Dagur - 27.05.1987, Page 12

Dagur - 27.05.1987, Page 12
12 - DAGUR - 27. maí 1987 Frá Gagnfræðaskóla Akureyrar: Skólanum verður slitið í sal skólans föstudaginn 29. maí kl. 5 síðdegis. Skólastjóri. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _________________|| Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Barnagallasettin margeftirspurðu komin Stærðir 116-152. Verð kr. 2075 Gallajakkar á fullorðna að koma Stæðrir s-m-l-xl. Verð kr. 1340. Sportskór í úrvali Reimaðir og með frönskum lás Gott verð Opið laugardaga frá kl. 9-12 WEyfjörö Hjalteyrargotu 4 ■ sími 22275 .... • Starfsmaður óskast til framleiðslustarfa. Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum. @\/ Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Óskum að ráða birgðavörð til starfa nú þegar. Nánari upplýsingar gefur veitingastjóri. Sími 22970 Kennarar Kennara vantar að Hafralækjarskóla næsta vetur Aðalkennslugreinar: Stærðfræði og enska. Upplýsingar veitir formaður skólanefndar, Héðinn Stefánsson Laxárvirkjun í síma 96-43536 eða 43530. Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sxtaferdir. Vöruflutningar Sumarstarf Vantar hressan og kátan bílstjóra til sumarafleys- inga. Málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist fyrir 3. júní. Björn Sigurðsson, Baldursbrekku 7, Húsavík. Sími 41534. Jákvæðar niðurstöður nokkrar ályktanir dregnar af könnun á útiveru unglinga í miðbæ Akureyrar í feb. til apr. 1987 1. Á Akureyri virðist ekki vera um „unglingavandamál" að ræða, í þeim skilningi, að í bænum sé stöðugur ungl- ingakjarni á tilteknum stað eða „andrúmsloft“ meðal unglinga á tilteknum stað, sem almennt dragi til sín unglinga og „spilli" þeim, svipað því sem rætt hefur verið um í sambandi við Hlemmtorg í Reykjavík nýverið og Hallærisplanið þar forðum. Á Akureyri eru hins vegar, eins og alls staðar, unglingar, sem eiga við vandamál að stríða og skapa sér, fjölskyldum sín- um og jafnvel öllu umhverfi vandamál, en þar virðist fremur um einstaklings- bundin fyrirbæri að ræða heldur en félagsleg. Vanda- mál þeirra unglinga virðast oftast eiga rætur að rekja til aðstæðna þeirra hvers um sig, fremur en áhrifa sem þeir verði fyrir frá öðrum unglingum m.ö.o. koma þeir oftast með vandamál sín að heiman í miðbæ Akureyrar á kvöldin, fremur en þeir flytji með sér heim vandamál sem verði til í miðbænum. 2. Þessi staðhæfing segir ekki, að sómakærum borgurum mundi hugnast allt, sem unglingar á Akureyri taka sér fyrir hendur í miðbænum eða annars staðar, en svo lengi sem sögur greina frá, hefur sómakærum borgurum aldrei hugnast allt það sem unglingar taka sér fyrir hendur, jafnvel ekki einu sinni það sem þeir sjálfir tóku sér fyrir hendur meðan þeir voru unglingar. Vissu- Tríóið Musica Antiqua Island mun leika á tónleikum í Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 28. maí (uppstigningardag) kl. 17. Tríóið skipa: Camilla Söderberg, blokkflautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir cellóleikari sem leikur á „viola da gamba“ og Snorri Örn Snorrason sem leikur á lútu og bassalútu. Félagsskapurinn „Musica Antiqua" var stofnaður árið 1981 Eins og undanfarin ár býður Akureyrarsöfnuður öldruðum til messu og kaffidrykkju á öldrun- ardegi þjóðkirkjunnar, uppstign- ingardegi. Jafnan hefur verið fjölmenni í Akureyrarkirkju þennan dag og fólk verið ánægt lega eru ákveðin tækifæri, ákveðin kvöld eða helgar t.d. er prófum lýkur eða verslunarmannahelgarúti- legan, þar sem unglingar fara úr öllum böndum og nokkrum hamförum, en slíkt er fremur undantekning en regla og nokkuð sem óraunhæft væri að ætla, að aldrei ætti sér stað. 3. Niðurstöður könnunarinnar draga fram fremur jákvæða mynd af akureyrskum ungl- ingum nú og á ýmsan veg betri en var fyrir 10 árum, er sams konar könnun var gerð. Hinn dæmigerði ungl- ingur 1987 virðist allsáttur við sig og sína. Hann reykir ekki og telur þá sem það gera fremur aumkvunar- verða. Hann prófar að drekka áfengi, meira eða minna um eða eftir ferm- ingu, en foragtar