Dagur


Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 11

Dagur - 01.06.1987, Qupperneq 11
1. júní 1987 - DAGUR - 11 Fjölbrautaskólanum á Sauöár- króki var slitið við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu laugar- daginn 23. maí sl. Frá skólan- um brautskráðust nú 30 ný- stúdentar og 9 nemendur af iðn- fræðslubrautum. Nám við skólann í vetur stunduðu 400 einstaklingar, 302 í dagskóla, 68 í öldungadeild og 30 í kvöld- skóla. Á síðasta hausti var haf- in kennsla á sjúkraliðabraut í samvinnu við Sjúkrahús Skag- firðinga. Þá stóð skólinn í vet- ur fyrir námskeiðum fyrir véla- verði og skipstjórnendur og útskrifuöust af þeim 11 véla- verðir og 9 skipstjórnarmenn. Lokaorð Jóns Hjartarsonar við skólaslitin voru á þessa leið. „Sagt er að Hannes Hafstein hafi borið kvíðboga fyrir að menntun hans sem lögfræðingur mundi ekki nýtast honum heim- komnum frá Kaupmannahafnar- háskóla því óvíst var hvaða störf honum byðust. Matthías Joch- umsson orti þá til Hannesar: Eitt ergott við ungan mann alis staðar þar sem kemur hann hittir hann fyrir háskólann - á Hornströndum sem í Kína. Ég vona að gæfa fylgi ykkur öllum hvert sem leiðir ykkar liggja og að þið hittið fyrir háskólann í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur." Skólastjórinn vék í ræðu sinni að skólahaldinu í vetur, félags- starfi nemenda og framkvæmd- um sem miðuðu að frekari upp- byggingu skólans. í því sambandi benti hann m.a. á það, að 1982 lauk samkeppni um hönnun bóknámshúss, en þrátt fyrir það eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Pá kvað hann nauðsyn- legt að nemendur fengju betri aðstöðu til félagsstarfemi innan skólans og vék að skýrslu Efna- hags- og samvinnustofnunar Evr- ópu sem telur þörf fyrir góða aðstöðu til félagsstarfa mun brýnni í heimavistarskólum en öðrum skólum. Einnig þakkaði skólastjórinn 3 kennurum sem nú hætta kennslu við skólann, þeim hjónunum Knúti Hafsteinssyni og Eygló Eiðsdóttur íslensku- kennurum og Erni Ólafssyni kennara á tréiðnabrautum, gott starf og Anna E. Sæmundsdóttir færði þeim blómvendi sem þakk- lætisvott frá skólanum og nemendum. Eitt stúdentsefna, Jón Egill Bragason, sem útskrif- aðist bæði af Náttúrufræðibraut og tónlistarbraut flutti 2 stutt klassísk verk á píanó og eftir að skólastjóri hafði lokið við að afhenda nemendum einkunnir sínar flutti Ingi V. Jónasson þakkir frá nemendum. Vegleg bókaverðlaun voru afhent fyrir góðan námsárangur í 13 greinum. Þar af hlaut Tryggvi Þór Ágústsson verðlaun fyrir ágætan alhliða námsárangur og Jón Egill Bragason fyrir góðan alhliða námsárangur, Linda Leifsdóttir fyrir ágætan náms- árangur í viðskiptagreinum, Ingi V. Jónasson fyrir árangur í sam- félagsgreinum og íslensku, Ásgrímur G. Ásgrímsson í málmiðnaðargreinum, Ásgeir V. Arnljótsson í rafvirkjun, Guð- mundur G. Guðmundsson í raf- iðnaðargreinum og Jóhanna Karls- dóttir í dönsku,'en hún er lang- elst nýstúdentanna, 44 ára og lauk hún prófum með glæsibrag. Þá hlaut Jóna Bryndís Guð- brandsdóttir verðlaun fyrir ágæt- an námsárangur í dönsku og í ensku ásamt Tryggva Þór Ágústs- syni. -þá Svart á hvítu: Ný Regnbogabók Regnbogabækur senda nú frá sér bók númer tvö í kiljuútgáfunni sem hófst með útkomu Brjóst- sviða eftir Noru Ephron. Þessi bók nefnist Gikkur og er eftir blaðamanninn Nicholas Pileggi. Gikkur er í senn hrífandi og hrikaleg frásögn af heimi skipu- lagðra glæpasamtaka. Hún segir raunverulega sögu mafíu- glæpamannsins Henrys Hill, allt frá barnæsku til þess er hann er handtekinn fyrir þátttöku í stærsta peningaráni sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Bókin er einstaklega nákvæm og lifandi frásögn af daglegu lífi í mafíunni, sem dregur upp ótrúlega mynd af hugsunarhætti og eigin siðferðis- heimi þeirra sem starfa innan vébanda hennar. Þegar Henry Hill var handtek- inn fyrir nokkrum árum, þá átti hann ekki annarra kosta völ en að ljóstra upp um nánustu sam- starfsmenn sína. Hann var dauð- ans matur að öðrum kosti og er það reyndar enn vegna þess sem lýst er í bókinni. En Henry Hill er ekki lengur til. Hann fyrir- finnst ekki á spjöldum banda- rísks samfélags, því mafían leitar hans enn þar sem hann lifir undir verndarvæng lögreglunnar. Gikkur dregur upp raunveru- legri og hrikalegri mynd af heimi mafíunnar, en tekist hefur í nokkurri skáldsögu eða kvik- mynd hingað til af þeirri einföldu ástæðu að hún er sönn. Gikkur hefur notið mikilla vinsælda bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem og víða um heim. Bókin var samfellt í rúma þrjá mánuði á bandaríska met- sölulistanum þegar hún kom fyrst út og náði nú síðast fyrsta sætinu á kiljulistanum í mars. Strýta flutt í Herðubreiðarlindir: Bœtir aðstöðu okkar mjög - segir Hreinn Skagfjörð Pálsson landvörður, sem er að fara sitt sjötta sumar á fjöll Það stendur mikið til hjá Ferðafélagi Akureyrar. Um hvítasunnuhelgina ætla félagar í Ferðafélagi Akureyrar að flytja húsið Strýtu héðan frá Akureyri upp í Herðubreiðar- lindir. Akureyrarbær gaf ferðafélaginu húsið með því skiiyrði að það yrði flutt af þáverandi stað. Húsið stóð við Gránufélagsgötu, á horninu norðan og neðan við Sjallann. „Húsið var fyrir skipulaginu, þegar Glerárgatan var gerð,“ sagði Hreinn Skagfjörð Pálsson, er hann hittum við í Strýtu á dögunum. Hreinn sem hefur verið land- vörður í Herðubreiðarlindum undanfarin sumur, sagði að félag- ar í ferðafélaginu hefðu í allan vetur unnið í húsinu. Búið er að einangra húsið allt, klæða og inn- rétta upp á nýtt. Geysileg vinna liggur í vinnu félaganna og hefur hún öll verið unnin í sjálfboða- vinnu. Hreinn sagði að á milli 20 og 30 manns hefðu lagt hönd á plóginn. Og nú er lokasprettur- inn hafinn, því flytja á húsið upp í Lindir föstudagskvöldið fyrir hvítasunnu. Húsið sem er á tveimur hæðum verður tii afnota fyrir landverði, sem í sumar verða þrír þegar mest verður að gera. Auk Hreins sem er að fara sitt sjötta sumar á fjöll, verður Sigrún Björnsdóttir landvörður í Herðubreiðarlind- um, en hún hefur áður verið þar í Hreinn Skagfjörð, landVörður. tvö sumur. Um háannatimann verður þriðja landverðinum bætt við. Á efri hæð hússins eru tvö her- bergi og hafa landverðir annað til afnota, en hitt verður fyrir gesti. „Það má koma ellefu manns fyrir í þessu herbergi,“ sagði Hreinn þegar hann sýndi okkur húsið. Á neðri hæðinni er rúmgott eldhús og einhvers konar setustofa. Einnig verður þar skrifstofa eða þjónustumiðstöð þar sem frammi liggja bæklingar, kort og þess háttar. í fyrrasumar voru skráðar um 7000 gistinætur, að sögn Hreins og rúmlega 3000 manns fóru um svæðið án þess að gista. Hreinn sagði að umferð um Herðubreið- arlindir væri sífellt að aukast. „Þegar þetta hús verður komið upp í Herðubreiðarlindir, bætir það mjög aðstöðu okkar land- varðanna því hún var áður lítil sem engin. Við vorum í einu her- bergi sem ekki var stórt. Þetta verður fínt í sumar,“ sagði Hreinn. En hvað er það sem dregur Hrein á fjöll sumar eftir sumar? „Utiveran. Umhverfið upp í Herðubreiðarlindum er alveg einstakt. Það er sérstaklega ánægjulegt að dvelja þarna efra.“ mþþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.