Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1987, Blaðsíða 5
10. ágúst 1987 - DAGUR - 5 George Harrison átti engin börn í fyrra hjónabandi sínu og aðeins eitt barn, Dhani, með seinni konu sinni, Oliviu. um gert börnunum okkar grein fyrir því að þau geta ekki reiknað með að lifa á okkar peningum,“ segir Linda. „Ef þú legðir háar peningaupphæðir til hliðar fyrir börnin þá mundu þau óska að þú værir dauð og það vil ég ekki.“ George Harrison er nú giftur mexíkanskri konu, Olivia Trini- dad Arias og á með henni soninn Dhani. Þau búa nánast í höll, það er gotneskt hús með 30 herbergj- um og stendur í Friar Park við Henley-on-Thames. Allt í kring- um húsið eru skilti þar sem ókunnugir eru beðnir að hypja sig burt því fjölskyldan vill fá að vera í friði. Þau eru oft á ferða- lögum, eiga m.a. hús á Hawaii og í New South Wales í Ástralíu eiga þau búgarð í fullum rekstri, auk eyju í Kyrrahafinu. Ringo Starr og kona hans Bar- bara Bach búa í húsi í Berkshire sem byggt var á 18. öld. Þar býr einnig elsti sonur hans, Zak ásamt eiginkonu og dóttur á öðru ári, Tatia Jane og það er því fyrsta Bítla barnabarnið. Þarna búa einnig tvö börn Barböru, Francesca og Gianni. Ringo á tvö önnur börn, Jason og Lee sem búa hjá móður sinni í London. Af þessu má sjá að Bítlarnir hafa reynt að láta börn sín fá eins eðlilegt uppeldi og kostur er á. Ekkert barnanna hefur verið sent í einkaskóla og ekki hafa þau verið ofdekruð þrátt fyrir ríki- dæmi foreldranna. Ringo Starr er giftur leikkonunni Barböru Bach. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Barbara á tvö börn sem búa hjá þeim. Hofsós: Vantar húsnæði en enginn byggir „Það hefur enginn einstaklingur sótt um lóð undir íbúðarhús í ár. Það hefur ekki gerst dapr- ara frá því að ég kom hingað árið 1982,“ sagði Ófeigur Gests- son sveitarstjóri á Hofsósi í samtali við Dag. „Menn hafa alltaf eitthvað verið að nudda.“ „Skýringin á þessu er ákaflega einföld og augjós. Ef menn ætla að byggja sér hús upp á 5 milljón- ir og kannski fá lán upp á 3,5, þá standa þeir kannski frammi fyrir því þegar búið er að þurrka rykið af einu sinni fyrir jólin að lánið er komið upp fyrir byggingakostnað hússins. Og söluverðið á frjálsum markaði er komið niður í 3,5 milljónir," sagði Ófeigur. Á Hofsósi vantar hins vegar húsnæði og sagði Ófeigur að þeg- ar hús losnuðu seldust þau strax og oft væru margir um þau. Næg atvinna er á Hofsósi og hefur enginn verið á atvinnuleysisskrá síðustu þrjá mánuði. Trillukarlar hafa veitt vel að undanförnu og eru menn að koma að landi með 2,5 tonn eftir daginn. Nú búa 270 manns í hreppnum, en í fyrra fluttu 20 manns í burtu. „En þær eru frjó- samar hjá mér konurnar í ár og við eigum von á töluverðri fjölgun,“ sagði Ófeigur. mþþ Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps: Lýsir yfir stuðningi við Hval h.f. - Hreppsnefndin átelur „hlutdræga afstöðu Sjónvarpsins“ Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrand- arhrepps ítrekar ályktun sína frá Málnefndir Norðurlanda koma saman á Akureyri Norræna málnefndaþingið 1987 verður haldið á Hótel KEA á Akureyri dagana 16.