Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 6
\* - ÉCDAÖ - Töes mu .TS 6 - DAGUR - 27. maí 1987 „Öi}^ismál hafa verið feimnisn# - segir Þorvaldur Axelsson skipstjóri og skólastjóri á Sæbjörgu í opinskáu viðtali um öryggismál sjómanna og rannsókn sjóslysa Þorvaldur Axelsson, skipsstjóri og skólastjóri. Eins og Akureyringar eflaust flestir hafa séð þá er þar nú stödd Sæbjörg, skólaskip Slysavarnafélags Islands. Skip- ið kom til Akureyrar síðastlið- inn föstudag í tengslum við aðalfund SVFÍ sem haldinn var að Hrafnagili um helgina en einnig og ekki síður vegna þess að í gær hófust námskeið í öryggismálum fyrir sjómenn. Þetta er laglegasta skip, dökkblár skrokkurinn og hvít yfirbygging, en yfirbragð þess er ef til vill nokkuð gamaldags. Þetta skip á sér hins vegar merki- lega sögu því áður en SVFÍ eign- aðist það 14. október 1985 hét það Þór og var varðskip. Raunar er þetta eina skipið sem tekið hefur þátt í öllum „stríðum" íslendinga, en það var smíðað í Danmörku árið 1951. Þetta er sennilega iíka eina íslenska skip- ið sem hefur verið borgað út í hönd en það var keypt á 1000 krónur af Landhelgisgæslunni. Fékk breska freigátu inn í brúna Skipstjóri á Sæbjörgu er Þorvald- ur Axelsson, en hann var einnig skipherra á Þór í síðasta þorska- stríðinu sem hófst 1976. Þorvald- ur hefur verið í áhöfnum allra íslensku varðskipanna og eins og gamli Þór hefur hann tekið þátt í öllum stríðum íslendinga, barátt- unni um þorskinn. „Þetta skip á sér langa og far- sæla sögu. Ég man aldrei eftir að hér hafi orðið alvarleg slys á mönnum en hins vegar hefur það sennilega bjargað hundruðum skipa til hafnar og líklega ein- hverjum þúsundum manna úr vandræðum eða háska. Það er þó ekki laust við að það hafi lent í ýmsu,“ segir Þorvaldur og rifjar það upp þegar hann fékk eitt sinn breska freigátu inn í brúna til sín. „Það er óhætt að segja að skipið var talsvert minna eftir stríðið en þegar ég tók við því. Við töpuðum mörgum orr- ustum en við unnum stríðið". Auk þess að vera skipstjóri á Sæbjörgu, er Þorvaldur deildar- stjóri í Slysavarnaskóla sjó- manna, sem SVFÍ rekur um borð í skipinu. Það er því ekki úr vegi að ræða við Þorvald um nám- skeiðið og ekki síður, almennt um öryggismál íslenskra sjó- manna. Hver og einn þarf að geta bjargað sjáifum sér „Síðan SVFÍ eignaðist skipið hafa þar verið haldin rnörg nám- skeið. Skipið lá þá í Reykjavík- urhöfn, fljótandi skóli, en með þessum ferðum, fyrst til Vest- mannaeyja og síðan til Akureyr- ar, er það orðið fljótandi far- skóli. Hvort skipið verður áfram fljótandi farskóli fer eftir því hvort félagið hefur fjármagn til rekstursins, en skóli verður það áfram.“ - Var þá verið að breyta skip- inu meðan það lá í Reykjavíkur- höfn? „Já og það var nú ekki byrjað stórt. Við byrjuðum tveir með lánskúbein að rífa íbúðir yfir- manna miðskips þar sem nú er kennslusalur,“ segir Þorvaldur og leiðir blaðamenn síðan niður í vel búna skólastofuna. „Það verður að koma skýrt fram að þetta er námskeið fyrir alla sem á sjó eru, ekki bara yfir- menn, því að þegar til þess kem- ur þá þarf hver og einn að geta bjargað sjálfum sér. Yfir- mennirnir geta fallið frá, og hver á þá að taka við?“ segir Þorvald- ur. Vantar aðstöðu til að æfa brunavarnir og slökkvistarf „Við leggjum þeim sem nám- skeiðin sækja allt til, þeim að kostnaðarlausu. Þar á meðal möppur með mjög góðu kennslu- efni að mínu mati. Við mælumst að vísu til þess að menn hafi með sér inniskó og blýant, en önnur áhöld og búninga höfum við hér um borð. Það er að vísu eitt sem bráðvantar og það er aðstaða til að kenna og æfa brunavarnir og slökkvistarf. Slík aðstaða er nær engin fyrir hendi en auk þess sem hún er mjög mikilvæg fyrir örygg- isskólann þá myndi hún nýtast slökkviliðum og öðrum starfs- hópum um land allt. Rammi þessara námskeiða er staðlaður samkvæmt kröfum Alþjóða siglingamálastofnunar- innar. Þeirra umboðsaðili hér- lendis er Siglingamálastofnun ríkisins og hún hefur viðurkennt þessi