Dagur


Dagur - 27.05.1987, Qupperneq 13

Dagur - 27.05.1987, Qupperneq 13
27. maí 1987 - DAGUR - 13 -íþróttic. Umsjón: Kristján Kristjánsson íslandsmótið í knattspyrnu 3. deild: Tindastóll lelkur við Þrótt N. - Leik Austra og HSÞ-b frestað ívar Webster lék vel með landsliðinu á Englandi. Mynd: KK Körfuboltamót á Englandi: íslenska liðið tap- aði öllum leikjunum Keppni í B-riðli 3. deildar á íslandsmótinu í knattspyrnu hefst á laugardaginn með ieik Þróttar N og Tindastóls á Neskaupstað. Austri og HSÞ-b áttu einnig að Ieika á laugar- daginn á Eskifirði en þeim leik hefur verið frestað. Auk þess- ara fjögurra liða leika Reynir Árskógsströnd, Magni Grenivík og Sindri frá Hornafirði í riðl- inum. Tindastólsliðið náði ekki að vinna sér sæti í 2. deild á síðasta keppnistímabili og var það mál manna að einhvern neista hefði vantað í liðið. Sauðkrækingar Jón Gunnar Traustason leikur með Tindastóli í sumar. „Nei því miður verður ekki hægt að leika leik Þórs og Völsungs á aðalvellinum,“ sagði Hreinn Óskarsson vallar- stjóri á Akureyri er hann var inntur eftir því atriði en Þór og Völsungur leika á föstudags- kvöld í SL mótinu 1. deild í knattspyrnu. Leikurinn fer því fram á grasvelli Þórs við Gler- árskóla. „Það má ekki fara of snemma á völlinn, því liðin hér eiga að geta leikið á besta grasvelli landsins og því þarf hann að fá frið til þess að verða góður,“ sagði Hreinn ennfremur. „Völlurinn hefur breyst dag frá degi að undanförnu og verður besti völlur landsins innan skamms en það hefði munað Hreinn Óskarsson vallarstjóri á Akureyri. ætla sér mun stærri hlut í ár. Ei- ríkur Þorsteinsson þjálfaði liðið í fyrra og lék hann einnig með lið- inu. í hans stað hefur verið ráð- inn Bjarni Jóhannsson frá Nes- kaupstað en hann þjálfaði og lék með Þrótti N fyrir tveimur árum. Óvíst er hvort Bjarni muni leika með Tindastóli. Hann hefur búið í Noregi í vetur og kemur ekki til landsins fyrr en eftir aðra helgi. Þá verður lið Tindastóls búið að leika tvo erfiða útileiki, gegn Þrótti N og Sindra. Fyrir utan Eirík Þorsteinsson hafa þeir bræður Björn og Eirík- ur Sverrissynir og Þorvarður Friðbjörnsson sagt skilið við félagið. í staðinn hefur liðið feng- ið þá Jón Gunnar Traustason markaskorara frá Geisla á Hólmavík og Gunnar Valdimars- son sem áður lék með ÍR. Hermundur Sigmundsson handknattleiksmaður úr Stjörn- unni í Garðabæ hefur verið ráð- inn þjálfari HSÞ-b en hann þurfti í uppskurð í vetur og leikur því sennilega ekki með liðinu. Félagi hans úr Stjörnunni, Gylfi Birgis- son ætlar hins vegar að leika með liðinu. Þá hefur HSÞ-b fengið KR-inginn Gísla Jónsson norður og þá er einnig von á öðrum leik- manni frá KR í Mývatnssveitina. Félagið missti Hörð Benónýs- son til Völsungs en Hörður þjálfaði og lék með liðinu í fyrra. Hann varð markahæsti maður liðsins, skoraði 13 mörk. miklu ef komið hefði hlýinda- rigning einn dag. Það eru því sterkar líkur á því að fyrsti leikurinn á vellinum verði viður- eign KA og Vals laugardaginn 6. júní. Keppni í 2. flokki á íslands- mótinu í knattspyrnu hefst um helgina. Þórsarar sem leika í A-riðli, eða 1. deild leika tvo Ieiki fyrir sunnan á laugardag og sunnudag. KA sem leikur í B-riðli eða 2. deild fær ÍBÍ í heimsókn á KA-völl á sunnu- dag. Þórsarar leika gegn Þrótti í Reykjavík á laugardaginn kl. 14 og gegn Stjörnunni í Garðabæ á sunnudag á sama tíma. KA og ÍBÍ leika á KA-velli kl. 16 á sunnudag. Þórsarar hafa á að skipa nokkuð sterku liði og má þar fyrstan nefna landsliðsmann- inn Hlyn Birgisson, oj> unglinga- landsliðsmennina Arna Þór Árnason og Kjartan Guðmunds- son. Fyrirliði liðsins er Ólafur Þorbergsson. KA-menn hafa einnig á að skipa sterkum hópi og má þar nefna þá Árna Hermannsson, Jó- hannes Valgeirsson fyrirliða liðs- íslenska körfuknattleikslands- liðið tapaði öllum sínum Ieikj- um í fjögurra landa keppninni sem lauk í Englandi á sunnu- daginn. Liðið tapaði fyrir heimamönnum í síðasta leik mótsins með 81 stigi gegn 92. Auk íslands og Englands tóku Belgar og Tyrkir þátt í mótinu. Leikurinn gegn Englandi var besti leikur íslenska liðsins í mót- inu og það var ekki fyrr en í lok leiksins að heimamenn náðu yfir- höndinni og sigruðu. ívar Webster lék vel og skoraði 23 stig, Valur Ingimundarson skor- ins og Ágúst Sigurðsson. