Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 9
mm wm 24. apríl 1987- DAGUR-9 ! í I mu Um _af erlendum vettvangi. Strengir í vöðvum Næsti dagur er verstur nema það sé sá þarnæsti. Þúsundir ör- smárra drýsildjöfla keppast við að höggva og saga í vöðva, sem maður vissi ekki einu sinni að væru til. Sérhver hreyfing er víti. Á venjulegu máli heita þetta strengir. Eins og bræður þeirra, timbur- mennirnir, koma strengirnir ekki strax í ljós heldur fyrst nokkru seinna, þegar líkaminn tilkynnir okkur að hann sé ekki ánægður með það sem við gerðum honum. Timburmennina er þó yfirleitt létt að yfirvinna. Kryddsíld, egg og beikon eða verkjalyf reka þá á flótta. Um kvöldið getur maður svo aftur klifrað upp á gamla, góða barstólinn. En harðsperrurnar standa lengur yfir, þegar þær eru einu sinni komnar, stundum allt að viku. Enn hefur ekkert ráð fund- ist til að bæta úr þeim fyrr, og ekkert virðist vera í sjónmáli. Einu sárabótin fyrir Meðaljóninn er að jafnvel vel þjálfaðir Jónpál- ar eru ekki óhultir. Prófessor Dieter Böning lýsir einkennunum þannig: „Vöðvarn- ir eru stífir, harðir og undarlega kraftlausir, aumir við hreyfingu og líka ef komið er við þá.“ Árum saman hefur læknirinn rannsakað orsakir harðsperra. Börnum er kennt í líffræði að vöðvarnir breyti orku úr fæðunni (eggjahvítu, sykri eða sterkju) í hreyfiorku. Þegar vöðvar vinna, og það gera þeir án afláts, meira að segja í svefni, framleiða þeir mjólkursýru. Við mjög mikla áreynslu framleiða þeir meira af henni en þeir geta brotið niður. Samkvæmt gömlu kenningunni orsakar það strengina. „Allt eru þetta getgátur, sem aldrei sönnuðust," segir Dieter Böning, „og í dag er það talið mjög ósennilegt." Þess vegna Iít- ur svo út að íþróttakennarar og læknar hafi í áraraðir mælt með rangri meðferð til að bæta úr harðsperrum, þ.e. heit böð, nudd, hreyfingu og jafnvel endurteknar æfingar. En strengirnir eru ekki mjólkursýrunni að kenna heldur örlitlum rifum sem myndast í vöðvaþráðunum. Böning og fleiri lækna hefur lengi grunað þetta en ekki getað sannað það. En nú hefur sænskum vísindamönnum tekist það. Þeir skoðuðu vöðva- Of miklar æfingar eru jafn slæmar fyrir líkamann og of mikið vín er fyrir höfuðið. Daginn eftir koma eftirköstin. Læknar töldu heita sturtu vera allra meina bót en nú vita menn betur. vefi sem orðið höfðu fyrir miklu álagi í rafeindasmásjá og sáu þá rifur í vöðvaþráðunum. Prófessor Böning hrekur líka mjókursýrukenninguna með öðru dæmi: „Flestir kannast við það að hafa fengið harðsperrur eftir fjallgöngu þegar þyngd líkam- ans vegur stöðugt á vöðv- unum.“ Þessir vöðvar sem líka erunotaðirvið snúningshrey fingar og til að stöðva eftir stökk, eru einmitt þeir vöðvar sem fólk fær oftast harðasperrur í, jafnvel þó að þeir framleiði mjög litla mjólkursýru. Fyrstu tilraunina með harð- sperrur framkvæmdi skandinav- íski lífeðlisfræðingurinn As- mundsen strax árið 1956. Hann lét tilraunahóp stíga stanslaust með annan fótinn upp á stól og hinn niður af stólnum, þar til fólkið var gjörsamlega uppgefið. Það þreyttist fyrr í fætinum sem stigið var upp á stólinn, en dag- inn eftir voru allir með strengi í fætinum sem stigið var niður af stólnum. „Ef mjólkursýran hefði verið orsökin, hefði þetta lýst sér þveröfugt,“ segir prófessor Böning. Strengirnir koma alltaf eftir á vegna þess að taugaendarnir liggja utan vöðvanna í band- vefnum. Boðin um að vöðvinn hafi orðið fyrir smáskemmdum ná þess vegna ekki strax til tauga- endanna. En hvað á að gera þegar skað- inn er skeður og manni finnst glóandi tengur kiípa sig alls staðar? Bíða og drekka te, það er allt og sumt. Prófessor Böning segir að innan sex daga grói þess- ar rifur fullkomlega. „En þegar maður finnur fyrir harðsperrum er augljóst að lítið er hægt að gera til að hafa áhrif á batann." Læknar ráðleggja hvíld og hita. Þá hreyfingu, sem strengirnir or- sökuðust af, á að forðast í nokkra daga. Það hefur sýnt sig að nudd hefur engin áhrif. Það besta er sem sagt fyrir- byggjandi aðgerðir. Þeir sem eru að byrja að æfa íþróttir eiga að byrja mjög varlega og auka álag á vöðvana smátt og smátt. Þeim sem stunda keppnisíþróttir og komast ekki hjá miklu álagi er ráðlagt að halda sér vel heitum. (Stern 8/87 - Þýð. áí.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.