Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 02.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 2. september 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON . ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari. Góð afmælisgjöf Það kom fram í Degi sl. mánudag að á hátíð- arfundi bæjarstjórnar hefði verið samþykkt einróma tillaga þess efnis að hús Amtsbóka- safnins við Brekkugötu verði stækkað á næstu árum. í tilefni 125 ára afmælis Akureyr- arkaupstaðar samþykkti bæjarstjórnin að veita tveimur milljónum króna til þess að hefjast handa við hönnun byggingarinnar. Bæjarstjórn Akureyrar átti úr vöndu að ráða þegar ákveða þurfti hvað bæjarbúar gæfu sjálfum sér í afmælisgjöf. Segja má að góðar hugmyndir hafi verið á hverju strái en hæst bar stækkuh Amtsbókasafnsins. Ætlun- in er að byggja nýtt hús norðan við Amts- bókasafnið. Þetta; hús á ekki aðeins að taka við bóka- og skjalasafni heldur og til að nota undir lista- og menningarstarfsemi í bænum. Gunnar Ragnárs, forseti bæjarstjórnar Akureyrar mælti fyrir tillögunni og sagði með- al annars: „Nú þégar 25 ár eru liðin síðan ákvörðun var tekin að byggja þessa bygg- ingu, þá er safnið orðið allt of lítið. Það er búið að sprengja utan af sér starfsemina sem hef- ur aukist mikið á þessum árum. Safnið hefur fengið það hlutverk að þjóna sem prentskila- safn og þar með að taka við öllu því sem prentað er á íslandi og til þess þarf mikið pláss. Það þótti vel við hæfi, að núna á þessum tímamótum okkar réðumst við í að taka ákvörðun um að stækka þessa byggingu og efla og auka safnið og skapa því betra starfs- umhverfi. Skemmtilegasta lausnin er að byggja annað hús. Það komi norðan núver- andi bókhlöðu. Það er hús sem félli vel inn í myndina og húsin yrðu síðan tengd saman með tengibyggingu eða gangi. Þarna mundi verða vinnuaðstaða fyrir Amtsbóksafnið og héraðsskjalasafnið. Hugs- anlega höfuðstöðvar listasafns bæjarins með sýningarsal sem einnig mætti nýta fyrir tón- leika og fundi svo eitthvað sé nefnt af þeim möguleikum sem slíkt hús gæti boðið upp á. Tillagan gerir að sjálfsögðu fyrir því að að- staða safnsins vérði fyrst og fremst bætt en það er vel til fundið að slá fleiri flugur í einu höggi og bæta úr brýnni þörf í sambandi við ýmiss konar menningarstarfsemi sem við viljum halda áfram að hafa hér í þessum bæ. “ Þannig mæltist forseta bæjarstjórnar á há- tíðarfundinum. Nú þarf bæjarstjórn að láta hendur standa fram úr ermum og sjá til þess að nýja húsið rísi á sem skemmstum tíma. ÁÞ. Barnadeild FSA býr við afar þröngan kost. Deildin er raunar á stigagangi og ætti svo sannarlega skilið að komast í citthvað stærra og betra. En það var góða veðrið sem kom læknum, hjúkrunarliði og sjúklingum út á veröndina einn sólskinsdag í ágúst þegar Ijósmyndari Dags átti leið um sjúkrahúsið. Grunnskólar Akureyrar: Enn vantar kennara í nokkra skóla - ástandið best í Oddeyrarskóla og Lundarskóla Um miðja næstu viku má reikna með að skólastarf í grunnskólum Akureyrar verði komið á fullt skrið. Alls munu liðlega 3000 nemendur stunda nám í þeim sex grunnskólum sem á Akureyri eru. Dagur hafði samband við skólastjóra þessara skóla, og grennslaðist fyrir um hvort tekist hafi að ráða kennara í þær stöður sem vantaði. Sverrir Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar sagði að þar vantaði kennara í 70 tíma á viku. Alvarlegast væri að þarna á meðal vantar kennara í dönsku, en einnig vantar í vélritun og líf- fræði. Sverrir var spurður hvort hann vænti þess að úr rættist og sagði hann:„Það eru mörg net í sjó, og aldrei að vita hvort veið- ist.