Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. mars 1987 „Yamir gegn fikniefiium eru aðabnál samtakanna í dag“ - Spjallað við Hauk Bjömsson Lionsmann ^ nýja, söfnuðum fyrir sjúkrarúm- um þangað fyrir 2 millj. króna. Nú er á döfinni fjárstuðningur við Sjálfsbjörg og munum við veita 100 þús. krónum til þeirra samtaka.“ - Hvað eru margir klúbbar starfandi á þínu svæði? Þeir eru 8. Miðað við þær regl- ur sem alþjóðastjórnin hefur sett sér varðandi æskilegan lágmarks- fjölda félaga hefur fjöldi Lions- manna hér á svæðinu verið í lág- marki. Við höfum verið að reyna að bæta þetta í vetur með því að fjölga í klúbbunum um lágmark 5% og einnig með fjölgun klúbba á svæðinu. Hefur starfið ein- kennst af þessu að miklu leyti í vetur og ekki hægt að segja ann-. að en mikið hafi verið unnið og starfið blómlegt. I vetur var stofnaður Lionessuklúbbur hér á Sauðárkróki með 39 félögum. Ég bind miklar vonir við stofnun þessa klúbbs og sýnist konurnar ætla að ná vel saman. Þær eru þegar búnar að gera skemmtilega hluti sem lofa góðu. í þessum inánuði verða stofnaðir Lions- klúbbur í Varmahlíð og Lionessuklúbbur á Blönduósi. Og svo er verið að vinna að endurvakningu á Liönsklúbbnum á Skagaströnd sem lognaðist út af um 1980.“ - Hvernig eru tengsl klúbba á þessu svæði við aðra klúbba í landinu? „í alheimssamtökunum er ísland svæði númer 109. Landinu er síðan skipt í tvennt a- og b- svæðið og er markalínan dregin með línu frá Akranesi að Vopna- firði. Við erum á b-svæðinu, ásamt Akranesi og Þórshöfn nyrst. Stjórn b-svæðisins hefur þrisvar í vetur komið saman til fundar og er ég nýkominn af 3ja fundinum. Ásamt stjórninni sitja Frá fundi í Lionessuklúbbnuni Björk. „Fyrsti Lionsklúbburinn var stofnaður í Chicago í Banda- ríkjunum árið 1911 af manni að nafni Melvin Jones. Lions- hreyfingin er stærstu klúbb- samtök í heiminum sem vinna að líknarmálum, með yfir 1,5 milljón félaga í yfir 150 löndum. Lion starfar mikið í þróunarlöndunum, vinnur að unglingaskiptum, tekur þátt í rannsóknum á sviði læknis- fræði, sér um námskeið á van- þróuðu svæðunum og fyrir til- stilli hins alþjóða hjálparsjóðs samtakanna standa Lions- klúbbar alls heimsins saman um bráða neyðarhjálp, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, þurrka og hungursneyðar.“ Haukur Björnsson á Sauðár- króki svæðisstjóri á norðvest- ursvæði sem nær frá Siglufirði til Hólmavíkur varð við þeim tilmælum að segja nokkur fræðandi orð um Lionshreyf- inguna og þá starfsemi sem hún innir af hendi. Haukur sem hefur tekið þátt í starfsemi Lions í 15 ár hafði þetta um markmið samtakanna að segja: „Það má segja að markmið klúbbanna séu; að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða heims, að efla meginreglur heil- brigðis, stjórnarfars og borgara- legra dyggða, að starfa af áhuga að aukinni velferð átthaganna á sviði félagsmála, menningar og aimenns siðgæðis, að tengja klúbbanna böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings, að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um öll málefni sem almenning varðar að því til- skildu að ekki séu rædd meðal klúbbfélaga málefni stjórnmála- flokka né sértrúarhópa, að hvetja félagslynda menn til að þjóna byggðarlagi sínu án persónulegs ávinnings og að hvetja til dugn- aðar og eflingar siðgæðis í við- skiptum í hvers konar rekstri." Stjórn Lionessuklúbbsins Bjarkar á Sauöárkróki. Frá vinstri: Áróra Sigur- steinsdóttir, Aðalheiður Arnórsdóttir og Kristín Sveinsdóttir. - Spanna viðfangsefni klúbb- anna raunverulega svona breitt svið? „Já, en það má segja að fyrst og fremst séu Lionsklúbbar þjón- ustuklúbbar sem vinna að líknar- málum. Til þess söfnum við pen- ingum með ýmsum hætti: Seljum ljósaperur og jóladagatöl eins og margir hafa orðið varir við. Þá vinnum við félagarnir í klúbbun- um ýmislegt til fjáröflunar fyrir hjálparstarf klúbbanna og gefum andvirði þeirrar vinnu í sjóð. Við förum í girðingarvinnu, á sjó, málum togara, rífum hús, í rækjuvinnslu o.fl. Þetta má segja að séu helstu fjáröflunarleiðirn- ar.