Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 4
4 - b'Á'ÓUR -24. apríl 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Valið ætti að vera auðvelt leiðari._________________ Á morgun ganga íslending- ar að kjörborðinu og velja sér fólk til að stjórna þessu landi næstu fjögur árin. Aldrei fyrr hafa framboðs- listarnir verið jafnmargir og nú, og sjaldan ef nokkurn tímann hefur upplausnin í íslenskum stjórnmálum verið í líkingu við það sem við nú stöndum frammi fyrir. Það er þó ekki þar með sagt að ákvörðun þeirra, sem ganga að kjörborðinu á morgun sé erfiðari en áður. Þvert á móti eru ýmis þau teikn á lofti sem ættu að auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn. í sex kjördæmum lands- ins eru nú 8 framboðslistar í kjöri, 7 í einu kjördæmi og hvorki meira né minna en 9 framboðslistar í Norður- landskjördæmi eystra. Sum þessara framboða eru ný af nálinni og virðast ekki öll sprottin af hugsjónaástæð- um. Þannig virðist það vera næg ástæða fyrir stofnun stjórnmálaflokks í dag, að einum stjórnmálamanni finnist sér misboðið. Þá kemur ekki einungis fram nýr stjórnmálaflokkur, heldur skartar hann stefnu- skrá með „nýjum hugsjón- um“ þannig að engu er lík- ara að viðkomandi stjórn- málamaður hafi endurfæðst við myndun klofningsfram- boðsins. Nýjasta dæmið um slíkt stjórnmálaafl er Borg- araflokkur Alberts Guð- mundssonar. Vonandi láta ekki margir kjósendur glepjast að slíku sjónarspili. Þá eru margir þessara flokka svo smáir að allar lík- ur benda til þess að at- kvæði þeim greidd, falli dauð og ómerk. í samkeppninni um at- kvæðin freistast margir til að slá um sig með loforðum, sem í allt of mörgum tilfell- um reynast síðan innantóm þegar komið er að efndun- um. Kjósendur ættu því að vega og meta störf stjórn- málamannanna á því kjör- tímabili sem nú er á enda og dæma út frá þeim. Verk- in tala sínu máli og það mál skilja allir. Höfum það hugfast að núverandi stjórnarand- stöðuflokkar veigruðu sér við að takast á við verð- bólgudrauginn fyrir fjórum árum, enda var hann ófrýni- legur ásýndar. Höfum það hugfast að á meðan ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar hefur unnið frábært starf, hefur stjórn- arandstaðan helst unnið sér það til „afreka" að ala á svartsýni og efla óvinafagn- að. Með því hefur stjórnar- andstaðan dæmt sig úr leik og valið stendur því á milli stjórnarflokkanna tveggja. Augljóslega er Sjálfstæð- isflokkurinn í dag ekki það sameiningarafl sem hann hefur löngum talið sig vera. Þar ríkir sundrung og óánægja. Þá er ólíku saman að jafna störfum ráðherra Framsóknarflokksins í ríkis- stjórninni annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Að öllu þessu sam- anlögðu ætti valið að verða auðvelt: Framsóknarflokk- urinn á stuðning þinn skilinn. Settu x við B. HS./BB. úr hugskotinu____________ Sá á kvölina Þá er þetta nú loksins að bresta á. Þetta sem ávallt á sér stað ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti, stundum oftar. Þjóðinni er talin trú um það nokkur augnablik, að hún hafi eitthvað með stjórn eigin mála að gera, og vissulega gæti hún halt sitthvað til málanna að leggja. ef hún bara léti pólitíkusana lokka sig hugsunarlaust inn í dilkana sem þeir hafa afmark- að. Vitanlega gcrist þetta þó ekki. Því er nefnilega þannig varið, að menn eru ótrúlega ginkeyptir fyrir loforðaflaumn- um, engu síður en greipinu, og ekki síður fljótir að glcyrna öllu því sem lofað var síðast og svik- ið síðan. Líkur orðaforði Sú kosningabarátta sem nú er að renna sitt skeið hefur á ýms- an hátt verið mjög sérstök. Ber þar fyrst að nefna allan þann mikla fjölda lista sem í kjöri eru, mun meiri áherslu á pers- ónur einstakra frambjóðendti en verið hefur hin síðari ár, og síðast en ekki síst tilkomu allra hinna nýju