Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. maí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRl: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.______________________________ Viðbrögð við jarðskjálftum Jarðskjálftarnir á Suðurlandi í vikunni minntu landsmenn óþyrmilega á það að þeir búa í landi þar sem enn er mikil eldvirkni og umbrot í iðrum jarðar vegna landreks. I kjöl- farið komu svo margir skjálftar í Þingeyjar- sýslu við Húsavík, en talið er að reikna megi með skjálftum þar á svokallaðri Húsavíkur- sprungu á um 100 ára fresti. Samkvæmt þeim kenningum var kominn tími á Húsavíkurskjálfta, þar sem liðin eru vel yfir 100 ár frá því þar urðu jarðskjálftar. Nú er ekki talið að skjálftarnir á Suður- landsundirlendi séu fyrirboði Suðurlands- skjálftans svokallaða, en búist er við miklum hamförum þegar sú mikla spenna í jarð- skorpunni losnar úr læðingi sem valda mun honum. Þegar þar að kemur má jafnvel reikna með skemmdum á mannvirkjum. Ekki er óeðlilegt að jarðskjálftar valdi þeim sem þá upplifa nokkrum ugg. Hamfarir af völdum jarðskjálfta eru ekki óþekkt fyrir- brigði erlendis og hér á landi þekkja menn dæmi um skemmdir af þeirra völdum. Þekk- ing á jarðeðlisfræði gefur ótvíræða vísbend- ingu um að búast megi við áframhaldandi hræringum. Almannavarnir ríkisins hafa gert áætlanir um viðbrögð við jarðskjálftum og í síma- skránni, bók sem til er á öllum heimilum í landinu, er að finna leiðbeiningar um það hvernig bregðast skuli við. Aldrei verður þó nægjanlega unnið að fyrirbyggjandi aðgerð- um og því að hafa tiltæka neyðaráætlun, sem hægt er að taka í gagnið í skyndi. Aldrei er fyllilega hægt að sjá fyrir afleiðingar mikilla jarðskjálfta. Samgöngu- leiðir geta auðveldlega eyðilagst, símakerfi brugðist, svo eitthvað sé nefnt. Því er mikið í húfi að tiltækar séu nokkrar leiðir til að bregðast við með skjótum hætti. Almannavarnir ríkisins hafa unnið gott starf, að því er best er vitað, og mikilvægt er að þjálfaðar björgunarsveitir heimamanna séu fyrir hendi. Það er ekki síst mikilvægt þar sem landshlutar geta einangrast um lengri eða skemmri tíma. Því verður aldrei lögð of mikil áhersla á það mikla og fórnfúsa starf sem björgunarsveitir heimamanna vinna. HS Feröaþjónusta í Melgerði Fyrir um ári var stofnað hluta- félagið Aldan hf. innan hrepp- anna sunnan Akureyrar. í félaginu eru 55 hluthafar og 1. sejptember síðastliðinn tók fyrirtækið jörðina Melgerði í Eyjafirði á leigu með húsum, annað en það sem hestamenn hafa og þar á að reka ferða- þjónustu. Jónas Vigfússon í Litla-Dal er stjórnarformaður í Öldu. Dagur hafði samband við Jónas og fékk hjá honum upplýsingar um þennan rekstur. „Það verða þarna tvær mann- eskjur í fullu starfi og eitthvað fleira starfsfólk. Við ætlum að vera með hestaleigu og umboðs- sölu með hross. Það verður hægt Tónlistarskóla Austur-Hún- vetninga var slitið fyrir skömmu. Aldrei hafa nemend- ur verið jafn margir og í vetur og aldrei hafa verið tekin jafn mörg stigapróf frá skólanum. Nemendur við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga síðasta starfsár voru 118 og er það tals- verð fjölgun frá fyrra ári. Að sögn Jóhanns Gunnars Halldórs- sonar skólastjóra virðist áhugi á tónlistarnámi fara árvaxandi og sagði hann að sér fyndist sérlega - Rekin af Úldunni h.f að koma í Melgerði með hross og verðleggja þau eða óska eftir til- boði í þau og þarna fer síðan fram kaup og sala á hrossum. Hestunum verður haldið í þjálf- un og þeir sýndir þegar kaupend- ur koma.“ Sagði Jónas að tjaldsvæði yrði í Melgerði og stefnt væri að því að vera með gistiaðstöðu. „Þaö verður a.m.k. svefnpokapláss í íbúðarhúsinu og síðan er mikill áhugi fyrir að byggja svefnskála. En yið vitum ekki ennþá hvernig gengur með að fjármagna það í sumar.