Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 12
fMffi 9W/J, 12 - DAGUR - 24. apríl 1987 W, konuna og henti rósunum í Signu, áður en sölukonan náði að hrifsa þær úr fangi Isadora. Sígaunakonan starði þögul á blómin, þar sem þau flutu á ánni. Þegar henni varð aftur litið á dansmeyna, glóðu augu hennar af hatri. Hún sagði rólega: „Frú, þetta áttuð þér að láta ógert. Framvegis skuluð þér passa yður á tölunum 13, 25 og 27. í>ér eigið mikla peninga, ég á enga. En ég á svolítið sem þér munið aldrei eignast. Ég hefði getað óskað yður farsæls hjónabands, það komið þér aldrei til með að eign- ast. í staðinn munu sorg og dauði fylgja yður hér eftir. Megi bölvun fylgja yður héðan í frá.“ Hvaða ástæðu hafði fræg og dáð dansmær til að hafa áhyggjur af svona kjaftæði? Enga . . . a.m.k. ekki fyrr en ári síðar, sumarið 1913 þegar hún var aftur á ferð- inni eftir vinstri bakka Signu og yfir hana kom löngun til að kaupa blóm. Dæturnar og barn- fóstran voru líka með í þetta sinn og Isadora bað bílstjórann um að bíða. Bílstjórinn lenti á kjafta- törn við einhvern kunnugan á gangstéttinni og - eins og síðar kom í ljós - gleymdi að setja bíl- inn í handbremsu. Bílnum hafði vcrið lagt í halla og eftir smástund fór hann að síga af stað. Hvorki bílstjórinn né Isádora tóku eftir því sem var að gerast fyrr en það var orðiö of seint. Þá var bíllinn kominn fram á árbakkann og hann fór yfir handriðið sem þar var og út í ána, þar sem hann sökk strax. Öryggislæsingin í bílnum virk- aði 100%. Litlu stúlkurnar og barnfóstran áttu sér enga mögu- leika og voru löngu látnar þegar hjálpin barst. Bölvun sígaunakonunnar var orðin að raunveruleika. Harm- leikurinn hafði mikil áhrif á Isadora Duncan. Hún hélt sig frá sviðinu í heilt ár og þegar hún kom til baka var eins og mesti ljóminn yfir henni væri horfinn. Herbergisþernan hennar, Naomi Langbehn, sagði síðar: „Ég held að Isadora hafi aldrei gert sér grein fyrir hlutunum. í bölvuninni voru tölurnar 13, 25 og 27 greinilega nefndar. Dætur hennar létust 13. júlí 1913.“ Næsta áratuginn fór allt á verri veg fyrir Isadora Duncan. Hún fékk að vita hvað það var að sýna fyrir tómu húsi. Það beið hennar enginn að loknum sýningum og enginn sendi henni blóm. Hún var orðin 44 ára þegar hún hitti Isadora Duncan var heimsfræg, en dag einn lenti hún í útistöð- um við sígaunakonu og . . , leyndardómshjúp yfir einkalíf Isadora Duncan. Árið 1912 fékk Isadora eina æðstu ósk sína uppfyllta, sem sé þá að fá að dansa fyrir ensku konungshjónin, Georg V og Maríu. Það var heiðurssýning á veðhlaupabraut sem hafði gert Isadora Duncan að mest dáðu konu í Evrópu. Það var einmitt eftir þennan atburð sem bíltúrinn frægi eftir vinstri bakka Signu átti sér stað. J Dætur hennar voru með í bíln- um ásamt barnfóstrunni. Þær sátu í aftursætinu og var bíllinn útbúinn sérstökum öryggislæsing- um með tilliti til barnanna. Hún kom auga á sígaunakon- una, bað bílstjórann að stansa og valdi sér fallegan rósavönd. En þegar sígaunakonan nefndi verðið, varð Isadora Duncan snælduvitlaus. Henni þótti verðið allt of hátt og nýtti sér tækifærið til að sýna á sér verri hliðina. Hún átti það nefnilega til að vera eins hræðilega nísk og hún gat