námskeið sem ígildi þess sem kennt er erlendis og er víða krafist ef menn ætla að starfa sem sjómenn, farmenn eða á olíu- borpöllum," segir Þorvaldur. En það er ekki nóg að fræðast af bókum einum. Á námskeiðun- um er einnig verkleg þjálfun í ótal atriðum svo sem skyndi- hjálp, meðferð við ofkælingu, notkun gúmmíbjörgunarbáta, neyðarmerkja og flotbúninga, björgun með þyrlu, eldvarnir, reykköfun og mörgu öðru. Til þess að vera fær um að halda slík námskeið hefur Þorvaldur, til viðbótar við áratuga reynslu sem sjómaður, aflað sér sérþjálfunar víða erlendis, hjá breska og danska flotanum og í bandarísku strandgæslunni, svo eitthvað sé nefnt. Við siglum á undanþágum íslendingar eru að sögn Þorvald- ar aðilar að svokölluðum „Torre- molinos-samþykktum" um fiski- skip, en um farskip gilda svokall- aðar STCW-reglur. „En hvað er farskip og hvað er fiskiskip? Er skip sem veiðir hluta af afla sínum, en tekur síð- an afla af öðru skipi, farskip? Þarna er um túlkunaratriði að ræða og hvað þá með reglurnar. STCW-reglurnar kveða á um það að hver einasti maður um borð skuli hafa hlotið tilskilda grund- vallar menntun í öryggismálum og hafi pappír upp á það. Ef ein- hver úr áhöfninni uppfyllir þetta ekki þá á að stoppa skipið af og það á ekki að fá að láta úr höfn fyrr en úr hefur verið bætt. Þá verður hins vegar brotið blað í siglingasögu íslendinga þegar okkur er ekki lengur treyst til að sigla yfir pollinn án erlendrar íhlutunar. Við siglum nú á undanþágum og það er langur vegur frá því að við uppfyllum þessi skilyrði en við erum að vinna að því og höfum frest í tvö ár til viðbótar. Viðburður ef æfingar eru haldnar Það er líka verið að breyta örygg- isbúnaði íslenskra skipa. Eg nefni þar tilkomu flotbúning- anna. Islensk skip eru að verða mjög vel búin björgunartækjum. Tækjum hefur verið hrúgað um borð í skipin en menn hafa ekki lært á þau. Samkvæmt lögum skulu æfing- ar vera um borð í skipum mánað- arlega, eða innan sólarhrings frá því að lagt er úr höfn ef skipt er um meira en fjórðung áhafnar. Þetta hefur ekki verið haldið. Það er nánast viðburður ef æfing- ar eru haldnar um borð í íslensku skipi. Nú hefur Siglingamála- stofnun hins vegar ákveðið að þessum reglum skuli fylgt frá og með 1. júlí og öðrum kosti fái skip ekki haffærniskírteini." - Hverjir eiga að halda þessar æfingar? „Það eru yfirmenn skipanna. Það er skylda yfirmanna að kunna þessi atriði og geta kennt þau, og réttur undirmanna að fá fræðslu. Yfirmenn eiga að fá sína fræðslu í Stýrimannaskólanum eða vélskólunum en það verður að viðurkennast að svo hefur ekki verið sem skyldi,“ segir Þor- valdur og sýnir blaðamanni bréf frá nemendum Vélskóla íslands þar sem þeir fara sérstaklega fram á það að fá námskeið um borð í Sæbjörgu næsta haust. Svo bruna skip niður á hafsbotn og enginn segir múkk - En hvernig er öryggismálum sjómanna háttað? „Það eru gerðar miklar kröfur til flugmanna og flugliða og þeim gert að sýna kunnáttu sína reglu- lega. Það er ekki gert hjá sjó- mönnum. Af hverju? Ef það verður árekstur hér uppi á horni þá fer fram tafarlaus vettvangs- rannsókn og lögreglan er kvödd á staðinn til að rannsaka hvað olli þessum voðalega atburði að það skuli kannski hafa eyðilagst hurð eða bretti. Ef nærri liggur að flugslys verði þá er það bara orð- ið alþjóðlegt mál. Svo bruna hér skip niður á hafsbotn með allri áhöfn og enginn segir múkk. Við getum tekið eitt dæmi enn sem er sá iðnaður sem er hvað yngstur, olíuiðnaðurinn. Það fer enginn um borð í borpall til þess eins að skúra gólf, án þess að fá hálfs mánaðar þjálfun, og þar eru æfingar vikulega. Olíuiðnaðurinn er ekki byggður upp á mannkær- leika heldur hagnaðarvon." Hærri slysatíðni en í Víetnamstríðinu - Af hverju er þetta svona? „íslendingar eru rétt að byrja að ranka við sér með það að þetta er þekking sem skilar ágóða. Ef við tökum peninga- hliðina þá kostar eitt rúm á gjör- Sæbjörg, skólaskip Slysavarnafélags íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.