Dagur - 02.09.1987, Síða 10

Dagur - 02.09.1987, Síða 10
rr •• auoAQ - *;?•(?r .*;■ 10 - DAGUR - 2. september 1987 Frá Fjórðungsþingi Norðlendinga Ályktun um landbúnað: Varað við samdrætti í landbúnaði Fjórðungsþingið samþykkti ályktun um samdrátt í land- búnaði og áhrif hans á þéttbýli og sveitabyggðir. Alyktun þingsins hljóðar svo: „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Dalvík 26.-27. ágúst 1987 varar við skipulagslausum samdrætti í búvöruframleiðslu og notkun hagræðingarfjár sjóða landbúnaðarins til að leggja nið- ur hefðbundinn búskap. Telur þingið að slíkar einhliða aðgerðir án tillits til stöðu viðkomandi jarðar til búreksturs raski um of eðlilegri samtengingu byggða. Það er skoðun fjórðungsþings að aðgerðir sem raska núverandi búsetu í sveitum séu ekki síður sveitarstjórnarmálefni, en verk- efni forustumanna landbúnaðar- ins, sem oft á tíðum hafa ekki hliðsjón af búsetuþróun hinna ýmsu byggðarlaga í landinu. F*á leggur þingið áherslu á að hlutaðeigandi sveitarstjórnir verði umsagnaraðilar um sölu eða leigu fullvirðisréttar og það kannað hvernig sveitarfélögin tryggi best réttarstöðu sína í þeim efnum. Fjórðungsþing bendir í þessu sambandi á úttekt Ræktunar- félags Norðurlands um búrekstr- arstöðu lögbýla á Norðurlandi og þau áhrif sem fyrirsjáanlegur samdráttur kemur til með að hafa á sveitabyggðirnar. Auk þess minnir þingið á óhjákvæmilega fækkun vinnslustöðva landbún- aðarins vegna minnkandi búvöruframleiðslu sem skerða mun atvinnumöguleika á við- komandi þéttbýlisstöðum. Telur þingið að sú fækkun og/ eða sameining vinnslustöðva landbúnaðarins verði að vinnast í samráði við hagsmunaaðila en ekki með valdboði. Af þessum ástæðum beitir fjórðungsþing sér fyrir samstarfi sveitabyggða og þéttbýlis, um leiðir til að draga úr áhrifum sam- dráttarins í sveitum á atvinnu- þróun þess þéttbýlis, þar sem afurðavinnsla landbúnaðarins og þjónusta við bændur er veiga- mikill þáttur í atvinnulífinu. Samhliða verði unnið mark- visst að nýrri atvinnuuppbygg- ingu sveitanna og ráðstafanir gerðar til að draga úr áhrifum af óhjákvæmilegum áföllum í rekstri nýrra búgreina. Fjórðungsþingið telur að aðlögunartíma til búháttabreyt- inga þurfi að lengja allt til næstu aldamóta.“ JÓH Ritföng Námsbækur Skólavörur í úrvali. Bókabúðin Edda Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 243341 Vörukynningar Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur 2.9. : Óðalsostur 3.9. : Óðalsostur 4.9. : Óðalsostur 5.9. : Óðalsostur 6.9. : Óðalsostur Gráðaostur Hnoss/Mysingur Gráðaostur AB-mjólk Gráðaostur Drykkjarjógúrt/AB-mjólk Gráðaostur AB-mjólk Gráðaostur Hnoss Alla daga verður gefin „bragðprufa“ af mjólk. i ATHUGIÐ: U.þ.b. 30% afsláttur er á þeim framleiðsluvörum Mjólkursamlags KEA sem seldar eru á sýningunni. Mjólkursamlag KEA j Akureyri Simi 96-21400 Þingið telur að koma þurfi á samstarfí þéttbýlis og sveitabyggða vegna þeirra áhrifa sem samdráttur í landbúnaði hefur. Reikningar fjórðungssambandsins: Hallarekstur á síöasta ári Á fjóröungsþinginu var fjallað uni reikninga sambandsins fyr- ir síðasta ár svo og afgreidd fjárhagsáætlun fyrir árið 1988. Kostnaður við rekstur fjórð- ungssambandsins á síðasta ári nam tæpum 7 milljónum króna. Tekjur sambandsins af árgjöld- um voru 4.424.523 kr. og framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna til sambandsins var 1.705.187 kr. Vaxtatekjur voru 84.891,25 kr. en samanlagðar tekjur sam- bandsins voru rúmlega 6,5 millj- ónir króna og rekstrarhalli sam- bandsins á árinu því um 400.000 kr. Nokkrar umræður spunnust á þinginu varðandi rekstur sam- bandsins og kom fram tillaga sem kvað á um að minni hækkun verði á árgjöldum en stjórn sam- bandsins hafði lagt til í fjárhags- áætlun fyrir árið 1988. Tillagan var felld en hins vegar var fjár- hagsáætlun samþykkt með þeirri breytingu að árgjöld skuli verða 0,358% af árgjaldsstofni sveitar- félags í stað 0,4% í fjárhagsáætl- un og hefur þetta í för með sér lækkun á tekjum sambandsins. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði 10.491.300 kr sem er nokkru hærra en rekstrarkostnaður þessa árs. Stærsti útgjaldaliðurinn er laun og launatengd gjöld en gert er ráð fyrir að rúmar 5,5 milljónir króna fari í þennan lið. Helstu tekjuliðir eru árgjöld og í fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir að þær tekjur nemi tæpum 7,5 millj- ónum en þessi tala mun lækka þar sem þingið samþykkti áður- nefnda tillögu þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði rúmar 2,2 milljónir. JÓH Ályktun fjórðungsþings: Ákvörðun verði tekin um fjárhags- og verkefnaskil ríkis og sveitarfélaga Nokkuð var rætt á þinginu um fjármál sveitarfélaganna og þá ekki síst þá tekjuskerðingu sem sveitarfélögin hafa mátt þola á síðustu misserum. Einnig var mikið rætt um þriðja stjórnsýslustigið og virtust menn ekki vera á eitt sáttir um kosti þess að taka slíkt stjórn- sýslustig upp. Verkefna- og fjárhagsskil ríkis og sveitar- félaga voru einnig rædd sem og hugmyndir um byggðasamlög og héraðsnefndir en þar sem ekki hafa enn verið samdar reglur varðandi sýslufélög, beindi þingið þeim tilmælum til þingmanna fjórðungsins að þeir beittu sér fyrir að sýslu- nefndir fái að starfa til 1990 en samkvæmt sveitarstjórnarlög- um eiga þær að hætta störfum á næsta ári. Mál þessi voru rædd í nefnd sem skilaði svohljóðandi tillögu að ályktun er þingið samþykkti samhljóða: „Fjórðungsþingið bendir á, að hin nýju sveitarstjórnarlög geri ekki ráð fyrir áframhaldandi starfi sýslunefnda og minnir í því sambandi á álitsgerð samstarfs- nefnda landshlutasamtakanna og Sambands ísl. sveitarfélaga um héraðsnefndir og byggðasamlög. Þingið beinir því til samtaka sveitarfélaga að látin verði í té aðstoð við stofnun héraðsnefnda og beinir því jafnframt til sveitar- félaga að þau kanni hvort haga eigi uppbyggingu nefndanna þannig að þær stuðli að eða ann-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.