Dagur


Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 3

Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 3
1. júní 1987-DAGUR-3 - En námskeiðin sem þú heldur, hvernig fara þau fram? „Á þessum 12 tímum, er í byrj- un miklum tíma eytt í að tala saman, og þá helst um það sem fólk óttast mest. Sumir eru hræddir við illa anda, og miklar umræður geta spunnist um þetta, ásamt umræðum um guð, djöful- inn, samband við framliðna; nokkurs konar andleg sálfræði. íslendingar er vel lesnir um þessi mál, en hafa ákaflega litla reynslu. Þeir eru feimnir, og ég hef t.d. tekið eftir því, að ef ég hef tekið ljósmyndir á námskeið- inu, biður fólkið mig um að láta þær ails ekki í dagblöð. Pað vill ekki láta fréttast hvað það er að gera. Pegar lengra er komið á nám- skeiðunum, og ég segi fólki að nú ætlum við að vinna með anda, sem munu koma mjög nærri, kemur oft ótti í fólk. Ég vil oft bera saman þessa kennslu við sundkennslu. Ef þú ert hræddur, þorir þú ekki að stökkva út í vatnið. En ef þér hefur verið sagt hvað þú átt að gera þegar í vatnið er komið, hverfur hræðslan. Ég kenni líka að nota líkamann til þess að „finna“ andana. Pað er hægt að finna hvað manneskjan var há, grönn, stutt, eða feit. Á námskeiðinu lærir fólk líka and- legar lækningar, og sálfræðilegar teikningar. Það lærir að taka á móti skilaboðum frá framliðnum, og má segja að tilgangur minn með námskeiðunum sé að kenna fólki að „stinga í samband" (plugg-in). Mannsheilinn er enn svo ókannaður. Það er meira þar, en flest fólk trúir ennþá. Ég vil vaxa meira og læra meira. Ég er ekki að þessu fyrir sjálfan mig, heldur fyrir aðra. Svo ég geti gefið af sjálfum mér til annarra. Ég get ekki endalaust fyllt á minn bikar, það þarf að hella úr honum jafnt og þétt, svo meira komist í hann.“ - En einkafundirnir, hvernig fara þeir fram? „Ég reyni að finna út fyrir fólk, hver sé að reyna að fá samband við það. Andar koma alltaf í ein- hverjum tilgangi. Peir hafa yfir- leitt skilaboð, eða leiðbeiningar varðandi lífið, sambönd, vinnu eða erfiðleika sem viðkomandi er hugsanlega flæktur í. Fólk sem kemur til mín er yfirleitt niður- dregið, hefur ef til vill nýlega misst ástvin, lent í skilnaði eða álíka, og þarf á aðstoð að halda. Stundum teikna ég mynd af hin- um framliðna, og einnig kemur fyrir að ég lækna viðkomandi, sé þess þörf. Ég hef ferðast töluvert, t.d. til Ítalíu, Zimbabwe og Möltu. í Afríku lærði ég að vera galdra- læknir, og var tekinn í félag hjá þeim. Það er álíka með galdra- lækna og miðla, það er mjög auð- velt að læra til þessara starfa.“ - Að lokum Moich, telur þú íslendinga áhugasamari en aðra um andleg málefni? „Já, svo sannarlega. Ástæðan er meðal annars sú hversu bjart er hér. Táknrænt er að segja, því meira Ijós, því fleiri andar. En vegna smæðar þjóðfélagsins, þar sem allir þekkja alla, er fólk svo hrætt við að gera eitthvað öðru- vísi. Það er spéhrætt, nágranninn má ekki vita hvað þú ert að gera. Þetta þurfið þið að yfirstíga. Ég kenni fólki að vera það sjálft. Á eftir þessum orðum Moich Abrahams verður punkturinn settur. Við verðum svo að láta lesendum eftir að draga ályktan- ir, því það er með þetta málefni eins og svo mörg önnur, að skoðanir eru skiptar, og viðhorf- in mörg. En Moich Abrahams þökkum við kærlega fyrir viðtalið, og kveðjum hann með óskum um velgengni í sínu starfi. VG Jón Pétursson hættur hjá Ú.A. Jón Pétursson, togaraskip- stjóri, hefur nú látið af störfum hjá Utgerðarfélagi Akureyr- inga hf., en Jón á að baki þrjátíu og fimm ára farsælan starfsferil hjá félaginu. Jón Pétursson var síðast skip- stjóri á Sléttbak, og hafði verið með skipið um tveggja ára skeið. Jón var fyrsti stýrimaður og skip- stjóri hjá Útgerðarfélaginu um tuttugu og fjögurra ára skeið, fyrst með Áka Stefánssyni á gamla Sléttbak, síðar á gamla Harðbak og Sólbak. Nú er verið að breyta Sléttbak í frystitogara, og verður Kristján Halldórsson skipstjóri á honum. EHB Maxim Gorki sem kemur í sína fyrstu ferð til Akureyrar þetta sumarið, hinn 23. júní. Eins og undanfarin sumur, mega Akureyringar eiga von á að fjöldi skemmtiferðaskipa heimsæki þá í sumar. Hið fyrsta Kazakhstan, kemur 11. júní en Maxim Gorki kemur sína fyrstu ferð 23. júní. Kazakhstan mun koma alls þrisvar sinnum í sumar, 11. og 27. júní, og 13. júlí. Maxim Gorki kemur einu sinni aftur þann 12. júlí, Estonia kemur tvisvar, en fjögur önnur, World Discover, Funchal, Odessa og Arkona koma eingöngu einu sinni. Þetta mun í fyrsta sinn sem Arkona kemur hingað, hin hafa áður heimsótt landið. Alls eru þetta tólf skipti, svo áhugamenn um skip sem þessi ættu ekki að þurfa að láta sér leiðast í sumar. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS FRAMLEIÐIR: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Blöndusement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sér- staklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmann- virki, en einnig í múrhúð). STYRKLEIKI: Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST9. Styrkleiki sem- ents er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2 eftir Portlandsement Lágmarkskrafa IST9 3 daga 7daga 28 daga 250 350 500 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR: - Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttu- menn framleiða og meðhöndla steypuna. - íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalíhvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmd- um í steinsteypunni. - Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það sem nauðsynlegt er, rýrir end- ingu hennar. - Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að nota meira vatn en steypuframleiðandinn gefur upp. - Hlífið nýrri steypu við örri kólnun og útþurrk- un. Sláið ekki frá mótum of snemma og ein- angrið opna fleti. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. - Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. ®SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Pegar við leggjum grunn að framtíóinni notum við aóeins bestu byggingarefni Sjö skip koma alls 12 sinnum í sumar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.