Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 15
24. apríl 1987 - DAGUR - 15 Hallfreður Örgumleiðason: Konur og kosningar Gleðilegt sumar lesendur vænir. A dagskránni í dag eru konur og kosningar. Ég vona að Gísli Jónsson reiðist mér ekki þótt ég noti þessa fyrirsögn en hann skrifaði einmitt bók sem bar þennan titil ef ég man rétt. En þegar maður ætlar að fjalla um konur og kosningar kemur vart annað til greina en að skíra greinina á þennan hátt. Ég hefði kannski átt að hafa undir- fyrirsögn, t.d. - hvort tveggja hefur sína galla, en eigi þýðir að gráta Björn bónda þegar hann er kominn á prent! Ef við snúum okkur fyrst að kosningunum, en ég held að þær séu flestum hugleiknari um þessar mundir, þá er engum dagblöðum um það að fletta að slagurinn er harður. Emjandi pólitíkusar grátbiðja lýðinn um miskunn og fyrirgefningu synda, lofa bót og betrun og blessa fjölskylduna, hornstein þjóðfélagsins. Ástandinu þarf varla að lýsa, það er engu líkara en stjórnmálamenn líti á fólkið sem leir, sem það getur mótað að vild með orðunum einum. Ég hef aldrei álitið kjósendur heimskari en annað fólk, kannski er ég á villigötum og ætti að haga orðum mínum var- lega þegar um fólk á kosninga- aldri er að ræða. Jafnvel tala öðrum tungum því aðgát skal höfð í nærveru sálar og ég trúi ekki öðru en að kjósendur hafi sál, þótt pólitíkusar lialdi annað. Konur hafa líka sál, það hef ég sannreynt, og eins virðast stjórnmálamenn hafa einhverja vitneskju um það því í návist kvenna reyna þeir að vera mannlegir og tala um mjúku málin. Gott dæmi er orðræða frjálshyggjupostula þegar hann reyndi að tala um uppeldismál. Hann sagði að auðvitað lenti uppeldið líka á föðurnum, hann þyrfti að keyra barnið á dag- heimili og sækja það einnig (þó það nú væri!) og þetta þótti honum mikið afrek. Parna léti karlmaðurinn dýrmætan tíma af hendi til að sinna barni sínu, tíma sem kostar peninga. Þessi armi maður var að sjálfsögðu í návist kvenna er hann hrein þessa vitleysu. Eftir á leit hann stoltur á konurnar og hefur sennilega búist við miklu hrósi en konur eru skynsamari en svo, reyndar langt frá þvf að vera óskynsamar. Konur eru kjósendur og kon- ur eru í framboði, rétt eins og karlmenn. Það hlýtur að vera ástæða fyrir þeim ógöngum sem konur hafa leiðst út í með stofn- un kvennaflokks en vonandi finnst lausn á því máli svo kynin geti sameinast á ný, í eina sæng. Málefni ættu að ráða afstöðu manna, ekki kyn. Sumar konur kjósa konur af því þær eru konur. Sumar konur kjósa menn af því þeir eru menn. Sumir menn kjósa menn af því þeir eru menn, en fáir menn kjósa konur af því þær eru konur. En eins og staðan hefur verið á undanförnum árum og fjandsamlegt þjóðfélag þenst út þá verður sífellt meiri þörf fyrir konur og skynsemi þeirra. Það ættu þeir að muna og taka til sín sem hafa vanrækt konurnar. En niðurstaða mín er sú að konur hafa sál og kjósendur hafa einn- ig sál og það er tími til kominn að farið verði með þessa þjóð- félagshópa eins og vitibornar manneskjur en ekki villuráfandi sauði. Listadagar MA settir í gær - fjölbreytt dagskrá til 4. maí Listadagar Menntaskólans á Akureyri voru settir í Möðru- vallakjallara í gærkvöld. Nemendur skólans lásu úr verkum sínum og léku klass- íska tónlist en einnig var opnuð Ijósmyndasýning fram- haldsskólanna, Ljósbrot, og Ijósmyndasýning FÁLMA. Listadagar MA standa til mánudagsins 4. maí. Lista- dagar MA hafa fyrir löngu áunnið sér fastan sess í listalífl bæjarins enda eru þeir öllum opnir og dagskráin ævinlega hin girnilegasta eins og sjá má hér á eftir. Mánudagur 27. apríl kl. 20.00. Bókmenntakynning á vegum BÓMA. Steinunn Sigurðardóttir les úr verkum sínum (Tímaþjófurinn). Kaffihlaðborð 3. bekkjar. Þriðjudagur 28. apríl kl. 17.00. Kvikmyndasýning á vegum KVIKMA í M2. Sýnd verður franska myndin „Le Bocher". Sýn- ing á myndvefnaði nokkurra nemenda skólans verður opnuð á Möðruvöllum. Miðvikudagur 29. aprfl kl. 20.30. Frumsýning LMA á ærslaleiknum „Bubbi kóngur" eftir Alfred Jerry. Leikstjóri er Einar Jón Briem. Sýnt veröur í Samkomuhúsinu (leikhús- inu). Kl. 21.00. Jazztónleikar á vegum TÓMA í Möðruvallakjallara. Tríó GEYT leikur. Hljómsveitina sipa Gunn- laugur Briem trommur, Eyþór Gunnarsson píanó og Tómas R. Einarsson bassi. Sérstakur gestur með_ hljómsveitinni er Stefán S. Stefánsson saxófónleikari. Leikinn verður bæði gamall og hefðbundinn jazz og einnig nýtt og frumsamið efni. Fimmtudagur 30. aprfl kl.20.00. Viðarstaukur. Kl. 20.00. Tónlistarhátíð Menntaskólans. Uppákoma sem enginn má missa af. Sunnudagur 3. maí kl. 20.30. Önnur sýning á leikritinu „Bubbi kóngur" í Samkomuhúsinu. Mánudagur 4. maí kl. 17.00. Kvikmyndasýning á vegum KVIKMA í Borgarbíói. Sýnd verð- ur myndin „Birdy“. Leikstjóri er Alan Parker (hann leikstýrði m.a. „The Wall“ og „Midnight Express1'). Kl. 20.30. Kvöldvaka í Möðruvallakjallara. Úrslit í verðlaunasamkeppni lista- daga kynnt. Verðlaunaverk lesin, skoðuð og spiluð, auk annarra skemmtiatriða. Listadögum slitið. Gunnar Kvaran. Martin Berkofsky. Gunnar Kvaran og Martin Berkofsky á Akureyri Gunnar Kvaran sellóleikari og Martin Berkofsky píanóleikari halda tónleika á Akureyri sunnu- daginn 26. apríl og fara tón- leikarnir fram í sal Tónlistarskól- ans, Hafnarstræti 81, kl. 20.30. Á efnisskránni verða 3 verk eftir Beethoven, sem eru tilbrigði við þekkt og vinsæl lög, bæði úr Judas Maccabeus eftir Hándel og Töfraflautunni eftir Mozart. Verkin einkennast af léttleika gáska og fegurð. Gunnar og Martin fluttu þessa efnisskrá nýverið í Norræna hús- inu við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Þessir ágætu tónlistarmenn hafa leikið á tónleikum á Akur- eyri og eru áheyrendum að góðu kunnir, en þetta eru þeirra fyrstu sameiginlegu tónleikar þar. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni heldur aðalhmd mánudaginn 27. apríl kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu 4. hæð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Notum kosningaréttinn tilað auka áhrif landsbyggðarinnar FRAMSOKNARFLOKKURINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.