Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 16
Rafmagnsverkstœði Bílarafmagn Önnumst viðgerðir á störturum, dínamóum og öðrum rafmagnshlutum í bílum Við Tryggvabraut • Akiireyri • Sími 22700 Fundur í Sjallanum um námslánakerfiö í kvöld verður boðað til fundar um námslánakerfið og hefst hann kl. 21.00 í Sjallanum. Þar mun Finnur Ingólfsson, einn helsti sérfræðingurinn um námslánakerfið halda framsögu- erindi og sitja fyrir svörum. Svo sem kunnugt er hefur Finnur átt sæti í nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að endurskoða gild- andi reglur um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og úthlutun námslána. Hann hefur í vetur deilt harkalega á þá stefnu sem sjálfstæðismenn hafa tekið í lána- sjóðsmálinu. Ekki er að efa að námsmenn og aðrir áhugamenn um þessi mál munu fjölmenna á fundinn, sem er öllum opinn. A eftir verður síðan slegið á léttari strengi og dansinn stiginn til klukkan eitt eftir miðnætti. Landsbyggðarfólk: Leikhúspakkaferðir til Akureyrar - Verulegur afsláttur í boði Leikfélag Akureyrar býður nú upp á nýstárlegar pakkaferðir í samvinnu við 11 aðila á Akur- eyri. Þær eru nýstárlegar að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem fólk frá Norður- landi, Austurlandi og Vest- fjörðum fær tækifæri til að notfæra sér þann afslátt sem fólginn er í þessum lcikhús- pökkum. Tilefnið er að sjálf- sögðu hin glæsilega sýning L.A. - Kabarett. Auk leikfélagsins taka Flugfé- lag Norðurlands, Skíðastaðir, fjögur hótel og fimm veitinga- staðir á Akureyri þátt í þessum leikhúspakka. Skilyrðið er að fólk kaupi sér iniða á Kabarett og þjónustu á einum þeirra staða sem í boði eru að auki, t.d. kvöldverð. Fólk getur ráðið, stærð pakkanna sjálft en veruleg- ur afsláttur er í boði hvað varðar mat, gistingu, flug og skíðaiðk- stöð Austurlands söluna og fyrir vestan er hún í höndum Ferða- skrifstofu Vestfjarða. Þar má fá allar upplýsingar varðandi þessar ferðir. Pað er ekkert sem mælir því mót að Akureyringar geti líka notfært sér þessar pakkaferðir, hversu kyndugt sem það kann að virðast og geta þeir haft samband við Pétur Einarsson. Auk leik- húspakkanna sem í boði eru fyrir Norðlendinga, Austfirðinga og Vestfirðinga eru hefðbundnar pakkaferðir frá Reykjavík áfram í gangi. Lífið er Kabarett. SS Tignarlegur er turn hinnar nýju Glerárkirkju. Mynd: RÞB Akureyri: Bókamaikaður opnaður í dag í dag hefst bókamarkaður í húsi Karlakórs Akureyrar að Óseyri 6 á Akureyri. Þar verða seldir rúmlega 1700 titlar frá 11 bókaforlögum. Á bókamarkaðinum verða t.d. á annað hundrað bókatitlar frá Máli og menningu. Mikið úrval er af barnabókum, ævisögum, spennubókum, ljóðabókum og fræðibókum um ýmis hagnýt efni. Sumar bækurnar, sem þarna eru til sölu, hafa verið ófáanlegar um langt skeið í bókaverslunum, einnig er boðið upp á svonefnda bókapakka, t.d. fimm barnabæk- ur í pakka á kr. 350,- EHB Skafti seldi í Þýskalandi í gær Skafti togari Útgerðarfélags Skagfirðinga seldi í gærmorg- un í Bremerhaven í Þýska- landi, 153,4 tonn fyrir tæpar 8 millj. kr. Meðalverð var 52,07 krónur á kíló, sem þykir tæp- lega í meðallagi. Attinn var að mestu karfí, en einnig nokkuð af grálúðu. Drangey landaði góðum afla í gærmorgun á Sauðárkróki, 140 tonnum af þorski eftir 6 daga veiðiferð. Hegranesið kom fyrir helgi með 118 tonn af þorski eftir viku veiðiferð. Hráefni er því nægt og næg vinna í frystihúsun- um eftir frekar stopula vinnu undanfarnar vikur. Kartöflubændur uggandi: Margir tala um að hætta - Aðeins þriðjungur framleiðslu Kjörlands selst og sala á matarkartöflum gengur illa un. Fyrir utan hefðbundinn afslátt eru leikfélagið og Hótel Stefanía með aukaafslátt á miðvikudögum og fimmtudögum og er það að sögn Péturs Einarssonar gert í þeim tilgangi að lengja helgina, dreifa þjónustunni á fleiri daga. Á Norðurlandi verða pakka- ferðirnar til sölu í miðasölu L.A. og hjá Flugfélagi Norðurlands, á Austurlandi annast Ferðamið- „Við forðumst íslenskar kart- öflur eins og dauðann, því þær eru rusl. Við notuðum íslensk- ar kartöflur fyrstu 6 mánuðina eftir að við opnuðum, en þurft- um að hætta því. Fólk kærði sig ekki um þær,“ sagði Helgi Helgason hjá Kórónakjúkling- um á Akureyri. En veitinga- staður hans, - ásamt Bautan- um hefur alveg snúið sér að notkun innfluttra kartaflna. Það sem gerir er að íslensku kartöflurnar virðast; vera svo vatnsmiklar að þær verða linar og ógeðfelldar til að bjóða við- skiptavinum veitingastaðanna. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu er talsverður uggur í mörgum kartöflubændum í Eyjafirði vegna þess ástands sem ríkir í sölumálum vörunn- ar. Margir telja að sú óeining, sem fram kemur í því að á svæðinu starfa þrjú sölufélög, veiki samkeppnisstöðu bænd- „Við höfum verið með innfluttar úrvalskartöflur frá Belgíu og eru þær mjög góðar. Þær verða eins og fólk vill hafa franskar kartöfl- ur, - stökkar og góðar. Mikil umræða hefur verið um innflutning á frönskum kartöflum til landsins og hafa kartöflufram- leiðendur lýst áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar. „Auðvitað vildum við heldur kaupa íslenskar kartöflur, en þær eru ekki samkeppnisfærar hvað gæði og ekki síst hvað verð snertir. Þegar við hættum að kaupa íslenskar kartöflur var verðið urn 92 krónur kílóið, á móti 50 krónum fyrir erlendar. anna enda hefur sala á eyflrsk- um kartöflum gengið mjög illa það sem af er. Að sögn Þorsteins Jóhannes- sonar formanns Búnaðarfélags Grýtubakkahrepps hefur meira borið á því en áður að kartöflu- bændur minnki pantanir sínar á áburði. Af átján bændum sem „Við notum innfluttar kartöfl- ur vegna þess að þær eru bæði betri og ódýrari. Við notuðum eingöngu íslenskar til skamms tíma. Þá voru þær líka sam- keppnisfærar í verði,“ sagði Hall- grímur Arason hjá Bautanum og Smiðjunni. Hann tók undir orð Helga um að kartöflurnar væru vatnsmeiri, og skemmdu steik- ingarfitu mun fyrr en þær erlendu. Við vildum gjarnan nota íslenskar, en þær standast ekki þær kröfur um verð og gæði sem settar eru,“ sagði Hallgrímur. „íslenskar kartöflur eru vatns- meiri vegna styttri sprettutíma og meiri kulda hér á landi“, sagði panta gegnum félagið hafa þrír minnkað pantanir og einn afpant- að alveg. Samtals er þarna um að ræða minnkun upp á um 20 tonn. Einnig hefur mikið verið spurt um það hvenær frestur til að afpanta rennur út. „Það er mjög algengt að menn séu að tala um að hætta kartöflu- Þórður Stefánsson framkvæmda- stjóri Kjörlands hf. á Svalbarðs- eyri. Hann sagði að í athugun væru kaup á tækjum sem hituðu kartöflurnar og mundu slík tæki bæta mikið. Hann sagði að nokk- 'urt magn af kartöflum hefði verið sent til Danmerkur sl. haust til þurrkunar. Þetta sýndi að með bættum tækjum gætu íslenskar kartöflur staðið janfætis þeim innfluttu. „Við prófuðum þessar kartöfl- ur sem sendar voru til Danmerk- ur. Þær voru skárri, en alls ckki nógu góðar samt,“ sagði Helgi Helgason. gej-/ET rækt vegna þess ástands sem nú ríkir í þessum málum. Það er mikið svartsýnishljóð í mönnum,“ sagði Þorsteinn. Ekki er alveg ljóst hversu mikl- ar birgðir eru til af kartöflum hjá bændum þar sem sumir þeirra selja beint í verslanir. Það er þó ljóst að miklar birgð- ir eru fyrir liendi. Framleiðsla ársins 1986 var um 1300 tonn af matarkartöflum og 1700 tonn af verksmiðjukartöflum. Hjá Kjör- landi hf. og Öngli hf. hafa aðeins verið seld um 150 tonn af matar- kartöflum og salan gengur mjög hægt. Að vísu eiga bændur hér eftir að selja 2-300 tonn suður sem stofnútsæði. Af frönskum kartöflum hafa verið framleidd unt 130 tonn úr 320 tonnum af hráefni. Af þeim hafa verið seld um 30 tonn en þess ber þá að geta að fram í janúar var verið að klára birgðir frá fyrra ári. Hjá Kjörlandi eru nú framleidd 50-60 tonn á mán- uði en salan er um 18 tonn. „Það eru allar líkur á að í haust verði hér miklar óseidar birgðir hvort sent það verða óunnar kart- öflur sem skemmast, eða fransk- ar sem fá þá að standa inni í frystiklefa," sagði Þórður Stef- ánsson framkvæmdastjóri Kjör- lands hf. í samtali við Dag. ET „íslenskar kartöflur eru rusl“ - segir Helgi Helgason hjá Bita hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.