Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 3
27. maí 1987 - DAGUR - 3 Eitt af hlutverkum Hríseyjarferjunnar hefur verið að flytja físk milli lands og eyjar. Hér er grálúða tekin um borð á Dalvík. Mynd: RÞB Hjörtur Tryggvason: Jarðskjálftarnir í fyrrinótl - gætu verið undanfari stóra skjálftans Hjörtur Tryggvason á Húsavík fylgist með jarðskjálftamæli fyrir Raunvísindadeild Háskól- ans en nokkrir slíkir mælar voru settir upp í Þingeyjarsýslu á sínum tíma vegna undirbún- ings virkjana Dettifoss og Kröflu. Dagur ræddi við Hjört í gær vegna jarðskjálftanna í fyrrinótt og spurði hvaða ályktanir hann drægi af þess- um óróa. „Það fundust dálítið oft skjálft- ar hérna áður en Kröflueldar byrjuðu en þeir duttu alveg niður þegar Krafla fór í gang og lágu Trésmiðjan Pan hf. á Akureyri auglýsir nú 10 íbúðir til sölu í fjölbýlishúsi við Melasíðu 6 og að sögn Magnúsar Ingólfs- sonar framkvæmdastjóra bendir allt til þess að fram- kvæmdir fari að hefjast. Asókn í íbúðirnar er að glæð- ast og Pan er einnig með lóð undir raðhús sem nú er á teikniborðinu. íbúðirnar í fjöl- býlishúsinu eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja á þremur hæðum. Steinunn Sigur- björnsdóttir frá Grímsey látin Steinunn Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey lést síðastliðinn föstu- dag, 22. maí í Landakotsspítala. Steinunn var útibússtjóri kaupfé- lagsins í Grímsey um árabil, en lét af því starfi á síðasta ári. Steinunn var einnig fréttaritari Dags í Grímsey. Jarðarför Stein- unnar fer fram frá Miðgarðakirkju í Grímsey næstkomandi föstu- dag. Dagur sendir eftirlifandi aðstandendum Steinunnar sam- úðarkveðjur. niðri þar til í fyrra. Þá fóru að koma skjálftar sem áttu upptök sín vestan við Flatey og fyrir mynni Eyjafjarðar, 6. febrúar varð skjálfti sem mældist nærri tvö stig og 15. febrúar skjálfti sem var 4,3 stig, síðan hafa verið tveggja til þriggja stiga skjálftar að meðaltali einu sinni í mánuði. Upptökin færast heldur nær okk- ur og mér finnst vera töluverð hætta á að á næstunni verði ein- hverjir skjálftar hér á Húsavík. Pessir skjálftar verða yfirleitt á Húsavíkursprungunni og ef við lítum á hvenær hafa komið nokk- uð stórir skjálftar á þessari Bílskúrsréttur fylgir 3ja og 4ra herb. íbúðunum. „Gert er ráð fyrir því að hægt sé að byggja frístandandi bílskúra við plönin. í rauninni ætti næstum að vera skilyrði að hafa bílskúr en verka- mannabústaðakerfið kaupir ekki slíkar íbúðir," sagði Magnús. Hann minntist á húsnæðis- skortinn í bænum. „Innflytj- endum“ gengi illa að fá húsnæði og einnig væru margir Akur- eyringar sem vildu stækka við sig, fara úr blokk í raðhús, enda væri ásóknin í raðhúsaíbúðir ansi rnikil. Hann sagði einnig að lánin væru orðin það há að ef fólk gæti ekki keypt núna þá gæti það aldrei gert það. Þegar fólk væri komið með lánsloforð í hendurn- ar ætti að vera auðvelt fyrir það að byggja. Pan selur íbúðirnar tilbúnar undir tréverk, samcign frá- gengin. Aðrir sem standa í tbúðabyggingum núna eru SS Byggir, sem nú hefur selt flestar ef ekki allar íbúðirnar í Hjalla- lundi, Aðalgeir Finnsson og Fjölnir sem byggja verkamanna- bústaði og Haraldur og Guð- laugur sem byggja raðhús. Bygg- ingariðnaður virðist á uppleið á Akureyri og bjartsýni ríkjandi. SS sprungu þá var það síðast 1910. 1872 skemmdust öll hús á Húsa- vík, flestir torfbæir hrundu og fólkið flúði úr þorpinu, sömuleið- is urðu mjög miklar skemmdir 1755 og þá urðu einnig miklar skemmdir í Flatey. Einnig varð skjálfti hér 1623 svo skjálftarnir virðast koma að meðaltali einu sinni á öld og þeir eru stórir. Það er hugsanlegt að skjálft- arnir núna séu undanfari þess að eitthvað meira geti gerst og eins er með skjálftann á Suðurlandi hann gæti verið undanfari meiri- háttar skjálfta þar.