Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 3. september 1987 Þeirra er skömmin og ábyrgðin - Stjórnir þriggja hestamannafélaga í Eyjafirði deila harðiega á stjórn Landssambands hestamanna Tillaga um úrsögn úr LH samþykkt Mánudaginn 31. ágúst sl. héldu hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn sameiginlegan fund að Hótel KEA. Fundurinn var fjölsóttur og komu menn víða að. Aðalfundarefni var ákvörðun stjórnar LH varðandi næsta landsmótsstað. Hafði stjórn LH verið sent fundarboð þ. 20. ágúst og óskað eftir að einhverjir úr stjórn- inni kæmu til þessa fundar og útskýrðu á hvaða forsendum stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni sá enginn stjórnarmaður sér fært að mæta til fundarins og læddist sá grunur að fundarmönnum að ef til vill hefði ekki verið mikill áhugi hjá stjórn- armönnum LH að sitja þennan fund. I upphafi fundarins var lesin upp sameiginleg greinargerð frá stjórnum félaganna varðandi þetta mái og samþykkt að senda hana til birtingar í fjölmiðla. Urðu síðan frjálsar umræður þar sem margir tóku til máls og lýstu allir vanþóknun sinni og undrun á þessari afgreiðslu stjórn- ar LH. Einnig bar á góma viðtal það er birtist í síðasta Eiðfaxa við for- mann samtakanna, Leif Jóhannes- son. Þótti öllum sem þar andaði köldu í garð eyfirskra hestamanna og greinin væri full af órökstuddum full- yrðingum og dylgjum sem enga stoð ætti sér í raunveruieikanum. í lok umræðnanna voru samþykktar þrjár tillögur sem fara hér á eftir: Sameiginlegur félagsfundur hesta- mannafélaganna Funa, Léttis og Þráins, haldinn að Hótel KEA mánudaginn 31. ágúst 1987 sam- þykkir eftirfarandi. Vegna ákvörðunar stjórnar LH um næsta landsmótsstað skorar fund- urinn á félögin að senda ekki fulltrúa á næsta ársþing LH og starfa ekki að neinum þeim málefnum sem snerta LH. Sameiginlegur félagsfundur hesta- mannafélaganna Funa, Léttis og Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Þráins, haldinn að Hótel KEA mánudaginn 31. ágúst 1987 sam- þykkir eftirfarandi. Fundurinn beinir því til stjórna félaganna þriggja að þau leggi fram, hvert í sínu félagi, tillögu um úrsögn úr LH á næsta aðalfundi félaganna. Úrsögnin yrði bundin því skilyrði að hún væri samþykkt í öllum félögun- um þrem. Ef hins vegar kemur eitt- hvað það frani sem félögin gætu sætti sig við til samkomulags í deilu þeirri sem uppi er að mati stjórna félag- anna, fellur þessi samþykkt úr gildi. Sameiginlegur félagsfundur hesta- mannafélaganna Funa, Léttis og Þráins, haldinn að Hótel KEA mánudaginn 31. ágúst 1987 sam- þykkir eftirfarandi. Fundurinn harmar að stjórn LH skuli ekki senda fulltrúa til þessa fundar og sýna með því í verki óvild sína í garð eyfirsku hestamannafé- laganna þriggja. Fundarboð vegna þessar fundar var sent til skrifstofu LH 20. ágúst sl. og hefði því gefist nægur tími til að ákveða annan fund- ardag ef eftir hefði verið leitað og vilji verið fyrir hendi. Sýnir þessi framkoma stjórnar LH algjört áhugaleysi fyrir því að reyna að leysa deilu þá sem upp er komin vegna ákvörðunar meirihlutastjórnar LH um næsta landsmótsstað og endur- speglar tillitsleysi þeirra gagnvart félögunum þrem. Hér með fylgir greinargerð sú sem áður er vitnað til. Forkastanleg vinnubrögð stjórnar LH varðandi val á landsmótsstað árið 1990 í byrjun júlímánaðar tók stjórn LH þá ákvörðun að næsta landsmót hestamanna yrði haldið á Vind- heimamelum í Skagafirði árið 1990. Er stjórn LH bundin því að ákveða með 3ja ára fyrirvara næsta lands- mótsstað og hefur svo verið um hríð. Ákvörðun þessi var tekin með leyni- legri atkvæðagreiðslu þar sem Vind- 3. september .... kl. 4. september .... kl. 5. september .... kl. 6. september .... kl. heimamelar hlutu 5 atkvæði en Mel- gerðismelar í Eyjafirði hlutu 2. Afgreiðsla þessi hefur vakið mikla undrun og reiði meðal hestamanna í Eyjafirði. Til þess að reyna að skýra það vegna hvers þessi óánægja brýst út og beinist aðallega að stjórn LH og auk þess að hluta til að nokkrum