Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. maí 1987 Húsvíkingar hafa ekki farið varhluta af sumarblíðunni síðustu daga og sl. föstudag var sannkallað Mall- orcaveður. Starfsfólk öldrunardeildar sjúkrahússins hjálpaði þá öllum á deildinni, sem vildu komast út í góða veðrið, suður fyrir húsið og þangað var þeim borið mið- dagskaffið. Dagur náði tali af Geirþrúði Pálsdóttur sem er deildarstjóri á öldrunardeildinni og ræddi við hana um útivistaraðstöðu fyrir sjúklingana. „Það er ekki gert ráð fyrir því að það sé möguleiki að fara út með fólkið en það er hlutur sem er alveg nauðsynlegur þegar við erum með öldrunardeild og svona margt fólk er hjá okkur Úti í góða veðrinu. Fólkið á öldrunardeild sjúkrahússins á Húsavík sunnan við húsið í góða veðrinu á föstudaginn. Karítas Halldórsdóttir. Sjúkrahús Húsavíkur: úli í 2Óda veðrinu < ‘M——™ : ggs . ÍÁ SPíý i 'Á rA'wirv - Harmonikuhljómsveit: Anna K. Vilhjálmsdóttir, Árni Sigurbjarnarson, Halldór Valdimarsson, Haraldur Þórarins- son og Aðalbjörg Jónasdóttir. Úlrik Ólason skólastjóri. Tónlistarskóli Húsavíkur: Þrennir vortón leikar - flestir af 165 nemendum léku fyrir samstarfið en hann er að flytja til Reykjavíkur þar sem hann mun starfa sem organisti. Hólmfríður Benediktsdóttir kennari er að fara til Bandaríkjanna til tveggja ára fram- haldsnáms og óskaði Úlrik henni allra heilla í framtíðinni. Benedikt Helgason kennari sýndi veglegan bikar á tón- leikunum en þennan bikar fengu börnin frá Húsavík fyrir góða framkomu og hegðun á landsmóti skólahljómsveita á Akranesi í vor. Á mótinu voru samankomnar 22 skólahljóm- sveitir en ungu Húsvíkingarnir verða handhafar bikarins fram að næsta landsmóti sem haldið verður eftir tvö ár. Gef- andi bikarins er Rotaryklúbbur Akraness. IM Tónlistarskóli Húsavíkur hélt þrenna vortónleika í Sam- komuhúsi Húsavíkur. Flestir nemendur skólans komu fram á tónleikunum en alls stunduðu 165 manns nám við skólann í vetur og voru nemendurnir á aldrinum 5-60 ára. Stöðugt er að aukast að fullorðið fólk láti gamla eða nýja drauma sína rætast og drífi sig í tónlistarskólann til að læra á hljóðfæri. Einnig stilla margir nemendanna hljóðfæri sín saman og mynda hljómsveitir og er það liður í skólastarfinu. Nokkrar þessara hljómsveita komu fram á tónleikunum auk þess sem nemendurnir léku einleik eða með kennurum sín- um og einnig léku fleiri nemendur saman. Úlrik Ólason skólastjóri þakkaði nemendum og kennurum Gítarleikur: Margrét Samsonardótt- ir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.