Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 5
3. september 1987 - DAGUR - 5 ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - 600 AKUREYRI - SÍMI 22233 - NAFNNÚMER 4817-6887 Starfslaunum Ríkis- útvarpsins úthlutað - Þrjú sjónvarpshandrit send til þátttöku í Genfar-Evrópusamkeppni sjónvarpsstöðva Oddur Björnsson, rithöfundur, hefur hlotið starfslaun Ríkis- i Einingabréf 1 nú 13-14% umfram verðbólgu. Einingabréf 2 nú 9-10% umfram verðbólgu. Einingabréf 3 nú 35-39% nafn- vöxtun. Raunvöxtun háð verð- bólgu. Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu. Óbundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til útborgunar. Allir geta eignast Einingabréf, því hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er. GENGIBRÉFANNA: Einingarbréf 1 ............ 2.270.- Einingarbréf 2 ............ 1.339.- Einingarbréf 3 ............ 1.404.- Lífeyrisbréf .............. 1.141.- Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 5 * Pósthólf 914 602 Akureyri • Sími 96-24700. útvarpsins til listamanna, sem nú er úthlutað í fyrsta sinn. Starfslaunin eru veitt til sex mánaða hið lengsta og vinnur listamaðurinn að gerð útvarps- eða sjónvarpsefnis til frumflutn- ings í Ríkisútvarpinu á starfstím- anum. Starfslaunum fylgja ókeypis afnot af íbúð Ríkis- útvarpsins í Skjaldarvík í Eyja- firði. Oddur Björnsson sótti um starfslaunin til að vinna að tveim- ur verkefnum. Annars vegar er um að ræða verkefni fyrir sjón- varp um Kjarval, „líf hans og list og samskipti hans við fólk og huldufólk með hliðsjón af lista- verkum hans og skáldskap,“ eins og segir í úmsókn höfundar. Hitt verkefnið er leikrit fyrir útvarp. Framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins úthlutar starfslaunum að fengnum umsögnum dagskrár- deilda Ríkisútvarpsins. Átta umsóknir um starfslaun bárust í þetta sinn. Þá liggja ennfremur fyrir niður- stöður íslensku dómnefndarinnar í Genfar-Evrópusamkeppninni um sjónvarpshandrit, sem Ríkis- útvarpið varð stofnandi að á sl. vetri. í dómnefnd sátu Egill Eðvarðsson, dagskrárstjóri, Stefán Baldursson, leikhússtjóri og Steinunn Sigurðardóttir, rit- höfundur. Dómnefndin hafði til umfjöll- unar 27 handrit eftir 23 höfunda og varð sammála um að mæla með þremur verkum til áfram- haldandi þátttöku í þessari sam- keppni Evrópusjónvarpsstöðva um sjónvarpshandrit. Þau eru: Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Heimkoma eftir Önnu Heiði Oddsdóttur og Michael Dean Ford. Steinbarn eftir Vilborgu Einarsdóttur. Umsögn dómnefndar er svo- hljóðandi: „Dómnefndin telur þessar þrjár tillögur að sjónvarpsleikrit- um vera heilsteyptar og skýrt fram settar, auk þess sem efnis- valið sjálft vekur áhuga og lýsir hugmyndaauðgi höfunda. Eftir tillögunum að dæma virðist höfundum treystandi til að fylgja tillögunum eftir og fullmóta þær, enda eru þær unnar af vandvirkni og kunnáttu. Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson er framhaldsmynda- flokkur í anda nútíma sakamála- sögu. í upphafi er framið morð í gamalgróinni reykvískri fjöl- skyldu. Hið óvenjulega er að það á sér nákvæma hliðstæðu í fortíð fjölskyldunnar og framvinda verksins felur í sér rannsókn, þar sem flett er ofan af hvoru tveggja. Uppbygging verksins er hefðbundin með ágætri leikfléttu og forvitnilegum persónulýsing- um. Leikurinn gerist í aðalatrið- um á íslandi en berst þó til annarra landa. Höfundi tekst að ánetja lesanda/áhorfanda atburða- rásinni og magna upp spennu sem losað er um í áföngum, en þó ekki endanlega fyrr en með lausn málsins í lokin. Sagan nær yfir nokkrar kynslóðir og eykur það ásamt áhugaverðu umhverfi á gildi verksins. Heimkoma eftir Önnu Heiði Oddsdóttur og Michael Dean Ford er frumleg tillaga að sjón- varpsleikriti, sem byggir á heim- -tolvur fyrir: ★ Skólafólk ★ Tæknifræðinga ★ Verkfræðinga ★ Verslunarfólk o.fl. o.fl. Facit frá kr. Höfundarnir ásamt forráðamönnum Rikisútvarpsins. Fremst frá vinstri: Oddur Björnsson, Vilborg Einarsdóttir og Viktor Arnar Ingóifsson, þá Michael Dean Ford og Anna Heiður Oddsdóttir og síðan Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, Egill Eðvarðsson, dagskrárstjóri og Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. flutningi íslensku handritanna frá Danmörk. Utan um þennan sögulega atburð spinna höfundar reyfarakennda atburðarás, sem er oft á mörkum hins trúverðuga, en reynist þó eiga sér vissa for- •sendu í verkinu. Aðalpersónan er kona sem vinnur að handrita- viðgerðum í Árnastofnun í Kaupmannahöfn og lifir sig mjög inn í hin gömlu fræði. Hér er á ferðinni skemmtileg bianda raunverulegra atburða og ævin- týralegs uppspuna, sem höfund- um tekst þó að gera að heillegu verki. Steinbam eftir Vilborgu Einars- dóttur er bæði manneskjulegt og „mystiskt“ verk. Atburðarásin er dramatísk, spennandi og óhugn- anleg og fléttað er saman fortíð og nútíð á hugvitssamlegan hátt. Umhverfið, sem verkið á að ger- ast í, er stórbrotið, en „hug- myndin er skrifuð með Reykja- nesvita og svæðið þar við í huga, en þó sem einhvern allt annan og mun afskekktari stað í sögunni en í raun,“ eins og höfundur segir sjálfur. Aðalpersóna sögunnar er kona sem leigir sér eyðihús, skammt frá vita, til þess að vinna við ritstörf. Fimm ára dóttir hennar, sem eist upp hjá föður sínum, dvelst um tíma hjá móð- urinni í eyðihúsinu. Kona á áttræðisaldri, sem hefur alla tíð búið í vitavarðarhúsinu, kemst fyrir tilviljun í kynni við telpuna og stutt er í hræðilega atburði. í ljós kemur að örlög gömlu kon- unnar eiga sér vissa samsvörun í aðstæðum ungu konunnar, svo ólíkar sem ævir þeirra eru. Frá- sögnin er mögnuð og myndræn og tillagan býður upp á bæði dramatíska og sálfræðillega úrvinnslu." Að auki vekur dómnefnd athygli á eftirtöldum tillögum, til nánari athugunar fyrir Sjón- varpið: Viðkomustaður eftir Ómar Þ. Halldórsson, Viðræður bannaðar eftir Sveinbjörn Baldvinsson, Yfir heiðina eftir.Sigurð Pálsson, Hefndin er sæt eftir Þorstein Úlf- ar Björnsson (eftir smásögu Þóris Bergssonar, Slys í Giljareitum), Langlínudans eftir Frey Þormóðs- son, Drengurinn frá Voronesj eftir Kristínu Ólafsdóttur. Að lokum vekur dómnefnd athygli Sjónvarpsins á tillögu Erlends Sveinssonar, Rætur nútímans, sem er metnaðarfull og mjög viðamikil. Evrópsk dómnefnd mun velja 10 handrit til áframhaldandi þátt- töku í Genfar-Evrópusamkeppn- inni úr þeim tillögum sem borist hafa frá evrópskum sjónvarps- stöðvum. Niðurstöður verða kynntar við hátíðlega athöfn í Genf hinn 3. desember n.k. Formaður evrópsku dómnefndarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. ■Bókabúðin EddaB ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.