Dagur - 30.03.1987, Page 10

Dagur - 30.03.1987, Page 10
10 - DAGUR - 30. niars 1987 Málmfríður Sigurðardóttir: Konur rata rétta leið Nú standa kosningar til Alþingis fyrir dyrum og samtök um Kvennalista bjóöa fram í annað sinn. Síðastliðið kjörtímabil hafa 3 fulltrúar^ Kvennalistans setið á Alþingi Islendinga og unnið þar ötullega að þeim markmiðum sem samtökin í upphafi settu sér. - Að berjast fyrir réttindum kvenna. - Að vinna að bættum hag kvenna og barna. - Að konta skoðunum kvenna inn í þjóðmálaumræðuna. - Að kynna og reka pólitík sem grundvallast á verð- mætamati og lífssýn kvenna. - Hvað er kvennapólitík? Það er kvennapólitík. f>á pólitík geta ekki aðrir rekið en konur. Konur eiga hagsmuna að gæta á öllum sviðum íslensks samfé- lags. Öll mál sem samfélagið varða, hljóta því að koma konum við. Konur Iíta þau tíðum af öðr- um sjónarhóli en karlar. Sú lífs- sýn á engu síður rétt á að mið sé tekið af henni í ákvörðunum sem varða alla þegna þjóðfélagsins en viðtekin viðhorf karla. Menning og reynsla kvenna byggir að miklu leyti á hefð- bundnum störfum við heimilis- hald og umönnun barna. Konur vilja halda tengslum við þau störf sem hafa mótað þær og lagt þeim til lífsgildi þeirra. Þær sætta sig ekki við þá lítilsvirðingu sem húsmóðurstörfum er sýnd og þær viðurkenna ekki það verðmæta- mat sem lagt er til grundvallar, þegar laun kvenna eru ákveðin. Því hafa þingkonur Kvennalist- ans lagt fram á þingi tillögur til úrbóta í þeim efnum: a) Þingsályktunartillögu um að húsmóðurstörf verði metin til starfsreynslu á vinnumarkaði. b) Þingsályktunartillögu um endurmat á öllum kvenna- störfum. c) Frumvarp um lífeyrisrétt- indi til handa heimavinn- andi húsmæðrum. Staða húsmæðra í þjóð- félaginu Heimavinnandi húsmæður er réttindalítill hópur í samfélaginu. í skýrslum um þjóðarframleiðslu eru þær ekki nefndar - hlutur þeirra einskis metinn. í skýrslum frá Þjóðhagsstofnun er þó vikið að því að framlag þeirra muni sennilega nema fjórðungi til þriðjungi af þjóðarframleiðslu, þ.e. 25-30 milljörðum á ári. Um þetta er þó þagað þunnu hljóði. Kvennalistinn vill að húsmóður- störfum sé sýnd sú virðing sem þeim ber og þau störf séu metin þannig að það verði konum til hagsbóta. Kvennalistinn telur einnig að hlutur bændakvenna við land- búnaðarstörf sé stórlega vanmet- inn. Mikill hluti svokallaðra heimilisstarfa er bein þjónusta við búið en eru ekki talin með t.d. þegar reiknaður er út réttur bændakvenna til fæðingarorlofs. Þetta krefst endurskoðunar. Kjör kvenna Á undanförnum áratugum hafa kröfur kvenna um hærri laun orð- ið æ háværari. Framan af fengu konur þau svör, að þær yrðu að afla sér menntunar og sérþekk- ingar, þá væri hægt að tala um betri laun. Hver hefur svo reynd- in orðið? Konur hafa sótt fram til menntunar. Þær hafa einkunt menntast til þeirra starfa sem Iöngum hafa verið á höndum kvenna, og þær vilja vinna að - uppeldis- og umönnunarstarfa. Heilar stéttir eru mestmegnis skipaðar konum, kennarar, fóstrur, sjúkraliðar, hjúkrunar- fræðingar. Þetta eru stéttirnar sem nú boða verkföll vegna lágra launa. Menntunin hefur ekki skilað bættum kjörum þeim til handa í þeim mæli