Dagur - 21.04.1987, Page 12
12 - DAGUR - 21. apríl 1987
Nú er tækifærið að koma línunum í lag fyrir sumarið
Jazzdans mgL
- frá 7 ára aldrilj|j|
byrjendur og
framhald. Vi
Jazzleikfimi m
-fyrirkonur * \
byrjendur og framhaldm ’
Styrkjandi æfingar, VVk
teygjur og þrek.
Róleg leikfimi
- fyrir konur á V
öllum aldri byrjendur og jy
framhald. Styrkjandi
æfingar og þrek. f#
Aerobic Mf
- byrjendur og njj
framhald. Þrekþjálfun.
Nemendasýning verður að
loknu námskeiði.
Sturtur, sauna, te, kaffi.
Sólstofa - séraðstaða með
sturtum og sauna.
Nýjar perur í lömpum.
Mikið úrval af fallegum dans
og
leikfimifatnaði.
Tryggvabraut 22
Akureyri
(yhjmsstiidíó
Sími 24979---8
■
Ég kýs styrka stjórn sjávarútvegs
- uppistöðu útfIutningstekna
Ég kýs Framsókn!
Sigurður Bjarnason.
Ingunn St. Svavarsdóttir:
í átt að aukinni
sjálfsvirðingu
(Ávarp flutt á sameiginlegum
framboösfundi á Þórshöfn
7. apríl sl.)
Gott fólk.
Það er sagt að: Trúin flytji fjöll!
Ég trúi á íslenska dreifbýlis-
menn, engu síður en íslenska
þéttbýlismenn. Ég lít svo á að við
íslendingar séum allir jafn-rétt-
háir og tek ekki í mál að skipta
þjóðinni upp og stimpla rnann-
eskjur sem búa úti á landi sem
annars flokks manneskjur.
Þjóðarflokkurinn vill færa
valdið út til hinna dreifðu byggða
og með því að færa valdið í okkar
hendur, þá aukum við sjálfsvirð-
ingu okkar og drögum úr þeirri
auðmýkingarstefnu sem ríkt hef-
ur og er hvað bersýnilegust þegar
landsbyggðarmenn þurfa að
skríða fyrir embættismönnum í
Reykjavík til þess að fá peninga
úr ríkissjóði til hinna ýmsu nauð-
þurfta sem þeir hafa þó fyllilega
aflað tekna til. Þessi skrípaleikur
gengur þannig til í dag að pening-
arnir eru teknir suður og svo
þurfum við að fara suður og biðja
um að fá peningana til baka og
þar syðra láta menn það greini-
lega í ljós að hér sé um styrkveit-
ingar að ræða, styrki til hinna
veiku byggða úti á landi eins og
forstjóri Byggðastofnunar kýs að
orða það, þó hér sé ekki um að
ræða annað en þá peninga, sem
við höfum aflað!
Finnið þið ekki muninn á þessu
tvennu? Að fá sjálf að ráðstafa
því sem aflað er eða auðmýktina
sem fylgir því að þurfa sínkt og
heilagt að biðja um ölmusur sér
til handa!
Þjóðarflokkurinn vill að í
hverjum landshluta eða fylki
verði stofnaður banki, lands-
hlutabanki, og þar komi inn sá
gjaldeyrir, sem landshlutinn
aflar. Ef Norðurland yrði t.d. eitt
fylki, þá yrðu það Norðlendingar
sem yrðu að sjá sér farborða í
stóru og smáu, viö yrðum að
standa saman og vera ábyrg
gerða okkar.
Ég er sannfærð um að það
verður auðveldara fyrir okkur að
korna óskum okkar á framfæri
við ráðamenn fylkisins en emb-
ættismenn ríkisins, þó ekki sé
nema vegna þess að við höfum þá
innan seilingar. Dæmi um hversu
mikil fjarlægðin getur verið hér á
milli norðausturhornsins og suð-
vesturhornsins er, að þegar ég
hringdi suður í sjávarútvegsmála-
ráðuneytið í vonda veðrinu, sent
var hér um daginn og bað um að
fá að taka mér bíl með bílstjóra á
milli staða til námskeiðahalds var
mér svarað að bragði: „Heyrðu,
en því tekurðu ekki bara flugið?"
