Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3. september 1987 á Ijósvakanum. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 8? Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti l lö8 Reykjavflc Merkt Tónlistarkrossgátan SJÓNVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 3. september 16.45 Flækingurínn. (Raggedy Man.) Bandarísk kvikmynd frá árinu 1981 með Sissy Spacek, Eric Roberts og Sam Shepard í aðalhlut- verkum. Mynd um unga konu í smábæ í Texas og syni hennar og baráttu þeirra við að lifa mannsæmandi lífi. 18.30 Fjölskyldusögur. (All Family Special.) 18.55 Ævintýri H.C. Ander- sen. Þumalína. 19.30 Fróttir. 20.05 Benny Hill. 20.35 Á heimaslóðum. Sterkasti maður Norður- lands. Umsjón: Einar Kristjánsson. 21.25 Micky og Maude. Bandarísk gamanmynd frá árinu 1984. Rob er hamingjusamlega giftur Micki en á í ástar- sambandi við Maude. Maude vill giftast, Rob vill eignast bam. Maude upp- götvar að hún er ófrísk og Rob giftist henni. Á sama tíma uppgötvar Micki að hún er líka ófrísk. Rob á nú tvær eiginkonur og er verðandi faðir tveggja barna. Aðalhlutverk: Dudley Moore. Leikstjóri er Blake Edwards. 23.20 Hitchcock. Janice er umboðsaðili fyrir kvikmyndastjömur sem verður ástfangin af ungum leikara. Hún hjálpar hon- um að taka fyrstu sporin á framabrautinni, en þegar eiginmaðurinn kemst á snoðir um samband þeirra, vill leikarinn ryðja honum úr vegi. 00.10 Flugumenn. 01.05 Dagskrárlok. RÁS 1 FIMMTUDAGUR 3. september 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 Morgunvaktin. - Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Gosi" eftir Carlo Collodi. 9.20 Morguntrimm • Tón- leikar. 10.00 Fróttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdótt- ir. 12.00 Dagskrá • Tilkynn- ingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Viðtal- ið. Ásdís Skúladóttir ræðir við Vestur-íslendinginn Sigurð Vopnfjörð. Síðari hluti. 14.00 Miðdegissagan: „ís- landsdagbók 1931“ eftir Alice Seiby. 14.30 Dægurlög á milli stríða. 15.00 Fréttir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 15.20 Akureyri. Umræðuþáttur um stöðu bæjarins í tilefni 125 ára afmælis Akureyrarkaup- staðar. Umsjón: Þórir Jökull Þor- steinsson. (Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður.) 16.00 Fróttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir • Tilkynningar. 17.05 Tónlist á síðdegi. - Schubert. 17.40 Torgið 18.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Kanarífuglinn í kola- námunni. Sveinbjörn I. Baldvinsson tók saman þátt um banda- ríska rithöfundinn Kurt Vonnegut. (Áður á dagskrá 7. febrúar 1985.) 20.45 Gestir í útvarpssal. 21.30 Leikur að ljóðum. Fjórði þáttur: Ljóðagerð Halldórs Laxness. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfragnir. 22.20 „Ég á fleiri vini á ís- landi en heirna." Sigurður Hróarsson ræðir við sænska bókmennta- fræðinginn Peter Hallberg. 23.00 Tónlist að kvöldi dags. - Bach og Hándel. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. FIMMTUDAGUR 3. september 6.00 í bítið. - Guðmundur Benedikts- son. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir og Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lögin. 22.05 Tíska. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 23.00 Kvöldspjall. Haraldur Ingi Haraldsson sér um þáttinn að þessu sinni. (Frá Akureyri.) 00.10 Næturvakt útvarps- ins. Magnús Einarsson stend- ur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10, 11, 12.20, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrír Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 3. september 18.03-19.00 Umsjón: Kristján Sigur- jónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 3. sept. 8.00 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með góðri tónlist og fréttum af svæð- inu. Þau lesa úr blöðunum, og fá til sín fólk af svæðinu í stutt spjall. 10.00 Kolbeinn Gíslason. fær til sín gest í hljóðstofu með vel valdar plötur und- ir hendinni. 13.00 Arnar Kristinsson kemur kveðjum til skila og spilar óskalög fyrir hlust- endur. 15.00 Steinar Sveinsson spilar létta popptónlist. 17.00 Fimmtudagssíðdegi Marinó V. Marinóson fer yfir íþróttaviðburði kom- andi helgar og blandar inn í það léttri tónlist. 19.00 Benedikt Barðason og Friðný Björg Sigurðar- dóttir reifa málin. 