Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 21.09.1987, Blaðsíða 15
21. september 1987 - DAGUR - 15 n Minnmg: TKristjana Árnadóttir Grímshúsum Fædd 21. sept. 1907 - Dáin 11. sept. 1987 Nú þegar haustlitirnir eru hvað fegurstir, eða aðfaranótt 11. sept., andaðist amma mín og nafna, Kristjana Árnadóttir, á Borgarspítalanum í Reykjavík, eftir þriggja mánaða legu. Hún fæddist í Saltvík í Reykja- hreppi 21. sept. 1907 og hefði því orðið 80 ára í dag. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjargar Þorláks- dottur og Árna Frímanns Krist- jánssonar. Eina systur átti hún, Þorbjörgu húsfreyju í Hellu- líndi, sem einnig er látin. Þann 15. ágúst 1926 giftist amma afa mínum, Hallgrími Óla Guðmundssyni, Grímshúsum. Hann var fæddur 29. sept. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Grímshúsum. Þau eignuðust sex börn sem börn: Eysteinn, f. 19.3. 1929, býr í Grímshúsum. Sigurbjörg, f. 10.7. 1931, býr í Húsabakka. Guð- mundur, f. 26. 9. 1938, býr í Grímshúsum. Jónína Þórey, f. 10.8 1941, dó ungbarn. Jónína Árný, f. 18.1 1943, býr á Húsa- vík, yngst er Guðrún Helga, f. 29.12 1944, býr í Reykjavík. Barnabörnin eru 17, og barna- barnabörnin 10. Afa missti hún eftir 28 ára hjónaband þann 14. sept. 1954. Eflaust hefur það verið þungt áfall fyrir ömmu með sum börnin innan við fermingu. Áfram bjó hún í Grímshúsum með börnum sínum. Amma starfaði mikið að fé- lagsmálum. Hún var í Kvenfélagi Aðaldæla til dauðadags, einnig var hún í stjórn Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga. Hún var í kirkjukórnum og organisti Grenjaðarstaðarkirkju í mörg ár. Það var reyndar ekki ætlun mín að rekja æviferil ömmu hér eða telja upp allt sem hún starf- aði, heldur minnast þeirra daga, íslandsmótið í skák: Óvænt úrslit Óvænt úrslit á Skákþingi íslands síðdegis í gær gerðu það að verkum að Margeir Pét- ursson er nú einn í efsta sæti. Davíð Ólafsson sigraði Helga Ólafsson stórmeistara og þar með varð Margeir einn á toppnum. Margeir sigraði Hannes Hífar Stefánsson, en úrslit annarra skáka í fjórðu umferð urðu þau að Þröstur Árnason sigraði Gunnar Frey Rúnarsson, Jón G. Viðarsson sigraði Áskel Örn Kárason. Dan Hansson og Gylfi Þórhallsson enduðu skák sína með jafntefli. Skákum Karls Þor- steins og Sævars Bjarnasonar, Ólafs Kristjánssonar og Þrastar Þórhallssonar lauk einnig með jafntefli. Margeir er nú með 3 og hálfan vinning. Karl og Jón Garðar eru í öðru til þriðja sæti með 3 vinn- inga. sem við áttum saman, þegar ég dvaldi hjá henni í skóla upp við Staði. Það var góð reynsla fyrir mig. Eg svaf fyrir ofan hana í rúminu hennar, því ég var ósköp lítil í mér. Oft spiluðum við Ólsen, Ólsen og fleiri spil. Hún kenndi mér bænir, sem ég bý enn að, sagði mér sögur. Einnig spil- aði hún oft á orgelið sitt og við sungum saman. Fyrir allar þessar stundir, sem við áttum saman bæði fyrr og síð- ar vil ég þakka henni. Ég mun minnast hennar eins og hún var, hlý og góð amma. Blessuð sé minning hennar. „Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. “ Matth. Jochumsson. Kristjana Helgadóttir og fjölskylda. FUNDUR Eiginkonur meistara í Meistarafélagi byggingar- manna Norðurlandi! Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Hótel KEA þriðjudaginn 22/9 ’87. Rætt verður um undirbúning Iðnþings íslendinga sem haldið verður í október. Mætum allar stundvíslega. Stjórnin. OPUS AKUREYRI í versluninni Bókval, Kaupvangsstræti 4 þriðjudaginn 22. september ópUS - mest seldi bókhaldshugbúnaðurinn ópus - fyrir öll fyrirtæki íslensk forritaþróun sf Höfðabakka 9-112 Reykjavík Sími 91-671511 VORUÞROUN II ATAK IÐNTÆKNISTOFNUNAR ISLANDS Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar íslands er ætlað að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Unnið verður að afmörkuðu verkefni og er megináhersla lögð á að þátttakendur markaðsfæri afurð í verkefnislok. Verkefnið er styrkt af Iðnaðarráðuneytinu og Iðnlánasjóði. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn 22. september næstkomandi kl. 15.00 hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Fyrirtækjum og einstaklingum sem óska eftir að gerast þátttakendur í verkefninu er bent á að hafa samband við stjórnanda þess, Karl Friðriksson, ísíma (91) 687000. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun íslands og öðrum aðilum verkefnisins. Einnig munu þau liggja frammi á kynningarfundinum. Umsóknarfrestur rennur út 15. október 1987. n Iðntæknistofnun íslands Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími (91) 687000. í verkefnisstjórn sitja fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda, Landssambands iðnaðarmanna, Iðnlánasjóðs, Alþýðusambands íslands og Iðntæknistofnunar íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.