- 18. ágúst. Þetta er 34. ársþing norrænu málnefndanna. Fyrstu norrænu málnefndirnar voru stofnaðar í Finnlandi og Svíþjóð á heimsstyrjaldarárunum síðari og starfa nú í öllum opin- berum málsamfélögum á Norður- löndum. Allt frá 1954 hafa nefnd- irnar haft með sér sameiginlegan fund einu sinni á ári. íslensk málnefnd annast undir- búning þingsins að þessu sinni. Síðan hún var stofnuð 1964 hefir hún ætíð átt fulltrúa á hinum árlegu fundum nefndanna og fjórum sinnum áður staðið fyrir slíkum þingum hér á landi, en aldrei á Akureyri fyrr en nú. Aðalefni þingsins í þetta sinn verður íslensk málrækt. Fram- sögumenn verða: Baldur Jónsson prófessor og Jón Hilmar Jónsson orðabókarri tst j óri. Búist er við meiri þátttöku en nokkru sinni fyrr eða um 45 manns af öllum Norðurlöndum, allt frá Grænlandi til Finnlands. Stjórnarfundur Norrænnar málstöðvar, sem tók til starfa í Ósló 1978, verður að vanda hald- inn í tengslum við málnefnda- þingið. 29. júlí 1986 vegna afskipta Bandaríkjanna af hvalveiðum íslendinga. Hreppsnefndin mót- mælir harðlega síendurteknum afskiptum Bandaríkjanna af hvalveiðum í vísindaskyni innan fiskveiðilögsögu íslands. Hrepps- nefndin telur, að hótanir, yfir- gangur og óvinveitt afstaða Bandaríkjamanna í þessu máli sýni ljóslega, að Bandaríkin eru ekki sú vinaþjóð íslendinga sem álitið hefur verið og sem sæmir í samskiptum bræðraþjóða. Því telur hreppsnefndin, að nú þegar beri að taka til athugunar og endurskoðunar öll samskipti íslands við Bandaríkin, þar á meðal varnarsamninginn. Hrepps- nefndin telur með öllu óþolandi, að starfsemi og mannvirki hers Bandaríkjanna og Nató á ísiandi skuli ekki lúta íslenskum lögum, en svo er t.d. ekki um mannvirki og starfsemi þessara aðila í Hval- firði. Hreppsnefndin lýsir fyllsta stuðningi við atvinnustarfsemi Hvals h.f. og harmar árásir á fyrirtækið og forystumenn þess. Hreppsnefndin minnir á, að veið- ar Hvals h.f. hafa ávallt verið undir stjórnun og ströngu eftir- liti. Þess hefur jafnan verið gætt að nýta þá auðlind sem hvalurinn er á skynsamlegan hátt, enda ósannað með öllu, að gengið hafi verið á hvalastofnana. Sem sjálf- stæð þjóð hljóta íslendingar einir að ákveða, hvernig þeir nýta auðlindir fiskveiðilögsögu sinnar á sem skynsamlegastan hátt og til sem mestra hagsbóta fyrir íslend- inga sjálfa. Hreppsnefndin þakkar sjávar- útvegsráðherra ötula og ein- dregna afstöðu hans í hvalveiði- málinu og skorar á ríkisstjórnina að fylgja stefnu hans fast eftir og láta hvergi undan síga fyrir hót- unum og yfirgangi. Gefist íslend- ingar upp fyrir hótunum, er sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar í hættu. Hreppsnefndin átelur hlut- dræga afstöðu Sjónvarpsins í hvalveiðimálinu, en Sjónvarpið hefur þrásinnis átt viðtöl við andstæðinga íslands í þessu máli, jafnvel menn, sem stuðlað hafa að skemmdar- og ofbeldisverkum á eignum Hvals h.f. (Samþykkt einróma 28. júlí 1987.) Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra Fundur á Hótel KEA miðvikudaginn 12. ágúst kl. 20.30. Ingvar Teitsson sérfræðingur í gigtsjúkdómum talar um innra starf gigtarfélaga. Allir velkomnir. Stjórnin. Hin árlega okkar hófst í dag mánudag kl. 9 Þú gerir reyfarakaup á útsölunni okkar Sporthú^idhf Hafnarstræti 24350

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.