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar og hefur sett stefnuna á að vinna sig upp í A-riðil. Þetta er síðasta sumarið sem leikið er með núverandi fyrir- Ólafur Þorbergsson fyrirliði Þórs. aði 13 stig og Torfi Magnússon 12. íslenska liðið tapaði fyrir Belg- um á föstudaginn með 63 stigum gegn 73 og gegn Tyrkjum á laug- ardaginn 70:81. Það voru heima- menn sem sigruðu á þessu móti. íslenska körfuknattleikslands- liðið hefur haft nóg að gera undanfarnar vikur. Liðið tók þátt í Norðurlandamótinu í Dan- mörku og hafnaði þar í neðsta sæti. Þá var haldið á Ólympíu- leika smáþjóða í Mónakó, þar sem liðið hafnaði í öðru sæti og síðan þetta mót í Englandi um helgina. komulagi, í bili að minnsta kosti. í ár falla þrjú lið úr A-riðli og í staðinn kemur aðeins eitt lið úr B-riðli. Næsta ár verða átta lið í riðlunum og er leikið heima og heiman og færast þá tvö lið á milli riðla. Jóhannes Valgeirsson fyrirliði KA. Leeds á enn möguleika Leeds á enn möguleika á sæti í 1. deild ensku knattspymunn- ar að ári. Liðið sigraði Charl- ton með einu marki gegn engu í seinni leik liðanna um laust sæti í 1. deild. Bob Taylor skoraði sigurmarkið um miðj- an seinni háifleik. Leikurinn fór fram á heima- velli Leeds en í fyrri leik liðanna sem fram fór á heimavelli Charl- ton sigruðu heimamenn 1:0. Lið- in þurfa því að leika þriðja leik- inn og fer hann fram í Birming- ham á föstudagskvöld. - Knattspyrna: Stórleikur í 4. deild - Hvöt og UMFS leika á Blönduósi Hvöt og Ungmennafélag Svarfdæla leika á laugardaginn í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Blönduósvelli og er það mál manna að þetta verði ann- ar af úrslitaleikjunum í E-riðli, hinn verði seinni leikur liðanna á Dalvík. Bæði liðin unnu góða sigra í fyrstu leikjum sínum um síðustu helgi. UMFS sigraði Árroðann 5:0 og Hvöt sigraði íþróttafélagið Neista 4:0. Hvatarmenn hafa ver- ið ótrúlega nærri því að vinna sér sæti í 3. deild síðustu ár en alltaf vantað herslumuninn. Garðar Jónsson þjálfaði liðið þessi ár en hann hefur nú gerst þjálfari og leikmaður með UMFS en Svarf- dælingar ætla sér stóra hluti í sumar. Það má búast við hörku- leik á laugardaginn og er þegar mikill áhugi fyrir leiknum. Hvöt hafði betur í báðum leikjum lið- anna á síðasta keppnistímabili. Sjónvarpið: Fyrsta beina út- sendingin Samkomulag hefur tekist við Ríkisútvarpið/sjónvarp um að sjónvarpa í fyrsta sinn beint frá leikjum í SL mótinu 1. deild í knattspyrnu eins og fram hefur komið í Degi. Er þetta gert til reynslu í ár og munu samtök 1. deildar félaganna síðan meta árangurinn í haust. Fyrsta beina útsendingin verð- ur á laugardaginn kemur en þá verður sýndur leikur ÍA og Fram á Akranesi. Annar leikurinn sem sýndur verður er viðureign FH og Vals í Hafnarfirði laugardaginn 13. júní, þriðji leikurinn er svo „Derby“ viðureign KA og Þórs laugardaginn 4. júlí og fjórði leikurinn er viðureign KR og ÍBK í Reykjavík sunnudaginn 16. ágúst. Allir þessir leikir hefj- ast kl. 16. Einnig mun Sjónvarpið sýna kafla úr leikjum eins og undanfarin ár. Stöð 2 mun einnig sinna 1. deildinni en samningur við þá stöð er enn ekki fyllilega frá genginn. Þór-Völsungur á föstudagskvöld: „Aðalvöllurinn verður ekki tilbúinn“ - segir Hreinn Óskarsson vallarstjóri Knattspyrna 2. flokks: Þórsarar leika fyrir sunnan - KA fær ÍBÍ í heimsókn á KA-völl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.