Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. september 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Inifiari Launamisrétti kynjanna Það er staðreynd að launamunur milli kvenna og karla á vinnumarkaðinum er mikill. Skýringanna er ekki að leita í kjarasamningum, því það er ekki til- takanlegur munur á tímakaupi karla og kvenna. Hins vegar eru heildarlaun karla almennt mun hærri en heildarlaun kvenna, jafnvel þótt um fylli- lega sambærileg störf sé að ræða. Allar launakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum staðfesta að launamisrétti kynjanna er verulegt og ekkert bendir til þess að atvinnurekendur ætli að leiðrétta það. í lögum er þó skýrt kveðið á um jafnrétti kynjanna. Misréttið er svo mikið að alþingi sá ástæðu til að setja sér- stök jafnréttislög árið 1985 og er þar kveðið á um aðgerðir til að koma á jöfnum rétti kvenna og karla. Samkvæmt lögunum er hverskyns mismunun eftir kynferði óheimil. Þessi lög eru þverbrotin á degi hvejum og launagreiðendur virða þau gersamlega að vettugi. Hluta þessa launamisréttis má rekja til þess að mun fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Skýringar er einnig að finna í hefðbundinni verka- skiptingu kynjanna og launamati í ákveðnum starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennar. Svokölluð kvennastörf eru almennt metin til lágra launa. Þetta tvennt nægir þó hvergi nærri að skýra launamuninn, enda kemur fleira til. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda fyrirtækja tiheyrir „sterkara kyninu" eins og karlremburnar orða það. Þá er sama hvort litið er til einkageirans eða hins opinbera. Jafnvel má leiða getum að því að ástandið sé öllu verra hjá hinu opinbera hvað launajöfnuð varðar. T.d. hefur komið fram að árið 1985 voru 90% þeirra sem kosnir voru af alþingi í stjórnir, nefndir og ráð karlkyns.. í nýlegri athugun Jafnréttisráðs á kynjaskiptingu í helstu stjórnun- ar- og ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera kemur fram, að árið 1985 var engin kona ráðuneytisstjóri, af 12 skrifstofustjórum var ein kona, af 26 deildar- sérfræðingum voru aðeins 5 konur. Þá kom fram á alþingi 1984 að hátt í 95% af greiðslum fyrir fasta yfirvinnu í ráðuneytum og stofnunum færu til karla. Við þetta ófremdarástand verður ekki unað öllu lengur. í jafnréttislögunum er tekið fram að heimilt sé að beita sérstökum tímabundnum aðgerðum til að bæta stöðu kvenna. Ef stjórnendur og forráða- menn fyrirtækja taka sig ekki til og leiðrétta það misrétti sem viðgengist hefur í launamálum verða stjórnvöld að grípa til aðgerða og „berja“ menn til hlýðni. En það er ekki einungis illgresið í einka- görðunum sem þarf að reyta. Stjórnvöld mega ekki gleyma eigin garði, því í jafnréttislegu tilliti er óræktin einna mest þar. BB. a Bjartsýnn á framtíö íslensks landbúnaðar — segir Ingi Ttyggvason, fráfarandi formaður Stéttarsamb. bænda Eins og fram hefur komiö fór fram á Eiðum aðalfundur Stéttasambands bænda. Honum lauk í gær með stjórnarkjöri og vísast til annarrar fréttar hér í blaðinu um það. Ingi Tryggvason gaf ekki kost á sér tii endurkjörs sem formaður stéttar- sambandsins. Dagur hitti Inga að máli á öðrum degi þingsins og ræddi við hann um starfið, þinghaldið og stöðu bænda í landinu. „Tími til kominn að yngri menn taki við“ Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Inga var hver væri ástæðan fyrir því að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. „Ég hef verið fulltrúi á 24 þingum, sat 18 ár í stjórn og þar af 6 ár sem formaður. Landbúnaðurinn stendur nú á miklum tímamótum og stór- felldur samdráttur fyrirsjánlegur í hefðbundnunt búgreinum. Við, for- ystumenn bænda, höfum staðið frammi fyrir erfiðum ákvarðannatök- unt á undanförnum áruni í sambandi við þennan niðurskurð. Þessi mál eru nú komin í nokkuð fastar skorður og ég tel að það sé kominn tími fyrir yngri ntenn að taka við.“ - Nú hafa heyrst þær gagnrýnis- raddir að forystumenn bænda hafi verið of seinir að taka við sér í sam- bandi við samdrátt, því það hafi legið Ijóst fyrir lengi að um offramleiðslu væri að ræða. „Það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftirá og segja: „Þetta vor- um við búnir að segja ykkur.