Dagur


Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 1

Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 1
Filman þín á skiliö þaö besta1 Nýja-Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 • Pósthólf 196 H-Lúx gæðaframköllun Hrað- framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Eggjahvarf úr fálkahreiðri á Tjörnesi: Nýlega varð Ijóst að tvö egg af fjórum voru horfin úr fálka- hreiðri á Tjörnesi í Suður- Þingeyjarsýslu. Tvö ár eru lið- in síðan síðast hvarf egg úr fálkahreiðri á þessu svæði en eftirlit með hreiðrunum var aukið til muna vegna tíðra rána úr þeim hér á Iandi. Þetta eggjahvarf var tilkynnt til lög- reglunnar á Húsavík sem nú rannsakar málið.___________ Aöalfundur Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar: Fjölbreytt og gagnlegt starf Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn á föstudaginn. Tap á rekstri félagsins var á síðasta ári um 280 þúsund krónur. Rekstar- tekjur voru 2.594 þúsund og rekstrargjöld 2.849 jiúsund. Hlutabréfaeign félagsins er nú 1.836 þúsund krónur en félagið á hlutafé í 8 fyrirtækjum, mest í Sæplasti hf., 650 þúsund. Hluta- fjáreign félagsins jókst á árinu um 305 þúsund krónur. Hlutafé í IFE er alls um 7.470 þúsund og jókst um rúmlega 3,5 milljónir á árinu. í skýrslu Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra og stjórnarformanns félagsins kom meðal annars fram að IFE hefur átt hlut í stofnun, rekstri eða hlutafjáraukningu í nokkrum fyrirtækjum við Eyja- fjörð en auk þess hefur það unnið ýmis verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Má þar nefna markaðskönnun fyrir Bjarg á Akureyri og vinnu við undirbún- ing háskólakennslu á Akureyri að ógleymdri stofnun hlutafélags um fiskeldi í Eyjafirði og fóður- verksmiðjunnar Istess hf. Meðal þeirra fjölmörgu verk- efna sem nú er unnið að má nefna athuganir á kanínurækt og stofnun matvælaiðngarða á Akureyri. ET Enginn eftirlitsmaður er með fálkahreiðrum á Tjörnesi, eini fálkaeftirlitsmaður á landinu er Haukur Hreggviðsson í Mývatns- sveit. Haukur sagði að á Mývatnssvæðinu hefði ekkert horfið af eggjum enda væru hreiðrin vel vöktuð og fólk vel á varðbergi gagnvart öllum grun- samlegum mannaferðum. Það sem er merkilegt í þessu máli er að ekki skuli öll eggin vera tekin úr hreiðrinu og bendir það kannski til þess að ekki sé um atvinnumenn að ræða. Þegar Dagur hafði samband við Húsavíkurlögreglu sagði Þröstur Brynjólfsson lögreglu- maður að rannsókn stæði yfir á þessu hvarfi en engar vísbending- ar hefðu fengist í málinu. Þar sem nokkuð er síðan þetta skeði er ekki ólíklegt að eggjaræningj- um hafi tekist að komast úr landi þ.e.a.s. ef um stuld er að ræða og ef um útlendinga er að ræða. Þröstur sagði að lögreglunni væri ekki kunnugt um ferðir neinna grunsamlegra manna á þessum slóðum nýlega en það útilokar samt ekki að um rán hafi verið að ræða Karl Jóhannsson hjá Útiend- ingaeftirlitinu sagði að ekki hefði verið haft samband við þá vegna þessa máls og sagðist hann strax hafa samband við eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði ekki víst að hægt væri að herða eftirlit með einstaklingum meira en verið hefur en lögreglan hefur upplýsingar um alla fálkaeggja- þjófa á skrá hjá alþjóðalögreglu. Karl sagði að þessi tvö egg gætu selst á um 20.000 dollara erlendis og því legðu menn talsvert á sig til að komast yfir eggin. Njósnir hafa borist af því að 10 til 20 egg berist héðan á ári. Fálkar seljast einnig háu verði á fæti, t.d. selst hvítur kvenfálki á um 100.000 dollara. í þessum máli sagði Karl að vel hugsanlegt að um heima- menn væri að ræða sem ráðnir væru til aðstoðar erlendum aðil- um gegn vænum fjárgreiðslum. JÓH Æðarkolla með unga sína og það síðasta dag niaímánaðar. Ætli blessaður fuglinn hafi ruglast í veðurblíðunni undan- farið og haldið að lengra væri liðið á sumarið? Mynd: rþb Iðnaðardeild SÍS: 200 milljóna kr. sölusamningar - „Erum ánægðir með samningana