sem vænst var. Og þá þarf varla að spyrja að hvernig aðrar konur séu settar sem eru ófaglærðar, sem vinna við verslunar- og afgreiðslustörf, almenn skrifstofustörf og fisk- vinnslu, enda eru kjör margra þeirra fyrir neðan allar hellur. Því hefur Kvennalistinn lagt fram á þingi frumvarp þess efnis að lágmarkslaun séu aldrei undir framfærslukostnaði einstaklings. Lofsöngur ráðamanna Talsmenn stjórnarflokkanna tala nú fjálglega um nauðsyn þess að hlúa að fjölskyldunni -grunnein- ingu og hornsteini þjóðfélagsins og satt er að það hefur aldrei ver- ið brýnna en nú. En láglauna- stefna ríkisstjórnarinnar sýnir að þetta tal þeirra er aðeins mark- laust þvaður. Láglaunastefnan veldur því að meðal almennings duga laun einnar fyrirvinnu ekki til að framfleyta heimili. Lág laun - langur vinnutími, sem orsakar fjarvistir foreldra frá heimilum, og skortur á dagvistarrými, veld- ur streitu og álagi á fjölskylduna. Það sýnir skilning ríicisvaldsins á þörfinni fyrir dagvistir, að á fyrra ári var allt framlag til bygginga dagvistunarheimila á fjárlögum 40 milljónir, en til húsnæðis fyrir áfengisútsölu 55 milljónir. Efndir ráðamanna - vinnuþrælkun Ein aðalástæða vinnuþrælkunar hér á landi er sú, hve fólki reynist erfitt að eignast þak yfir höfuðið. Lág laun og háir vextir valda því að launafólk hefur varla efni á að komast yfir lágmarkshúsnæði. Húsnæðislöggjöfin tekur ekkert tillit til fjölskylduaðstæðna. Allir fá jafnhá lán, hvort sem þeir eru jafnhá lán, hvort sem þeir eru með stóra fjölskyldu eða litla. Samkvæmt nýju skattalögunum fá allir sama skattafslátt vegna öflunar íbúðarhúsnæðis, en að-i eins í fyrsta sinn. Barnafjöldi og þar með þörf fyrir stærra húsnæði hefur engin áhrif. Þeir sem hvorki geta né vilja leggja á sig þá vinnuþrælkun sem húsnæðis- baslinu er samfara, eða geta ekki - þrátt fyrir vinnu myrkra á milli - náð endum saman, eiga ekki í neitt hús að venda. Framboð á leiguhúsnæði er langt frá að full- nægja eftirspurn. Framlög til fé- lagsíegra íbúðabygginga og leigu- íbúða fara stöðugt lækkandi. Við mörgum fjölskyldum blasir ekki annað en upplausn. Fjármálaráðherra lofsyngur hárri raust þá öryggistilfinningu sem falli ungu fólki í skaut við það að eignast þak yl'ir höfuðið. Ja - sér er nú hvert öryggið! Hvað er að eiga þak yfir höfuðið? Blasir það ekki við ungu fólki í dag - sem er að koma sér upp þessu margrómaða þaki - að það verður alla ævina að greiða það, rjieð tilheyrandi vinnuþrælkun og streitu. Er þjóðfélagið börnum fjandsamlegt? Hvað geri ég ef barnið mitt verð- ur veikt og ég kemst ekki í vinn- una? Hvað gerist ef við sjálf I \LI*Y»LJHIJSIM Bandaríski trompetleikarinn Leo Smith og hljómsveit hans halda jazz-tónleika í Alþýðu- húsinu þriðjudaginn 31. mars kl. 21.00. Jazz-geggjarar, missum ekki af þessari uppákomu. Jazzklúbbur Akureyrar. H'ÍZZÍPr' ^^.rsveitamenn Akureyringar ^ og Lára boða t.i >óhan(na'dará Hóteí KEA 30. mars W. stórfund Lind Vilhjálmsdóttir Málefni fatlaðra: Anna, Und Árnadótt.r M Húsnæðismá in: Helg^ öskarsdóu.r DvesöctrnAliLt. 3 r.unncirsson ByF8undarstjóri: Arn. Gunn ^ velkomn-r.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.