Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 10
• - MUftíAO - v$e r sedm^í-jE t 10 - DAGUR - 3. september 1987 Verkmenntaskólinn á Akureyri: ur til Reykjavíkur. Sigurður Ólafs Jónsson, sem var í leyfi síðasta skóla- ár og var við framhaldsnám í Banda- ríkjunum hefur lokið prófum og kemur nú til kennslu á nýjan leik. Svavar Gunnarsson fer í orlof á haustönn og verður í Danmörku við framhaldsnám. Kolfinna Gerður Pálsdóttir kennir ekki á haustönn vegna veikinda, en kemur vonandi til starfa á vorönn. Nokkrir nýir stunda- kennarar koma til okkar í haust, fáeinir gamlir hverfa frá okkur; slíkt er lífsins gangur. Með tilkomu nýrrar reglugerðar urðu nokkrar breytingar á stjórn- endaliði skólans; Nanna Pórsdóttir verður kennslustjóri á uppeldissviði og Hálfdán Örnólfsson verður deild- arstjóri öldungadeildar og annast auk þess námskeiðahald. Við höfum líka ráðið bókavörð að skólanum, Sigríði Sigurðardóttur, sem við munum eftir úr Gagnfræða- skólanum er hún var bókavörður þar. Að vísu eigum við enn ekkert bókasafn; fáeinar bækur eigum við þó, en ekki meira en svo, að komist . við tekur vetrarönnin, annar vettvangur, ef til vill eilítið alvarlegri, en engu að síður nauðsynlegur.“ Ágæta samkoma, nemendur, gestir, heimafólk! f dag eru tímamót, skil tveggja lífs- þátta okkar, sumarstarfinu með leik sínum og gleði er lokið, við tekur vetrarönnin, annar vettvangur, ef til vill eilítið alvarlegri, en engu að síð- ur nauðsynlegur. Pað eru reyndar tímamót hjá fleirum en okkur þessa dagana. Akureyrarkaupstaður, bærinn, sem fóstrar okkur stendur líka á tímamótum. Við minnumst nú 125 ára afmælis hans á veglegan hátt og við eigum líka afmæli, því hinn 29. ágúst 1981 fyrir 6 árum, á af- mælisdegi Akureyrar tók þáverandi menntamálaráðherra fyrstu skóflust- ungu að nýbyggingum Verkmennta- skólans á Akureyri á Eyrarlandsholti og þá byrjuðum við að byggja og þeim byggingum er ekki enn lokið. Tímamót eru mörg og margvísleg í lífi okkar, þau eru vörður á lífsgöngu okkar, stiklur í straumi tímans, tilefni umhugsunar og uppgjörs. Við ættum ef til vill að staldra oftar við og líta til baka, í eigin barm til að sjá hvernig til hafi tekist, gera upp við okkur eigin afrek, stór og smá. Það er, held ég hollt ungu fólki, að staldra stundum við í þessari óskap- legu hringiðu hins hraðfleyga tíma. Af sjónarhóli okkar getum við horft til beggja átta í senn, fram og aftur, numið af, fortíðinni framtíðinni til gagns. Það er t.a.m. hollt að reyna að skynja og skilja þá baráttu geng- inna kynslóða, sem skóp þann heim, þá veröld, sem við byggjum. Sú bar- átta var ekki þrautalaus og krafðist mikilla fórna, sá hópur fólks er nær allur farinn yfir móðuna miklu, en margir eru okkur þó kunnir, þeir eiga sér nafn og stöðu, þeirra minn- umst við á hátíðarstundum, miklu fleiri eru nafnlausir í gleymskunnar djúpi. Þessu fólki eigum við að þakka okkar efnalegu velferð og vel- megun, einhverja hina mestu í heimi, velmegun, sem stundum virðast engin bönd halda, ekki þola neinar skorður, velmegun, sem rugl- ar okkur stundum svo í ríminu, að okkur finnst sjálfsagt, að við fáum allt það, sem hugurinn girnist, við þurfum aðeins að rétta út höndina. Allir hlutir eru að verða svo sjálf- sagðir að okkur er að verða vandi á höndum hvað gera skal næst, eftir hverju á að sækjast. En velmegun er ekki aðeins efnaleg, hún er líka andleg, hún á ekki aðeins að hlaða upp efnislegum verðmætum heldur jafnframt og alls ekki síður að skapa okkur frjótt andlegt líf, þar sem rækt „Við verðum að nota menntunina, þekkinguna, hver svo sem hún er til að skapa okkur sjálfstæða andlega tilveru . . .