Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 20
Gerið góða kvöldstund enn betri. Leikhústilboð Smiðjunnar. Rjómalöguð humar- og krabbasúpa bragðbætt með koníaki. Glóðarsteiktar lambalundir bornar fram með rjómasoðnum kartöflum. Kaffi og konfekt. Svartminkur og blárefur: - en fóðurkostnaður við minkinn er a.m.k. helmingi minni Frá því í fyrra hafa skinn af bláref lítið hækkað í verði, og ekkert ef hækkun kostnaðar er tekin í reikninginn. Hins vegar hafa skinn af svartminkshögn- um hækkað um nálega 100%. Verð á þessum tveimur skinna- tegundum er nú mjög svipað en fóðurkostnaður við refínn er að minnsta kosti helmingi meiri en kostnaðurinn við minkinn. Síðasta skinnauppboð fór fram í Kaupmannahöfn í marsmánuði og þá fengust að meðaltali á milli 1900 og 2000 krónur fyrir skinn af íslenskum bláref en verð fyrir svartmink var örlítið lægra. Á síðasta ári var verð á minka- skinnum innan við 1000 krónur og hefur því sem næst tvöfaldast en hækkun blárefsskinna hefur ekki gert meira en að fylgja hækkun kostnaðar. Sem dæmi um hækkun kostnaðar má nefna að fóðurverð hefur hækkað um 50%, úr 6 krónum í níu krónur kílóið. Kosninga- veðrið Það er allt útlit fyrir að Norð- lendingar fái hið ágætasta veður á kosningadaginn. Á Eyjafjarðar- svæðinu og austur úr er gert ráð fyrir sunnan- eða suðvestanátt og 5-7 stiga hita. Á vestanverðu Norðurlandi er það sama uppi á teningnum nema hvað gengið gæti á með skúrum. Veðrið ætti því ekki að hindra neinn í að komast að kjörborðinu. Á sunnudaginn ræður suðaust- an átt ríkjum og þá verður lík- lega örlítið hvassara. Hlutfall fóðurkostnaðar af skinnaverði er nú að minnsta kosti 70% hjá bláref en ekki meira en 35% hjá mink. Pá er búið að taka með í reikninginn betri nýtingu á fóðrinu hjá refnum. Bein afleiðing af verðþróun þessari er sú að kynblöndun blá- refs með silfurref og íslenskum ref hefur mjög færst í vöxt. Einnig hefur fjölgun loðdýrabúa einkum orðið í minkarækt. Að sögn Geirs A. Guðsteins- sonar hjá loðdýrabúinu á Böggv- isstöðum, hafa þeir að undan- förnu nær ekkert selt af lífdýrum í ref en sala á minkum verið mikil. ET Skátar á Akureyri fögnuðu sumri í gær með skrúðgöngu og skátamessu. Mikið fjölmenni var við athöfnina. Mynd: RÞB. Ný ógnun við íslenskan landbúnað? „Mjólkurvörur“ úr sojabaunum! Margir kannast við svokallaö sojakjöt, „kjötlíki“ sem eins og nafniö bendir til er unnið úr sojabaunum. I Kína og fleiri fjarlægum löndum er svoköll- uð „sojamjólk“ mjög mikilvæg neysluvara og jafnvel hafa sojabaunir verið kallaðar „kýr Kína“. Sá möguleiki er nú fyrir hendi að framleiða fleiri „mjólkurvörur“ , svo sem osta og jógúrt, úr sojabaunum og einhverri fítu. Heyrst hefur að Sól hf. og Smjörlíki hf. væru að fara út í framleiðslu af þessu tagi. Davíð Scheving Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna neit- aði þessu en sagði að möguleik- inn hefði verið skoðaður fyrir mörgum árum og ekki reynst heppilegur. Davíð sagðist hins vegar vita að íslenskir aðilar hefðu spurst fyrir í Hollandi um - íslenskir aðilar eru að skoða möguleikann sojamjólk“ með ýmis konar efni til framleiðslu á „sojajóg- úrt“. Það er því ekki ólíklegt að framleiðsla sem þessi eigi eftir að velgja íslenska mjólkuriðnaðin- um undir uggum. Þórarinn E. Sveinsson mjólk- ursamlagsstjóri KEA sagði menn vissulega kannast við þennan möguleika. Hægt er að fá mjög ódýrar sojabaunir keyptar og sú fita sem sennilega yrði notuð, smjörlíkisfita, er 7-12 sinnum ódýrari en mjólkurfita. Miðað við þetta og það verð sem er á landbúnaðarafurðum, sagði Þór- arinn ástæðu til að óttast þessa framleiðslu. Gunnar Finnlaugsson mjólkur- verkfræðingur hefur í tíu ár starf- að hjá þeirri deild Alfa Laval í Svíþjóð, sem vinnur að þróun á vinnslurásum úr sojabaunum. Gunnar sagði í samtali við Dag að þegar væru komin á markað tæki til framleiðslu og pökkunar bragðefnum. Slík tæki