verið yfirmáta gjafmild. Hún húðskammaði sígauna- Rússann, Sergei Essenin. Hann var 15 árum yngri en hún, en þarna virtist vera um hina einu sönnu ást að ræða og hann bað hennar nánast strax. Isadora giftist honum, að því er virðist í örvæntingu yfir því að list hennar var ekki lengur orðin eins mikils virði og áður. Hún lét sig dreyma um gamla daga þegar hún var elskuð og dáð af öllum. Hennar æðsta ósk var að sá lími myndi renna upp aftur. Sergei Essenin var ekki ríkur maður. Hann var málari og þén- aði nokkuð sem slíkur en engan veginn nóg til að uppfylla kröfur konu sinnar. Auður Isadora Duncan var fyrir löngu að engu orðinn. En hún hélt áfram að strá um sig peningum og lifði hátt, eins og hún byggist við að hver dagur væri hennar síðasti. Sergei Essenin stóðst ekki þessar kröfur hennar og hallaði sér að flösk- unni. Isadora yfirgaf hann í París og fór í „villt“ ferðalög með öðrum mönnum, til Egyptalands, Grikk- lands og Ítalíu. iMjamr? Balletstjarnan, Isadora Duncan, fæddist fyrir einni öld. Hún náði heimsfrægð fyrir list sína og var dáð af sam- ferðamönnum. En eitt smáatvik varð til þess að kalla yfir hana bölvun sígauna - og sú bölvun var ekki til þess að gera grín að. Isadora Duncan stóð á hátindi leiðin lá niður í móti í átt að lífs síns og frægðar daginn sem hún bað bílstjórann sinn að nema staðar við blómabúð sígaunakon- unnar. Allur heimurinn lá við fætur þessarar frægu dansmeyjar. Það eitt að hún sýndi sig á svið- inu, framkallaði gífurleg fagnað- arlæti. Þjóðarleiðtogar og annað frægt fólk var meðal hennar mestu aðdáenda og hún sjálf gerði sér fyllilega grein fyrir hæfi- leikum sínum. Líka þennan dag, þegar hún var 34 - og stóð, án þess að vita það á krossgötum í lífinu. Krossgötum, þaðan sem endanlegri tortímingu. Það er hægt að spyrja sig þeirr- ar spurningar - og það hefur oft verið gert - hvort líf hennar hefði orðið annað, ef hún hefði ekki stoppað á vinstri bakka Signu þennan dag. Hefði Isadora Duncan þá sloppið við alla sorg- ina og biturleikann sem ein- kenndu síðustu ár ævi hennar? Það eru rúm 100 ár síðan Isadora Duncan fæddist. Hún er ein af þekktustu stjörnum ball- etsögunnar, og hún lifði lífi sínu undir stöðugu eftirliti fjölmiðla. Naomi Langbehn, herbergisþerna Isadora og eini trúnaðarvinur, var sannfærð um að bölvun sígaunakon- unnar var ástæðan fyrir öllum þrengingum Isadora. Það var því ekkert leyndarmál að hún eignaðist son í lausaleik árið 1905. Nokkuð sem hún gat leyft sér á tímum þegar slíkt leiddi yfirleitt til útskúfunar. Hún gaf aldrei upp nafn barns- föðurins. En nafnið sem hún gaf syni sínum - David Scallione Duncan - bendir óneitanlega á umboðsmann hennar sem var ítalskur, Giulio Scallione, og vann með henni árin 1902-1906. Isadora var fædd Bordelon, en í mars 1906 hitti hún ríkan Eng- lending, Robert Duncan, og gift- ist honum. Hann tók son hennar að sér, þannig að hann sendi hann í heimavistarskóla og seinna í fóstur til ungfrú Naomi Langbehn, sem var herbergis- þerna Isadora 1906. Á meðan annríki viðskiptalífs- ins hélt Duncan uppteknum í London og New York var Isadora á sýningarferðalagi um Evrópu og Bandankin að undan- skildum þeim tíma sem fór í að eiga dæturnar Rut (1907) og Söru (1910). Eitthvert vafamál kom upp í sambandi við faðerni Söru og í framhaldi af því skildi Dunc- an við hana og hvarf úr lífi hennar. Öfundsjúkir gagnrýnendur skrifuðu mikið um siðferði Isadora og töldu það álíka mikið og hjá flækingsketti. Það mun rétt vera að hún átti marga von- biðla og ekki var hún sínk á En hún fór vel með þetta og passaði sig á því að vera ekki í slagtogi með öðrum en þeim sem voru í æðri stéttum þjóðfélagsins og öruggt var að kæmu ekki af stað neinu hneyksli. Þessi staðreynd varpar Ertu hjátrúarfull(ur)? Ef ekki, þá verðurðu það eftir lest- ur þessarar greinar. Ungfrú Langbehn sagði síðar: >>Ég vann ekki lengur fyrir frú Duncan en ég var í sambandi við hana. Ég átti trúnað hennar, en hann áttu ekki aðrir. Ég fékk það á tilfinninguna að hún hefði áhuga á að fremja sjálfsmorð, en hana skorti hugrekki til þess. Eitt sinn - það var árið 1925 - sagði hún við mig að sig langaði að deyja. Hún var orðin leið á líf- inu.“ Það sama ár fór Sergei Essenin á hótelið sem þau Isadora eyddu hveitibrauðsdögunum. Þaðan skrifaði hann henni stutt bréf. - Ég hef elskað þig heitar en nokk- uð annað í heiminum. Ég held það ekki út að fá ekki að vera hjá þér. Þessa sörhu nótt hengdi Scrgei Essenin sig í nálægum garði. Isadora Duncan var i Feneyj- um þegar henni barst tilkvnning um lát hans. Viðbnigö hennar voru þau að hún nánast hvæsti eftiríarandi: - „Hvernig vogar hann sér? Hvílíkt hneyksli! Hvernig get ég nokkurn tíma litið framan í vini mína framar?" Allt benti til að hún hefði gleymt bölvuninni frá 1912, þar sem talan 13 hafði svo mikla þýð- ingu og nu hafði þýðing tölunnar 25 einni komið í ljós. Eftir var þá aðeins talan 27. . . Isadora Duncan hellti sér út í enn villtara lif en fyrr, í þeim til- gangi að flýja frá veruleikanum. Hún var orðin feit og var hætt að hugsa nokkuð um útlitið. Hún hafði einhvern glaumgosa hjá sér sem hún sagði að borgaði fyrir að fá að sofa hjá sér. Hún var orðin 47 ára, þegar hún fór í ferðalag til Nice árið 1927. Þar hitti hún ítala, Raffa- elo Ragghiani, sem var í kringum Hr. Duncan skildi við Isadora vegna framhjáhalds hennar. fertugt. 22. september 1927 fékk hún enn ein sorgartíðindin. Son- ur hennar, 22ja ára gamall, drukknaði í Grikklandi. Hún var örvingluð og Ragghini stakk upp á því nokkrum dögum seinna að þau færu í ökuferð í nýja sportbílnum hans. Hugsast gat að það yrði til þess að dreifa huga hennar. Það var svalt þenn- an dag og hún vafði löngum trefli um hálsinn. Síðan settist hún inn í opinn sportbílinn við hlið Ragg- hiani. Trefillinn blakti í gjólunni, en allt í einu náði annað afturdekk bílsins í hann. Höfuð Isadora Duncan sveigðist aftur á bak og hún hálsbrotnaði. Ragghiani flýtti sér á næsta sjúkrahús en hin fyrrum heimsþekkta dansmær var látin. Hafði látist samstundis, sögðu læknarnir. Isadora Duncan lést 27. sept- ember 1927. Mikilvægi talnanna sem sígaunakonan nefndi var að fullu komið í Ijós. Tilviljun? Kannski. En þeir eru margir sem hafa velt því fyrir sér hvernig ævi Isadora Duncan hefði orðið ef hún hefði ekki hent blómum síg- aunakonunnar í Signu. . . (Úr Familie Journal, þýtt: - ám.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.