22.00 Gestir í stofu. Gestur E. Jónasson fær til sín gott fólk í viðtal. Þar er rætt saman í gamni og alvöru. 00.30 Dagskrárlok. Akureyrarfréttir sagðar kl. 8.30-12.00-15.00-18.00. 989 IBYL GJANl W FIMMTUDAGUR 3. september 07.00-09.00 Páll Þorsteins- son og morgunbylgjan. 09.00-12.00 Haraldur Gísla- son á léttum nótum. Fjölskyldan á Brávallagöt- unni lætur í sér heyra. 12.00-12.10 Fróttir. 12.10-14.00 Bylgjan á hádegi. 14.00-17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. Fjallað um tónleika kom- andi helgar. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinssson í Reykja- vík síðdegis. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir. 21.00-24.00 Jóhanna Harðardóttir - Hrakfalla- bálkar og hrekkjusvín. - Jóhanna fær gesti í hljóð- stofu. Skyggnst verður inn í spaugilega skuggabletti tilverunnar. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Afkomendur Nikulásar Arents Buch: Ættarmót var haldið á Húsavík Á þriðja hundrað manns komu saman á ættarmóti á Húsavík sl. sunnudag, voru það afkom- endur Nikulásar Arents Buch. Hann var norskur en kom til Islands 1777 og settist hér að, þá 22ja ára að aldri. Hann vann sem yfirmaður við brenni- steinsverkunina á Húsavík en gerðist síðan bóndi. Bjó hann á Máná, Hallbjarnarstöðum, Mýrarseli og Laxamýri en er hann andaðist 1805 bjó hann á Bakka. Vitað er að Nikulás átti 10 börn sem upp komust og nú eru afkomendur þeirra mörg þúsund. Nikulás er kunnastur fyrir stofnun skíða- skóla á Húsavík sem talinn er vera fyrsti skíðaskóli á Islandi og trúlega sá fyrsti á Norður- löndum, fékk Nikulás viður- kenningu frá kónginum fyrir stofnun skólans á sínum tíma. Dagur ræddi við Jón Ármann Árnason, einn þeirra sem stóð að framkvæmd ættarmótsins og sagði hann að það hefði gengið ljómandi vel. Á sunnudagsmorg- un mættu þátttakendur við Heið- arenda til vettvangskönnunar og þar flutti Vigfús á Laxamýri greinargóða og skemmtilega lýs- ingu á staðháttum. Síðan var haldið út á Leiti þar sem Guð- mundur Halldórsson stýrði vett- vangskönnuninni. Eftir hádegi var safnast saman við félagsheimilið og gengið til kirkju þar sem sr. Sighvatur Karlsson rakti æviágrip Nikulás- ar. Eftir messu var fjölmennt á samkomu í félagsheimilinu þar sem samþykkt voru næstu skref í tengslum ættarinnar. Ákveðið var að halda árlega skíðamót á Húsavík til minningar um Niku- lás Buch. Einnig var skipuð nefnd til að vinna að gerð minn- isvarða sem trúlega verður valinn staður á Húsavík, ákveðið var að halda veglegt ættarmót þegar minnisvarðinn verður afhjúpað- ur. Stefnt verður að gerð niðja- tals Nikulásar og sagði Jón að ljóst væri að næg verkefni væru framundan. Hann vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem mættu á ættarmótið og áskorun til þeirra sem ekki komu um að hafa samband og vera þátttakendur í því sem framund- an er. IM Tónleikar: Á fimmtudagskvöldið verða haldnir tónleikar í sai Tónlist- arskólans á Akureyri. Hávarð- ur Tryggvason leikur á kontra- bassa og Brynja Guttormsdótt- ir á píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Koussevitzky, Bottesini, Zbar, Massenet, Fauré og Popper. Hávarður Tryggvason er fædd- ur árið 1961. Hann spilaði á raf- bassa sem unglingur en hóf nám á kontrabassa í Tónskóla Sigur- sveins 1980. Árið 1984 hóf hann nám við Ecole Normale de Mus- ique de Paris og seinna sama ár við Conservatoire Nationale Sup- erieur de Musique dc Paris. Hann lauk námi frá skólanum með frábærum vitnisburði og síð- astliðinn vetur starfaði hann í Orchestre des Prix. Brynja Guttórmsdóttir er fædd í Reykjavík 1947. Hún stundaði nám í einkatímum hjá Helgu Laxness og Jórunni Viðar. Hún lauk píanókennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík vorið 1969. Árið 1970 hóf Brynja nám við Tónlistarháskólann í Stokk- hólmi og lauk þaðan prófi vorið 1973. Hún var í einkanámi hjá prófessor Gunnar Hallhagen 1976-’78 og hefur síðan stundað kennslu um árabil, lengst af hjá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Hún hefur haldið tón- leika á íslandi og í Stokkhólmi. SS Hávarður Tiyggvason og Brynja Guttormsdóttir Slys gera ekki boð á undan sér! u ** mIumferoar WrAð Vv ÖKUM EINS OG MENN!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.