Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 27.05.1987, Blaðsíða 16
Hvaö ertu bráðlátur? GPedi<5myndir~’ Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eða 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23020. Akureyri: 10 til 15 um hverja leiguíbúð Mikil eftirspurn hefur verið eftir leiguhúsnæði á Akureyri undanfarið, og virðist ekkert lát verða þar á. Takmarkað framboð á leiguíbúðum veldur því að húsaleiga er nú hærri en um langt skeið og meira um fyrirframgreiðslur. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið er skortur á leiguhúsnæði farinn að standa í vegi fyrir mannaráðningum hinna stærri fyrirtækja á Akureyri, ogj er barist um hverja íbúð sem losnar. Að sögn Gunnars Skarp- héðinssonar, starfsmannastjóra Slippstöðvarinnar hf., tókst þó að útvega Pólverjunum ellefu, sem væntanlegir eru í vinnu hjá Slippnum, húsnæði, en þeir munu búa nokkrir saman í hverri íbúð. Að sögn kunnugra er algengt að tíu til fimmtán tilboð berist í hverja íbúð, sem auglýst er til leigu. Þá hefur færst í vöxt, að hálfs til eins árs fyrirframgreiðsla sé boðin við undirskrift samnings. EHB Næg Grenivík: atvinna - við sjósókn og fiskvinnslu Næg atvinna er nú á Grenivík. A Grenivík hefur stærra hlutfall fólks lífsviðurværi sitt af sjósókn og fiskvinnslu en á Oestum öðrum stöðum. Eins og er, ku vera nóg um hús- næði, en að sögn Stefáns Þórð- arsonar sveitarstjóra, er ekki um neitt húsnæði að ræða þar, ef einhver vildi flytja inn. í fyrra kom til Grenivíkur hjúkrunarfræðingur með fasta búsetu, sem ásamt læknuni sem koma tvisvar í viku frá Akureyri, sinnir heilsugæslu á staðnum og er þetta mikil aukning á þjón- ustu. Stefán tók það einnig fram, hvað nýi Leiruvegurinn stytti mikið leiðina til Grenivíkur, og að mikil bót myndi verða af því, að í sumar stendur til að leggja bundið slitlag að Fagrabæ, sem er um 24 km leið. Félagslíf á Grenivík er ágætt, og heldur íþróttafélagið Magni því uppi að miklu leyti. Magni leikur knattspyrnu í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. VG „Það er allt í lagi með bílinn hjá mér,“ sagði Óttar Einarsson sem lét skoða í gær. Mynd: RÞB Aðalskoðun bifreiða lýkur 2. júní: Skoðað í einum grænum - hjá Óttari Einarssyni, sem hefur gaman af því að koma í Bifreiðaeftirlitið Aðalskoðun bifreiða á Akur- eyri lýkur 2. júní. Að henni lokinni verða bifreiðar á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði skoðaðar. Skoðun á Akureyri gengur þokkalega, að sögn Sigurðar Indriðasonar um- dæmisfulltrúa. „Þeir sem á lé- lcgustu bílunum eru draga það mest að koma með þá til skoðunar,“ sagði Sigurður og bætti því við að ástand þeirra bfla sem búið er að skoða væri yfirleitt mjög gott. „Ég renndi nú bara við í eftirlit- inu til að athuga hvort komið væri að mér,“ sagði Óttar Einars- son sem við hittum við bæki- stöðvar Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri í góða veðrinu í gær. „Peir voru svo hrifnir af bílnum, að þeir vildu endilega skoða hann í einum grænum hvelli.“ Óttar ekur um á grænum Peug- eot, árgerð 1977 og var ákaflega hrifinn af gripnum. Sagðist hafa keypt hann í september síðast- liðnum af valinkunnum sóma- manni. „Og hann er í svo góðu lagi að elstu menn muna bara ekki neitt!“ sagði Óttar og skæl- brosti. Hann sagði að Peugeotinn væri alltaf í góðu lagi hjá sér og hann væri lítið hræddur við að koma með hann til skoðunar. „Jú, það eru vissulega margir hræddir við að koma hingað, sem vonlegt er. En ég hef gaman af því. Þeir ljóma eins og sól í heiði eftirlitsmenn þegar ég kem hér við,“ sagði Óttar og veifaði skráningarskírteini sínu glaðbeitt- ur mjög. mþþ Lágheiðin opin fyrir létta umferð - almennt góð færð á vegum „Það er yfirleitt ágætis færð á öllum aðalvegum og reyndar útvegum líka því það er búið að opna Lágheiðina. Síðastlið- ið laugardagskvöld hleyptum við á hana léttri umferð, en ekki fyrir þyngri bfla en þriggja tonna,“ sagði Bjarni Sigurðs- son hjá Vegagerðinni í samtali við Dag. Sagði Bjarni að Lágheiðin væri það blaut að það hefði ekki verið hægt að hefla hana ennþá. Á þessum árstíma eru vegir lands- ins oft illa farnir, drullupyttir hér og þar, en svo mun ekki vera nú. Að sögn Bjarna er ástandið óvenjulega gott núna, „það var úrrennsli á stöku stað meðan vatnavextir voru hvað mestir en það er það eina sem við höfum þurft að hafa afskipti af.