Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 11
19. mars 1987 - DAGUR - 11 Handboltí 2. deild: Tekst Þór að tryggja sér 1. deildar sætið? - Liðið leikur fyrir sunnan um helgina Lilja María Snorradóttir „íþróttamaður Tindastóls“. Lilja María „íþrótta- maður Tindastóls" Þórsarar leika tvo síðustu úti- leiki sína í 2. deildinni í hand- bolta um helgina. Á laugar- daginn mæta þeir ÍR-ingum í Seljaskóla kl. 14 og á sunnu- daginn halda þeir til Keflavík- ur og leika við ÍBK kl. 14. Ef Þórsarar ná þremur stigum úr ferðinni hafa þeir tryggt sér sæti í 1. deild að ári. ÍR-ingar hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild en þeir hafa enn ekki unnið deildina eins og gefið Dagsmótið í kraftlyftingum fer fram í Sjallanum á laugardag- inn og hefst kl. 13. Mjög góð Víkingur Traustason er handhafí Dagsbikarsins. Heil umferð fer fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina. Þrátt fyrir að Vík- Guðbjörn kemur ekki Guðbjörn Tryggvason kemur ekki til með að leika með KA næsta sumar í 1. deildinni í knattspyrnu eins og til stóð. Guðbjörn ætlar að vera áfram á Skaganum og leika með í A í sumar. KA-menn ætluðu að leika æf- ingaleiki fyrir sunnan um helgina en þeim hefur verið frestað um viku. Þeir leika síðan aftur fyrir sunnan helgina 3.-5. apríl og helgina 10.-12. apríl taka þeir þátt í æfingamóti á Skaganum. Fimmti flokkur félagsins tekur um helgina þátt í knattspyrnu- móti á vegum KSÍ og fer það fram á gervigrasinu í Laugardal. hefur verið í skyn. Þeir hafa 26 stig en Þórsarar eru með 22 stig og geta náð 28 stigum. Fyrri leik Þórs og ÍR hér á Akureyri í haust lauk með jafntefli 21:21. Leikur- inn gegn ÍBK á Akureyri tapaðist hins vegar og geta Þórsarar nag- að sig í handarbökin fyrir að hafa misst þann sigur úr höndum sér. Þórsarar eiga harma að hefna í báðum leikjunum og vonandi tekst þeim að tryggja 1. deildar- sætið um helgina. þátttaka er í mótinu en alls hefur 21 keppandi skráð sig til leiks og má búast við hörku- keppni í mörgum flokkum. Tveir keppendur mæta til leiks í kvennaflokki, þær Nína Björk Stefánsdóttir sem keppir í 52 kg flokki og Kristjana ívarsdóttir sem keppir í 67,5 kg flokki. Af öðrum keppendum má nefna þá Kára Elísson, Flosa Jónsson og Aðalstein Kjartansson. Margir ungir lyftingamenn taka þátt í mótinu og ætla nokkrir þeirra að reyna við íslandsmet. Núverandi handhafi Dagsbikarsins er Vík- ingur Traustason en hann tekur ekki þátt í mótinu að þessu sinni. Mikill fjöldi ungra kraftlyft- ingamanna hefur stundað æfingar reglulega að undanförnu og virð- ist áhuginn á íþróttinni vera að glæðast og þá ekki síst eftir heim- sókn Jóns Páls Sigmarssonar fyrir skömmu. ingur hafi þegar tryggt sér meistaratitilinn er baráttan um 2. sætið gífurlega hörð en það sæti gefur rétt til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða. Á laugardaginn fara fram tveir leikir, Stjarnan og KA leika í Digranesi í Kópavogi kl. 14 og verður þeim leik sjónvarpað beint í íþróttaþætti Bjarna Felix- sonar. Hinn leikurinn er viður- eign Hauka og Fram í Hafnar- firði. Sá leikur er mjög mikilvæg- ur í fallbaráttunni en með sigri hafa Framarar tryggt sér áfram- haldandi setu í 1. deild en ef Haukar vinna leikinn eiga þeir enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. Á sunnudaginn fara fram þrír leikir, UBK og KR leika í Digra- nesi, Ármann og Valur leika í Laugardalshöll og FH og Víking- ur í Hafnarfirði. Valur, UBK og FH berjast um 2. sætið og KA og Stjarnan eiga enn mögleika á því sæti þótt þeir séu hverfandi. Á aðalfundi Ungmennafélags- ins Tindastóls á Sauðárkróki í síðustu viku var „íþróttamaður Tindastóls“ tilnefndur í ann- að sinn. Fyrir