fjölmiðla, einkuni á Ijósvakanum, og þá tilhneigingu til auglýsingaskrunrs sem farið er að einkenna kosningabarátt- una. Þetta auglýsingaskrum lýsir sér einkum og sér í lagi þannig. að manni virðist orðaforðinn sem flokkarnir nota í áróðri sín- um næsta líkur, og harla ein- hæfur. Þegar stefnuskrár hinna ýmsu framboða eru athugaðar og bornar saman, hefur maður það einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að allir hafi stolið ein- hverju frá öllum. Það er cins og auglýsingastofurnar hafi búið til handa flokkunum einhvern íslenskan meðaljón, sem einn flokkurinn vill að vísu hafa kvenkyns. Þessum meðaljóni er sagt að við séum á réttri leiö. og að honum verði bráðurn skilað til barnanna sinna sem búa muni við samfelldan skóladag og nóg af dagvistum, og svo hann geti stundað nám sitt óhræddur um að lánasjóöur fari á kúpuna, geti veitt sinn fisk laus við kvótaspillinguna. þegar svo aldurinn færist yfir. sem fyrirbyggjandi aðgerðir þær í heilbrigðismálum sem allir stefna að, geta ekki komið í veg fyrir, frekar en það að menn til að mynda lapparbrjóti sig á göngutúrum með hundinn sinn. eins og henti greinarhöfund. þá er mönnum boðið upp á áhyggju-'. laust ævikvöld með vasana fulla af lífeyri úr einum sjóði eða mörgum eftir atvikum. Það er einkennilega margt líkt með öllum loforðatlaumi þeim sem pólitíkusarnir demba yfir landslýð þessa dagana. og hinum lokkandi auglýsingum ferðaskrifstofanna sem dag hvern þekja heilar og hálfar síð- ur dagblaðanna. Þar má oft sjá gefið upp hlægilega lágt verð á ferð til einhvers girnilegs staðar, vanalega með stríðs- letri, og hjartað tekur kipp. en þá rekur maður allt í einu aug- un í örsmátt letur sem scgir að verðið miðist við hjón og tvö börn, vitaskuld þeirra. Hinir verða venjulega að láta sér lynda að greiða allt að tvöfalt. Pólitíkusarnir lofa með stríðs- letri og glansmyndum meiri kaupmætti og minni verðbólgu, en oft má finna smáletur með. þar sem þess er getið að skatta verði ekki hægt að lækka. eöa að ekki séu ö!I vandamál levst. hvernig þau skal leysa er ekkert sagt fyrr en eftir kosningar. Örlaganótt En þó svo að stórar kosninga- bombur hafi tilfinnanlega skort. og lítið hafi veriö um þaö að leiðtogar hafi borist á málefna- leg banaspjót, er ekki þar með sagt að allt hafi verið meö friði og spekt þessa síðustu daga. Þvert á móti höfum við oröiö vitni að miklum sjónleik, sem sumir kalla sjálfsagt drama, en aðrir líklega farsa með marg- ræðum siðfræðilegum boðskap. Sönnu nær væri þó að kalla þetta einn allsherjar fótbolta- Reynir Antonsson skrifar leik, þar sem öllum reglum hef- ur verið varpaö fyrir róða. og öll mörkin sem skoruð eru eru sjálfsmörk. Hvort íslenska þjóöin kann að meta slfka fótboítáléiki eður ei, skal hér ósagt látiö. Þaö. kemur væntanlega í Ijós ein- hvern tíma aðfaranótt fvrsta sunnudags í sumri, þegar taliii verður og flokkuð uppskeru hinnar pólitísku flóru. Hún er að þessu sinni í fjölskrúöugra lagi og litadýrð mikil, þannig að þó svo að ilniurinn sé ekki ósvipaður, mun valið verða erfitt, enda eru þáð forn og göð sannindi, að'sá á kvölina sem á 'völiria. Vísast munu margir velja sitt blóm meira áf htmda- hófi en ásetningi. hvaða afleiðingar svo sem þaö hefur. Og að loknum uppskerudegi kcmur örlaganótt. Dulúðugt vorhúmið mun vcfja örmum sínum öll húsin þar seni fólkið hópar sig fyrir framan skjáina með citthvað sterkara en malt. og fylgist með litríkum línurit- unum sem birta okkur örlög Ieiðtoganna sem ýmist munu verða inni eða úti. Og víða mun verða skammt milli gráts og gleði. vonar og örvæntingar. Þegar svo nýr dagur rís mun án efa einhver fá þær fréttir með morgunkaffinu. að hann sé orð- inn einn hinna útvöldu, en ann- ar í nýrri einsemd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.