“ í Glerárskóla, sagði Vilberg Alexandersson skólastjóri að vantaði enn í tvær stöður, en hreinasta afbragð yrði að fá í eina. Helst vantar í bekkjar'- kennslu yngri barna, í forskóla- deild og starfsfræðslu og jafnrétt- iskennslu níunda bekkjar. „Ég er búinn að reyna mikið að fá þessa kennara, og ef ekki gerist krafta- verk, er ég úrkula vonar.“ Skólastjóri Lundarskóla., Hörður Ölafsson sagði að þar væri búið að fá kennara í nánast allar stöður nema myndmennta- kennslu og myndi það ráðast fljótlega. Hörður sagði að skól- inn væri nær eingöngu skipaður réttindakennurum og þeir sem ekki hafi þau, væru nú að hefja nám í uppeldis- og kennslufræði sem kennt verður á Akureyri í námskeiðsformi á næstu tveim árum. Indriði Úlfsson, skólastjóri Oddeyrarskóla sagði að þar væri eingöngu einn leiðbeinandi í smíðum og annað væri réttinda- fólk. Að öðru leyti væri búið að ganga frá ráðningu í allar stöður, svo þeir væru vel settir. í Barnaskóla Akureyrar er, að sögn Benedikts Sigurðarsonar skólastjóra, ekki ennþá séð fyrir endann á kennararáðningum. Það vantar kennara í eina stöðu í for- skólakennslu, en væntanlega gætu þeir bjargað því fyrir horn innan- húss. Það þyrfti því sennilega ekki að fella niður kennslu. Þeir leið- beinendur sem hjá þeim starfa hafa allir góða reynslu sem kenn- arar, og hefur ekki verið um neinar nýráðningar að ræða. Jón Baldvin Hannesson skóla- stjóri Síðuskóla sagði, að þar vantaði í um það bil tvær stöður. Þarna væri um að ræða smíðar og heimilisfræði, hálfa stöðu í hvoru, og eina stöðu í bekkjar- kennslu. Ekki sagði Jón að liti út fyrir að tækist að ráða í þessar stöður, eins og útlitið væri nú. VG • Fleiri banka! í hinu ágæta blaði Víkurblað- inu á Húsavík má oft finna góða punkta. Þar sem rit- stjórinn Jóhannes fjallar um Útvegsbankamálið í leiðara í síðasta blaði segir m.a.: „Stórundarleg er þessi uppá- koma í augum víxiiþurfandi múgmanna. Og klókir voru SÍS menn þegar þeir lýstu kaupum sínum á stórum hluta bankarústanna, sem síðan varð til þess að allt fór i háaloft í Sjálfstæðisflokkn- um, sprungur mynduðust í tiltölulega ný- og heilsteyptri ríkisstjórn og allir bankar landsins fóru umsvifalaust á sölulista. Hingað til hafa flestir máis- metandi menn talið skynsam- legt að fækka bönkum í landi hér. En i Ijósi siðustu atburða er Ijóst að slíkt yrði hin mesta ósvinna. Það þarf að fjölga bönkum mjög þannig að allir sem vilja geti eignast banka svo komið verði f veg fyrir þá óánægju og upplausnar- ástand sem nú ríkir þegar útlit er fyrir að ekki fái allir banka sem vilja.“ # Á uppleiö Nú Ifður senn að lokum knatt- spyrnuvertíðarinnar hér á landi. Ekki er hægt að segja annað en að þetta sumar hafi verið hagstætt norðlenskri knattspyrnu og liðunum að norðan i efri deildunum yfir- leitt gengið vel. Þegar 2 umferðum er ólokið bæði í fyrstu og annarri deild, á Þór enn góða möguleika á sæti í Evrópukeppni, KA virðist vera öruggt með að halda sínu sæti og Völsungar frá Húsavfk eiga góða mögu- leika á að hatda sér í deild- inni. í annarri deildinni á Leiftur, sem verið hefur á toppi deildarinnar lengst allra liða seinni hluta sumars, enn góða möguleika á fyrstu- deiidarsæti og Siglfirðingar sem mátt hafa munað sinn fífil fegri í sumar í baráttunni í knattspyrnunni og verið i fallbaráttunni, virðast vera að bjarga sér frá falli. Það gæti þvf allt eins farið svo að 4 norðlensk lið verði í fyrstu deild næsta ár og 2 í annarri deild, en eitt norðlenskt lið kemur upp úr 3ju deildinni. Ekki er hægt að segja annað en að norðlensk knattspyrna sé á mikilli uppleíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.