Dagur - 02.09.1987, Page 7

Dagur - 02.09.1987, Page 7
vŒUg6mnérSIMk--?7 Aðeins þriðji hver nýliði snýr sér að kennslu Um miðjan ágúst var enn óráðið í á þriðja hundrað kennarastöður við grunnskóla eða sem næst í tíundu hverja kennararstöðu. Þá höfðu að- eins 32 af 88 kennurum sem útskrifuðust í ár úr KHÍ verið settir í kennarastöður. Undan- þágunefnd grunnskóla hafði þá borist 248 umsóknir um undanþágur fyrir leiðbeinend- ur og hafði veitt 198 undanþág- ur. Nefndin hafði hafnað þremur undanþágum, ágrein- ingur var um ellefu og 34 umsóknir til voru í „biðstöðu“ vegna endurauglýsinga á við- komandi stöðum. Nú sem fyrr er kennaraskorturinn mismun- andi eftir landshlutum. Reykjavík er eina fræðslu- umdæmi landsins þar sem tek- ist hefur að ráða grunnskóla- kennara í nær allar lausar kennarastöður. Þó vantaði enn tónmennta- og raungreina- kennara í nokkrar stöður. Þess eru mörg dæmi að ekki er einu sinni spurst fyrir um auglýst- ar kennarastöður hvorki frá kennurum né leiðbeinendum. Skólastjórum viðkomandi skóla ber saman um að ástandið í kennararáðningum sé með allra versta móti og eru þó margir hverjir ýmsu vanir. Athyglisvert er að á Blönduósi sitja grunn- skólakennarar nær allar kennara- stöður, en þar greiðir sveitarfé- lagið 20 yfirvinnustundir á mán- uði hverjum kennara í fullri stöðu og hlutfallslega fyrir hluta- stöður. Sem dæmi um kennara- skortinn má nefna að um miðjan ágúst var óráðið í 4-5 kennara- stöður á Akrarnesi, tíu á Siglu- firði, fimm á Þórshöfn, sex á Fá- skrúðsfirði og fimm á ísafirði. Svo virðist, sem betur gangi að ráða kennara að framhaldsskólum en að grunnskólum. Á Reykja- víkursvæðinu hefur gengið erfið- lega að fá framhaldsskólakenn- ara í stærðfræði, raungreinar, viðskiptagreinar og tölvukennslu. Utan Reykjavíkur vantar enn framhaldsskólakennara í ýmsar greinar. Spenna á vinnumarkaði, einkum í byggingariðnaði, veldur verkgreinaskólunum erfiðleikum að fá iðngreinakennara. Þeirsem best þekkja til ráðninga að fram- haldsskólunum segja að mikið sé spurt um kennslu í tungumálum og félagsvísindagreinum og mun fleiri kennarar á „markaði" í þeim greinum en verið hefur. Margir leiðbeinendur og stunda- kennarar hafa verið ráðnir að framhaldsskólum. Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar sem umferðaróhöpp: eru skemmdar eftir Toyota Corolla ... árg. 1986 Fiat Uno 60 S ... árg. 1986 Lada Samara ... árg. 1986 MMC Tredia 1600 ... árg. 1983 BMW320 ... árg. 1982 Bifreiðarnar eru til sýnis á BSA verkstæðinu, Skála við Kald- baksgötu. Tilboðum skal skila til Svanlaugs á BSA á sérstökum eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 15.00 föstudaginn 4. sept. 1987. ALMENNAR TRYGGINGAR. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. Innflutningsskjöl: Ekki þarf lengur að stimpla í banka Frá 1. september var fellt nið- ur skilyrði um bankastimplun innflutningsskjala til þess að tollafgreiðsla geti farið fram. Hækkun á fargjöldum í millilandaflugi Fargjöld Flugleiða í milli- landaflugi hækkuðu þann 1. september. Normal- og 6-30 daga fargjöld hækka um 9% en önnur fargjöld um 7,5%. Þessi fargjaldabreyting stafar af stórhækkun ýmissa kostnað- arliða hér innanlands, auk þess sem ýmis gjöld erlendis hafa stórhækkað, svo sem yfirflugs-, lendingar- og afgreiðslugjöld. Benda má á að fargjöldin hafa ekki hækkað síðustu ár til sam- ræmis við aðrar hækkanir sem orðið hafa á vörum og þjónustu. Sem dæmi um fargjaldabreyt- ingarnar má nefna, að normal fargjald til London fram og til baka var 37.920.00 krónur en verður 41.340.00 krónur eftir 1. september. Ódýrasta fargjald til London hækkar úr 15.450.00 krónum í 16.600.00 krónur. Normal fargjald til Kaupmanna- hafnar fram og til baka úr 40.560.00 krónum í 44.220.00 krónur. Normal fargjald til New York fram og til baka hækkar úr 29.770.00 krónum í 31.990.00 krónur og lægsta fargjald úr 23.840.00 krónum í 25.610.00 krónur. Jón Baldvin fær aðstoðarmann Björn Björnsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn aðstoðarmað- ur Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, fjármálaráðherra. Björn hefur starfað sem hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi íslands. Hann tók til starfa hjá fjármálaráðuneytinu 1. septem- ber sl. Var þetta ákveðið með breyt- ingu á lögum um skipan gjald- eyris- og viðskiptamála í tengslum við samþykkt nýrra tollalaga. Vakin er athygli á því að regl- um um greiðslufrest erlendis var í engu breytt þótt bankastimplun væri afnumin þannig að fara þarf eftir þeim hér eftir sem hingað til. Gjaldeyrisyfirvöld halda uppi nauðsynlegu eftirliti með því við sölu gjaldeyris að farið sé eftir settum reglum um greiðslufrest- inn. Um heimild til setningar skil- yrða um innflutning og gjald- eyrissölu og viðurlög, ef út af þeim er brugðið, vísast að öðru leyti til laga nr. 63/1979 um skip- an gjaldeyris- og viðskiptamála. Blöndukarlinn f a Iðnsýningu Blöndukarlinn kemur á staðinn: fimmtud. föstud. laugard. sunnud. 3. sept. 4. sept. 5. sept. 6. sept. kl. 20-22 kl. 20-22 kl. 17-18 kl. 17-18 Mætum ö//. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Herrabúðin auglýsir: * 0t$úl* hefst fimmtudaginn 3. september. Allt að 50% afsláttur Karbnannaföt frá kr. 6.000.- Stakir jakkar frá kr. 3.000.- Stakar buxur frá kr. 1.000.- Skyrtur frá kr. 600.- Bolir frá kr. 500.- Peysur frá kr. 500.- Ath. s Utsalan stendur aðeins fáerna daga. Komið og gerið góð kaup. Klæðskeraþjónusta. eprabadin Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.