“ - Áttu frekar von á að skjálft- arnir séu undanfari stórs skjálfta á Húsavíkursprungunni heldur en goss í Kröflu? „Já, ég held að þetta bendi ekki sérstaklega til goss í Kröflu þó best sé að fullyrða ekkert um það, en það er grunsamlegt að skjálftarnir skuli vera að færast nær Húsavík þó að það geti dreg- ist í ár eða áratugi að stóri skjálft- inn komi.“ - Hverju megum við eiga von á þegar stóri skjálftinn kemur á Húsavík? „Skjálfta sem verður allt að sjö stig á Richter. Slíkur skjálfti get- ur valdið verulegum skemmdum, hús geta sprungið, farið úr skorð- um eða hrunið, það geta komið miklar sprungur í Húsavíkurfjall og Laugardal og landið norðan við sprungurnar hækkar um hálf- an til einn metra. Það er hægt að sjá þrjár til fjórar sprungur í fjall- inu og ekki gott að segja til um hver þeirra hreyfist. Það hefur ekki verið byggt nálægt þeim sprungum en það hefur aldrei verið kannað nægilega vel hvort ein sprunga leynist nálægt hlíðum fjallsins. Skjálftinn verður skemmtileg- ur og eftirminnilegur en þó munu ekki allir hafa gaman af honum. Ég á við að eldgos og jarðskjálft- ar tilheyra okkar íslensku nátt- úru, við verðum að læra að hafa gaman af þeim og kynna okkur þessa hluti sem best svo við þurf- um ekki að vera hrædd. Ég hef heyrt að það sé gamall siður í Japan að þakka guði fyrir jarðskjálfta og eldgos, þau séu talinn af hinu góða. Það er ekki hægt að neita því að bæði jarð- skjálftar og eldgos hafa byggt upp ísland og við ættum ekkert land án þeirra. Því finnst mér alls ekki liægt að tala um að þau séu af hinu illa og mér fannst jarð- skjálftarnir í nótt fremur skemmtileg fyrirbæri.“ IM Akureyri: Pan hf. byggir fjölbýlishús - einnig með raðhús á teikniborðinu Raufarhöfn: Fólk vantar í vinnu Nú mun vera næga atvinnu að fá á Raufarhöfn. Rauðinúpur hefur aflað vel að undanförnu t.d. komið með um 130 tonn í tveim síðustu túrum. Skortur er á vinnuafli til frystihússins, en húsnæðisskortur er veru- legur og stendur í vegi fyrir því að fólk fáist til vinnu. Hafnar eru framkvæmdir við byggingu félagslegra íbúða og er stefnt að því að hægt verði að flytja inn í tvær næsta vor. Þá verður hafist handa við byggingu tveggja í viðbót. Bygging hins nýja og glæsilega frystihúss Fiskiðju Raufarhafnar, er nú á lokastigi, og er stefnt að því að taka það í notkun seint í sumar eða næsta haust. Nú búa um 430 manns á Raufarhöfn, og hefur sá fjöldi nokkuð staðið í stað undanfarin ár, en að sögn Gunnars Hilmars- sonar sveitarstjóra, hefði eflaust fjölgað hjá þeim ef ekki kæmi til húsnæðisskorturinn. VG Fimmtudaginn 28. maí kl. 20.30. Föstudaginn 29. maí kl. 20.30. Laugardaginn 30. maí kl. 20.30. Ailra, allra sídustu sýningar MIÐASALA SlMI 96-24073 Leikfglag akurgyrar Óska eftir að taka á leigu 6 herbergja íbúð á Akureyri til tveggja ára. Fyrirframgreiðsla. Tilboðum skilað inn á afgreiðslu Dags Akureyri, fyrir 5. júní, merkt „S 13“. Sumarbúðirnar Vestmannsvatni auglýsa: 6 pláss laus í 5. flokki ahnars UPPPANTAÐ í ALI_A FLOKKA - BíðlÍStar: Athugið - Vegna mikillar þátttöku barna höfum við bætt við aukaflokki á besta tíma 14.-21. júlí, aldur 7-11 ára stelpur og strákar. Innritun í Sumarbúðunum í síma 96-43553. Frá Matvörudeild KEA Vegna yfirvinnubanns í matvöruverslunum á Akureyri alla laugardaga í júní-júlí-ágúst, þá viljum við minna á að eftirtaldar búðir eru opnar til kl. 19.00 á föstudögum: Kjörmarkaðurinn Hrísalundi Kjörbúðin Sunnuhlíð 12 Kjörbúðin Byggðavegi 98 Auk þess er Hrísalundur opinn alla fimmtudaga til kl. 20.00 j^Matvörudeild]

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.