Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 5
27. maí 1987 - DAGUR - 5 „Akureyringum er óhætt að líta með jákvæðu hugarfari til nýbygginga" - segir Pétur Jósefsson sölumaður fasteigna í spjalli um þróunina á fasteignamarkaðinum á Akureyri undanfama mánuði hús á örfáum dögum. Sömu sög- Pétur Jósefsson sölumaður a Fasteigna- og skipasölu Norðurlands á Akureyri er „gamall refur í fasteignabrans- anum“, enda búinn að hafa milligöngu um sölu fasteigna í Qölmörg ár. Okkur Iék forvitni á að vita hvernig staðan á fast- eignamarkaðinum á Akureyri væri í dag og slógum því á þráðinn til Péturs. „Það er ákaflega lítið framboð á fasteignum um þessar mundir. Svo virðist sem kaupendur séu miklu fleiri en seljendur og það er ljóst að nýja húsnæðislána- kerfið leikur ansi stórt hlutverk í því sambandi. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur lánsloforð í höndunum en hefur ekki getað nýtt sér þau enn sem komið er. Frá því um áramót og raunar frá því um mitt seinasta ár hafa orðið hækkanir á markaðinum - lítilsháttar seinni hluta síðasta árs en mjög miklar frá því í mars sl. og fram til þessa dags. Ég get nefnt sem dæmi að 3ja herbergja íbúð sem hefði selst á 1,5 milljón- ir króna í júlímánuði í fyrra fer á 2,3-2,4 milljónir króna núna. Þetta er á milli 50 og 60% hækkun á innan við einu ári sem verður að teljast mjög mikið hér. Og það er athyglisvert að meirihluti þessar- ar hækkunar hefur orðið frá því í endaðan febrúar. Sú dagsetning stafar af því að fólk almennt fékk ekki þessi lánsloforð í hendurnar fyrr en um mánaðamótin janúar/ febrúar. Þarna er augljóslega beint samband á milli, þótt ekki sé hægt að skrifa þessar hækkanir alfarið á nýja húsnæðislánakerf- ið.“ - Eru það einungis vinsælustu stærðirnar, 3ja og 4ra herbergja íbúðirnar, sem hafa hækkað svo mikið í verði? Nei, svo er ekki. Ég tók þetta dæmi einungis vegna þess að 3ja herbergja íbúðirnar hafa löngum verið eftirsóttastar hjá okkur. Aðrar eignir svo sem raðhús, bæði lítil og stór, hafa hækkað mjög mikið á sama tíma. Upp á síðkastið hafa einbýlishúsin einn- ig verið að hækka í verði. 2ja her- bergja íbúðirnar sátu svolítið eft- ir lengi vel, en þær hafa einnig gengið mjög vel í sölu síðustu vikurnar, fyrst og fremst vegna þess að fólk kaupir þær þegar það fær ekki annað. Aukin eftirspurn og minnkandi framboð hefur allt- af verðhækkun í för með sér. 2ja herbergja íbúð kostar það sama í dag og 3ja herbergja íbúð kostaði fyrir tæpu ári. Af því má sjá að verðhækkunin er mikil.“ - Hversu lengi heldur þú að þessi þróun haldi áfram? Varla halda eignirnar endalaust áfram að hækka í verði. Hvar eru mörkin? „Niðurstaðan af þessum hækk- unum hlýtur að verða sú, að þeg- ar verð notaðra fasteigna er kom- ið upp í ákveðið hlutfall - svona u.þ.b. 85-90% af því sem hlutirn- ir kosta nýir - fara nýbyggingarn- ar að seljast. Sú hefur enda orðið raunin á hér. Ég hef sérstaklega fylgst þar með tveimur fyrirtækj- um sem eru í nýbygginga-„brans- anum“. Haraldur og Guðlaugur sf. eru byggingaverktakar sem hófu í vor að byggja raðhús á einni hæð með bílskúr. Fyrst í stað gekk þeim ekkert að selja þessi hús en um síðustu mánaða- mót komst heldur betur hreyfing á hlutina og þeir seldu heilt rað- una er að segja af SS Byggi hf. Það fyrirtæki var náttúrlega með nokkuð byltingarkenndar hug- myndir á akureyrska vísu: Að byggja fjölbýiishús þar sem bíl- geymslur fylgdu hverri