Þetta sýnir ótrúlega mikla van-
þekkingu á staðháttum.
Það hefur sjaldan verið talið
farsælt, þegar einn eyðir og annar
greiðir - svo hvers vegna ekki að
færa þetta á sömu hendi!
Ég er algjörlega frábitin þeirri
trú, sem virðist tröllríða öllu nú -
en hún er sú - að magn sé hið
sama og gæði, þ.e. að ef þú hafir
bara nógu mikið af hinu og þessu
þá séu gæðin tryggð. Þetta á ekki
síst við um þá umræðu, sem á sér
nú stað um litlu flokkana og stóru
flokkana, gömlu flokkana og
nýju flokkana. Sú villutrú, að
stór flokkur sé það sama og
gæðaflokkur hefur kannski beðið
hvað stærsta skipbrot nú. Nei -
ég hef trú á fjölbreytni - það er
hún sem gefur lífinu gildi. Það er
fjölbreytnin, sem er kryddið í til-
verunni. Ósköp yrði t.d. hjóna-
lífið snautt, ef við reyndum ekki
að krydda það með ýmiss konar
uppákomum! Sama má segja um
íslenskt þjóðlíf - það yrði harla
líflaust og umfram allt leiði-
gjarnt, ef allir væru steyptir í
sama mótið.
Þjóðarflokkurinn vill stuðla að
því að sérkenni hvers landshluta
fái að njóta sín, - að menn lagi
sig að aðstæðum á hverjum stað,
búi að sínu og fái notið sín til
fullnustu.
Fylkjafyrirkomulagið hefur í
för með sér stöðugleika, því það
eru heimamenn sem stjórna, en
ekki utanaðkomandi aðilar, sem
hafa framleiðnina eina að leiðar-
ljósi. Gott dæmi þar um er síldar-
ævintýrið á Raufarhöfn, sem
skildi byggðarlagið eftir í sárum,
þegar búið var að notfæra sér
það.
Við búum í einu mesta lýð-
ræðisríki heims og því er ég sann-
færð um að okkur mun takast að
rétta við það misvægi, sem orðið
hefur í byggðum landsins, þar
sem eitt svæði hefur verið ræktað
á kostnað hinna. Til þess að
friður ríki með þjóðinni þarf að
korna á jafnvægi milli borgar-
innar og sveitanna, þannig að
jafnt tillit sé tekið til allra þegna
þessa lands.
Tökum ábyrgðina á því bæði
að afla og ráðstafa fjármununum.
Aukum virðinguna fyrir okkur
sjálfum! Með samstilltu átaki
tekst okkur það!
Ég kýs Þjóðarflokkinn.
Höfundur er heilsugæslusálfræöin|>ur á
Knpaskeri; skipar 5. sæti á lista l’jóöar-
flokksins í Norðurlandskördænii eystra.
Legsteinar
'Umít ó.f.
Kársnesbraut 12
Kópavogi - sími 91-641072
Augiýsendur athugið
Útgáfudagar á næstunni eru sem hér segir:
22. apríl
miðvikudagur
síðasti vetrardagur
Skilafrestur auglýsinga
21. apríl kl. 12.00.
23. apríl
fimmtudagur
sumardagurinn fyrsti
Skilafrestur auglýsinga
22. apríl kl. 12.00.
24. apríl
föstudagur
Skilafrestur auglýsinga
22. apríl kl. 12.00.
Óskum að ráða
verkamenn
til bobbingaframleiðslu. Ákvæðisvinna. Mötuneyti á
staðnum. Upplýsingar hjá framleiðslustjóra bobb-
ingadeildar.
Vélsmiðjan Oddi hf.,
sími 21244.