valinu að þessu sinni varð Lilja María Snorra- dóttir sem setti á síðasta ári 2 íslandsmet í sundgreinum fatl- aðra og bætti auk þess þessi met sín á móti nýlega. Lilja þykir sýna mikinn dugnað og áhuga við æfingar, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Það var á móti sem íþrótta- félagið Ösp hélt snemma á síð- asta ári, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða íþróttamenn sem Lilja María setti íslandsmet í baksundi Keppni í 1. deild íslandsmóts- ins í körfuknattleik lýkur um helgina en þá verður leikin 20. og síðasta umferð. ÍR-ingar koma norður og leika gegn Þór og Tindastól. í vetur hafa liðin leikið fyrst við Tindastól á Sauðárkróki í ferð sinni um Norðurland en síð- an haldið til Akureyrar og mætt Þórsurum. Að þessa sinni snýst dæmið við, ÍR-ingar leika fyrst við Þór og fer leikurinn fram í Höllinni annað kvöld kl. 20.30. Á laugardaginn halda ÍR-ingar síð- an yfir til Sauðárkróks og mæta heimamönnum kl. 14. ÍR-ingar hafa að öllum líkind- um sigrað í 1. deildarkeppninni að þessu sinni, þeir eru með 32 stig og eiga þessa tvo leiki eftir. Þeim nægir sigur í öðrum leikn- um til þess að tryggja sér sigur- inn. Þórsarar eiga annað sætið tryggt og með heppni gætu þeir og skriðsundi, og á sams konar móti á dögunum bætti hún þessi met sín. Einnig keppti hún á smærri mótum bæði innan og utan héraðs á síðasta ári og náði þar ágætum árangri. Nafnbótinni „íþróttamaður Tindastóls" fylgir farandbikar gefinn af foreldrum og systkinum Rúnars Inga Björnssonar, efnilegs íþrótta- manns sem lést fyrir nokkrum árum, til minningar um hann. Segja má að gefendurnir séu upp- hafsmenn útnefningarinnar sem er í höndum stjórnar félagsins og fór í fyrsta skipti fram á síðasta ári. Þá var Birgir Rafnsson körfu- knattleiks- og knattspyrnumaður valinn íþróttamaður Tindastóls. hreppt það fyrsta þó líkurnar séu hverfandi. Bjarni Ö.ssurason verður í eldlín- unni með Þór gegn IR annað kvöld. Akureyrar- mót í göngu Akureyrarmótið í göngu fer fram í Hlíðarfjalli á sunnudag- inn kemur og hefst kl. 14. Keppt verður í flokki stúlkna og drengja 12 ára og yngri, í unglingaflokki pilta og stúlkna og í öldungaflokki sem verður tvískiptur. Vegalengdirnar verða misjafn- ar eftir flokkum. Þetta er síðasta mót fyrir almenning, fyrir páska- trimm Flugleiða svo nú er um að gera fyrir fólk að mæta með skíð- in í Fjallið á sunnudaginn og taka þátt í mótinu. Akureyrarmóti í svigi 12 ára og yngri sem vera átti um helgina, hefur verið frestað um eina viku. Visa-bikarmót SKÍ Keppt á ísafirði Visa-bikarmót Skíðasambands íslands í alpagreinum í flokk- um karla og kvenna fer fram á Isafírði um helgina. Þetta er þriðja bikarmótið sem haldið er í vetur. Keppnin er mjög hörð en að loknum þessum þremur mótum standa þau Guðrún H. Kristjáns- dóttir og Guðmundur Sigurjóns- son frá Akureyri best að vígi í keppninni um bikarmeistaratitil- inn í hvorum flokki. Guðrún H. Kristjánsdóttir stendur best að vígi í kvennaflokki í bikar- keppni SKI. Handbolti: Völsungur mætir UFHÖ Annar heimaleikur Völsungs í 3. deildinni í handbolta í nýju Iþróttahöilinni á Húsavík fer fram kl. 14 á laugardaginn en þá koma Hvergerðingar í heimsókn. Völsungar sigruðu ÍH t' fyrsta leiknum í Höllinni en þeir hafa gefið út þá yfirlýsingu í fjölmiðl- um að þeir ætli sér að vinna þá heimaleiki sem þeir eiga eftir í vetur. Áhorfendur fjölmenntu á fyrsta leikinn og studdu vel við sína menn. Vonandi halda þeir því áfram og mæta í Höllina á laugardaginn. Dagsmótið í kraftlyftingum Heil umferð í 1. deild - í handbolta - KA mætir Stjömunni f sjónvarpsleik Körfubolti: Síðustu leikimir í deildinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.