Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 10
10- DAGUR-24. apríl 1987 Fréttamenn, tæknimenn og reiknimeistarar í kosningaútvarpinu á báðum rásum á kosninganótt. 14 tíma kosningaútvarp Á kosninganótt verður kosninga- útvarp á báðum rásum en með ólíkum hætti þó. Á Rás eitt verð- ur lögð áhersla á tölur og viðtöl við stjórnmálamenn, en inn á milli verður leikin tónlist og flutt skemmtiefni. Á Rás 2 verða lesn- ar tölur á hálftíma fresti, en þess á milli verður leikin tónlist. Kosningaútvarpið á Rás eitt hefst klukkan 22 á laugardags- kvöld. Þá verður greint frá kjör- sókn og undirbúningi talningar. Klukkan 23 hefst svo útvarp frá öllum talningarstöðum á landinu. Að venju verður útvarpað beint frá þessum stöðum: Austurbæj- arskóla í Reykjavík, Hafnarfirði, Borgarnesi, ísafirði, Sauðár- króki, Akureyri, Seyðisfirði og Selfossi. Fréttamenn og tækni- menn Útvarpsins verða á öllum þessum stöðum og greina jafn- harðan frá talningu og flutningi kjörgagna. Kosningaútvarpinu verður stjórnað úr talstofu 1 í Útvarpinu á Skúlagötu. Þar munu starfsmenn Reiknistofnun- ar Háskóla íslands setja allar töl- ur inn í tölvu Útvarpsins, sem reiknar út spár á grundvelli for- rita sem gerð hafa verið vegna nýju kosningalaganna. Porkell Helgason prófessor, sem á undanförnum árum hefur verið ráðgjafi vegna nýju kosningalag- anna og Guðmundur Guðmunds- son tölfræðingur skýra svo út tölurnar sem koma fram á tölvu- skjáunum. Á einum skjá verða upplýsingar og spá um úrslit í viðkomandi kjördæmi, á öðrum spá um heildarúrslit á landinu öllu, og á þeim þriðja verður spá miðuð við gömlu kosningalögin. Á skjáunum koma fram upplýs- ingar um fjölda talinna atkvæða, fjölda á kjörskrá og kjörsókn, atkvæði sem fallið hafa í hlut hvers flokks, hlutfallsskiptingu atkvæða, fjölda þingsæta hjá hverjurh flokki og hvernig þing- sæti skiptast samkvæmt nýju kosningalögunum. Tölva Út- varpsins, Digital Vax 11/750 verður nú notuð í annað sinn við kosningar. Hún er mjög afkasta- mikil og getur á augabragði kom- ið með þær upplýsingar sem reiknimeistarar biðja um. Eftir fyrstu tölur í Reykjavík verður talað við efstu menn á list- unum þar í sameiginlegri útsend- ingu Útvarps og Sjónvarps. Þeg- ar tölur fara svo að berast utan af landi munu fréttamenn þar eða fréttamenn í Reykjavík tala við frambjóðendur eftir því sem tilefni gefst. Þegar líður á nóttina verður aftur sameiginleg útsend- ing Útvarps og Sjónvarps þar sem talað verður við leiðtoga flokkanna um úrslitin eins og þau liggja þá fyrir. I Reykjavík og á Akureyri verða fréttamenn á ferð með litl- ar sendistöðvar á kosningavökum flokkanna, þannig að útvarps- hlustendur eiga þess kost að fylgjast með andrúmsloftinu á þessum stöðum og víðar þar sem fólk fylgist með kosningaútvarp- inu við leik eða störf. Klukkan átta á sunnudags- morgun hefst svo morgunútvarp á sunnudegi, en áfram verður haldið að útvarpa tölum, tónlist og viðtölum, því talningu verður varla lokið þá í öllum kjördæm- um og endanleg úrslit kosning- anna ekki enn ljós. Vegna mikils fjölda flokka og nýrra kosninga- laga getur óvissan um úrslitin verið ennþá meiri nú en oft áður, og það getur oltið á miklu hver fær síðustu 100 atkvæðin í síðasta kjördæminu. Klukkan níu og tíu verða svo fréttir og nýjustu tölur endurteknar, en klukkan 10.25 verður sérstakur þáttur á Rás eitt þar sem talað verður við gamla og reynda stjórnmálamenn um úrslitin eins og þau liggja þá fyrir. I hádegisútvarpi verður svo sagt frá úrslitum í þeim kjördæmum þar sem talningu verður lokið og í sérstökum þætti að loknum hádegisfréttum og tilkynningum verða viðtöl við reiknimeistara og stjórnmálaforingja um úrslit kosninganna. Stendur sá þáttur í einn og hálfan tíma. Eftir „kvöld- fréttir“ klukkan 19.00 verður enn sérstakur fréttaþáttur um úrslit kosninganna. Á Rás 2 verður að venju útvarpað alla nóttina og þar verða nýjustu tölur og tölvuspár lesnar á hálftíma fresti, en inn á milli verður leikin létt tónlist. Þá verður greint frá úrslitum í frétt- um á Rás 2 um morguninn en Vortónleikar A-, B- og C-blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri fara fram ■ A 17.00. Stjórnendur sveitanna eru þeir Atli Guðlaugsson og Roar Kvam. Hjómsveit skólans, sem úndirbúa nú þátttöku í landsmóti íslenskra skólalúðrasveita á Akrane aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.