“ Sagði Jónas að áhugi væri fyrir að selja veiðileyfi og verið væri að semja um það, en hann reikn- aði með að bað yrði hægt á næsta ánægjulegt hvað aukist hefði að fullorðnir sæktu í nám við skólann. Alls tóku 25 nemendur stigapróf við skólann í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Kennsla á vegum skólans fer fram á þrem stöðum, á Skagaströnd, Blöndu- ósi og í Húnavallaskóla. Á öllum stöðunum voru haldnir vortón- leikar nemenda í lok kennslu- tímabilsins og á tónleikana sem haldnir voru á Blönduósi mættu það margir að við lá að húsnæði skólans reyndist of lítið. G.Kr. ári. „Það er stefnt að því í fram- tíðinni að þetta verði alhliða úti- vistarsvæði. Við ætlum að opna um miðjan júní eða í seinasta lagi fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Melgerðismelum sem er síðustu helgina í júní.“ -HJS Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Fram- kvæmdir hafnar Síðastliðinn fímmtudag tók sr. Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur á Akureyri fyrstu skóflustunguna að nýju safn- aðarheimili við Akureyrar-» kirkju. Safnaðarheimilið mun rísa suðaustan við kirkjuna og verður samtengt kapellunni. Að sögn Árna Jóhannessonar, formanns byggingarnefndar safn- aðarheimilisins, eru um tvö ár síðan farið var að vinna að hug- myndum um húsið. Nokkrar hug- myndir komu fram um hvar húsið ætti að rísa en niðurstaðan varð síðan að byggja á þessum stað. Húsið verður allt niðurgrafið, með gluggum út úr brekkunni sunnan kirkjunnar. Stærð hússins er rúmlega 700 fermetrar og kostnaður við fyrsta áfanga áætl- aður um 20 milljónir. Heildar- kostnaður við húsið fullbúið gæti orðið um 30 milljónir. Áætlað er að í fyrsta áfanga verði húsið frágengið að utan og ættu verk- lok að vera í september í haust. í húsinu verður aðstaða fyrir sókn- arpresta og aðra starfsmenn kirkjunnar og tæplega 200 fer- metra samkomusalur sem hann- aður er með það fyrir augum að þar sé t.d. hægt að halda minni tónleika og leigja hann út til veislna. Einnig eru í húsinu geymslur og snyrtingar auk aðstöðu fyrir kirkjukór. Hönnuð- ur hússins er Teiknistofa Hauks Haraldssonar og byggingaraðili við fyrsta áfanga er Norðurverk hf. JÓH Austur-Húnavatnssýsla: Tónlistarskólanum slitið § Helgar- innkaup Talsverðar umræður hafa spunnist meðal Akureyringa ( framhaldi af hugmyndum bæjarstjórnar um að gefa opnunartíma verslana á Akureyri frjálsan. Þar með væri heimilt að hafa verslanir opnar á laugardögum og sunnudögum, væntanlega f því skynl að auka þjónustuna við bæjarbúa og þá sem heimsækja Akureyri. Allt er þetta svo sem gott og blessað. Þó hefur verið á það bent að slíkt verði aldrei framkvæmanlegt nema með fullu samþykki verslunar- fólksins sjálfs, því varla getur nokkur farið að skikka það til að vinna lon og don allar helgar. Þótt slík vinna gæfi eflaust talsvert í aðra hönd er ekki víst að það mæltist vel fyrir meðal verslunarmanna þegar til lengri tíma er litið. • Allt opið Sumir hafa einnig velt því fyr- ir sér hvers vegna verslunar- fólk er tekið út úr í þessu sambandi. Það er jú ein- göngu talað um að lengja opnunartíma verslana. Ef raunverulega á að auka þjón- ustuna í bænum, er þá ekki rétt að ganga hreint til verks: Hafa bankana opna um helg- ar, bæjarfógetaskrifstofurnar og auðvitað bæjarskrifstof- una sjálfa, heilsugæslustöð- ina, tannlæknastofurnar og svo mætti lengi tetja? Auðvit- að ætti þetta allt að vera gal- opið um helgar, eða hvað? Það eina sem mælir á móti því er sú staðreynd að með slíkum aðgerðum værum við e.t.v. að fara í öfuga átt við nágrannaþjóðir okkar. Þær eru alltaf að reyna að stytta vinnuvikuna en við stefnum að því að lengja hana. En vilj- um við ekki helst vera örlítið öðruvísi en aðrir...?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.