Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 7
27. maí 1987 - DAGUR - 7 gæslu 40 þúsund krónur á dag án aðgerða. Svo er það hin hliðin. í sjó- mannastéttinni þar sem eru ekki nema 5-6000 ársstörf, er slysa- tíðnin með þeim ósköpum að á síðasta ári voru um 470 skráð bótaskyld slys um borð í skipum. Þetta eru nær 9%. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í sendiráði Bandaríkj- anna á íslandi, um fjölda her- manna sem sendir voru til Víet- nam og fjölda særðra, þá er það hlutfall aðeins rúm 4%. Þar töldu fjölskyldurnar að mennirnir væru úr helju heimtir ef þeir komust heim. Vegna óvinsælda þeirra verkefna sem menn fengust þar við, þá tel ég að þeir hafi í mörg- um tilfellum logið upp á sig meiðslum og þessi tala sé því of há. Tryggingayfirlæknir hér á landi, Björn Önundarson, hefur hins vegar sagt að skráningu slysa á íslenskum skipum sé mjög ábótavant og því eru okkar upp- lýsingar vanmat á ástandinu. Örygismál hafa verið feimnismál í Víetnam hömuðust þeir við að drepa hver annan en við erum væntanlega að forðast það, en þetta er árangurinn. Ástæðan er á fínu máli kölluð mannleg mistök og öryggismál hafa verið feimnismál þó að það sé sem bet- ur fer að breytast. Það var feimn- ismál ef maður kom um borð í skip og sagði: „Hvar er björgun- arvestið mitt, hvernig á ég að setja það á mig?“ Þó að þar sé um erlent skip að ræða þá segir það sína sögu að þegar Syneta fórst við Skrúð þá voru nokkur af þeim líkum sem fundust í sjónum hálsbrotin, af því að mennirnir höfðu sett vest- in vitlaust á sig. Af Suðurlandinu fórust menn. Þar var vitað til þess að einn maður reyndi ekki að setja á sig vesti. Þessi maður var sá eini sem ekkert spurðist til. Það sást þó til hinna sem fórust. f þessu sambandi er annað athyglisvert, varðandi rannsókn sjóslysa. Til þess að hlífa áhöfn- inni við að þurfa að skýra írá þeim hörmungum sem hún lenti í, þá var þeim sleppt við sjópróf þangað til hálfum mánuði síðar. En strax í Færeyjum höfðu fréttamenn við þá nærgöngul viðtöl. Mér finnst það svívirða að menn séu settir upp við vegg af fjölmiðlum, án þess að reynt sé fyrst að rekja orsök og afleiðingu þess sem gerðist og kryfja hlut- ina. Þetta verður eingöngu til þess að koma gróusögum af stað. Af hverju eru slys sem verða á landi eða í lofti rannsökuð umsvifalaust og vægðarlaust, en það síðan látið danka vikum og mánuðum saman þó að heil skipshöfn hverfi. Þeir flutu skammt á undanþágunni Suðurlandsslysið er ekkert eins- dæmi. Hér hafa skip brunað nið- ur á hafsbotn án þess að hreyfð séu hönd eða fótur til að athuga hvað olli því. Og ef það kemst upp þá er það orðið feimnismál. Þegar Helliseyjarslysið varð, þá var það blásið upp sem þrek- virki, sem það auðvitað var, þeg- ar Guðlaugur synti í land. Hitt var látið liggja í þagnargildi að vegna mistaka þá var skipinu hreinlega hvolft. Og hvar var bát- urinn sem átti að skjóta upp þeg- ar skipið fór niður? Hann var ekki til vegna þess að þarna hafði verið veitt undanþága. Mennirnir flutu skammt á henni. Það er nokkuð svört saga að á árunum 1964-1983 þá sáum við á eftir 365 mönnum í hafið. Að baki hverjum einum sem er fall- inn þá eru 20-30 meira og minna slasaðir, sumir örkumla til ævi- loka. Sjóslys eru ekki náttúru- lögmál, megnið af þeim er það sem á fínu máli er kallað mann- leg mistök. Þetta þurfum við að komast fyrir,“ sagði Þorvaldur að lokum. ET Skipstjóra voru færðir blómvendir við koniuna til Akureyrar. Húsavík: Bæjarstjóm samþykkir kirkjugarösgjöld Kirkjugarðsgjöld á Húsavík 1987 verða 3% af útsvörum og aðstöðugjöldum og er hér um sömu prósentu að ræða og samþykkt var í fyrra. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti þessa prósentutölu á fimmtudag samkvæmt beiðni frá sóknarnefnd en beiðnin er til- komin vegna kostnaðar við gerð steinveggjarins sem verið er að hlaða við kirkjugarðinn á Höfða. IM AKUREYRARBÆR Kattaeigend u r Akureyri Næstu vikur verður unnið að útrýmingu villikatta í bænum. Kattaeigendur eru beðnir að halda heimilisköttum inni til 15. júní n.k. Munið að nú eru ungar smá- fuglanna að skríða úr eggjunum. Umhverfismálanefnd. Garðyrkjustöðin á Grísará KW Því miður verðum við ekki með plöntusölu í Fróða- sundi, en kappkostum góða þjónustu á Grísará Opið mánudaga-föstudaga kl. 8-12 og 13-21, laugardaga og sunnudaga 10-12 og 13-18, uppstigningardag 10-12 og 13-18. Pass. Snyrtilegur k/íeðnflður. Opið fimmtudag frá kl. 21-01 Helgi og íng' úr Logum skemmta. Siatöúut SoögVarTviulii kynslóðorinnar J . .j*_.• t nmim frá } Helgi og top 'ír hESrwgTf re,öa. S57

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.