“ -HJS Hofsós: Veríð að setja upp nýja bílavog Þessa dagana er unnið að undirbyggingu fyrir bílavog sem verið er að koma fyrir á Hofsósi. Nokkur tími er síðan gamla vogin á staðnum varð ónýt, en sökum peningaleysis hefur ekki reynst unnt að fara fyrr í að koma voginni upp, en nýja vogin hefur beðið upp- setningar frá síðasta hausti. Að sögn Hólmgeirs Einarsson- ar verkstjóra í frystihúsinu hefur vandræðaástand ríkt um vigtun afla í vetur. Aflinn úr trillunum hefur verið vigtaður á 100 kílóa vigt og það tekið óratíma. „Það hefur verið fornaldarstíll á þessu,“ sagði hann. Það er Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki sem hefur umsjón með uppsetn- ingu bílavogarinnar. -þá Verkamannabústaðir: Kaupa 10 nýjar íbúðir af SS Byggi - fáist leyfi hjá bæjarstjórn Á fundi hjá stjórn verka- mannabústaða á Akureyri á mánudaginn, var ákveðið að fara þess á leit við bæjarstjórn „Hætt við að draqi úr sprettu“ - segir Guðmundur Steindórsson ráðunautur til ráða, t.d. með tilliti til kal- „Það hefur verið mjög þurrt í lengri tíma. Þegar snjór er eins lítill og var síðasta vetur lækk- ar grunnvatnsstaðan í jarðveg- inum, en þá er hætt við að dragi úr grassprettu,“ sagði Guðmundur Steindórsson, ráðunautur, þegar hann var spurður um þurrkana undan- farið. Að sögn Guðmundar er mjög misjafnlega langt niður á grunn- vatnið, og fer það eftir jarðvegi og fleiri aðstæðum á hverjum stað. Þegar grunnvatnið fer niður fyrir ákveðna hæð ná plönturnar ekki lengur í það, og er einkum hætt við slíku ef lítill snjór er á jörðu þegar vorar og raki fer fljótlega úr jarðveginum vegna lítillar úrkomu, en þessar aðstæð- ur eru einmitt fyrir hendi nú. Móar og landsvæði, þar sem grunnt er niður á grjót, eru í mestri hættu. Þegar Guðmundur var spurður nánar um horfurnar og hvað væri svæða, sagði hann: „Það er engin hætta á ferðum ennþá, en auðvit- að dregur úr sprettu ef þetta varir öllu lengur. Varla er hægt að segja að þurrkurinn dragi úr því að kalsvæði lagist, því þau eru hvort sem er dauð. Ekki er nein spurning um, að vökvun myndi hraða sprettu mikið nú en það er töluvert fyrirtæki að vökva stór landsvæði, og slíkt er almennt vart framkvæmanlegt, þó það fari eftir aðstæðum." EHB Akureyrar, að fá leyfl til kaupa á tíu nýjum íbúðum. Verka- mannabústaðir hafa að vísu ráðstafað sínum „kvóta“ á fjárlögum þetta árið, en sam- þykkt var engu að síður að óska eftir leyfi. íbúðirnar sem um er að ræða, eru þær sem SS Byggir reisir nú við Hjallalund, og verða tilbúnar að ári. Hákon Hákonarson for- maður stjórnar verkamanna- bústaða, sagði í samtali við Dag, að liann væri bjartsýnn á að til þessara kaupa kæmi, og yrðu þær auglýstar til sölu um leið og leyfi kæmi frá bæjarstjórn. Það ætti að koma í ljós eftir miðjan júní, hvort af þessu verður, en jákvætt svar hefur nú þegar borist frá Byggingarsjóði verkamanna. Hákon sagði ennfremur, að þeir vildu allt gera til að fjölga íbúðum hjá skjólstæðingum sínum, og gera um leið atvinnu- lífinu og byggingariðnaðinum á Akureyri gagn. Aðspurður sagði Hákon að alltaf bærust inn til sölu notaðar íbúðir, en að erfitt væri fyrir þá að segja fyrirfram hversu margar íbúðir væru væntanlegar á sölu, þar sem þeir vissu það ekki fyrr en ósk bærist til þeirra um kaup á notaðri íbúð. Þær notuðu íbúðir sem verða til ráðstöfunar, verða auglýstar um leið og hinar. VG D Dagur kemur út á morgun, uppstigningardag, og síðan mánudaginn 1. júní. auglýs- ingamóttakan er opin til kl. 12.00 á hádegi í dag en skila- frestur auglýsinga í mánu- dagsblað er til 12.00 á hádegi á föstudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.