þá heldur en hitt sem gera þess háttar óhóflega. Að drekka sig dauðan, veikan, ósjálfbjarga eða illan, virðist ekki vekja aðdáun, eins og við bar forðum, heldur samúð og í versta falli fyrirlitningu hjá þorra unglinga. Hins vegar er hinn dæmigerði unglingur nú forfallinn tískuvöruneyt- andi í flestum efnum og virð- ist einkar leiðitamur auglýs- endum og seljendum vöru og hugarfars. Hann á gjarn- an að áhugamáli að vera dýrt og vel til fara, snyrtilegur í útliti og nútímalegur í flestu efni. Börn hinnar ódælu ’68- kynslóðar virðast vera and- staða hennar, aðlöguð og pen. 4. Unglingar virðast sækja mjög almennt æskulýðsstarf- af ofangreindum listamönnum og Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara, til þess að kynna og flytja gamla tónlist með upprunalegum hljóðfærum. Vafalaust muna margir eftir heimsókn þeirra til Akureyrar í febrúar 1982, er haldnar voru kynningar og tón- leikar á Sal Menntaskólans á veg- um Tónlistarfélagsins, Tónlistar- skólans og Menntaskólans á Akureyri. með stundirnar í kirkjunni og kapellunni. Messan byrjar kl. 2 og í kapell- unni verður almennur söngur og fleira milli þess sem sopið verður á rjúkandi Bragakaffi. Hittumst sem flest. semi og falla hún vel. Viss „harður“ hópur, sem áður áleit slíkt fyrir neðan sína virðingu, sýnist nú að mestu horfinn. 5. Vínveitingastaðir virðast standa allsómasamlega að því að loka dyrum sínum fyrir unglingum undir lögaldri, þó misbrestir fyrir- finnist. í þessu efni virðist á skömmum tíma hafa orðið mikil umskipti á. 6. Á stundum hefur heyrst gagnrýni á afskiptaleysi lög- reglu gagnvart unglingum í miðbænum, en könnunin bendir til, að lögreglan þurfi í raun fremur fá erindi að rækja við unglinga þar, en ræki þau sem þarf. Lögregl- an og unglingar sýnast hafa heldur afskiptalitla en vin- samlega afstöðu til hvors annars, og á betra verður tæpast kosið með nokkurri sanngirni. 7. Fíkniefnaneysla hefur trú- lega aldrei fest fót meðal unglinga á Akureyri, svo heitið hafi, þó algengt væri fyrir fáeinum árum, að ungl- ingar reyndu hassreykingar. Úr þessu virðist hafa dregið og heimildarmenn könnun- arinnar segja, að fæstir ungl- ingar hér hafi séð hass nema á mynd. 8. Lendi unglingar í vanda vegna drykkju eða annars að kvöld- eða næturlagi í miðbæ, virðast þeir hjálp- samir hver við annan og kjósa þá lausn mála fremur en utanaðkomandi aðstoð. Til þess bendir og sú reynsla af neyðarathvarfi að nætur- lagi fyrir unglinga, sem kristileg samtök stofnuðu sl. haust, að engir unglingar og ekki lögregla nýttu það. 9. Að svo miklu leyti sem áætla má um það út frá könnun- inni, virðist að minna sé um útiveru unglinga og barna á óheimilum tímum en var fyr- ir tíu árum, þó erfitt sé að túlka þann mun í tölum. 10. Sömuleiðis virðast færri unglingar neyta víns í mið- bænum og í minna mæli en þá var, sem útilokar þó ekki að slík neysla gæti farið fram annars staðar nú. 11. Akureyringar hafa yfirleitt mjög einarða afstöðu til „unglingavandamálsins í miðbænum". Sumum finnst það líkjast víti á jörð, hinum að þar sé allt í himnalagi. Hvorir ásaka hina, ýmist um andvaraleysi eða svartagalls- raus. Báðir eiga auðvelt með að tiltaka einstök dæmi máli sínu til stuðnings. Með ofan- sögðu hættir undirrit. á að vera ásakaður um andvara- leysi, því hann hallast óneit- anlega fremur að þeirri skoð- un að líferni unglinga almennt í miðbæ Akureyrar sé merkilga saklaust og „betra“ en við mætti búast í bæ af þessari stærð. Á hinn bóginn geta veður skipast ótrúlega skjótt í lofti í þessu efni, og nægir að nefna þann faraldur, sem nú snögglega hefur risið upp eftir alllangt hlé að „sniffa“. Unglingum er eiginlegt að vera opnir fyr- ir nýjungum og unglingarnir nú virðast afar ginkeyptir fyrir auglýsingu og hlýðnir öllu því sem þeir álíta í tísku þá stundina. Það getur sam- tímis verið veikleiki þeirra og styrkur (sbr. árangur rey kingaherferða). Akureyrarkirkja: Tónleikar Musica Antiqua Orðsending til aldraðra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.