Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 9
27. maí 1987 - DAGUR - 9 ■■BaBmBBBBBnBnBBUHHBEBBBBHSBOHHEESBBmBam rþrúður Pálsdóttir. árið um kring. Bletturinn hérna er í rauninni sá eini sem við höf- um og hann er í sjálfu sér ágæt- ur. En við þurfum að fara upp tröppur, það er ekki gert ráð fyrir að við séum með fólk í hjólastólum og okkur vantar aðstöðu til að gefa fólkinu kaffi, bæði bekki og borð og eitthvað til að gera blettinn skemmtilegri og meira aðlaðandi." - Hafa félagasamtök verið dugleg við að færa ykkur gjafir? „Félagasamtök hafa alltaf verið dugleg við að gauka ýmsu að sjúkrahúsinu og það er mjög þakkarvert vegna þess að við Skarphéðinn Guðmundsson, Haraldur Jóhannesson Og svo datt allt af kaffivagninum erum tæp á fjárlögum og það eru ýmsir hlutir sem alltaf verða að sitja á hakanum og það eru kannski þeir hlutir sem dags daglega yrðu fólkinu til mestrar ánægju. I rauninni er minn draumur sá að geta útbúið útivistarsvæði á þakinu á sjúkrahúsinu, þar er lítið hús sem alltaf er hægt að finna skjól við og þar hefði ég viljað vera með blómapotta. Þá gæti sumt af fólkinu fundið sér eitthvað við sitt hæfi og dundað í moldinni og af því er ég viss um að margir hefðu gaman. En þetta er nú ekki á skipu- lagsáætlun og ég efa að arkitekt- inn leyfi það en hins vegar er minnsta mál í heimi að gera þetta og þetta væri alveg draum- ur, því einmitt það fólk sem þarf mest að fara út er uppi á efstu hæðinni og kemst lítið. Þetta er deild fyrir 37 sjúklinga, fyrir fólkið sem þarf mesta aðstoð en margt af þessu fólki er alveg skýrt og hefur gaman af því að koma svona út. Það er töluverð vinna sem liggur í því að hjálpa fólkinu niður, þess vegna ég held að það væri mjög gaman að geta ekið stólunum beint út á þakið í staðinn fyrir að fara upp tröppurnar hér. Það er svo gaman að sjá hvað fólkið hefur gaman af að fara út og hvað því líður vel og hvað öll svona smátilbreyting hefur gíf- urlega mikið að segja. Kvenfé- lögin hafa verið mjög dugleg að heimsækja okkur, annað slagið hafa einstaklingar komið og spilað og sungið, Silli er alltaf samur við sig, kemur einu sinni í viku og les fyrir fólkið. Það er sama hvað lítil tilbreytingin er, þó hún taki aðeins hálftíma er rætt um hana í heila viku á eftir. Fólkið hefur svo gaman af þessu og öll svona uppörvun er vel þegin. En okkur vantar gífurlega margt og ef félagasamtök eða aðrir aðilar hafa áhuga á að leggja okkur lið á einhvern hátt þá vildi ég óska að þeir hefðu samband við mig.“ lörnin frá Húsavík fengu fyrir góða Gítar og bassagítar: Leifur Vilhelm Baldursson kennari og Völundur Þorbjörnsson. Sauðarkrokur: Hlynur byggir ofan á og hyggur á Byggingafélagið Hlynur á Sauðárkróki, eitt elsta og rót- grónasta fyrirtækið á staðnum ætlar í sumar að byggja ofan á nnverandi verkstæðishús við Sæmundargötu. Verður það byggt upp sem skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum með 388 fermetra gólffleti, sem hægt er að skipta niður í sjálf- stæðar einingar. Það er Arni Ragnarsson arkitckt sem hefur teiknað. Hlynur ráðgerir að flytja að- setur sitt í nýja iðnaðarhverfið. Þar fékk fyrirtækið úthlutað lóð fyrir nokkrum árum að Borgar- túni 1-3 og hefur byggt þar 270 fermetra hús. Hlynur var stofnaður 1954 og hefur lengst af verið til húsa við Sæmundargötuna. Það sem vakir fyrir forráðamönnum Hlyns með framkvæmdunum í sumar er að gera hús og lóð við Sæmundar- götu eftirsóttari og auðseldari, áður en ráðist verður í byggingu verkstæðishúss í Borgartúni. Hluthafar í Hlyn eru 7 talsins flestir kömnir vel yfir miðjan starfsaldur. Þrátt fyrir það sagði Björn Guðnason framkvæmda- stjóri við Dag. „Það þýðir ekkert að leggja upp laupana. Við höf- um trú á samfélaginu hérna og frekari uppbyggingu staðarins, því ráðumst við í þessar fram- kvæmdir. Við erum að fara að auglýsa til sölu einingar í húsinu sem byggt verður upp í sumar, en flutninga annars reikna ég með að við verðum eitthvað áfram hérna á gamla staðnum, meðan verið er að byggja upp á þeim nýja.“ Þá má geta þess að Hlynur hef- ur selt nærliggjandi hús, þar sem skrifstofur fyrirtæksisins eru nú og áður var í eigu rafveitunnar, Páli Ragnarssyni tannlækni, sem hyggst setja þar upp tannlækna- stofu. -þá Leggið bif- reiðum löglega! - tilmæli frá lögreglu Lögreglan á Akureyri, vill koma því á framfæri, að ólög- legt er að leggja bifreiðum við Þingvallastræti, norðvestan sundlaugar. Um síðustu helgi var fjöldi bifreiðaeigenda kærður fyrir að leggja bifreið- um sínum þarna. í góða veðrinu sem ríkt hefur síðustu daga, sækir fólk eðlilega í sundlaugina, og skapast þá oft vandræði vegna bílastæða. Og ekki er vanþörf á að minna enn einu sinni á þá staðreynd, að nú eiga allar bifreiðar að vera á sumarhjólbörðum, og mun lög- reglan taka hart á þeim eigend- um, sem enn aka um á negldum hjólbörðum. VG Sýnendur kynbótahrossa Kynbótahross verða dæmd á Melgerðismelum dagana 28. og 29. maí. Dómar hefjast kl. 9.00 þann 28. maí á dómum hryssa sex vetra og eldri og um kl. 17.00 verður byrjað að dæma 5 vetra hryssur og dómum þeirra lokið þá um kvöldið. Kl. 9.00 þann 29. maí verður byrjað að dæma 4ra vetra hryssur. Kl. 13.00 hefjast dómar á stóðhestum. Aö því loknu verða dæmd önnur hross vegna afkvæmasýn- inga. Eigendur ungfola sem ekki hafa verið skoðaöir í vor mega mæta með þá til skoðunar kl. 13.00. Hross í hverjum flokki mæti í röð samkvæmt sýningarskrá, reikna má með að dæmd verði um 10 hross á klukkustund. Sýnendum er vinsamlegast bentáað virða almennar reglur um kynbótasýningar vorið 1987samanber fyrri auglýsingar. Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.