Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 27. maí 19B7 Er fjórflokka- kerfið að hrynja? Félag bókagerðarmanna: Ályklun um verkfallsrétt Á fundi trúnaðarmannaráðs Félags bókagerðarmanna, sem haldinn var miðvikudaginn 13. maí 1987 var eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Þau takmörkuðu réttindi sem verkafólki og samtökum þess eru tryggð með lögum og snerta verkfallsréttinn hafa ævinlega verið þyrnir í augum atvinnurek- enda. Mörg dæmi eru um tilraun- ir þeirra við að fá þessum lág- marksmannréttindum hnekkt. Fundur trúnaðarmannaráðs FBM mótmælir harðlega nýjustu tillögum atvinnurekenda til þess að skerða réttindi verkafólks. Þær hugmyndir sem fram komu á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands 12. maí 1987 og snérust um að réttur verkafólks til verkfalla yrði skertur eru aftur úr grárri forneskju. Verkafólk mun aldrei una því að þau mann- réttindi sem það hefur áunnið sér með þrotlausri baráttu verði af því tekin.“ CUÓU- Sveins-mót 1987 - á Dalvík Hið árlega Sveins-mót til minningar um Svein Jóhanns- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, verður haldið í Víkurröst á Dal- vík dagana 30. og 31. maí nk. Teflt verður í opnum flokki, 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 30 mín. á keppanda til að ljúka skákinni. Fyrsta umferð hefst kl. 13.30 laugardaginn 30. maí. Veitt verða 6 verðlaun, samtals að upphæð kr. 31.000 sem skipt- ast þannig: 1. verðlaun kr. 10.000 2. verðlaun kr. 8.000 3. verðlaun kr. 6.000 4. verðlaun kr. 4.000 5. verðlaun kr. 2.000 6. verðlaun kr. 1.000 Þeir unglingar (fæddir 1971 eða síðar) sem bestum árangri ná á mótinu hljóta einnig verðlaun. Keppendum er boðið upp á ókeypis gistingu og tvær ókeypis máltíðir. Þátttöku ber að til- kynna sem fyrst til Ingimars Jóns- sonar, símar 61370 og 61664. Á mótinu fer fram sérstakt hraðskákmót, laugardaginn 30. maí og hefst það kl. 21. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi. Feðgar sigursælir Þrem mótum hjá Skákfélagi Akureyrar lauk fyrir skömmu og voru úrslit þessi: Maí, 10 mínútna mótið: 1. Benedikt Smári Ólafsson 6 v. af 7. 2. Þór Valtýsson 5'/2 v. 3,- 7. Jón Björgvinsson, Ólafur Kristjánsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Bogi Pálsson og Rún- ar Sigurpálsson 4/2 v. Vorhraðskákmótið: 1. Gylfi Þórhallsson 14'/2 v. af 15. 2. Jón Björgvinsson 13/2 v. 3. Kári Elíson 11 /2 v. 4. Arnar Þor- steinsson 11 v. 5. Þór Valtýsson 9lá v. Hraðskákmót um Einisbikar- inn: 1. Ólafur Kristjánsson 18 v. af 21. 2. Gylfi Þórhallsson 18 v. 3. Arnar Þorsteinsson 17 v. 4. Kári Elíson 17 v. 5. Þór Valtýsson 151/2 v. Maí fimmtán mínútna mótið fer fram í kvöld (miðvikudag) kl. 20.30. Það er deginum ljósara að úrslit nýlega afstaðinna alþingiskosn- inga hafa skilið fleiri spurningar eftir varðandi framtíð í íslensk- um stjórnmálum en áður hefur gerst. í fyrsta skipti hefur af ein- hverri alvöru verið vegið að fjór- flokkakerfinu. Því flokkakerfi sem við höfum búið við frá því að íslensk stjórnmál fóru að snúast um eitthvað annað en sambands- slit við Dani. Þrátt fyrir ýmis smáframboð og klofningshópa sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum árum og áratugum hefur ekkert þeirra náð að verða viðvarandi stjórnmálaafl og hafa horfið eftir einar eða tvennar kosningar. En eru þau framboð eða flokkar sem nú eru komnir fram á sjónarsvið- ið ekki