hesta- mannafélögum á Norðurlandi, verð- ur reynt að rifja upp aðdraganda þessa máls sem er orðinn ansi langur. Verður leitast við að draga fram staðreyndir málsins svo sem frekast er unnt í stuttri grein og vonandi verða lesendur einhvers fróðari að lestri loknum. Þó nokkur tími sé lið- inn frá því að ákvörðun þessi var tekin, hefur óvenjulítil umræða verið um hana og er það ekki háttur hesta- manna að láta kyrrt liggja þegar þeir telja ómaklega að sér vegið. Forsagan Um nokkurt skeið hafa verið haldin svokölluð fjórðungsmót hesta- manna. Hafa þau verið haldin með ýmsu sniði og hér á Norðurlandi urðu þáttaskil í mótahaldi eftir mót sem haldið var á Einarsstöðum árið 1969. Varð á því nokkur rekstrarhalli og settust hestamenn á Norðurlandi á rökstóla um hvað væri til ráða. Lausnin fannst og næst þegar haldið var fjórðungsmót, þá á Vindheima- melum árið 1972 þar sem nýtt svæði var í uppbyggingu, var komið til skjalanna samstarf norðlenskra hestamanna sem hefur orðið fyrir- mynd hestamannafélaga víðast hvar á landinu. Tókst mótið afbragðsvel og tveimur árum seinna var haldið landsmót á Vindheimamelum þar sem norðlensku hestamannafélögin stóðu saman að framkvæmdinni á sama hátt. Endurtók sagan sig þar, og virtust allir sammála um ágæti þessa samstarfs. Árið 1976 var enn blásið til fjórð- ungsmóts, nú á Melgerðismelum í Eyjafirði þar sem eyfirsku félögin 17.00-19.00 17.00-19.00 16.00-18.00 16.00-18.00 Funi, Léttir og Þráinn voru að hefja uppbyggingu síns mótsvæðis. Var staðið að framkvæmd þess móts sem hinum fyrri og einnig að fjórðungs- móti sem haldið var á Vindheima- melum 1979. Var samstarf hesta- mannafélaganna til mikillar fyrir- myndar og þó vitaskuld væri sam- keppni og samanburður milli staða kom það einungis fram í bættri aðstöðu bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Millikafíi En nú fer að draga til tíðinda. Fyrir lá að stjórn LH yrði nú að taka ákvörðun um mótsstað fyrir lands- mótið 1982 og höfðu Melgerðismelar sótt formlega um að fá mótið, töldu sig eiga rétt á því þar sem tvö síðustu landsmót á Norðurlandi höfðu verið í Skagafirði. Myndi landsmót verða Melgerðismelum ómetanleg lyfti- stöng og héraðinu öllu til framdrátt- ar, svo sem reynslan hefur sýnt með aðra staði. Var ekki annað vitað þeg- ar ákvörðun kom en að Melgerðis- melar væru einir um boðið. En á þeim fundi sem ákveða átti staðinn, læddi fulltrúi Norðlendinga í stjórn LH, Egill Bjamason á Sauðár- króki, fram tilboði Skagfirðinga varðandi Vindheimamela. Kom hann þar fram sem fulltrúi þeirra og flutti mál þeirra en enginn var til að tala máli Eyfirðinga. Var gengið til atkvæðagreiðslu og hlutu Vind- heimamelar 4 atkvæði en Melgerðis- melar 2. Brugðust Eyfirðingar ókvæða við og töldu Skagfirðinga hafa svikist að þeim á lúalegan hátt og stefnt samstarfi þessara félaga í mikla hættu. Einnig töldum við vinnubrögð stjórnar LH í hæsta mála óeðlileg og vinnubrögð E. Bj. fyrir neðan allar hellur þar sem hann átti að gæta hagsmuna Norðlendinga allra en ekki einstakrá manna eða félaga og stuðla þannig að óeiningu og úlfúð milli Norðlendinga. Hótuðu Eyfirðingar að segja sig úr LH ef þessu yrði ekki breytt og rituðu stjórn LH ýtarlegt bréf þar sem m.a. stóð: „ Við sjáum ekki vinnínginn í því, að bíða enn og bjóða hinn vangann, því hætt er við að þeir sem hlupu undir bagga nú, vilji fá greitt í sama síðar. Þá heldur óréttlætið áfram og hleður utan á sig eins og títt er, þar sem valdníðsla nær að skjóta rótum.