“ Bernharð Haraldsson í ræðu- stól. fyrir á venjulegu heimili. í næsta áfanga, þeim fimmta, sem við hefj- umst handa með alveg nú á næstunni er gert ráð fyrir veglegu rými fyrir bókasafn, ég nefni það bókasafn, því svo er það nefnt á teikningum og því nafni er það tengt í hugum okkar, en vitanlega verður það meira en bóka- safn, e.t.v. ætti heldur að kalla það upplýsingastöð skólans, því þar söfn- um við saman á einn stað upplýsing- um og fróðleik í margs konar formi, ekki aðeins á bókum og blöðum, heldur líka í öðru formi, aðgengilegu þeim sem á þurfa að halda. Mér er nær að halda, að söfn framtíðarinnar verði allmjög ólík þeim, sem við þekkjum og eigum að venjast. Hvað um það, bókasafnið er á teikniborð- inu og ekki seinna vænna að fara að huga að innbúi og bókakaupum. Það verður því verkefni nýráðins bóka- varðar, að vera arkitekt okkar innan handar um skipulag safnsins. Við bindum miklar vonir við safnið, sem vonandi verður fullbúið ekki síðar en í árslok 1988 eftir þrjár annir, að það verði allri starfsemi til framdráttar. Ég kveð þá starfsmenn, sem nú hverfa á braut og þakka þeim störf þeirra í þágu Verkmenntaskólans. Nýja starfsmenn býð ég velkomna. Þegar talað er um kennararáðning- ar og hvernig til hafi tekist um að skipa skólana nauðsynlegu starfsliði, þá hefur það víst ekki farið framhjá neinum, að dag eftir dag birtast í fjölmiðlum auglýsingar um kennara- stöður og ærið oft kallast það „áður auglýstar stöður“. Það er víst ómót- mælanleg staðreynd, að það verður með hverju árinu sem líður erfiðara að manna framhaldsskólana og þrátt fyrir nokkra kjarabót á yfirstandandi ári eru kennslustörf í dag alls ekki samkeppnisfær við störf á almennum vinnumarkaði, störf þar sem oft er ekki krafist neinnar sérhæfingar, hvað þá 4-6 ára háskólanáms eða sambærilegrar menntunar og sér- þjálfunar. Það vitum við, sem hér störfum, að ef ekki kæmi til góðvilji í garð skólans og skilningur á gildi menntunar, værum við snöggtum mannfærri og gætum örugglega ekki staðið við það námsframboð, sem okkur er ætlað. Um síðustu áramót tóku gildi lög um embættisgengi er lögð við hugðarefni og hæfileika einstaklingsins. Hún á ekki að gera alla jafna, heldur gefa öllum jöfn tækifæri, ekki endilega þau sömu, fyrst og fremst tækifæri til að þroska eigindir sínar og vitund, eflast í við- fangi við raunhæf verkefni, sem eru í takt við samtímann, raunhæf í þeim skilningi, að þau leiða til aukins þroska. Tilgangsleysi fálmsins og fúsksins, öskur úrræðaleysisins, hljómleysi hávaðans, allt er þetta óþroskavænlegt og vitundarsnautt gervi hins kröfugjarna heims, sem á sér enga ósk heitari en iðjuleysi og aumingjaskap í nafni þess, að allt eigi að fást án áreynslu. Leiði vel- megunin okkur inn á þessar brautir, etur hún okkur innan frá, er okkar eiginn banabiti og dauðadómur; þá er því öllu sjálfhætt, sem fyrir hefur verið barist. Inn í þetta hyldýpi meg- um við ekki leiða okkur sjálf, við verðum að nota menntunina, þekk- inguna, hver svo sem hún er til að skapa okkur sjálfstæða andlega til- veru, tilveru sem er fremur byggð á sjálfstæðri hugsun og ákvarðanatöku en símötun, byggð á frumkvæði ein- staklingsins, ekki á talhlýðni, á úrræðum fremur en úrræðarleysi. Sú tilvera er tilvera hinna góðu verka. Nemendafjölda við upphaf þessa fjórða skólaárs Verkmenntaskólans á Akureyri er sem hér segir: Dagskóli 798. Öldungadeild 108. Samtals: 906. Um það bil þriðjungur nemend- anna á sér lögheimili utan Akureyr- ar. Það er nokkurt áhyggjuefni, að við skulum ekki geta boðið utanbæjar- nemendum okkar aðgang að heima- vist, en tillögur að byggingu viðbót- arhúsnæðis hafa legið hjá yfirvöldum um skeið. Námshættir taka ekki miklum breytingum öðrum en þeim, sem við vissum fyrir. í nýrri námsskrá er gert ráð fyrir að lágmarkseinkunn verði 5 í öllum greinum, það gerir það að verkum, að krafan um jafnari þekk- ingu í öllum greinum er sterkari en áður og ekki síst þar sem meðaleink- unn er