framhald á þessari smá- ævintýramennsku sem stundum hefur þjáð íslenska stjórnmála- menn? Þar standa spurningarnar en svörin eru ekki augljós og ágiskunum ber ekki saman. En af hverju virðast meiri líkur á því að viðbótar framboð við fjórflokk- ana eigi sér fremur lífsvon nú en áður í íslandssögunni? Kvennahreyfingin Kvennahreyfingin á íslandi á sér allnokkurn og svolítið sérstæðan aðdraganda og er á margan hátt sterkari en í flestum öðrum löndum. Fyrsta stóra samstaða hennar varð á kvennafrídaginn haustið 1976 þegar mikill meiri- hluti íslenskra kvenna lagði niður störf í einn dag. Annar áfangi kvennabaráttunnar var kjör frú Vigdísar Finnbogadóttur til emb- ættis forseta íslands árið 1980 þar sem hún keppti við þrjá all- nokkuð þekkta karlmenn. Síðan tóku hópar kvenna sig saman og mynduðu framboðslista bæði til nokkurra sveitarstjórna og Alþingis. Nú bauð Kvennalistinn fram til Alþingis í annað sinn og óx fiskur um hrygg alveg öfugt við ný framboð fyrri tíðar sem ætíð hafa dregist saman eða horf- ið í öðrum kosningum. Þrátt fyrir að Kvennalistinn er nokkuð þverpólitísk hreyfing sem hefur átt erfitt með að móta heilsteypta stjórnmálastefnu á borð við gömlu stjórnmálaflokk- ana hefur hann náð eyrum kjós- enda að því er virðist út á sér- stöðu sína að vera eingöngu skipaður konum. Kona nátengd Kvennalistanum telur engan vafa leika á því að kjarasamningarnir undanfarið, þar sem stórir starfshópar að miklum hluta skipaðir konum hafi barist fyrir verulegri leiðrétt- ingu á launum sínum hafi komið Kvennalistanum til góða í kosningunum. Það hafi myndast ákveðin samstaða á meðal kvenna í þessum kjarasamning- um sem hafi að einhverju leyti skilað sér í fylgi til Kvennalistans. Nú er Kvennalistinn stjórnmála- hreyfing sem aðeins er opin öðru kyninu og verður það að teljast til misréttis. Þessi spurning var lögð fyrir aðra kvennalistakonu. Konur hafa áorkað mörgu í jafn- réttismálum undanfarið, svaraði hún. En þó er einn málaflokkur þar sem þær sitja eftir. Það eru launamálin. Við erum almennt með miklu lægri laun, bæði á almennum vinnumarkaði og ekki síður í opinbera geiranum. Ég er fullviss um að það er megin- ástæðan fyrir því að sérframboð kvenna nýtur vaxandi fylgis og að konur kjósa að horfa framhjá því að körlum sé heimilaður aðgang- ur að þessum framboðum. í fyrstu varð kvennaframboðið til að vekja athygli á því hversu fáar konur virtust eiga aðgang að starfi í stjórnmálum meðal ann- ars í sveitarstjórnum og á Alþingi En nú er þetta einnig orðin spurning um launamálin. Meðan þau eru í ólestri er kvennafram- boðs þörf og það verður að berj- ast á þeim vettvangi. Þegar þessar sömu konur eru inntar eftir því hvort Kvennalist- inn eigi að taka sæti í ríkisstjórn og hvort stjórnarþátttaka myndi styrkja hann eða veikja verða svörin ekki á einn veg. Ég held að tækifærið sé nú, segir ein þeirra. Við eigum að fara í ríkis- stjórn núna en að sjálfsögðu að því tilskildu að tekið verði tillit til okkar sjónarmiða til jafns við aðra flokka sem myndu starfa með okkur. Er hún var innt eftir því hvaða stefnumál yrðu sett á oddinn svaraði hún nokkuð almennt en var minna fyrir að gefa ákveðin svör. Hún taldi fyrir sitt leyti að tryggja yrði að staðið væri við bakið á velferðarþjóðfé- laginu og að kjör kvenna yrðu bætt verulega í þá átt að jafna þau við kjör karlmanna. Ég er ekki viss um að stjórnar- þátttaka sé