hafa eink- um verið seld til nokkurra Asíu- landa en ekki enn á Norðurlönd- um. Hjá fyrirtækinu er einnig verið að þróa tæki og aðferðir til framleiðslu á osti og jógúrt. Gunnar sagðist telja að „sojajóg-' úrt“ ætti mikla framtíð fyrir sér. í Svíþjóð er fáanlegur ostur úr sojabaunum sem kallast „Tofu“. í Japan er ársneysla ostsins um 15 kg á mann. Þessi ostur er að sögn Gunnars mjög frábrugðinn venju- legum osti en hann er vissulega hægt að þróa frekar. ET Skagafjörður: Botn fjarðarins girtur netum Það óhapp vildi til skömmu eftir hádegið í gær þegar skip- verjar á netabátnum Lundey frá Sauðárkróki voru að draga Seiðaeldi í Skagafirði: Orkustofnun kannar skilyrði Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Skagafírði sem Orkustofnun fyrirhugar að helja innan skamms beinast aðallega að svæði í Tungusveit í Lýtings- staðahreppi. Rannsóknirnar sem hér um ræðir miöast að öflun grunnþekkingar á þeim svæðum sem þykja best fallin frá náttúrunnar hendi til fískeldis, og er þá verið að tala um seiöaeldi. Er þess vænst að út úr þessum rannsóknum komi upplýsingar sem auð- velda þeim sem hug hafa á að koma upp seiðaeldisstöðvum tæknilegan undirbúning. Skagafjörðurinn var ásamt svæðum í Vestur-Skaftafellssýslu og í uppsveitum Árnes- og Rang- árvallasýslu tekinn fram yfir svæði í Suður-Þingeyjarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, í Borgarfjarðardölum og þrjú aðskild svæði á Vestfjörðum, sem verða að bíða betri tíma. í fjárlögum er ætlað til Skagafjarð- arverkefnisins 4,3 milljónum. Rannsóknirnar í Skagafirði munu eins og áður segir aðallega fara fram í Lýtingsstaðahreppi, en einnig ná til Seylu-, Akra-, Viðvíkur- og Hólahrepps. Ólafur Flóventsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun sem hefur yfirum- sjón með verkefninu, sagði að vitað sé um mjög mikið af heitu vatni á svæðinu í Tungusveit og aðalspursmálið væri um fersk- vatnsöflunina. Sagði hann rann- sóknirnar byggjást á kortlagn- ingu á heitum og köldum svæðum og í tengslum við fersk- vatnsöflunina umfangsmikla kortlagningu á sprungum. Þá yrðu gerðar viðnámsmælingar vegna leitar að jarðhita sem ekki sést -á yfirborði og efnasamsetn- ing ferskvatnsins könnuð, en hún er mjög mikilvæg gagnvart fiskeldi. Ólafur sagði að gert væri ráð fyrir að rannsóknunum muni ljúka á árinu, en sér sýndist það erfitt þar sem boranir, sem varið er til 1200 þúsundum og ekki er reiknað með að verði miklar, geti trúlega ekki hafist fyrr en undir haustið. Þeim muni því væntan- lega ljúka á næsta vetri. Verkefn- ið er kostað að 65% af ríkinu, 20 % af Orkustofnun og heimaaðil- um er gert að greiða 675 þúsund. Ólafur Flóventsson kvað Fjórð- ungssamband Norðurlands hafa fengið erindið fyrir nokkru og því falið að annast viðræður við heimaaðila og sjá um afgreiðslu málsins heima í héraði og er vænst svars til að rannsóknirnar geti hafist. -þá út undir Drangey að net flækt- ist í skrúfunni. Hvöss suðvest- anátt var og vont að athafna sig við netadráttinn. Vélbátur- inn Týr sem var skammt undan kom Lundey til aðstoðar og dró hana til hafnar á Sauðár- króki þar sem greiðlega gekk að hreinsa úr skrúfunni og komust bæði skipin því fljótt út aftur til að vitja um net sín. Það var kapphlaup hjá neta- bátunum við Skagafjörð að leggja netin þegar banninu létti eftir páskana. Svæðið undan flug- vellinum innan Hegranesstáar er algjörlega þakið netalögnum, þar er belgur við belg, en einnig eru bátarnir með lagnir út við Drang- ey og meðfram Skaga. Síðustu dagana fyrir bannið voru stærstu bátarnir að fá 4-5 tonn yfir daginn, en á þeim fáu dögum sem net hafa verið í sjó eftir páska er veiði sögð hafa verið fremur treg. Þorskveiðar á Skagafirði í vor eru þvíekkert í líkingu við það sem gerðist síðasta vor, en þá var mjög gott netafiskirí í firð- inum. -þá Skinnin á svipuðu verði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.