“ Ekki höfðu bréfaskriftir þessar neinn árangur í för með sér og á landsþingi LH á Flúðum 1979 fluttu Eyfirðingar tiliögu þess efnis að ákvörðun stjórnar LH yrði hnekkt og þingið ákvæði stað fyrir landsmót á Melgerðismelum. Urðú miklar um- ræður um þessa tillögu en henni var að endingu vísað frá. Varð stutt um kveðjur og lá nú í loftinu að ekki yrði um samstarf að ræða hjá norðlensku hestamannafélögunum varðandi framkvæmd landsmóts 1982. Fór þá stjórn LH á stúfana að miðla málum og átti fundi með for- svarsmönnum ýmissa félaga um þessi mál. Kom þar, að stjórn LH boðaði til fundar í Varmahlíð 8. júní 1980. Voru þar mættir fulltrúar frá allflest- um félögum á Norðurlandi, formað- ur og framkvæmdastjóri LH ásamt 2 stjórnarmönnum og einum vara- manni. Urðu miklar umræður um framtíðarskipulag móta á Norður- landi næsta áratuginn. Að endingu var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Að gefnu tilefni vegna afstöðu fulltrúa eyfirsku félaganna Funa og Léttis til þátttöku í landsmóti hesta- mannafélaganna á Vindheimamelum árið 1982, samþykkir fundurinn, sem viljayfirlýsingu, en ekki ákvarðana- töku, þar sem til þess skorti fundinn umboð, að eðlilegt sé að næsta fjórð- ungsmót á Norðurlandi verði haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði og að næsta landsmót hestamanna er kem- ur í hlut Norðlendinga eftir árið 1982 verði einnig á Melgerðismelum, verði þá sömu aðstæður um móts- staði í Norðlendingafjórðungi og nú eru. “ Ályktun þessi var örlítið rædd en síðan samþykkt með samhljóða atkvæðum. Síðar segir í fundargerðinni: Frjálsar umræður urðu nokkrar er hér var komið og lýstu nokkrir fund- armanna fögnuði sínum yfir góðum niðurstöðum fundarins um einhuga samstarf norðlenskra hestamanna í framtíðinni. “ Of langt mál yrði að telja upp alla þá sem rituðu undir þessa tillögu en það voru fulltrúar frá hestamannafé- lögunum Þyti í V.-Hún., Óðni og Neista í A.-Hún., Stíganda og Létt- feta í Skagafirði, Glæsi á Siglufirði, Funa, Hring og Létti í Eyjafírði, Þjálfa í S.-Þing., Grana á Húsavík og Feyki í Öxarfirði. Einnig rituðu und- ir samþykktina formaður LH Albert Jóhannsson og framkvæmdastjóri Pétur Hjálmsson ásamt stjórnar- mönnunum Sigurði Haraldssyni og Agli Bjarnasyni og einnig varamaður í stjórn LH Árni Magnússon. í fram- haldi af þessum fundi tóku eyfirsku félögin fullan þátt i undirbúningi og framkvæmd landsmótsins og einnig fjórðungsmótsins 1983 á Melgerðis- melum. Ríkti nú friður milli norð- lenskra hestamanna að mestu leyti, þó undir niðri örlaði á nokkurri spennu. Lokakafíi Þaö hafði öllum verið ljóst lengi að Melgerðismelar hugðust sækja um næsta landsmót sem kæmi í hlut Norðlendinga, samkv. áðurnefndu samkomulagi. Við það miðaðist öll uppbygging staðarins og fyrir mótið 1983 var lyft Grettistaki í uppbygg- ingu staðarins og árangurinn kom strax í ljós. Allir sem á Melgerðis- mela komu luku upp lofsorði um það hve staðurinn væri vel til mótahalds búinn og hvert íslandsmetið af öðru var slegið á kappreiðabrautinni. Leið nú að fjórðungsmóti 1987 og á sameiginlegum fundi stjórna norð- lensku hestamannafélaganna að Hótel KEA þann 26. apríl 1986 var lagt til að Skagfirðingar héldu það og var það í anda þess samstarfs sem verið hafði um skiptingu fjórðungs- móta. En þá kváðust Skagfirðingar ekki geta tekið það, því vinna ætti upp hlaupabrautina sem væri orðin slæm eins og einn forsvarsmanna þeirra, Friðrik Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Vindheimamela sagði í blaðaviðtali (Dagur 142. tbl. 1. ág. 1986), þegar hann var spurður um aðstöðuna á Vindheimamelum: „En ef ætti að halda þarna lands- mót þá þyrfti að gera geysimikið átak. Þetta er nú orðið svo gamalt. “ Og síðar í sama viðtali: „ Við fengum ákúrur á okkur eftir mótið í fyrra í blöðunum. Ekki fyrir að vera með lélega aðstöðu, heldur fyrir að vera ekki lengur með bestu aðstöðu sem þekktist á landinu, nú væru þeir komnir fram yfir okkur Eyfirðingar. “ Var lagt fast að Skagfirðingum að taka mótið en allt kom fyrir ekki. Þegar fullséð var að enginn vildi halda mótið, buðust Eyfirðingar til að taka það til þess að bjarga málun- um en tóku jafnframt fram að þeir ætluðu að sækja um næsta landsmót hvað sem þessu móti liði. Kom það líka fram í máli Skagfirðinga að þeir hygðust gefa Vindheimamela fala til landsmóts og töldu sig ekki bundna af Varmahlíðarsamþykktinni. Ostakarlinn - besti vinur bamanna kemur á Iðnsýningu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.