“ En ég vil minna á að þegar ég kom fyrst inn á stéttarsambandsþing fyrir rúmum tuttugu árum þá var almenn umræða í þjóðfélaginu ekki um offram- leiðslu, heldur um hugsanlegan mjólkur- og kjötskort. Ég vil einnig minna á að það er ekki svo langt síð- an að smjör var flutt inn. Hugsanleg offramleiðsla var rædd fyrir 20 árum Það eru hins vegar rúm 20 ár síðan stéttarsambandsþing benti á að offramleiðsla gæti átt sér stað, en umræður í fjölmiðlum hneigðust helst að því að auka framleiðslu og það myndi auka hagkvæmni í land- búnaði. Bændur sáu líka fljótlega að hér væri hægt að framleiða meira magn en viðunandi verð gæti fengist fyrir. Þegar útflutningsbætur voru ekki nægjanlegar var gripið til þess ráðs að setja svokallað innvigtunar- gjald á mjólkina. Það var gert til að jafna upp milli þeirra bænda sem þurftu að flytja út mjólkurvörur og þeirra sem seldu einungis innan- lands. Það verður líka að taka inn í dæmið að þetta hefur ekki verið stig- vaxandi framleiðsla ár frá ári. Á milli 1970 og 1980 þegar framleiðslu- stjórnunin var ekki jafn stíf og hún er núna, þá spilaði veðurfarið mikið inn í framleiðsluna. Um leið og fram- leiðsla minnkaði þá komu strax fram áhyggjuraddir að við yrðum ekki sjálfum okkur nóg um mjólkur- framleiðslu. Nú hins vegar gerum við okkur grein fyrir að framleiðslan er of mikil, en ég minnist á þetta til að sýna hve fljót áhersluatriðin eru að breytast. Það eru fáar stéttir í land- inu sem hafa þurft að taka á sig jafn miklar skerðingar og breytingar á jafn stuttum tíma og bændurnir." „Ekki spurning um hvort heldur hvernig“ - Nú hcfur komið fram gagnrýni á framleiðslustýringuna. Hverju viltu svara þessari gagnrýni? „Ég held að menn séu almennt sammála um að stjórnun á fram- leiðslu er nauðsynleg. Hins vegar greinir menn á um hvernig þessari stjórnun er háttað. Það verður seint eða aldrei hægt að finna aðferð sem allir geta sætt sig við. Málið er að við erum að skipta of litlum markaði á milli of margra framleiðenda." - Áttu von á breytingum á núver- andi lögum og reglugerðum? „Nei, ég á ekki von á neinum afgerandi breytingum. Aftur á móti koma alltaf upp ýmsir agnúar á fram- kvæmd þessara laga og reglugerða og það er aðalatriðið að góð samvinna sé milli bænda og forystumanna þeirra annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar að lagfæra þessa agnúa. Það er beggja hagur að hægt sé að beina þessum aðgerðum í sem hag- kvæmastan farveg.“ „Málefnalegar umræður á þinginu“ - Hvernig finnst þér þingið hafa farið fram? „Ég er ánægður með þingið hingað til. Umræðurnar hafa verið málefna- legar og menn hafa af skynsemi rætt sín mál. Það er komin. nokkur reynsla á búvörulögin nýju og menn gera sér grein fyrir því að þótt þetta séu nokkuð harkalegar aðgerðir þá eru þær nauðsynlegar. Hins vegar er engin launung á því að við erum nokkuð ósammála um aðferðir t.d. um kaup og leigu á fullvirðisréttin- um. Ég tel að þessi stéttarsambands- þing séu hinar merkustu samkomur og ég er hér almennt að ræða um þessi þing. Hér kemur saman ein- valalið af öllu landinu og störf þess þings eru ómetanleg fyrir bænda- stéttina í landinu.“ „Samskipti viö fjölmiðla yfirleitt góö“ - Nú hefur fjölmiðlum oft verið leg- ið á hálsi fyrir að flytja heldur nei- kvæðar fréttir af landbúnaðinum. Hvernig hafa samskipti þín við fjöl- miðla verið? „Ég hef yfirleitt átt góð samskipti við fjölmiðía. Frásögn útvarpsins af þessu þingi t.d. hefur verið til fyrir- myndar. Hins vegar finnst mér marg- ir þeir sem fjalla um landbúnaðinn í fjölmiðlum ekki hafa næga þekkingu á málefnum hans. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér er verið að tala um afkomu heillar stétt- ar í landinu. Ábyrgð fjölmiðla er mikil í þessu máli og menn verða að ræða þessi mál af þekkingu en ekki einhverjum hugdettum.“ „Ætla ekki aö setjast í helgan stein“ - Hvað tekur nú við hjá Inga Tryggvasyni, þegar hinu erilsama starfi sem formanni Stéttarsambands bænda lýkur? „Það íiggur nú ekki ljóst fyrir hvað ég mun taka mér fyrir hendur. Ætli .ég byrji ekki á því að fara í mína heimasveit og huga að ýmsum verk- um sem ekki hefur gefist tími til að sinna á undanförnum árum. Ég hef nú ekki hugsað mér að setjast í helg- an stein og mér fellur örugglega eitthvað til.“ - Eitthvað sem þú vilt láta koma fram svona að lokum? „Ég vil koma á framfæri þakklæti til bænda fyrir þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt á þessum breytingatímum. Þetta hafa verið erfiðar aðgerðir en nauðsynlegar að dómi okkar í stéttarsambandinu. Það er alltaf erfitt að draga saman og mér finnst þolinmæði og rósemi bænda aðdáun- arverð. Það eru ekki margar stéttir sem þurft hafa að gera jafnróttækar breytingar á vinnuháttum sínum og á jafn skömmum tíma. Það er trú mín að erfiðustu tímarnir séu liðnir og ég er bjartsýnn á framtíð íslensks land- búnaðar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.