“ - Hvernig hefur ykkur verið tekið af fólki þegar fjáröflun hef- ur staðið yfir? „Almenningur hefur alltaf tek- ið okkur vel og verið tilbúinn að styrkja okkur á allan hátt. Okkar klúbbur hér á Sauðárkróki hefur mikið stutt sjúkrahúsið, er búinn að gefa til þess mörg tæki sem safnað hefur verið fyrir. Á síð- asta ári stóðum við t.d. fyrir mikilli fjársöfnun í sambandi við hjúkrunar- og dvalarheimilið Haukur Björnsson. þessa fundi svæðisstjórarnir á hverju svæði. Þar gefa svæðis- stjórarnir skýrslu um hvað sé að gerast á þeirra svæði og hvernig málin ganga. Stjórnarmennirnir gefa einnig skýrslur um gang mála hjá sér og síðan eru málin rædd fram og til baka og línur lagðar.“ - Einhver stór verkefni í gangi hjá Lionshreyfingunni í dag? „Segja má að aðalvinnan hjá Lionssamtökunum í dag sé undir- búningur fyrir fræðslu um fíkni- efni og afleiðingar af notkun þeirra. Verið er að vinna að svokölluðu kennsluprógrammi í samvinnu við ríkisstjórnina og bindum við miklar vonir við þetta sérstaklega af því að ríkisstjórnin hefur tekið þessu svo vel. Þegar er hafin tilraunakennsla eftir þessu prógrammi í 3 skólum. Þegar hafa verið sendir kennarar til Bandaríkjanna til að læra þessa kennslu. Sumir kalla þetta kennslukerfi hugþjálfun æskunn- ar. Það er í því fólgið að þjálfa og undirbúa börn til að takast á við þann líkamlega og andlega vanda sem fylgir því æviskeiði að breyt- ast úr barni í ungling. Þetta verk- efni er ágætt dæmi um það hvers konar málum Lionshreyfingin beitir sér fyrir. Fíkniefnamálin voru einnig aðalmál þessa fundar vegna fimm ára áætlunar sem í gangi er hjá okkur og tengist sérstökum fíkni- efnavarnardegi sem samtökin héldu í fyrsta skipti í fyrra og er áformað að halda a.m.k. næstu árin, fyrsta laugardag í maí. Þá förum við út á göturnar og kynn- um starfsemi samtakanna og hvað þau eru að gera til varnar fíkniefnavandanum.“ - Unglingaskipti nefndirðu áðan, hvað er það? „Þau eru eitt af okkar stóru málum. Lionshreyfingin rekur í mörgum þjóðlöndum svokallaðar unglingabúðir. Við bjóðum ungl- ingum að fara til einhverra af þessum löndum sem unglinga- búðirnar eru starfræktar í. Ungl- ingarnir dvelja þá í 7-10 daga í búðunum, en dvelja síðan í svip- aðan tíma á Lionsheimilum. Þessi samskipti innan alheims- hreyfingarinnar eru gagnkvæm þannig að hingað koma unglingar frá þeim löndum sem unglingar héðan fara til.“ - Hvað viltu segja að lokum? „Ég get sagt það, að þeim tíma sem ég hef fórnað í starfi fyrir Lion hef ég aldrei séð eftir. Þetta gefur mér miklu meira í staðinn, starfið er svo göfugt. Ég hafði hugsað mér þegar ég tók að mér starf svæðisstjóra að reyna að vinna, en gerði mér ekki grein fyrir hvað þetta var raunverulega mikil vinna. Ég held líka að það sé mikill kostur, að Lionshreyf- ingin hefur þá reglu að skipta ört um stjórnendur. Svæðisstjórarnir eru t. d. aðeins ár í senn og síðan er skipaður svæðisstjóri úr næsta klúbbi. Sá sem tekur við af mér verður frá Siglufirði. Ég held að þetta tryggi það að maðurinn sýni þessu áhuga. Hann er bara í þessu í eitt ár og getur þá beitt sér af krafti." -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.