Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. september 1987 Hann segist muna eftir sér í Sana sem smápolli. Faðir hans, Valdemar heitinn Baldvinsson, fyrrverandi heildsali á Akur- eyri var einn af eigendum Sana í mörg ár. Maðurinn sem rætt er um heitir Baldvin Valde- marsson. Baldvin tók nýlega við stjórnartaumunum í Sana, nánar tiltekið er hann fram- kvæmdastjóri og segir starfið vera ákaflega spennandi. „Það væri dauður maður sem þætti þetta ekki skemmtilegt," sagði Baldvin. Baldvin segir mér að fyrstu minningar sínar séu frá Sana. „Fyrsta daginn sem ég var á leið- inni í vinnuna hér í Sana var ég að hugsa um hvort ég myndi hitta einhvern sem var hérna þegar ég var lítill og ég hitti einn. Það er Pétur Jóhannsson, bruggmeistar- inn okkar hérna. Hann er búinn að vinna hérna í yfir 20 ár. Pabbi réði hann á sínum tíma.“ En byrjum á byrjuninni. Baldvin er Akureyringur, fæddur og uppalinn þar. Hann segir skólagöngu sína hafa verið nokkuð óvenjulega. „Ég fór nú þessa venjulegu leið í gegnum barnaskóla og gagnfræðaskóla með frekar lélegum árangri. Peg- ar því var lokið var ég algjörlega óráðinn og fór bara að vinna. Mér datt svo í hug að fara í sjó, þá var ég 17 ára. Ég var næstu þrjú árin alltaf af og til á sjó, fyrst svona lengur. Um þetta leyti var ég byrjaður í Tækniskólanum og ákvað því að taka stefnuna á útgerðartækni og útskrifaðist svo úr Tækniskólanum árið 1980. Útgerðartækni er að hluta til við- skiptanám og þar kviknaði áhug- inn á viðskiptafræðinni. Yar búinn að fá nóg af Reykjavík Á þessum tíma var ég kominn með fjölskyldu. Ég gifti mig 1979 og það var svolítið erfitt að fara í frekara nám. Ég var líka búinn að fá nóg af Reykjavík, ég gat ekki hugsað mér að vera þar lengur svo við drifum okkur norður. Það munaði litlu að ég færi að vinna hjá Útgerðarfélag- inu, en Sambandið bauð betur svo ég fór beint úr útgerðartækn- inni í að framleiða gallabuxur hjá Iðnaðardeildinni." - Það er nokkuð langur vegur þar á milli? „Já, en eins og ég sagði þá er útgerðartæknin viðskiptanám að stofni til þannig að það nýttist mér alveg í þessari vinnu. Ég var framleiðslustjóri í vinnufata- deildinni. Ég var með görnlu Heklu, Ylrúnu á Sauðárkróki og saumastofu á Hofsósi. Það var síðan gerð skipulagsbreyting hjá vinnufatadeildinni sem mér lík- aði ekki svo ég bara hætti. Ég er Sana er ekki sama fyrirtækið og það var fyrir nokkrum vikum að sögn Baldvins. ir þetta nám var þetta starf hérna hjá Sana draumastarfið. Ég starfa einmitt við það sem ég var að læra.“ Baldvin tók formlega við stöð- unni hjá Sana um mánaðamótin júní-júlí, þá nýskriðinn úr við- skiptafræði í Háskóla íslands. „Ég kláraði skólann í vor en er ekki alveg búinn því ég er ennþá að berjast við lokaritgerðina. Eg var byrjaður að skrifa og ætlaði að skila ritgerðinni í vor, en það dróst. Síðan ætlaði ég að vera voðalega duglegur í sumar og i skila í haust, en það hefur verið svo mikið að gera að ég veit ekki hvað verður. Ég ætla að reyna.“ Baldvin vann hjá Sanitas í Reykjavík í vetur með fullu námi | og segir það hafa verið erfitt, I en aðallega skemmtilegt. „Þetta var ekki full vinna og það var gott að hafa þetta með náminu. Ég vann ekki á ákveðnum tímum heldur var í alls kyns aukaverk- efnum. Það hefur verið mikið um að vera hjá þeim.