okkur hagstæð við þessi skilyrði sem nú eru, segir önnur kvennaframboðskona. Þetta er þvílíkur hrærigrautur sem kom út úr þessum kosning- um að starf hverrar þeirrar ríkis- stjórnar sem tækist að mynda yrði samsuða svo margra sjónar- miða að enginn flokkur gæti í raun náð neinum stefnumálum fram. Stallsystir hennar tekur í sama streng. Við eigum að taka áhættu á að fara í gegnum aðrar kosningar til. Það eru allar líkur á því að við myndum styrkja stöðu okkar enn frekar. Hvort Kvennalistinn sé klofn- ingur úr Alþýðubandalaginu neita þessar kvennalistakonur alfarið. Við tökum ef til vill meira fylgi frá þeim en öðrum því við höfum lagt áherslur á málefni sem eru svipuð sumu sem þeir hafa verið með. Borgaraflokkurinn Hin stóra spurningin, sm stjórn- málamenn standa framnii fyrir er hvort Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar og stuðnings- manna sé kominn til að vera. Kominn til að verða virkt stjórn- málaafl í framtíðinni eða hvort hann síast aftur inn í Sjálfstæðis- flokkinn og þá í gegnum hversu þétta síu hann þarf að fara. Það er alveg ljóst, að hefði for- ustusveit Sjálfstæðisflokksins ekki gripið til þess ráðs að ýta Alberti Guðmundssyni úr ráð- herrastóli mánuði fyrir kosningar í trausti þess að hann hefði ekki tíma til að fara í sérframboð en sæti áfram sem óvirkur frambjóð- andi í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fremur en hverfa af hinum póli- tíska vettvangi, hefði Sjálfstæðis- flokkurinn komið sterkur út úr kosningunum í flestum kjördæm- um. Hann hefði haft óskastöðu um að mynda ríkisstjórn þar sem Framsóknarflokkur eða Álþýðu- flokkur hefðu komið til sögunn- ar. Borgaraflokkurinn er kominn til að vera, segir gallharður Alberts-maður og hulinn her- maður. Brottvikning Alberts var síðasti dropinn eða eigum við að segja gusan, sem þurfti til að fylla mælinn. Átökin og andstæðurnar hafa verið að magnast undanfarin ár þótt allt virtist stundum vera nokkuð slétt á yfirborðinu. Sjálfstæðismaður sem hlynntur er Álberti telur að mikið vatn þurfi að renna til sjávar þar til þessi öfl geti sameinast á nýjan leik. Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur að breyta mörgum áherslum og hætta að veifa frjálshyggjufán- anum framan í landann. Hann verður að taka upp sjálfstæðis- stefnuna frá viðreisnarárunum. íslendingar vilja ekki gera neinar tilraunir með það velferðarþjóð- félag sem þeir hafa komið upp með fyrirhöfn. Mörgum finnst frjálshyggjan ráðast að rótum þess. Við fórum með sjálfstæðis- stefnuna og þeir sitja eftir á rúst- um frjálshyggjunnar, segir annar borgaraflokksmaður. Ágreining- urinn er meiri en um persónur. Hann er ekki síður grundvall- armálefni. Það er ljóst að þetta hlaut að koma fram, segir sjálfstæðismað- ur sem starfað hefur mikið með flokknum. Þótt þessu hefði verið frestað með Albert hefði komið fram klofningur einhvern daginn. Ágreiningurinn var hreinlega orðinn það mikill og það var búinn að vera mikill þrýstingur á Þorstein að víkja karlinum úr ríkisstjórninni. Nú er Ijóst að kosningasigur Borgaraflokksins byggðist mikið á persónu Alberts Guðmunds- sonar. Er einhver möguleiki að flokkurinn haldi velli ef Albert hætti afskiptum af stjórnmálum? Persóna Alberts hafði auðvitað heilmikið að segja eins og málum var komið viðurkennir stuðnings- maður hans. Framtíð flokksins að Albert hættum veltur auðvitað mikið á því hvernig haldið verður á málum og hver velst í forsvar, bætir þessi borgaraflokksmaður við. Ef Helena tæki við flokknum hefðum við eignast okkar Möggu. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið galt afhroð í kosningunum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu. Það vekur þá spurningu hvort stefna þess höfði ekki lengur til íslend- inga eða er flokknum kennt um einhver meiriháttar mistök og ófarir í þjóðmálum. Ég tel það einkurn þrennt sem gert hefur Alþýðubandalaginu erfitt fyrir í þessum kosningum, Þórður Ingimarsson skrifar: Fyrri hluti segir gróinn alþýðubandalags- maður. í fyrsta lagi höfum við misst nokkurt fylgi yfir til Kvennalistans. Það skapast af því að þær hafa tekið ýmislegt af okkar stefnumálum upp og þótt við höfum dugmiklar konur í for- ustusveit dugir það ekki til að halda í kvennafylgið. í öðru lagi höfðar forusta flokksins ekki nægilega vel til kjósenda. Þótt Svavar sé dugmikill stjórnmála- maður væri ef til vill snjallt af honum að hverfa úr fremstu víg- línunni um sinn. Hvíla sig og safna kröftum. Þótt hann sé ekki gamall að árum þá byrjaði hann mjög snemma og hefur látlaust staðið í eldlínunni. Það er erfitt að halda ferskleika mjög lengi í svona starfi. í þriðja lagi er Alþýðubandalaginu kennt um það sem mistókst á síðari hluta tímabils ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Steingrími hefur tekist að koma sökinni á okkur. Hann hefur líka haft tækifæri til að hreinsa til í ríkisstjórn á með- an við vorum í stjórnarandstöðu. Þessi stjórnarandstaða var okkur erfið því það er erfitt að gagn- rýna aðgerðir sem mestöll þjóðin vildi að væru gerðar. Almenning- ur vildi losna við verðbólguna og vill ekki fá hana aftur. Það er ljóst að það þarf meiri tími að líða til að við getum rétt okkur við og sýnt fram á að við séum ekki verðbólguflokkur. Þetta get- ur líka kostað okkur innri upp- stokkun, segir þessi alþýðu- bandalagsmaður að lokum. Alþýðubandalagsmaður af gamla skólanum er öllu ómyrkari í máli og ekki á þeim buxunum að viðurkenna nein mistök. Ég veit ekki hvað þessi þjóð er farin að hugsa, segir hann. Hún eltist við alls kyns frjálshyggjublaður, jakkafatasýningar og pilsfalda- skak en hafnar Alþýðubandalag- inu sem eitt getur staðið vörð um verkalýðinn og lítilmagnann. Við verðum að breyta um áherslur, segir alþýðubandalags- maður af hinni svokölluðu lýð- ræðiskynslóð. Það hafa orðið ýmsar breytingar í frjálsræðisátt hér á síðustu árum. Nægir að nefna útvarps- og sjónvarpsrekst- ur og gjaldeyrisverslun. Við töld- um þjóðfélagið ekki vera í stakk búið til að sleppa þessu lausu. En fólk vill þetta og okkur er kennt um að vera á móti öllu. Það er ljóst að mjög skiptar skoðanir eru innan Alþýðu- bandalagsins um framtíð flokksins. Um hvernig hann á að halda á málum og jafnvel hvaða málefni eigi að vera á oddinum. Ég held að einhvers konar sam- starf við Alþýðuflokkinn sé vel hugsanlegt. Þessir flokkar verða að reyna að nálgast hvor annan, segir ungur alþýðubandalags- maður. Þeir ná aldrei að mynda sterkt afl öðruvísi. En það er mikil andstaða við svona hug- myndir í báðum flokkunum, heldur hann áfram, einkum á meðal eldri manna. Stundum er eins og eldri menn séu múraðir inn í stjórnmálaflokk. En það er nú ekki fortíðin og sagan sem allt snýst um, heldur framtíðin segir þessi ungi maður að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.