ekki reiknuð. Breytingar á kennaraliði skólans verða ekki miklar, ef litið er til hins fastráðna hóps starfsmanna. Alls eru fastir kennarar 47 þar af er 21 skipað- ur í stöðu. Skipun fengu í ár þau: Árni Jakob Stefánsson og Halla Guðmundsdóttir. Sveinbjörg Svein- björnsdóttir lætur af störfum og flyt- „Gefðu þér tíma til góðra - Skólasetningarræða flutt í Akureyrarkirkju 1. september 1987 verka“ kennara og er nú starfað eftir þeim í fyrsta sinn. Andi laganna er jákvæð- ur og stefnir til góðs, en túlkunin á hugsuninni, sem í þeim felst er að minni hyggju ekki sú rétta og fram- kvæmd ýmissa þátta þeirra minnir fremur á pappírsflóð landshöfðingja- tímabilsins, en því lauk árið 1904, en tæknivætt velmegunarþjóðfélag í lok 20. aldar. Það er aldeilis fáránlegt, að árið 1987 sé þannig að skólastarfi staðið, að skólanefndir og skóla- stjórnendur þurfi allt að því að kné- krjúpa fyrir einhverri nefnd suður í Reykjavík til að mega ráða iðnmeist- ara, hjúkrunarfræðing eða viðskipta- fræðing til að kenna nokkrum sinn- um á viku sínar sérgreinar, eftir að árangurslaust hefur verið auglýst, til að hægt sé að reka skólann eins og reglur mæla fyrir um. Og ekki bætir úr skák, ef bíða þarf úrskurðar í vik- ur eða jafnvel mánuði. Ef áður- nefndum stjórnendum skólanna er á annað borð treyst fyrir skólunum, skal ætla, að þeir séu manna dóm- bærastir á hvernig eigi að standa að' lokastiginu. Þið, sem verið hafið hér áður, eruð orðin hagvön á þessum heimavelli vetrarstarfs ykkar, þekkið húsa- skipan og vitið hvernig búa á við þá dreifingu kennslustaða, sem hefur fylgt Verkmenntaskólanum frá stofn- un hans fyrir þremur árum. Við upp- haf þessa skólaárs verða breytingar á húsakosti okkar þær, að við hýsum í húsi tæknisviðs Háskólann á Akur- eyri, það er vonandi aðeins upphafið að góðu samstarfi tveggja stofnana, sem hafa sama markmið, en ólíka aldurshópa og ólíkar námskröfur. Hin breytingin er sú, að nú hefur öll stjórnun verið flutt úr húsi tæknisviðs í nýja byggingu á Eyrarlandsholti þar sem nú er enn betur fyrir öllum hlut- um séð en áður var og kemur starf- semi okkar til mikils góða. Ég held, að þegar við höfum lært á það hús, kunnum við að nýta okkur mögu- leika þess, þá sé vinnuaðstaða kennara og skrifstofufólks hliðstæð vinnuaðstöðu nemenda, sem er á Eyrarlandsholti og ég tel mig hafa fulla vissu fyrir því, að óvíða sé betur að búið en hjá okkur. Þetta ber vissulega að þakka, ekki með lofræð- um og skrúðmælgi, heldur góðri umgengni og góðri vinnu og ég er þess fullviss, að þessi góði aðbúnaður á Eyrarlandsholti stuðlar að betra mannlífi í skóla okkar. Hinu er ekki að neita þrátt fyrir þessa nýju viðbót, að miklu er enn ólokið; það er enn að miklu að stefna í húsnæðis- málunum og nú, þegar sex ár eru lið- in frá því að þáverandi menntamála- ráðherra, Ingvar Gíslason, tók fyrstu skóflustunguna á Eyrarlandsholti, en það var einmitt á 119 ára afmæli Akureyrar, á fögrum síðsumardegi, þá þóttumst við skynja hugsjónina, sem býr að baki góðum verkum, að nú stæðu hendur fram úr ermum. Ef til vill eru sex ár ekki langur tími, en okkur munar um hvert ár, sem við erum á þessum eilífa þeytingi með allt og alla á milli húsa, oft leiguliðar og það kostar okkar ómæld óþægindi og eril að reyna að halda hlutunum í því horfi, að ekki séu þeir til stórs vansa. Og ekki gengi þetta stríð þó svona vel sem það gerir, ef ekki kæmi til skilningur nemenda á aðstæðum skólans. Ég er alls ekki að vanþakka það, sem gert hefur verið og er reyndar stoltur fyrir okkar hönd af húsum, tækjum og starfi, en þessar aðstæður gera allt nám svo miklu erfiðara. Næstu áfangar verða miðrýmið, eystri hluti, sem við erum reyndar að byrja á þessa dagana, en þar á að vera auk aðalanddyris

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.