íbúð, og auk þessi yrði lyfta og sérstök húsvarðaríbúð í blokkinni. Svona fyrirbrigði er auðvitað miklu dýrara en venjuleg blokk- aríbúð hefur verið á okkar svæði. Eins og menn vita, hafa fjölbýlis- hús á Akureyri hingað til verið byggð á afskaplega einfaldan og raunar spartanskan máta. Þegar SS Byggir kynnti þessar íbúðir sl. haust var mikill áhugi meðal almennings á að skoða þetta og þvíumlíkt en síðan komu upp ákveðnar efasemdir gagnvart þessum hugmyndum. í vor fór staðan síðan að breytast og nú er svo komið að einungis 5 íbúðir eru eftir í þessu fjölbýlishúsi. Sama fyrirtæki hefur einnig verið að bjóða raðhús og þau eru öll sömul seld nema eitt.“ - Hefur útborgunarhlutfall í fasteignaviðskiptum á Akureyri eitthvað breyst á síðustu mánuð- um? „Nýja húsnæðislánakerfið hef- ur auðvitað breytt miklu. Nú er lánað allt að 70% af kaupverði eigna sem kosta u.þ.b. 2,6 millj- ónir króna. Af því leiðir að slíkar eignir eru borgaðar upp að fullu á einu ári, því seljendur eru ekki ginkeyptir fyrir því að lána ein- hverjar eftirstöðvar á eftir 70% veði sem Byggingarsjóður ríkis- ins fær með sínu láni í hinni seldu eign. Þetta hefur smitað dálítið upp fyrir sig, þannig að það er orðið mjög algengt að eignir allt upp í fjórar milljónir króna og raunar hærra, séu borgaðar út á einu ári. í dag eru kaupsamning- ar með eftirstöðvum í minnihluta og það má segja að þessi staða sé afleiðing af nýja húsnæðislána- kerfinu. Ég vil hins vegar ekki leggja þetta út á neikvæðan máta. Nýja kerfið kallar á það, að fólk sé með nokkurt eigið fé á bak við sig þegar það byrjar. Þeg- ar Húsnæðisstofnun lánar 70% af kaupverði 3ja herbergja íbúðar, þarf sá sem kaupir helst að vera með mismuninn nokkurn veginn kláran og þá væntanlega af eigin fé. Það liggur fyrir eftir þessa verðlagsþróun sem orðið hefur, að fullur grundvöllur hefur skap- ast til að byggja á Akureyri. Bæjaryfirvöld segja að hér séu til nægar einbýlishúsalóðir t.d. úti í Pétur Jósefsson. Glerárhverfi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessar lóðir eru mjög erfiðar í vinnslu. Þær eru margar mjög djúpar, þ.e.a.s. það þarf að grafa djúpt til að komast niður á fast. Þess vegna kostar svo mikið að starta þar húsbygg- ingu að fólk veigrar sér við því. Að mínu áliti verða bæjaryfir- völd að koma hér inn í með því að skipta um jarðveg í þessum lóðum fyrir væntanlega lóðar- hafa. Það hlýtur að vera hægt að nota einhvern tíma ársins, þegar fá verkefni eru fyrir tæki bæjar- ins, hreinlega til að vinna þetta verk. í nokkrum bæjarfélögum, eins og t.d. á ísafirði, hefur einbýlis- húsalóðum verið úthlutað þannig að bærinn hefur fyrst gengist í að skipta um jarðveg og jafna kostn- aðinum niður. Sumar lóðir eru mjög ódýrar í vinnslu en aðrar ekki og þetta er eins og að vinna í happdrætti. Ertu með lóð þar sem einn metri er niður á fast eða ertu með lóð þar sem fjórir metr- ar eru niður á fast? Á því munar óhemju fé. Það er aðallega vegna þessa sem ég held að lítið hafi verið sótt um einbýlishúsalóðir á Akureyri." - Er samanburður á fasteigna- verði hér og á höfuðborgarsvæð- inu orðinn hagstæðari Ákureyri en verið hefur? „Ég get e.t.v. ekki útlistað það nægilega vel, en get þó nefnt tvö dæmi. Ég þekki tvo aðila hér sem hafa verið að fara suður á Reykjavíkurmarkaðinn. Annar þeirra á 80 fermetra íbúð hér á Akureyri, 3ja herbergja, og keypti aðra í Reykjavík, ívið stærri, greiddi fyrir hana 3,1 milljón og selur þessa væntanlega Kiikjudagur á sumri í Glerárkirkju Á uppstigningardag, fimmtudag- inn 28. maí, verður kirkjudagur í Glerárkirkju. Uppstigningardag- ur er jafnframt dagur aldraðra og eru þeir sérstaklega boðnir vel- komnir. Dagskráin hefst með guðsþjónustu klukkan 14.00. Þar syngur kirkjukór Lögmannshlíð- arsóknar og sóknarpresturinn sr. Pálmi Matthíasson predikar. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjukaffi Kvenfélagsins Bald- ursbrár. Þá mun kirkjukórinn bregða á leik í léttum sumarlög- um og syngja jafnvel utan dyra ef veður leyfir. Sölutorg verður sett upp í kirkjuskipinu og verða þar á boðstólum sumarblóm og fjöl- ær blóm. Einnig verður almennur söngur. Þá verður boðið upp á akstur til kirkju. Þeir sein þess óska eru beðnir að hringja í síma 27575 milli klukkan 12.00 og 13.30 og verða þeir síðan sóttir og ekið til baka að lokinni dagskrá. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að gleðjast með okkur á þessum degi. fyrir 2,6 milljónir króna. Þarna er munurinn ekki nema rúm 20%. Hitt dæmið er um fólk sem seldi raðhús á Akureyri fyrir 4,3 millj- ónir og keypti sér stóra hæð með bílskúr í Reykjavík fyrir 4,9 milljónir króna. Þessi dæmi benda til þess að hækkanirnar á Akureyri hafi orðið heldur meiri en í Reykjavík og að heldur hafi dregið saman með þessum mörkuðum. Á tímabili var hlut- fallið 68-70% á Akureyri miðað við 100% í Reykjavík. Ég gæti trúað því að þessi munur væri einhvers staðar á bilinu 75-80% í dag. Hlutfallið hefur því lagast mik- ið og gæti jafnvel batnað enn, þótt ég hafi ekki trú á að það verði mikið. Einhvem tíma hlýt- ur að sjá fyrir endann á svona hækkunum. Kúrfan getur ekki haldið endalaust áfram upp á við. Hvenær hún stoppar veit ég ekki en hitt veit ég að eftirspurnin er gífurleg ennþá. Akureyringum er því óhætt að líta með jákvæðu hugarfari til nýbygginga,“ sagði Pétur Jósefsson að lokum. BB. um helgina munu hljómsveitarinnar Vestmannaeyjum stórdansleikjum í Fyrstu fulltrúar „Týndu kynslóðarinnar“ koma norður í kvöld og söngvarar Loga frá skemmta á Sjallanum. Þeir bræður ásamt Logum skemmtu í Hollywood fyrir stuttu og gerðu geysilega lukku og má með sanni segja að „leitin að týndu kynslóðinni" sem show hafi hitt beint í mark því stemmningin er stórkostleg. í gegn um tíðina hafa þeir bræður unnið svo til óslitið saman í músík og komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi. Dagskrá þeirra er mjög fjöl- breytt, allt frá þungu rokki til mjúkra laglína Simons og Gar- funkel en undirtónninn í lögum þeirra eru gullaldarárin 1965 til 75. Þeim til fulltingis í Sjallanum verður Jónas Þór orgelspilari með meiru, en hann hefur unnið með þeim bræðrum undanfarin ár. Reykingar á meðgöngu ógna heil- brigði móður og barns. LANOLÆKNIR Ibúð óskast Óska eftir að kaupa 2ja herbergja íbúð á Akureyri sem fyrst. Staðgreiðsla. Upplýsingar í síma 93-3879. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólaslit veröa í Akureyrarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 13.30. Skólameistari. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Afhending einkunna vorið 1987 fer fram í húsi tæknisviðs sem hér segir: Föstudaginn 29. maí kl. 16.00: Allir 1. árs nemar. Föstudaginn 29. maí kl. 16.30: Allir 2. árs nemar. Föstudaginn 29. maí kl. 17.30: Ubd, 3.V, 3.Hb, 3.U og Öldungadeild. Skólameistari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.