við Sovétmenn þó verðið sé lágt,“ segir Aðalsteinn Helgason Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á sölusamn- inga milli Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri og Sovétmanna. Undanfarnar vikur hefur smám saman verið að ganga saman í viðræðunum við Sovétmenn um aukin kaup þeirra á ullarvörum, og hefur nú verið samið um sölu á vör- um fyrir rúmlega fimm inillj- ónir dollara á þessu ári. Með þeirri viðbót, sem nú hefur verið samið um, er Ijóst að Sovét- menn munu kaupa á þriðja hundrað þúsund peysur og 720 þúsund trefla af Iðnaðardeild- inni. Verðmæti þessarar fram- leiðslu er yfir 200 milljónir króna, og er það um helmings- hækkun frá í fyrra. Tvö sovésk fyrirtæki, samvinnusambandið Sojus og ríkisfyrirtækið Razno- export, eru kaupendur varanna. Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Þróunarfélagið brást vonum Eins og komið hefur fram var síðastliðinn fimmtudag stofnað hlutafélagið Fiskeldi Eyja- fjarðar hf. Ráðnir hafa verið tveir fiskifræðingar sem í byrj- un júní munu hefja rannsóknir á möguleikum til lúðueldis í EyjaFirði. Hlutafjárlpforð frá heimaaðil- um eru 4,5 milljónir en auk þess var reiknað með að Þróunarfélag Islands, Rannsóknarráð ríkisins °g Byggðastofnun myndu leggja leggur aðeins fram 200 þúsund krónur í hlutafé beðið eftir ákvörðun Byggðastofnunar um framlag fram annað eins og hlutafé því verða alls um 9 milljónir. Nú er hins vegar ljóst að tveir þessara aðila bregðast. Rann- sóknarráð ríkisins hefur gefið neikvætt svar við beiðni um hlutafé og loforð Þróunarfélags íslands hljóðar einungis upp á 200 þúsund krónur. Ingi Björns- son framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar sagði í sam- tali við Dag að þessar undirtektir hefðu vissulega valdið vonbrigð- um þar sem hlutverk Þróunar- félagsins hlyti að vera að leggja áhættufé í fyrirtæki og rannsókn- ir af þessu tagi. Ingi sagði hins vegar að vonir væru bundnar við talsvert framlag frá Byggðastofn- un sem sést af því að á stofnfund- inum var ákveðið að gefa henni tækifæri til að tilnefna einn full- trúa af fimm í stjórn fyrirtækis- ins. Stjórn Byggðastofnunar furidar um málið á morgun. Hinir fjórir fulltrúar sem kosn- ir voru í fyrstu stjórn fyrirtækis- ins eru Pétur Bjarnason verk- smiðjustjóri ístess, Ingimar Brynjólfsson oddviti í Arnarnes- hreppi, Jóhannes Kristjánsson bifvélavirki og Vilhelm Þor- steinsson framkvæmdastjóri ÚA. Á fundinum var samþykkt að veita stjórninni umboð til að auka hlutafé fyrirtækisins í níu milljónir á þessu ári, þannig að þeir sem gerast hluthafar áður en því marki er náð munu eiga for- kaupsrétt að frekari hlutafjár- aukningum síðar. ET eins og undanfarin ár. Ekki var samið um sölu á teppum að þessu sinni, og er ástæðan sú að ekki náðist samkomulag um verð. „Þessi nýjasta viðbót við samn- ingana er upp á rúmlega tvær milljónir dollara, til viðbótar þeim þrem milljónum, sem þegar hafði verið samið um, en nýjar leiðir opnuðust í samningavið- ræðunum eftir heimsókn Stein- gríms Hermannssonar til Sovét- ríkjanna fyrr á árinu. Sovétmenn flytja mikið inn af fatnaði, en íslensku ullarvörurnar hafa þar nokkra sérstöðu, því mikið af utanríkisverslun Sovétmanna fer fram í formi vöruskipta milli Austur-Evrópuríkjanna. Við erum í sjálfu sér ánægðir með þessa samninga þó verðið sé í lágmarki. Við þurfum að leggja hart að okkur til að ná því að framleiða þetta mikið af vörum, og því er ekki að neita að okkur vantar fleira starfsfólk. Því miður hefur þróunin orðið sú undanfarin ár að dollarinn hefur lækkað jafnt og þétt og kostnað- arhækkanir orðið miklar innan- lands, en verðið sem við fáum fyrir okkar framleiðslu hefur ekki hækkað til samræmis. Það er ekkert leyndarmál að ullariðnað- urinn á í crfiðleikum á íslandi vegna gengisins," sagði Aðal- steinn Helgason, framkvæmda- stjóri ullariðnaðar. EHB Eru eggjaþjófar komnir á kreik?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.