Finnur Ingólfsson hefur barist gegn stefnu sjálfstæðis- mannsins Sverris Hermannssonar. Finnur hefur haldið hagsmunum ykkar á lofti og mun gera í framtíðinni. Eftir fundinn verður diskótek til kl. 01. Efstu menn B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra verða á fundinum. FRAMS0KNARFL0KK URINN m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.