“ - Þið hafið viljað flytja aftur norður en ekki vera í dýrðinni fyrir sunnan? „Það er engin dýrð að búa í Reykjavík. Það hélt í manni líf- inu allan tímann að fara norður aftur. Við keyptum Dag allan tímann, maður varð að fylgjast með hvað var að gerast hérna. „Yerð að hafa gaman af því sem ég er að gera“ - Baldvin Valdemarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Sana í viðtali Við komum hingað norður eitt sumar í miðju náminu, þegar ég var alveg að springa. En það var allt of mikið fyrirtæki svo við gerðum það bara einu sinni.“ Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar er í eigu fjölskyldunn- ar, það eru Baldvin og hans syst- kini, auk móður þeirra sem eiga heildverslunina. Mér lék forvitni á að vita hvort hann hefði ekki haft hug á að starfa við fjöl- skyldufyrirtækið þegar hann hafði aflað sér menntunar í við- skiptafræðum. „Það kom jú til tals. En það er bara svo vel mannað í dag að það var engin þörf á því. Hólmgeir bróðir minn og Baldur Guðvinsson stjórna fyrirtækinu. Baldur er viðskipta- fræðingur og sér um fjármálin, Hólmgeir sér hins vegar um sölu- málin og þetta gengur svo vel að það er engin þörf fyrir mig þarna. Þeir gera þetta miklu betur en ég myndi gera það. Það hefði verið hugsanlegt að fara út í eitthvað nýtt, en það eru svo miklar fjár- festingar hjá fyrirtækinu núna að það verður ekki á næstunni. Það héldu flestir að ég myndi ganga beint inn í heildverslunina og fara að vinna þar, en eins og ég sagði þá er bara ekki þörf á því.“ Bræðurnir í harðri samkeppni - Sana og Heildverslun Valde- mars Baldvinssonar eru væntan- lega í samkeppni. Hvernig líkar Eftir þessa reynslu blossaði aftur upp hjá mér áhuginn á að læra meira, mér fannst ég þurfa þess.“ Haustið 1983 reif Baldvin sig upp í einu bjartsýniskastinu, eins og hann orðar það, með fjöl- skylduna og flutti suður til að læra viðskiptafræði. „Ég seldi íbúðina mína hér og keypti aðra fyrir sunnan, þetta tók mig fjóra daga. Allt í einu var ég kominn til Reykjavíkur með allt mitt haf- urtask og þá byrjaði ballið. Ef ég hefði vitað hvað ég var að fara út í hefði ég aldrei gert þetta. Þetta var mjög erfitt og þá sérstaklega fyrir konuna mína.“ Starfið hjá Sana draumastarfið Baldvin segir viðskiptafræðina alls ekki skemmtilegt nám, sér- staklega ekki fyrri tvö árin. „Þetta var sérstaklega leiðinlegt meðan þetta var spurningin um hvort þctta tækist en seinni tvo árin var það oröin spurningin um hvenær og þá var þetta orðið miklu skárra. Á síðasta ári er námið orðið ágætt. Þá getur mað- ur valið sér sérsvið. Það er hægt að velja á milli sjö sérsviða. Eg valdi mér reyndar tvö svið, ég gat ekki gert upp á milli þeirra. Við vorum tveir sem völdum okkur tvö svið, stjórnunarsvið og fram- leiðslusvið saman. Það er hægt vegna þess að hluti af fögunum eru sameiginleg í þessum sviðum og kennararnir voru svo liprir að þeir hagræddu í stundatöflu. Eft- eina vertíð í Grindavík og síðan kokkur á rækjubát á Dalvík. Síð- ast endaði ég á Harðbak, þar var ég tæpt ár. Það var mikið fjör á þessum tíma og ég held ég hafi verið óttaiega ódæll. En ég róað- ist þegar ég kynntist konunni minni og sá að þetta gekk ekki þannig að ég verð að hafa gaman af því sem ég er að gera. Ég get ekki hugsað mér að vinna á þrúg- andi vinnustað. Reif sig upp í einu bjartsýniskastinu Þá byrjaði ég hjá Haga. Þar fékk ég eldskírn í peningamál- um. Fyrirtækið átti í erfiðleikum og það þurfti virkilega að passa vel upp á peningana. Þetta var mikil reynsla. Hjá Iðnaðardeild- inni fékk ég þjálfun í stjórnunar- störfum en hjá Haga fékk ég hins vegar þjálfun í peningamálum. „Er mjög bjartsýnn á framtíðina,“ segir Baldvin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.